Morgunblaðið - 13.08.1959, Síða 13
Fimmtudasrur 13. ?' erúst 1959
MORCTnvnr 4010
13
Kristín Ölafsdóttir - Mihning
Kristín Ólafsdóttir var fædd í
Ólafsvík, 18. febrúar, 1901. For-
eldrar hennar voru Ólafur Bjarna
son, sjómaður og koná hans, Kat-
rín Hjálmarsdóttir. Eignuðust þau
ellefu börn og eru sex þeirra á
lífi. Stór var barnahópurinn og
tíðum þröngt í búi. Var því Krist-
ín send, tólf ára gömul, til Pat-
reksfjarðar, til þess að vinna fyr-
ir sér. Fermd var hún frá föður-
húsum í Ólafsvík, en kom til
Reykjavíkur árið 1919 og vann
hér við hússtörf þar til hún giftist
Guðlaugi Gíslasyni, úrsmiði, 15.
okt. 1922. Fluttu þau til Vest-
mannaeyja og bjuggu þar í nítján
ár. Börn þeirra fjögur fæddust í
Eyjum, en þau eru: Gísli, skrif-
stofustjóri hjá Vátryggingafélag-
inu hf., giftur Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, Elsa, gift Birgi
Helgas., strætisvagnstjóra, Karl,
úrsmiður, giftur Sigurdisi Er-
lendsdóttur og Ólína, gift
Helga Arnlaugssyni, skipasmið.
Árið 1941 fluttist Kristín
með manni sínum og fjölskyldu
til Reykjavíkur og hafa þau
hjón og börn þeirra öll verið
búsett hér í bæ síðan. Frá
tfyrstu kynnum átti maður
ttCristlínar við vánheilsu að
stríða. Var hún ávalt stoð
hans og stytta í veikindunum
og í allri sambúð þeirra. Þegar
hann varð að fara í sjúkrahús,
þar sem hann dvaldi meira og
minna um fimm ára skeið, fór
hún að vinna utan heimilisins
og hélt því áfram annað slagið
til hinstu stundar.
Kristín var félagslynd kona
•oig hafði mikinn áhuga fyrir
mannúðarmálum. Gengdi hún
trúnaðarstörfum fyrir Mæðra-
styrksnefnd og í Barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur síðustu
tíu árin. Einnig var hún, síðast-
liðin fimm ár, formaður Heima-
eyjar, átthagafélags brottfluttra
Vestmannaeyinga, búsettra hér
í bæ. y
Leiðir okkar lþgu saman í
Barnaverndarnefnd Reykjavík-
ur um nokkurra ára skeið. Var
hún ávallf reiðubúin að fara
með mér, þegar neyðin kallaði
og ég leitaði til hennar, hvort
sem það var síðla kvölds,
snemma morguns eða á helgi-
degi og þó að slíkir, leiðangrar
gætu staðið yfir í fleirri klukku
stundir.
Börnin áttu hjarta hennar
svo og mæðurnar. Af reynslu
sinni, þegar hún varð að fara
að heiman ung að árum, vissi
hún að samband móður og
barns' er svo mikilvægt að ekki
má rjúfa það nema í ítrustu
neyð og að happasælla er að
reyna að hjálpa móðurinni til
þess að hafa börnin hjá sér en
að leysa upp heimilið, þó að
því sé að einhverju leyti ábóta
vant og að fáar stofnanir geta
gegnt hlutverki þess, þó að
góðar séu.
Það er þolinmæðisverk og oft
vanþakklátt og vanmetið að
reyna að hjálpa þeim, sem af
einhverj um ástæðum hafa lent
í djúpið. Sumir, sem lífið hefur
leikið hart, hafa hlaðið utan
um sig harða skel, einskonar
varnarbrynju, sem erfitit er að
komast inn úr. Þeir geta mis-
skilið þá, sem reyna að hjálpa
þeim og leiðin að hjartanu er
oft löng og vandfundin. En ég
hygg að Kristín hafi tíðast
fundið þá leið. Hún hafði djúpa
samúð með þeim, sem báru
skarðan hlut frá borði lífsins og
vildi rétta þeim hjálparhönd og
margir hafa leitað til hennar á
raunastund, bæði á heimíli
hennar og annaxs staðar.
