Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 18
18
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 17. ágúst 1959
25. landsleikur íslands í
knaftspyrnu í dag
íslendingar keppa þá við Dani í Khöfn.
Vestmannaeyjar unnu
Sandgerði 3:0
Einkaskeyti frá Atla
Steinarssyni.
KAUPMANNAHÖFN, 17. ág.
25. landsleikur Islands í knatt
spyrnu verður háður í dag i
Idrætsparken í Kaupmanna-
höfn og hefst kl. 6 e. h. eftir
dönskum tíma.
íslenzku knattspyrnumenn-
irnir eru við beztu heilsu.
Þeir æfðu á sunnudag og
mánudag á KB-vellinum.
Leikurinn er mikið auglýst-
ísland.
ur, en skiptar skoðanlr eru
um aðsókn. Sumir álíta að
áhorfendur verði allt að 30
þúsund, aðrir undir 20 þús-
und.
Nálega allir spá dönskum
sigri, en sum blöðin benda á
hættuna af of mikilli sigur-
vissu Dana. Mikill hugur er í
islenzka liðinu, sem er ákveð-
ið í að selja sig dýrt. Hér er
25—30 stiga hiti og sólskin.
Liðin verða þannig skipuð:
V \
IMorðmenn \
| velja lands- \
lið sitt |
i . $
) OSLO, 17. ágúst. — Norska j
• knattspyrnusambandið hefur S
S valið landslið sitt, sem mæta •
S á íslendingum á Ulleval-leik-;
• vanginum í Oslo næstkomandi i
S föstudag. )
i Liðið er þannig skipað:;
■ Markvörður Asbjörn Hansen, S
S Sarpsborg, hægri bakvörður )
S Edgar Falck, Víking, vinstri J
• bakvörður Roald Muggerud, s
S Lyn, hægri framvörður Arn-)
S old Johannesen, Pora, mið- s
• framvörður Xhorbjörn Svens S
S sen, Sandefjord, vinstri fram-)
S vörður Svein Bergarsen, Lille J
• ström, hægri útherji Björn s
s Borgen, Lyn, hægri innherjií
s Aage Sörensen, Vaalerengen, ^
• miðframherji Rolf Björn s
S Bache, Gjövig, vinstri inn- S
s herji Hans Sperre, Sandefiord J
• og vinstri úther ji Harald s
s Hennum, Frigg. —NTB. i
REYKJAVÍK bauð gestum sinum
utan af landi upp á sitt fegursta
veður, logn og sólskin, er Sand-
gerði og Vestmannaeyjar mætt-
ust til undanúrslita 2. deildar-
keppninnar í knattspyrnu á Mela
vellinum í gærkvöldi.
í byrjun leit svo út sem Sand
gerðingar myndu koma sterkari
út úr þessum leik, en svo fór, að
Vestmannaeyjingar tóku leikinn
i sínar hendur, léku mun betur og
sigruðu réttilega með þrem mörk
um gegn engu. Fyrsta markið var
heldur slysalegt af hálfu Sand-
gerðinga. ^ Hægri innherji Vm.,
Ársæll Ársælsson spyrnti að
marki, en knötturinn lenti í bak-
verði og breytti um stefnu, þann
ig að markvörður hafði enga
möguleika á að verja.
Eftir þetta fyrsta mark færðist
meira öryggi yfir leik Vm., sem
hafði verið nokkuð fumkenndur
framan af. Sandgerðingar náðu
sér hinsvegar aldrei á strik, vörn
þeiri'a lék mjög opið og samleik-
ur var allur í molum.
Annað mark Vestmannaeyja
kom er 32 mín voru af leik, og
skoraði það Guðm. Þórarinsson
(Tý) með glæsilegu skoti, eftir
góðan undirbúning hægri útherj-
ans. Framlína Vestmannaeyja var
mun ákveðnari og hættulegri við
markið en Sandgerðingar, og
sýndi, að menn þeirra kunna tölu
vert fyrir sér í knattspyrnu.
í heild er liðið mjög jafnt, skip-
að sterklegum ungum mönnum.
Lið Sandgerðinga var áberandi
veikara, og þótt Gunnlaugur
hægri innherji væri þeirra bezt-
ur, getur hann mun meira ea
hann sýndi í þetta sinn.
Fyrri hálfleik lauk með 2:0,
en síðasta markið kom á 8. min.
í síðari hálfleik. Skoraði Ársæll
það upp úr þvögu, sem myndazt
hafði fyrir framan mark Sand.
gerðinga. Vestmannaeyingar áttu
eftir þetta mörg hættuleg tæki.
færi, en voru ýmis of seinir að
skjóta, eða ónákvæmir. Þeir voru
þó ekki feimnir við að skjóta,
áttu mörg hörkuskot, sem alltof
sjaldan sjást hér á vellinum.
