Morgunblaðið - 13.08.1959, Síða 20
VEÐRID
Norffan kaldi, skýjað með köflum
173. tbl. — Fimmtudagur 13. ágúst 1959
Skipasmíðar
Sjá bls. 11.
Yfir 100 þúsund far-
þegar um Reykjavík-
urflugvöll í fyrra
| Lokið við að steypa nýja flugturninn upp \
Á SÍÐASTA ári fóru 101
þúsund farþegar um Reykja-
víkurflugvöll, en það jafn-
gildir því, að 61% þjóðarinn-
ar hafi farið um þessa mestu
samgöngumiðstöð lands-
manna. Jafnmargir farþegar
fóru með millilandaflugvél-
um um Reykjavíkurflugvöll
og Keflavíkurvöll, en þar eru
að sjálfsögðu undanskildir
hermannaflutningar Banda-
ríkjahers um Keflavík.
Af þessu er ijóst hve flugvöll-
urinn í Reykjavík er orðinn okk-
ur geysi þýðingarmikill, sagði
Gunnar Sigurðsson, settur flug-
málastjóri, þegar fréttamaður
Mbl. spurði hann tíðinda af fram-
kvæmdum á flugvellinum í sum-
ar. —
★
Bygging flugturnsins nýja er
þar efst á blaði, sagði hann, en
hann hefur nú að mestu verið
steyptur upp. Þetta er sjö hæða
bygging, sem gnæfir hátt yfir
gamla turninn, sem fyrir löngu
er orðinn ófullnægjandi, enda
byggður af Bretum á styrjaldar-
árunum og miðaður við þeirra
þarfir þá. Ofan á nýja turninn
á svo eftir að bæta glerkúlunni,
þar sem umferðarstjórnin á sjálf-
um vellinum á að fá aðsetur,
en sennilega getum við ekki flutt
í þessi nýju húsakynni fyrr en
næsta haust.
Þessi nýi turn er sem kunnugt
er upphafið af fyrirhugaðri
Flugstöðvarbyggingu Reykjavík-
urflugvailar þar sem ætlunin er
að öll starfsemi og þjónusta flug-
vailarins fái samastað.
En kappkostað verður að full-
gera turninn, sem verðúr sam-
kvæmt áætlun miðhluti væntan-
legrar flugstöðvarbyggingar. —
Þegar turninn verður tekinn í
notkun mun flugstjórnarmiðstöð
in á N-Atlantshafi verða flutt
þangað, flugumferðarstjórnin,
ratsjáin, veðurstofan og allur
hinn tæknilegi útbúnaður sem nú
er holað niður í gamla turninn.
Á neðri hæðum verða skrifstof-
ur flugmálastjóra, flugráðs, flug-
öryggisþjónustunnar, loftferða-
eftirlitsins svo og upplýsinga-
þjónustu flugmálastjómarinnar.
Þar verða og radíóviðgerðarverk-
stæði þessara aðila.
Vafalaust verður hafizt handa
um að jafna gamla turninn við
jörðu — en önnur gömul mann-
Barnaspítalasjóði
berast höfðingleg-
ar gjafir
BARNASPÍTALASJÓÐI Hrings-
ins hefir borizt minningargjöf um
frú Kristínu Guðjónsdóttur, að
upphæð kr. 25.000.— frá eigin-
manni hennar, Sigfúsi Jónssyni,
framkvæmdastjóra, Víðimel 68.
Barnaspítalasjóði Hringsins hef
ir borizt minningargjöf um Egg-
ert Jónsson, kaupm., frá ekkju
hans, frú Sigurbjörgu Pálsdótt-
ur, Óðinsgötu 30, að upphæð kr.
5000,00.
Kvenfélagið Hringurinn færir
gefendunum sínar beztu þakkir.
virki, sem standa framan við
nýja turninn verða sennilega
ekki fjarlægð fyrr en flugstöðv-
arbyggingunni er lokið. Þá er
áætlað, að bæði flugfélögin geti
flutt afgreiðslur sínar og alla
starfsemi aðra en viðgerðir véla
og viðhald í nýju bygginguna.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
útlendingaeftirlitið, tollgæzlan
og önnur venjuleg flughafna-
starfsemi fái þar húsnæði — og
þar verði og nýtízku veitinga-
salir.
Og spurningunni, hvort ekki
yrði komið þar upp tollfrjálsri
verzlun, eins og í Keflavík, svar-
aði Gunnar: — Ég tel engann
vafa á því, að strax og aðstæður
leyfa verði siikri „fríhöfn“ kom-
ið upp í Flugstöðvarbyggirjgu
Reykjavíkurflugvallar. —•
Þessi mynd var tekin ofan úr nýja flugturninum — yfir að „litla“ gamla turninum. Til vinstri
sést ofan á flugskýlið að baki gamla turnsins, en til hægri er afgreiðsla Björns Pálssonar —
og stendur flugvél hans þar. Ein Douglas-flugvél Flugfélagsins er að hefja sig til flugs. Það er
víðsýnt
hæðinni.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.).
