Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 11
íriðjudagur 17. ágúst 1959
MORCVNRL4Ð1Ð
11
Vaglurinn—„Lækjartorg" Þórshafnar
Nokkrir íslenzku knattspyrnumannanna á Vaglinum. í baksýn sézt Hótel Hafnía.
Stutt rabb um heimsökn til Færeyja
ÞAÐ er skömm frá því að
segja, en staðreynd. þó, að við
íslendingar vitum átakanlega
lítið um okkar nánustu frænd
ur og vini, Færeyinga, þótt
þeir séu okkar næstu ná-
grannar og skildastir að
tungu og lifnaðarháttum. Við
höfum verið svo uppteknir af
fjarlægari þjóðum og lönd-
um, að Færeyingar hafa fall-
ið í skugga og ómaklega verið
vanræktir í samskiptum, sem
sjálfsögð er frændum og vin-
um. —■
Þegar ég lagði upp í Færeyja-
för fyrir síðustu mánaðamót,
vissi ég fremur fatt um þessa
litlu þjóð, en tel mig þó ekki fá-
vísari en almennt gerist í þessum
efnum. Einu verulegu samskipti
íslands og Færeyja á undanförn-
um árum hafa til komið, þegar
við höfum þurft að hafa gott af
þeim og vantað mannafia á tog-
ara okkar.
Sjóferðin frá Reykjavík til
Þórshafnar er ekki löng, tekur
aðeins 36 klukkustundir, og í
þetta skipti hreppti Hekla mjög
gott sjóveður. Logn og blíða var
alla leiðina og flestir farþega við
góða heilsu. Ánægjulegt var að
ferðast með Heklunni; þjónusta
góð og áhöfnin öll hin alúðleg-
asta.
Þegar siglt er inn í höfn Þórs-
hafnar, getur að líta vinalegan
bæ, ekki ósvipaðan Akureyri v-ið
fyrstu sýn. Byggðin er öll í hlíð-
um og dældum, brekkur margar
og sumar snarbrattar. Húsin eru
mörg gömul, sum mjög gömul og
torfþök algeng. Mest ber á timb-
urhúsum á steyptum grunni, en
í nýju hverfi, sem er að rísa,
gefur að líta falleg, nýtízkuleg
steinhús. Byggingatæknín virðist
þó ekki vera komm mjög langt,
og sá ég t.d. hvergi jarðýtu eða
aðrar ámóta vinnuvélar, en þó
eru þær til. Við giöft húsgrunna
sá ég menn að störfum og öfund-
aöi þá ekki af meitlinum og sleggj
unni, sem þeir urðu að gera sig
ánægða með á grjótið.
Eitt glæsilegasta húsið i Þórs-
höfn er Föroyja Banki; fjögurra
hæða steinhús, klæt: mosaik að
utan, afar smekklega. Myndi
þessi banki sóma sér hvar sem
væri í heiminum. Við komum þar
inn þrír félagar til að- skipta pen-
ingum. Þegar það vitnaðist að við
værum íslendingar, vorum við
boðnir hjartanlega velkomnir og
sjálfur bankastjórinn fór með
okkur um allan bankann. Allt var
þar með glæsibrag, starfsskilyrði
hin beztu og fjölmörg listaverk
eftir færeyska listamenn prýddu
alla veggi. Okkur var boðið upp
á kaffi í nýtízku kaffistofu og
dvöldum við þarna með góðum
vinum hátt á þriðju klukkustund.
Þannig er gestrisni Færeyinga.
Hún er svo innileg og hispurs-
laus, að manni þykir samstundis
vænt um fólkið. Flestir voru
starfsmenn bankans vel heima í
málefnum íslands og íslenzkri
menningu. Fann ég þarna einna
mest til fátæktar okkar gagnvart
þeim, sem eiga þó auðuga og
blómlega menningu á mörgum
sviðum. Bankastjórinn hafði
mikið lesið eftir Kiljan og aðra
höfund'a okkar.
Ekki eru vandkvæði á að gera
sig skiljanlegan í Færeyjum. Ef
menn tala íslenzkuna hægt og
skírt, skilur þá hver einasti mað-
■ ...Einn okkar íé- :
j lagdnna slæddist j
jinn í þennan hring-j
: dans ... og dansaði j
■ • ■
■ í fjórar klsL [
■ m
■ ■
■ ■
■ -
■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
ur og á sama hátt má skilja Fær-
eyinga vel. í fyrstu kemur málið
einkennilega fyrir og er í okkar
augum nokkuð bjagað, en þegar
maður fer að umgangast Færey-
inga og heyra málið í daglegu
tali, hverfa þessi áhrif og oft
fannst mér þeirra orð ná betur
merkingu hugtakanna, sem þau
tákna. Færeyingar halda fram,
að þeirra mál sé hin gamla sanna
norræna, en ekki íslenzkan, en þó
kemur fram, að mikið gætir kelt-
neskra áhrifa í tungunni. Einnig
er framburður þeirra nokkuð ó-
skýr og virðast þeir bera orðin
fram milli tannanna án þess að
opna vel munninn, þegar þeir
tala. Það er fyrst og fremst þetta
sem gerir þá illskiljanlega, þegar
þeir tala hratt.
