Morgunblaðið - 13.08.1959, Page 6
f
M O R C V 7V B L 4 Ð1Ð
Fimmtudagur 13. agust 1959
Hver átti mesta sök á „Hans Hedtoft
— slysinu?
KAUPMANNAHÖFN, 11. ágúst:
Hinn 30. janúar sl. í'órst danska
skipið „Hans Hedtoft" við Hvarf
í fyrstu siglingu sinni til Græn-
lands. Með skipinu fórust 95
manns. Tveim árum áður, í janú-
ar og febrúar 1957, ienti annað
skip Grænlandsverzlunarinnar,
„Umanak", í erfiðleikum sem
hefðu getað orðið því eins hættu-
legir og þeir urðu „Hans Hedtoft“.
Við þetta tækifæri kom græn-
lenzki þingmaðurinn Augo Lyn-
go fram með þá spurningu í þing-
inu, hvort ekki væri glapræði að
halda uppi vetrarsiglingum til
Grænlands.
Grænlandsmálaráðherrann Jo-
hannes Kjærböl svaraði þessari
spurningu með því að vísa til
yfirlýsingar skipstjóranna hjá
Grænlandsverzluninni þess efn-
is, að vetrarsiglingar til Græn-
lands væru réttlætanlegar. Hann
hélt fast við þessa yfirlýsingu
eftir aðra viðvörun frá Augo
Lynge og vísaði þá til persónu-
legrar reynslu sín sjálfs. Hinn
30. janúar sl. var Augo Lynge
meðal þeirra 55 farþega sem fór-
ust með „Hans Hedtoft".
Spurningin sem um er að ræSa
Spurningin sem nú liggur fyrir
er þessi: Var samband milli yfir-
lýsingar Kjærböls og þeirrar stað
reyndar, að danska stjórnin var
um þetta leyti að láta byggja
skip, sem átti að annast vetrar-
siglingar til Grænlands? Gaf ráð-
herrann yfirlýsingu sína til að
tryggja það að lokið yrði við
byggingu skipsins og það tekið
í notkun?
Áður en ráðherrann svaraði
spurningu Lynges, hafði verið
leitað ráða hjá skipstjórum Græn
landsverzlunarinnar, og þeir
höfðu í sameiningu gefið yfirlýs-
ingu um, að ráðlegt væri að draga
sem mest úr vetrarsiglingum til
Grænlands og þá fyrst og fremst
farþegaflutningi. Þessari yfirlýs-
ingu var á næsta stjórnarfundi
Grænlandsverzlunarinnar breytt
til hins gagnstæða, þ. e. a. s. skip-
stjórarnir lýstu því yfir, að með
sérstaklega byggðum skipum
væri rétt að halda áfram vetrar-
siglingum til Grænlands, eins og
þær hefðu tíðkast um tíu ára
skeið (frá 1948) Vissi Kjærböl
um báðar þessar yfirlýsingar,
þegar hann svaraði Lynge, eða
var honum aðeins kunnugt um
þá seinni?
Víðtæk rannsókn
Allir þessir málavextir leiddu
til þess, að danska stjórnin ákvað
17. febrúar sl. að setja upp sér-
staka nefnd dómara til að rann-
saka málið. f henni áttu sæti
tveir hæstaréttardómara og einn
landsréttardómari. Árangurinn af
rannsóknum nefndarinnar liggur
nú fyrir og fyllir 233 blaðsíður.
Meðal þeirra, sem yfirheyrðir
voru, voru skipstjórar Grænlands
verzlunarinnar, Kjærböl fyrrver-
andi Grænlandsmálaráðherra,
fyrrverandi og núverandi for-
stjóri Grænlandsverzlunarinnar,
Nielsen og Christiansen, Jensen
varaforstjóri, ásamt blaðamönn-
um og ýmsum embættismönnum
í þjónustu Grænlandsverzlunar-
innar og ríkisins.
Pullyrðing gegn fullyrðingu
Rannsóknin hefur ekki borið
þann árangur sem til var ætlazt.
