Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 10
10
MORCUNBL AÐ1Ð
Þriðjudagur 17. ágúst 1959
Utg.: H.t. Arvakur Reykjavílt.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábra.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askviftargald kr 35,00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VINNUFRIÐURINN OG FRAMTÍÐIN
UTAN UR HEIMI
Tilgangsleysi —
/í/s, er var leiðarljós heillar þjóðar
'fe Mindszenty kardínáli situr í tang
^ els/ — þar sem enginn œskir að ^
halda honum. — Verður hann ^
eini lesandi bókar sinnar um ^
^ sögu harðstjórnarinnar ? ^
M það blandast engum
Islendingi hugur um
þessar mundir að
stærsta verkefnið á sviði ís-
lenzkra stjórnmála er efnahags-
leg viðreisn. Þjóðin verður að
koma rekstri atvinnugreina
sinna á heilbrigðan grundvöll og
skapa jafnvægi í búskap sín-
um.
Eitt mikilvægasta skilyrði
þess að þetta megi takast er
að mögulegt reynist að halda
vinnufrið í landinu. Á valda-
tímabili vinstri stjórnarinnar
mistókst þetta gersamlega. Eft-
ir að almenningi var orðið ljóst
að stjórnin átti engin úrræði til
lausnar vanda efnahagsmálanna
má segja að allt færi á ringul-
reið. Hvert stéttarfélagið á eft-
ir öðru sagði upp samningum,
lanchð logaði í verkföllum og
vinnudeilum á hverju ári og
samningar um kaup og kjör
voru yfirleitt gerðir til mjög
skamms tíma. Verkalýðurinn
vantreysti vinstri stjórninni
vegna þess fyrst og fremst að
hún átti ekkert úrræði annað en
að leggja á almenning stórkost-
lega nýja skatta.
Samningar til lengri
tíma
Meðal flestra nágranna þjóða
okkar eru samningar um kaup
og kjör gerðir til miklu lengri
tíma en hér tíðkast. Á Norð-
urlöndum er t.d. oft samið til
tveggja eða þriggja ára. Skapar
þetta mjög mikið öryggi í efna-
hagslífi þjóðanna og er til hags-
bóta bæði fyrir launþega og
vinnuveitendur. Framleiðslan
á hægara með að undirbúa upp-
byggingu atvinnutækjanna og
verkamenn geta nokkurn veg-
inn treyst því að kaupmáttur
launa þeirra verði ekki skertur
á samningstímabilinu. Af þessu
leiðár svo aftur að jafnvægi
helzt í þjóðarbúskap þessara
landa.
Við' Islendingar megum
ekki láta reynslu nágranna
þjóða okkar í þessu máli eins
og vind um eyru þ.jóta. Við
verðum að gera okkur það
ljóst að efnahagslíf okkar
lýtur nákvæmlega sömu lög-
málum og efnahagslíf ann-
arra þjóða. Þess vegna hljót-
um við að freista þess að
fara sömu leiðir og þær þjóð-
ir sem af mestri skynsemi
og viðsýni hafa skipað sín-
um málum.
En vitanlega hlýtur það að
vera frumskilyrði þess að samn-
ingar um kaup og kjör geti tek-
izt til langs tíma að launþeg-
ar geti nokkurn veginn treyst
því að hlutur þeirra sé á samn-
ingstímabilinu ekki skertur stór
kostlega annað hvort með stór-
felldum nýjum sköttum eða
miklum verðlagshækkunum.
Lægst launaða fólkið
^apaði mestu
Það var láglaunaða fólkið,
sem tapaði mestu á hinu hrika-
lega kapphlaupi milli kaup-
gjalds og verðlags, sem verð-
bólgustefna vinstri stjórnar-
innar hafði í för með sér. Sú
staðreynd sannaðist þá áþreif-
anlega, að þannig er nú komið
í íslenzkum efnahagsmálum, að
launþegar geta ekki knúið fram
raunverulegar kjarabætur sér
til handa með verkföllum og
kauphækkunum. Framleiðslan
getur ekki borið meiri tilkostn-
að og þar af leiðandi ekki bætt
á sig nýjum útgjaldabyrðurn.