Eftir er nú aðeins einn leikur !
2. deild, en þar mætast til úrslita
Akureyri og Vestmannaeyjar. Er
erfitt að spá hvernig hann fer.
Þjálfari Vestmannaeyja er hinn
kunni knattspyrnumaður Ellert
Sölvason, og getur hann veriS
hreykinn af þeim árangri, sem
hann hefir náð með iið sitt.
Dómari var Baldur Þórðarson
og dæmdi hann ágætlega.
Kormákr.
Helgi Daníelsson
Hreiðar Ársælsson Árni Njálsson
Garðar Árnason Hörður Felixson Sveinn Teitsson
Ríkarður Jónsson Sveinn Jónsson
Örn Steinsen Þórólfur Bech Þórður Jónsson
•
Jens Peter Hansen Henning Enoksen Poul Pedersen
Tonny Troelsen Ole Madsen
Erik Jensen Hans Chr. Nielsen Bent Hansen
Poul Jensen Erling Larsen
Funch Jensen
Danmörk.
Meistoramót kvenna í hand-
knattleik um næstu helgi
Frakklandsfarar
komnir heim
F Y R1 R nokkru kom flokkur
glimumanna og þjóðdansara frá
Glímufélaginu Ármanni heim úr
ferð sinni til Bretagne-skaga
Frakklandi, en þangað var þeim
boðið á árlega þjóðhátíð Kelta
þar í landi. Var ferðin í alla
staði hin ánægjulegasta og mót-
tökur mjög alúðlegar.
Eins og frá hefur verið skýrt,
er upphaf þessarar ferðar það,
að fyrir tveim árum kom hér
franskur fomleifafræðingur og
blaðateiknari að nafni R. U.
Creston. Hann er mikill áhuga-
maður um fangbrögð ýmiss kon-
ar, og kom hér m. a. til þess að
hafa kynni af íslenzku glímunni,
sem hann telur líkjast að ýmsu
leyti keltneskum fangbrögðum,
er iðkuð eru töluvert á Bretagne
skaga. Herra Creston kom því til
leiðar að flokki glímumanna og
þjóðdansara var boðið á þjóðhá-
tíð Kelta, sem haldin var í bæn-
um Quimper á Bretagne-skaga
dagana 23.-26. júlí sl. Slíkar há-
tíðir hafa verið haldnar um all-
mörg ár, og leggur fólk af kelt-
neskum uppruna sig mjög fram
um að fjölmenna og þá sem allra
flest í þj óðbúningum síns hér-
aðs. Quimper er ekki stór borg,
aðeins með um 40.000 íbúa, en
talið er, að á þessum hátíðisdög-
um komi þangað um 200.000 gest
ir úr hinum ýmsu héruðum
Bretagne-skagans, sem hvert
hefur sinn sérstaka þjóðbúning
og sérstöku þjóðdansa. Markmið
hátíðahalda þessara er að við-
halda fornum keltneskúm venj-
um, búningum, fangbrögðum,
dönsum, söngvum, hljóðfæra-
slætti og fleiru. Var mjög
skemmtilegt að sjá hina ólíkustu
þjóðbúninga, marga mjög skraut
lega, og þjóðdansa af ýmsu tagi,
sem sýndir voru frá hverju hér-
aði. Einnig sýndu sameiginlega
flokkar skagans, um 1000 manns
Og um 1200 manna hljómsveit
lék undir og gekk um götur
borgarinnar, að sjálfsögðu í þjóð-
búningum, og léku á sekkjapíp-
ur sínar.
Útlendir gestir á hátíðinni
voru að þessu sinni þjóðdansa-
flokkar frá Spáni (nánar tiltekið
Baskar frá San Sebastian), Pól-
landi, Belgíu og Rúmeníu auk
íslenzka flokksins. Þessir flokk-
ar voru fjölmennir og sýndu
mjög vel samæfða þjóðdansa
hver frá sínu landi.
íslenzki flokkurinn hafði tvær
sýningar á hinu feikna-mikla
úti-leiksviði, sem reist hafði ver-
ið á auðu torgi í miðri borginni.
Þar komust fyrir milli 20 og 30
þúsund manns í sæti, og var
hvert rúm skipað. Ennfremur
gengu allir flokkarnir í skrúð-
göngu um götur borgarinnar,
sem voru troðfullar af fójki og
fagnaðarlæti mikil. Þá var
einnig sýnt fyrir sjúklinga í
þrem sjúkrahúsum í borginni.