Kristín var glæsileg kona að
ytra útliti, há og dökkhærð og
bein í baki. En það var sá and-
legi kraftur og innri ljómi, sem
geislaði út frá henni, sem mér
verður minnisstæðastur. Hún
var einörð og hreinskiþn og hélt
fast við sinn málstað, stórlynd
nokkuð, en hafði stjórn á skapi
sínu og viðkvæm undir niðri og
trygglynd.
Göngu hennar hér á jörðinni
er nú lokið. Sporin hafa stund-
um verið þung og skóli reynsl-
unnar og lífsins erfiður. Þó var
ávallt bjart i kring um hana
hér og ég veit að birtan muni
fylgja henni yfir til ódáins-
landa, þar sem ný störf og ný
verkefni bíða hennar.
Hún byrjaði nýjan dag, hress
og glöð, á Barnaheimilinu
Laugarási, þar sem hún starfaði
undanfarnar vikur, en eftir fá-
ar stundir var hún önduð. Það
er erfitt fyrir eiginmann henn-
ar og börn að skilja að hún
muni ekki koma heim aftur.
Votta ég ástvinum hennar
dýpstu samúð mína í sorg
þeirra.
Vinir okkar hverfa stundum
án þess að við fáum þakkað
þeim samfylgdina. Svo fór nú.
En bænir okkar og þakjdr geta
fylgt þeim inn í ókunnu löndin
og minning góðrar konu lifir í
hjörtunum.
Blessuð sé hún.
Þorbjörg Árnadóttir.
Horfin, dáin: Að kveldi 4. þ.m.
gekk hún glöð til hvílu. Árla
morguns reis hún úr rekkju til
að búa börnunum á barnaheimil-
inu að Laugarási morgunverð.
Þá var það, að hönd dauðans
leiddi hana til æðri starfa. Góður
dauðdagi, en snöggur og óvænt-
ur viðskilnaður við ástvinina.
Gift var Kristín vini mínum
Guðlaugi Gíslasyni, úrsmið frá
Stykkishólmi og áttu þau á lífi
4 mannvænleg börn, öll uppkom
in og vel gift, enda var Kristín
góð móðir, sívakandi yfir velferð
barna sinna og barnabarna. Heim
ilið að Langagerði 56 var hvorki
hátt til lofts né vítt til veggja en
einkar hlýtt og friðsælt svo
vel fór um vegfarandann og hjón-
in samhent í að vera ræðin og
skemmtileg. Það vakti oft undr-
un mína, hvað Kristín var'víð-
lesin og ljóðelsk.
Að hryggjast og gleðjast hér
um fáa daga ,að heilsast og kveðj
ast það er lífsins saga.
Þegar ég las andlátsfregn vin-
konu minar og starfsfélaga, komu
mér þessi orð í huga. Það voru
mörg verkefni og félagsstörf, er
frú Kristín Ólafsdóttir lagði
gjörva hönd að, því að áhuga
hennar, vinnugleði og innri þörf
fyrir að bæta tilveru þeirra, er
minna máttu sín í lífinu. mörk-
uðu henni þó að nokkru brautina.
Það var því ekki nein tilviljun,
að vegir okkar lágu saman í
Mæðrastyrksnefnd fyrir 16 ár-
um, og var hún, sem allar aðrar
konur í þeirri nefnd, sívakandi
og hjálpandi þeim er þurftu hjálp
ar við. Það voru mörg spor farin
inn á heimili þessa bæjar til að
taka sárasta broddinn af fátækt-
inni fyrir jólin, eða heimsækja
gamlar konur og ekkjur, er þörf
höfðu fyrir sumardvöl á Mæðra
heimilinu að Hlaðgerðarkoti. Að
ógleymdu þegar fjáröflunardag-
ur nefndarinnar var, að selja
Mæðrablómið. Var Kristín oftast
ein af þeim konum, er brosandi
stóðu á götuhorni og glöddu veg
farandann með því að gefa hon-
um tækifæri til að minnast móð
ur sinnar með þvf að kaupa eitt
eða fleiri blóm. Mér er Kristín
sérstaklega minnisstæð fyrir það,
hve áhuginn var miklu meiri en
kraftarnir leyfðu og áttum við
tal um þgð. Svarið, sem ég fékk
var, að hún fyndi sig sérstaklega
knúða til að vera með núna.