Göturnar í Þórshöfn eru flestar
mjög þröngar, svo að vart geta
mætzt á þeim tveir stórir bílar.
Af þeim sökum ber mest á litl-
um bílum og flestir leigubílarnir
eru fimm manna. Oftast sjást
Austin, Consul og Morris. Mikið
er um nýja bíla. Þarna eru yfir
40 leigubifreiðar og eru þær bún-
ar talstöðvum, sem auðvelda
mjög alla afgreiðslu og flýta fyr-
ir. Áður en við komumst að
þessu, pöntuðum við okkur eitt
sinn bíl og urðum að vonum for-
viða, er hann flautaði svo til sam-
stundis fyrir framan hótelið. í
Þórshöfn eru tvö hótel, Hótel
Hafnia og Hótel Föroyja. Eru
þau bæði nýtízkuleg og bjóða
upp á góða þjónustu.
Daginn eftir að við komum til
Færeyja hófst þjóðhátíðin, Olavs-
vakan sem stendur yfir í þrjá
daga samfleytt. Er þá mikið um
dýrðir, bærinn fánum skreyttur
og öll vinna leggst niður að heita
má. Þessa hátíð hafa þeir hald-
ið um aldaraðir og var hún allt
fram að síðustu aldamótum
kirkjulegs eðlis og helg mjög.
Voru þá engir leikir né skemmt-
anir leyfðar á almannafæri. En á
síðari tímum hefur svipur henn-
ar gjörbreytzt og nú er aðeins
um guðsþjónustu að ræða í sam-
bandi við setningu Lögþingsins,
sem kemur saman á Ólavsvöku-
dag, en auk þess halda ýmsir söfn
uðir samkomur á götum úti. Þessi
helgihöld hverfa í aragrúa
skemmtiatriða, dansa og íþrótta.
Róðrar eru mjög vinsælir meðal
Færeyinga og tekur kvenfólkið
ekki síður þátt í þeim .Fer fram
kappróður í höfninni, sem er að
öllu jöfnu hápunktur dagsins. í
þetta sinn tóku 27 áhafnir þátt í
keppninni og voru vegalengdirn-
ar frá 800 metrum upp í tvö þús-
und metra. Var einkar skemmti-
legt að sjá sex tíumanna för
þreyta hressilega og jafna
keppni. í ár var þó önnur íþrótt
við háborðið, sem sé knattspyrn-
an, en frá landsleiknum við ís-
lendinga hefur áður verið sagt
hér í blaðinu. Ekki má gleyma
þjóðdönsunum, sem dansaðir eru
úti og inni, en þeir eru fyrir-
bæri, sem hvergi á sér hliðstæðu
í heiminum. Færeyingar geta
iðkað þessa dansa sína svo tím-
um skiptir og sjást ekki á þeim
nein þreytumerki. Einn okkar fé-
laganna slæddist inn í þennan
hringdans, sem haldinn var i
einu samkomuhúsinu. Var hann
að og dansaði í fjórar klukku-
stundir og kom þá út aftur, löð-
ursveittur og aumur í fótunum.
f gríni sagðist hann hafa villst
inn í hringnum og ekki komizt
út fyrr en þetta. Það er tilkomu-
mikið að horfa á þessa dansa og
heyra fólkið kveða rímurnai sem
við eiga. Virðist fjöldi rímnanna
vera ótakmarkaðui og alltaf er
hafin ný og ný. Færeyingar hafa
ekki skráð þessar rímur -sinar,
Ferdinand Carlsson, íslending-
urinn í Færeyjum, kveður góð-
an vin sinn, Sigurð Sigurðsson,
en hver ætt hefur sír.ar vissu rim-
ur, sem hún á að halda ’.ifandi,
og þannig geymast þær mann
fram af manni. Af þessu leiðir,
að menn þroska með sér afburða
gott minni og veit ég um einn
mann, sem kann yfir tvö þúsund
rímur utanbókar.
Þórshafnarbúar hafa sitt
,,Lækjartorg“ og heitir það Vagl-
urinn._ Þar var Ólavsvakan sett,
og þar hélt Hjálpræðisherinn
samkomur sínar með söng, hljóð-
færaslætti og ræðuhöldum, al-
veg eins og í Reykjavík. Vaglur-
inn er í raun og veru mót fjög-
urra gatna, mun minna en Lækj-
artorg, en ákaflega hlýlegur stað
ur með hávöxnum trjám á allar
hliðar. Meðan við dvöldum þarna,
var veðrið mjög gott, logn og
sólskin á Ólavsvökudag og úr-
komulaust flesta dagana. í Þórs-
Framh. á bls. 13. 1
Knattspyrnumennirnir fóru til Kirkjubæjar á fund Páis bónda, og sýndi liann þeim þann
merka stað.
Grindadráp gafst okkur því miður ekki kostur á að sjá, en
færeyskur listmálari, S. Joensen-Mikines, dregur hér upp
góða mynd af aðganginum.