— sagði Eyjólíur Jónsson í gær er hann
athugaði möguleika á að synda yíir
Ermasund
í EINKASKEYTI til Mbl. í gærkvöldi segir, að slæmt
veður hafi verið á Ermarsundi í gær og því hafi mátt
búast við, að Eyjólfur Jónsson, sundkappi, frestaði sundi
sínu þangað til aðfaranótt föstudags, en áður var í ráði,
að hann hæfi sundið í nótt, sem leið. Eyjólfur mun synda
frá Cap Gris Nez til Dover.
Ofmikill sjógangur?
1 gær var skýjað loft yfir
Ermarsundi, vindhraðinn 15
sjóm. á klst., sem samsvarar 4
vindstigum, og var búizt við ein-
hverri rigningu. —'Pétur Eiríks-
son og Eyjólfur Snæbjörnsson,
þjálfari sundkappans, sögðu í
gær, að sennilega yrði sjógangur
of mikill til þess, að unnt væri
að leggja á sundið aðfaranótt
fimmtudags. — Þá segir enn sjórinn var slettur.
fremur í skeytinu til Mbl. að
veðurútlit sé betra í dag
(fimmtudag).
Æfir vel
Eyjólfur Jónsson sagði í stuttu
samtali í gærdag: — Ég er vel
upplagður til þess að þreyta
sundið. Hann býr nú í litlu veit-
ingahúsi nálægt Calais og hefir
undanfarið æft sig á hverjum
degi í sjónum. Hann hefir í
hyggju að synda bringusund
mestan hluta leiðarinnar.
Ef Eyjólfi tekst að synda yfir
Ermarsund, verður hann fyrsti
íslendingurinn, sem þá þrekraun
vinnur og 169. sundgarpurinn,
sem kemst yfir sundið ftá Því
Webb'kaptein tókst í fyrsta sinni
að synda yfir Ermarsund 1875.
★
Loks má geta þess, að Eyjólfur
sagði í gær að hann myndi taka
þátt í Butlin-keppninni yfir
Ermarsund 27. ágúst n. k., ef
honum mistækist nú, en þá munu
fjölmargir sundkappar reyna að
synda yfir sundið.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Seint í gærkviíldi barst
Mbl. skeyti um það, að Eyj-
ólfur Jónsson hefði ákveðið
að leggja af stað í sundið yfir
Ermarsund í nótt. Hann lagði
af stað með bifreið frá Calais
skömmu eftir miðnætti og
ætlaði að leggjast til sunds
frá Gris Nez-höfða kl. 2,30.
Fylgdarskip hans, enski bát-
urinn Vilhjólmur III, var þá
komið þangað. Himinn var
skýjaður en skyggni gott og
Nýi turninn, en glerhjálminn vantar enn ofan á.
Alþingi komi saman 12. nóvemoer n.k.
I GÆR var lagt fram á Al-
þingi frumvarp til laga um
samkomudag reglulegs Al-
þingis 1959.
Samkvæmt því skal reglu-
legt Alþingi 1959 koma saman
föstudaginn 20. nóvember, hafi
forseti íslands eigi tiltekið
annan samkomudag fyrr á
árinu.
Frumvarpið var lagt fram af
forsætisráðherra, Emil Jóns-
syni, og segir m. a. í greinar-’
gerð þess, að eigi bendi lík'ur
til, að alþingiskosningar á
hausti komanda fari fram svo
snemma, að Alþingi geti kom-
ið saman á þeim tíma, sem
gengið er út frá í gildandi log-
um, þ. e. þ. 12. okttóber nk.
Yngri bróðirinn skœður
keppinaufur aflakóngsins
HINN KUNNI aflamaður Eggert
Gíslason á Víði II úr Garði er sagð-
ur hafa látið þau orð falla í sam-
bandi við síldveiðarnar, að hann
myndi þurfa að gæta sín fyrir
Þorsteini bróður sínum. Þetta virð-
ist ekki hafa verið ofmælt hjá hin-
um margreynda og dugmikla afla-
manni, Eggert á Víði II, því Þor-
steinn bróðir hans, sem þó er ekki
sjómaður að aðalatvinnu, er nú
orðinn skæður keppinautur afla-
kóngsins.
Einn af lesendum Mbl., sem dag-
lega fylgist með síldveiðifréttum
af miklum áhuga, benti blaðinu á
það í gær, að skipstjórinn á vél-
skipinu Jón Kjartansson frá Eski-
firði, væri Þorsteinn, bróðir Eggerts
á Víði II. Þorsteinn er barnakenn-
ari í Gerðum 1 Garði og er bú-
settur þar með fjölskyldu sína, en
hann mun vera maður um þrítugt.
Um síðustu helgi var Jón Kjart-
ansson kominn með 11.133 mál og
tunnur. Síðan hefur skipið, þrátt
fyrir óhagstætt veður bætt við sig
verulegum afla, kom til dæmis í
gær inn til Vopnafjarðar með 550
mál. Á laugardaginn var Víðir II,
sem er aflahæsta skipið, með 13.725
mál. Þorsteinn barnakennari var
með þennan sama bát á síldarvertíð
í fyrra, og aflaði pa einnig mjög
vel. —
Þorsteinn mun vera alvanur sjó-
maður. Foreldrar þessara óvenju
aflasælu bræðra eru einnig búsett
suður í Gerðum í Garði.