Hver veit, nema hjá henni hafi
legið leyndur grunur um, hvað
framundan væri, og því ekki fyr-
ir neinn mun viljað missa síðasta
tækifærið að láta gott af sér
leiða.
Frú Kristín Ólafsdóttir var Al-
þýðuflokkskona í orðsins beztu
merkingu og hélt merkinu hátt
og einarðlega á lofti. Væri deilt
á menn hennar eða flokk kunni
hún alltaf ráð að betrumbæta það
sem gert hafði verið einstakling
um eða þjóðinni til heilla. Hvort
Kristín aftur á móti hefur fengið
þetta traust endurgreitt er ég
ekki nógu kunnug að dæma um.
Eitt ,pr þó víst ,að virðingar og
trausts framámanna í Alþýðu-
flokknum hefur hún notið því að
í ýmsar nefndir var hún kosin
sm fulltrúi flokksins ,þar á með-
alí barnarvendarnefnd Reykjavík
ur. Áttum við þar sæti saman um
9 ára skeið og fórum oft út sam-
an til starfa, bæði á nóttu sem
degi og ekki alltáf sefn skemmti-
legast, og ekki heldur alltaf á
alveg sama máli um úrlausnina.
En alltaf sammála um að gera
það, sem við teldum bezt fyrir
þann sem hjálparinnar þurfti við
og aldrei í eitt skipti kom það
fyrir, að pólitískur ágreiningur
skyti upp kollinum. Of félagslega
þroskuð var Kristín til þess.
Vinir Kristínar og við sam-
starfsfólk kveðjum hana með
söknuði og biðjum henni meira
starfs, guðs um víðan geim. Ást-
vinum hennar sendum við beztu
kveðjur og vottum þeim samúð
okkar og biðjum guð að hugga
þá og blessa í sárri sorg.
J. G.
Eignarlóð í Garðahreppi
Hefi til sölu 2200 ferm eignarlóð í Garðahrepppi
(Hrauninu). — Nánari uppl. gefur.
M ÁLFLUTNIN GSSTOF A
INGI INGIMUNDARSON hdl
Vonarstræti 4 H. hæð. Sími 24753.
Kjallaraíbúð á Melunum
Tvö herbergi og eldhús með sér inngangi og sér
hitaveitu, er til sölu nú þegar.
Upplýsingar gefur
EGILL SIGURGEIRSSON, hrl.,
Austurstræti 3, sími 15958.
Góð fbiið
2—4 herbergi með öllum þægindum, óskast til leigu
nú þegar eða frá 1. september, helzt í vesturbænum
Tilboð merkt: „Öll þægindi—4594“, sendist afgr. Mbl.
fyrir 18. þ.m.
Tilboð óskast í
fólksbifreiðaboddý
og grindur er seljast til niðurrifs. Verður til sýnis
að Melavöllum við Rauðagerði, föstud. 14. þ.m. kl.
1—3. — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5
sama dag.
Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað.
SÖLUNEFND VARNALIÐSEIGNA
Atvinna
1—2 duglegar stúlkur óskast nú þegar
Upplýsingar í verksmiðjunni í dag
kl. 10—12 og 4—6.
Sokkaverksmiðjait h.f.
Bræðraborgarstíg 7
Loftskeytanámskeið
hefst í Reykjavík um miðjan september 1959. Um-
sóknir, ásamt prófskírteini miðskólaprófs eða ann-
ars hliðstæðs prófs og sundskírteini, sendist póst- og
símamálastjórninni fyrir 1. september n.k.
Inntökupróf verða haldin 7. og 8. september 1959.
Prófað verður í ensku og reikningi þ. á. m. bókstafa-
reikningi.
Nánari upplýsingar í síma 1-10-00 í Reykjavík.
Reykjavík, 12. ágúst 1959.
PÖST- OG SlMAÍVIÁLASTJÖRNIN
MARKAÐURINN
HAFNARSTRÆTI 11.
Gróðrastöðin við Miklatorg. — Sími 19775