Hans C. Christiansen forstjóri
Grænlandsverzlunarinnar heldur
því fram að Kjærböl hafi verið KíQi*fcvflí
kunnugt um báðar yfirlýsingarn- "J**' lo j 1* l
ar, en Kjærböl kveðst aðeins hafa
vitað um þá seinni. Ýmsir em-
bættismenn hafa látið í ljós furðu
sína yfir því, að Kjærbö skuli
ekki hafa vitað um fyrri yfir-
lýsingu skipstjóranna. Rannsókn
arnefndin lítur svo á, að bæði
framburður Christiansens og
Kjærböls geti verið réttur, en
leggur engan dóm á, hvorum
beri heldur að trúa. Ekki hefur
heldur fengizt úr því skorið,
hvers vegna skipstjórar Græn-
landsverzlunarinnar skiptu
skyndilega um skoðun, en talið er
víst, að þar hafi ráðið þegnskap-
ur við félagið og ós>k um, að hið
nýja Grænlandsfar yrði fullgert.
—GG.
Norrænu blaðamennirnir, sem komnir eru i boði utanríkisráðuneytisins og dveljast hér á
landi í eina viku. Mennirnir eru taldir frá vinstri Sven Fugl, ritstj. erl. frétta. Ritzau frétta-
stofunni Kaupmannahöfn, Robert Kjældgaard, blaðamaður frá Aktuelt, Pentti Venáianen, Hels-
ingin Sanomat, Carl Gustav Lindeman, ritstjóri Hufuvstatsbladet í Helsingfors, Nels Rolf,
Handelstidningen í Gautaborg, Ove Caspersson, Stockholms Tidningen, Ragnar Ulstein, Bergens
Tidende, Harald Jarp, stórþingsmaður og ritstjóri Adresseavisen í Þrándheimi, Aage Rosted,
aðalritstjóri Venstre Pressebureau í Kaupmannahöfn, Björn Gabrielsen, Arbeiderbladet, Osló og
Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem sér um dvöl hinna erlendu blaða-
vujósm. Sv. Sæm.)
manna. —
Tíu norrænir blaðamenn koinnii
hin«að í boði utanríkisráðuneytisins
Á MÁNUDAGSKV ÖLD komu
til landsins í boði utanríkisráðu-
neytisins tíu blaðamenn frá hin-
um Norðurlöndunum fjórum. Þeir
munu ræða við stjórnmálamenn
McElr
roy varar
við
og sérfræðinga um ástandið 1
landhelgismálinu Blaðamennirnir
eru: Danirnir Aage Rosted, aðal-
ritstjóri Venstres Pressebureau,
Sven Fugl, ritstjóri erlendra
frétta hjá Ritzau fréttastofunni
og Robert Kjældgaard, ritstjóri
Aktuelt. Svíarnir Ove Casparson
frá Stockh. Tidningen og Niels
Rolf frá Göteborgs Handels- og
Sjöfartstidningen. Norðmennim-
ir Harald Torp fyrrv. stórþings-
maður og fulltrúi Norðmanna
hjá Sameinuðu þjóðunum og
OEEC frá Adresseavisen í Þránd-
heimi, Björn Gabrielsen frá Ar-
beiderbladet í Osló og Ragnar
Ulstein frá Bergens Tidende. Frá
Finnlandi koma þeir Pentti Vene-
leinen frá Helsinki Sanomat og
Carl-Gustaf Lindman frá Hufvud
stadsbladet. í dag munu blaða-
mennirnir fara í ökuferð um borg
ina. Þeir halda heimleiðis á sunnu
daginn.
OTTAWA, 11. ágúst. NTB-AFP.
Bandaríski landvarnaráðherrann
Neil McElroy kom í vikuheim-
sókn til Kanada í dag og lét svo
ummælt við komuna, að ekki
væri ástæða til að vænta skyndi-
legra eða djúptækra breytinga í
alþjóðamálum vegna gagn-
kvæmra heimsókna þeirra Krúsj-
effs og Eisenhowers. Þessar heim-
sóknir munu verða betra tilefni
en gefizt hefur í mörg ár til að
draga úr misklíðinni, en full
ástæða er til að vara við of mik-
illi bjartsýni, sagði ráðherrann.
