Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. ágúst 1959 MORCUWTiLAÐlÐ 3 Forseti íslands slítur Alþingi sl. laugardag. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Sérkennileg sfeinhella uppi við Árhœ MARGIR hafa áhuga á sérkenni- legum steinum og fara um lang- an veg til að kynna sér þau efni. En það leynast oft mörg sérstæð náttúrufyrirbrigði í næsta ná- grenni bæjarins, sem flestum sést yfir. Uppi við Árbæ er ævagömul steinhella, sem hefur sína sögu að segja, — skemmtilega og fræð- andi sögu. Hér er um að ræða grágrýtis hellu, sem er um 4 fermetrar að flatarmáli og lítur ósköp venjulega út fljótt á litið, en við nánari aðgæzlu kemur í ljós að í henni eru margar risp- ur, sem Isaldarjökullinn hefur myndað. Það er ekki á allra manna færi að ráða þær gátur sem jarð- fræðinni fylgja og þess vegna var leitað álits Dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og veitti hanh blaðinu allar upp- Landsþing Verk- stprasambands Islands 8. LANDSÞING Verkstjórasam- bands íslands var haldið að Hlé- garði í Mosfellssveit dagana 8. og 9. ágúst. Voru þar saman komnir um 40 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Á þinginu voru tekin til með- ferðar mörg áhugamál verkstjóra svo sem menntun og fræðslumál, launamál, tryggingamál o. fl. — AHmiklar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins. Jónas Eyvindsson, fyrrv. síma- verkstjóri, sem verið hefir gjald keri sambandsins frá stofnun þess eða í 21 ár, lét nú af störfum í stjórninni, og var hann gerður að heiðursfélaga fyrir hans trúverð uga starf í þágu samtakanna. Jón G. Jónsson sem verið hefir forseti sambandsins sl. 8 ár baðst undan endurkosningu og var svo einnig um nokkra meðstjórnend u-r sem vegna breyttrar atvinnu eða örðugrar aðstöðu, töldu sér ekki fært að gegna stjórnarstörf- um áfram. Hina nýkjörnu stjórn skipa: Guðlaugur Steflánssion, forseti; Þórður Þórðarson varaforseti; Þór arinn G. Sigurjónsson, ritari; Guð jón Þorsteinsson, gjaldkeri; með- stjórnendur Jón G. Jónsson, Guðni Bjarnason, Adolf Petersen. Adolf Petersen var kjörinn af stjórninni sem form. skipulags- fræðslu og blaðnefndar. lýsingar varðandi helluna. Hún er eins og áður segir úr grá- grýti, en grágrýtismyndanir hér í nágrenni borgarinnar hafa átt sér stað á hlýviðrisskeiðum jökultímans en honum lauk fyrir u. þ. b. 15000 árum. Það er eftirtektarverðast við jökulflúðirnar, eins og rispurn- ar eru nefndar á máli sérfræð- inga er það, að tvær þeirra hafa aðra stefnu en hinar, liggja meira til vesturs, en þær, sem eru fleiri og eldri liggja nörð-vestur. Or- sök þessa er að jökullinn hefur runnið til sjávar og rispað hell- una með íföstu grjóti, en þegar hann þynnist hefur hann hagað stefnu sinni meira eftir lands- laginu og þá hafa hinar tvær myndazt enda eru þær greini- lega yngri. Má telja að þær séu um 14000 ára gamlar. Hellan hefur vafalaust verið hulin jarðvegi og gróðri fram á seinni tíma, en grágrýti veðrast fljótt miðað við aðrar bergteg- undir. Niðurgreiðslur á landbiinaðar- vörum Á næstsíðasta fundi sameinaðs Alþingis fyrir helgina var m. a. rætt um þingsálktunatillögu fá nokkrum þingmönnum Framsókn arflokksins um niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkistjómina að auka ekki nið- urgreiðslur á aðalframleiðslu- vörum landbúnaðarins nema haia áður haft um það sanxráð við framleiðsluráð landbúnaðar- ins og taka íullt tillit til tillagna þess“. Óskaði Ásgeir Bjarnason eftir því, að hálfu flutningsmanna, að tillagan yrði afgreidd án athug- unar í nefnd. Upplýsingar ráðuneytis. í upphafi umiæðnahna skýrði viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, frá því, að hann hefði gert ráðstafanir til þess að fram kæmu af ráðuneytisins háifu ýmsar upplýsingar, sem hann teldi nauðsynlegt, að fyrir lægju við afgreiðslu málsins. þegar það kæmi til nefndar. Þar sem sér hefði ekki verið tillkynnt um þá fyrirætlun að flytja málin teldi hann ekki fært að afgreiða tillöguna, enda yrði það ekki gert með þinglegum hætti héð- an af. Þessu var allhart andmælt. Ingólfur Jónsson flutti við þetta tækifæri mjög greinargóða ræðu um aðstöðu bænda í þessum efnum og verður hún birt hér í blaðinu. — Málið varð ekki útrætt. STAKSTEIIVAR Eiga að ganga í Fram- sókn Framsóknarflokkurinn ráðlegg- ur nú samstarfsmönnum sínum úr vinstri stjórninni eindregið til þess að ganga hinni gömlu mad- dömu á hönd og efla „hinn eina sanna vinstriflokk". Rök Fram- sóknarmanna fyrir þessari áskor- un eru fyrst og fremst þau, að flokkur þeirra sé langsamlega öflugasti andstæðingur Sjálf- stæðisflokksins. Um þetta kemst ritstjóri Xímans m. a. á þessa leið að orði s. 1. sunnudag: „Framsóknarflokkurinn einn er nú álika stór og Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið til sam- ans. Það sýna úrslit seinustu kosninga. Hann er því lang stærsti og sterkasti flokkur íhaldsandstæðinga". Opinn náðarfaðmur! Þá vita menn það. Náðar faðm- ur Framsóknar er í stuttu máli sagt opinn. Hann er reiðubúinn til þess að taka á móti kommún- istum og Alþýðuflokksmönnum. Launin fyrir það, að þessir tveir fiokkar gengu í vinstri stjórn undir forystu Framsóknar eiga að vera þau, að Alþýðuflokksmönn- um og kommúnistum er nú boðið það kostaboð að leggja flokka sína niður! Harðasta flokksvaldið Gunnar Thoroddsen benti á það í ræðu, sem hann flutti um kjör- dæmamálið í Efri deild Alþing- is, að enginn íslenzkur lýðræðis- flokkur hefði á eins harkalegan hátt beitt flokksvaldi og aga og Framsóknarflokkurinn hefur gert gagnvart flokksmönnum sínum. Árið 1933 gerðist það t. d. á Al- þingi að tveir mikilsmetnir þing- menn Framsóknarflokksins höfðu aðra skoðun varðandi stjórnar- myndun heldur en meiri hluti hans. Þeir neituðu að hopa frá sannfæringu sinni og fylgdu sinni eigin skoðun. En hvað gerðist þá? spurði Gunnar Xhoroddsen. „Framsóknarflokkurinn gerði það, sem ég ætla að sé fátítt i íslenzkri stjórnmálasögu, — Framsóknarflokkurinn rak þessa tvo menn úr flokknum fyrir það, að þeir leyfðu sér að fylgja sann- færingu sinni“. Nú þykjast Framsóknarmenn vilja vernda fólk í öðrum flokk- um gegn flokksvaldinu! Svona cinstæð er hræsni og yfirdreps- skapur Framsóknarmanna. Tók ráðin af fólkinu Flestum íslendingum er það i fersku minni, er miðstjórn Fram- sóknarflokksins ákvað að bjóða fram sína eigin frambjóðendur á móti tveimum þingmönnum flokksins á Norðurlandi. Það gerðist í Norður-Þingeyjarsýslu árið 1931 og í Suður Þing- eyjarsýslu árið 1946. t báðum þessum kjördæmum höfðu Framsóknarmenn heima fyrir ákveðið framboð sín. En miðstjórn Framsóknarflokksins i Reykjavík neitaði að viðurkenna þau. Hún sagði við Framsóknar- menn í Þingeyjarsýslu: Við við- urkennum ekki þau framboð, sem þið hafið ákVeðið. Okkur likar ekki við þá menn, sem þið hafið valið til forystu. Þess vegna tökum við til okkar eigin ráða og bjóðum fram á móti þeim. Þetta segja Framsóknarmenn að sé augljós vottur þess, hversu lýðræðið sé þroskað og fullkom- ið i Framsóknarflokknum! All- ur almenningur veit hins vegar að það er rétt, sem Gunnar Xhoroddsen sagði að í engum lýð- ræ&isflokkum ríkir annar eins klíkuskapur og einræðisandi og í Framsóknarflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.