Flokkurinn sýndi íslenzka þjóð-
dansa og 7 glímumenn sýndu
glímu. Ennfremur voru sungin
nokkur íslenzk þjóðlög. Var
mjög góður rómur gerður að
sýningum þessum, eins og eftir-
farandi blaðaummæli bera með
sér:
Quest-France, 25. 7.: Hinir ís-
lenzku vinir okkar komu áhorf-
endum Cornquaille-hátíðahald-
anna skemmtilega á óvart með
hinum ágætu sýningum sínum í
gær. Með íslenzka fánann í far-
arbroddi gekk hópurinn fram á
sýningarpallinn, og hóf síðan
skemmtun sina með fögrum ís-
lenzkum söngvum, sem túlkuðu
vel hinn norræna anda. Söngv-
arnir voru ýmist angurværir,
þýðir og þó kraftmiklir — eða
léttir og fjörugir með skemmti-
legri hrynjandi. 1 heild var kór-
inn afbragðs-góður. Því næst
sýndu íslendingarnir fagra þjóð-
lega dansa og sungu undir, eins
og algengt er meðal Skandinava.
Að lokum gengu bláklæddir,
gjörvulegir glímumenn fram á
sviðið og sýndu okkur „glímu“,
hin íslenzku fangbrögð, sem að
ýmsu leyti minnir á okkar bret-
onsku fangbrögð (Taol bez
Troad). Sýning þessara íslenzku
Armanns
vina okkar tókst í alla staði
framúrskarandi vel. (Á öðrum
stað í blaðinu stendur): íslenzku
glímumennirnir sýndu ekki að-<$.
Á LAUGARDAGINN hefst hér í
Reyk j avík handknattleiksmeist-
aramót kvenna utanhúss. Verður
keppt á hinu nýja íþróttasvæði
Ármanns við Sigtún og er þetta
fyrsta mótið, sem þar fer fram.
Ármann, KR, Valur og Víkingur
taka þátt 1 mótinu. Sakna menn
utanbæjarliðanna, Vestmanna-
eyja og ísafjarðar, sem settu sinn
góða svip á mótið í fyrra, en þá
var það haldið í Vestmannaeyjum
og þótti takast alveg sérstaklega
vel.
Nánar verður skýrt frá mótinu,
þegar dregið hefur verið um
keppnisröð.
Mynd þessi er tekin í garðinum hjá hr. Gonidec og er hann fyrir miðjunni í fremri röð. Yzt til
vinstri er Ceston, blaðateiknari og næst honum frú Gonidec.
eins mjög falleg brögð, heldur
stigu þeir einnig tígulega eins
konar dansskref, sem voru und-
anfari hverrír atlögu. Einum
áhorfandanna, sterkum Bretona,
sem vanur er bretonskum fang-
brögðum, varð þá að orði:
„Skemmtileg íþrótt þetta, en
verst, að maður verður að læra
að dansa vals áður en maður
getur farið að glíma“.
Quest-France, 28. 7. (skrifar
eftir seinni sýninguna): Þá var
röðin komin að Islendingunum
og unnu þeir strax hylli áhorf-
enda með frjálsmannlegri fram-
komu sinni, æskutöfrum og fögr-
um þjóðbúningum stúlknanna.
Þetta er í fyrsta sinn, sem ís-
lenzkur flokkur heimsækir
Frakkland með söngvum sínum,
dönsum og þjóðlegum íþróttum.
Söngvarnir, ýmist þunglyndis-
legir og angurværir, eða fjörugir
eins og hergöngulög, vöktu verð-
skuldaða hrifningu áhorfenda.
Dansarnir, stílhreinir, fagrir og
þó einfaldir, voru stignir undir
kraftmiklum söng. Þá sýndu
fagurlimaðir glímumenn, klædd-
ir bláum kyrtlum og girtir leður-
beltum, glæsilég fangbrögð, og
var það áhorfendum mikil og góð
skemmtun. Við þökkum þessum
góðu gestum fyrir þessa ágætu
sýningu.
Herra Creston útskýrði glím-
una fyrir áhorfendum í gjallar-
hornum. Hann bar okkar glímu
saman við hin bretonsku fang-
brögð og mun hafa gert það svo
rækilega, að menn voru bæði í
gamni og alvöru farnir að gera
ráð fyrir landskeppni milli land-
anna í glímu eftir 1 til 2 ár.
Uti á Bretagne-skaga, í bænum
Douarnenez, býr maður að nafni
E. Conidec, eini maðurinn, sem
bjargaðist, þegar franska rann-
sóknarskipið „Pourquoi pas?“
fórst hér undan Mýrunum fyrir
rúmum 20 árum. Herra Conidec
og kona hans tóku mjög innilega
á móti íslendingunum, m. a.
buðu þau flokknum heim til sín
og var dvalizt þar um stund í
góðu yfirlæti. Það eina, sem
skyggði þar á, var að bjargvætt-
ur Gonidecs, Kristján Þórólfs-
son, sá er lagði sig í lífshættu
við björgunina á sínum tíma, var
ekki með 1 förinni. En svo hafði
verið ráð fyrir gert, en því mið-
ur gat Kristján ekki komið því
Framh. á bls. 19.