Hann bætti því við, að fjárútlát
Bandaríkjamanna til landvarna
væru undir því komin, hvern
hug Rússar sýndu öðrum þjóðum.
skrifar úr \
dagleqa lífinu J
Kjarnorkutilraun okkar
sú hœttuminnsta
— segja Frakkar
PARÍS, 10. ágúst. — Talsmaður frönsku stjórnarinnar staðhæfði í
tlag, að væntanleg fyrsta tilraun Frakka með kjarnorkusprengju
yrði sú hættuminnsta, sem gerð hefði verið fram til þessa. Allar
hugsanlegar varúðarráðstafanir hefðu' verið gerðar til þess að
koma í veg fyrir að geislavirkt ryk ylli hættu á byggðu bóli.
gerð, en samkvæmt upplýsingum
stjórnarinnar verður það „bráð-
lega« _ og verður allri flugum-
ferð yfir Sahara bægt frá þessu
svæði meðan hættan stendur.
M'
Hann ætti skilið duglega
ráðningu
IARGIR eru þeir hér í bæ, er
hafa unun af því að hafa
fagurt í kringum sig. Bera garð-
amir kringum húsin þeirra þess
glöggt vitni, að þar búa mann-
eskjur, sem n.ikið vilja á «ig
leggja til að hafa fagurt í kring
um sig.
Einn slíkur garður er í Túngötu
5, og hefur hann á hverju sumri
í mörg ár. verið vegfarendum til
augnayndis. Þarna býr Gísli J.
Johnsen og frú Anna kona hans,
O’g sést frúin flesta daga á sumr-
in vera að filúa að blómunum
sínum í garðinum, enda er ár-
angurinn eftir því.
En svo gerðist það sl. laugar-
dagnótt, að einhver vegfarandi
hefur fengið svo mikla ágirnd
á fallegu begóníunum við upp-
ganginn að húsinu, að hann hef-
ur skorið þær allar niður við
rót og haft á Drott með sér. Er
þetta í ffnnað skiptið sem farið
er ránshendi um garðinn að næt
urlagi. I hitt skiptið var skorið
upp eplatré.
Er það hart, að ekki skuli látin
í friði blóm í einkagörðum, sem
búið er að hafa svo mikið fyrir
og eru öllum til augnayndis,
meðan þau fá að standa, en
visna á skömmum tíma séu þau
skorin þannig upp.
Hafi óþokkinn ætlað að korna
sér í mjúkinn hjá konunni sinni,
með því að blíðka hana með blóm
um, er hann kom heirn á iaug-
ardagsnóttina, er hún hér með
beðin að gefa honum rækilega
ráðningu fyrir tiltækið.
B
Vinstri höndin veii
ekki....
ÍLEIGANDI kom að máli við
Velvakanda í gær og tjáði
honum vandræði sín. Þetta er
löghlýðinn borgari, og í bessu
máli er hann innilega sammála
settum reglum, en honum er gert
æði erfitt fyrir um að hiýða
þeim.
Þannig er n.ál með vexti, að
er nýju bifreiðalögin voru sett,
var bifreiðaeigendum gert skylt
að hafa í lagi á bílum sínum
bremsuijós og stefnuljós. Varla
er hægt að mótmæla því að mikið
öryggi er í að bílum sem á eftir
aka, sé gert aðvart með ljós-
merki, pr bifreiðarstjórinn á und
an stígur á hemlana, eða ef nann
hyggst taka beygju í aðra hvora
átt. Það er öllum í hag að hægt
sé að treysta því, að hver bifreið
gefi merki með stefnuljósunum,
ef hún beygir og með rauðu ljósi
aftan á, ef hún dregur skyndilega
úr ferð.
Eftirlitið hyggst líka ganga úr
skugga um að allar bifreiðir hafi
útbúnað til þess, og fer nú eng-
inn bíll í gegnum skoðun, nema
hafa þetta tvennt í lági.
En þá kemur baob í bátmn.
Stefnuljós fást að vísu öðru
hverju, en bremsuljósrofi, sem
kunningi minn segir að sé ca.
10 kr. virði, hefir ekki fengizt í
marga mánuði Bifgreiðaverzian-
ir segjast alltaf eiga von á
þessu stykki, það sé komið til
landsins og væntanlegt næstu
daga, en ekkert gerist í máiinu.
Ög loks tjáði afgreiðslumaðurinn
í þeirri verzlun, sem kunningi
minn verzlar við, honum, að
bremsuljósarofarnir hafi komið
með Tröllafossi til Reykjavíkur
6. júlí, en ekki fengizt afgreiðslu
heimild fyrir varahlutunum.
Svona fer um sumar reglurnar
í voru þjóðfélagi. Opinberir
starfsmenn finna það út, að þetta
sé regla sem ekki megi frá víkja,
vegna öryggis borgaranna, borg-
ararnir vilja fyrir alla muni
hlýða henni sjálfrar sín vegna og
annarra, en þriðji opinberi aðil-
inn kemur í veg fyrir að hægt
sé að hlýða vegna sinna eigin
reglna, og varðar ekkert um ann-
að.
Tilraunasprengingin mun fara
fram í V-Sahara í meira en 300
mílna fjarlægð frá mannabyggð-
um. Til samanburðar er þess get-
ið, að tilraunir Bandaríkjamanna
í Las Vegas væru gerðar 65 míl-
ur frá byggð, tilraunir Breta í
Ástralíu einnig 65 mílur fra
þorpinu Watson — og tilraunir
Rússa í Síberíu 110 mílur frá
byggð.
— o —•
Ekki hefur verið ákveðið hve
Blaðafregnir um að de Gaulle
færi til Alsír á næstunni til þess
að vera viðstaddur tilraunina
hafa verið bornar til baka af
hálfu frönsku stjórnarinnar. For-
setinn fer að vísu til Alsír, en
ekki I sambandi við kjarnorku-
franska tilraunin verður sprenginguna.
Þjóðverjar eiga engan
þátt í kjarnasprengju
Frakka
PARlS, 11. ágúst. — (Reuter).
— Frakkar munu hefja fram-
leiðslu á vetnissprengju strax og
þeir hafa gert tilraun með að
sprengja kjarnasprengju á
Sahara-eyðimörkinni, herma
áreiðanlegar hemildir í París í
dag.
í kvöld flutti Parisarblaðið
„Paris-Presse“ þá fregn, að til-
raunin með kjarnasprengjuna
yrði ekki gerð á næstu sex mán-
uðum, sökum þess að hvorki
sprengjan né tilraunasvæðið yrði
fyrir hendi innan þess tíma.
Upphaflega var álitið að til-
raunin yrði gerð um næstu ára-
mót.
„Paris-Presse“ segir: „Ótíma
bær sprenging mundi hafa lítið
vísindalegt gildi og mundi ekki
verða annað en „sálræn spreng
ing“, sem fengi þeim mönnúm
vopn í hendur, sem eru ákveðn-
ir í að gera viðleitni Frakka til
að komast inn í kjarnorkuklúbb-
inn hlægilega."
Orðrómur borinn til baka
Formælandi frönsku stjórnar-
innar neitaði því harðlega í dag,
að þýzkir vísindamenn væru að
hjálpa Frökkum við að framleiða
kjarnasprengjuna, en orðrómur
um þetta hefur gengið í Bret-
landi. Þá bar formælandinn til
baka fregn um, að NATO hefði
með höndum rannsókn á málinu
í sambandi við Briissel-sáttmál-
ann frá 1955 sem bannar Vest-
ur-Þjóðverjum að eiga kjarna-
vopn.
1 Bonn sagði talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins, að Vestur-
Þjóðverjar tækju engan þátt i
fyrirtæki Frakka, hvorki tækni-
legan né fjárhagslegan.