Islenzkir launþegar hafa á-
reiðanlega fengið nóg af því
á valdatímabili vinstri stjórn-
arinnar að vera krafðir um
hundruð milljóna króna til þess
að gera framleiðslunni kleift að
rísa undir sívaxandi tilkostnaðl.
Slíkt skipulag getur ekki geng-
ið til lengdar. í því felst sjálfs-
blekking, sem leiðir til sívax-
andi efnahags erfiðleika. Má
raunar segja að vinstri stjórn-
in kæmi þessum málum öllum í
algera sjálfheldu enda lýsti efna
hagsmálaráðunautur hennar því
yfir að þjóðin væri að „ganga
fram af brúninni“,
Nýjar leiðir
Sjálfstæðismenn hafa jafnan
lagt áherzlu á það að verkalýð-
ur og vinnuveitendur hefðu sem
bezta samvinnu með sér og að
hagsmunir þeirra væru sameig-
inlegir.
Ein af þeim leiðum, sem Sjálf-
stæðismenn hafa bent á til að
draga úr tortryggni verkalýðs-
ins er að komið verði á hlutdeild
ar- og arðskiptifyrirkomulagi í
atvinnurekstri landsmanna. En
það fyrirkomulag er í því fólgið
að launþegar fái auk venjulegs
kaups, einhverja hlutdeild í
arði þeirra atvinnufyrirtækja,
sem þeir vinna við. Ennfrem-
ur gefist verkamönnum tæki-
færi til þess að safna þessum
arðhluta sínum og gerast þann-
ig smám saman meðeigendur í
atvinnutækjunum.
Meðal hinna stærri þjóða er
míkil og góð reynsla fengin af
þessu fyrirkomulagi. I Vestur-
Þýzkalandi og Bandaríkjunum
eru heil stórfyrirtæki þannig
byggð upp. í stað þess að ör-
íáir menn áttu slík fyrirtæki
áður, er nú svo komið að þús-
undir manna hafa eignazt þau.
Hér á íslandi hefur að
minnsta kosti eitt fyrirtæki ver-
ið byggt upp með ekki ósvipuð-
um hætti. Eimskipafélag íslands
var stofnað af mörgum þúsund-
um íslendinga og er enn þann
dag í dag eign mikils fjölda
landsmanna., Þannig gat lítil
þjóð byggt upp þjóðnytjafyrir-
tæki, sem hefur orðið henni til
mikillar blessunar.
Mikil verkefni fram-
undan
Mikil verkefni bíða nú fram-
undan í íslenzkum efnáhags-
málum. Til þess að leysa þau
þarf þjóðin fyrst og fremst að
sameina krafta sína.
Stéttastríðinu verður að
linna. Þ.jóðin verður að geta
byggt ný atvinnufyrirtæki á
sviði útgerðar og iðnaðar á
nýjum, traustum og heii-
brigðum grundvelli. Sjálf-
stæðisflokkurinn er reiðu-
búinn til þess að taka að sér
forystuhlutverkið í hinu
mikla uppbyggingarstarfi.
Til þess beiðist hann liðsinn-
is allra þjóðhollra og ábyrgia
manua.
S A G A harðstjórnarinnar
—■ stendur á titilblaðinu á
þykkum handritabunka, sem
liggur á skrifstofu Minds-
zentys kardínála — og það
gæti verið hans eigin saga. —
Hann hefir unnið að handrit-
inu um þriggja ára skeið.
í þrjú ár hefir hann eytt ein-
manalegum stundum sínum
við að móta hugsanir sínar
og skoðanir um þetta efni. Og
nú liggur handritið þarna á
borðinu — og að því er virð-
ist engum til gagns.
— ★ —
—• Þessi bók stendur sem eins
kona tákn -— eins og Minds-
zenty sjálfur hefir verið En sá
er munurinn, að hann var tákn
þess, að ekki er hægt að kúga
frjálsan og sterkan anda til
lengdar — þar sem segja má, að
nefnd bók hans beri aftur á móti
vott um það, hve lífið getur oft
virzt tilgangslaust. — Því að
hvað er merkilegt ritverk, ef
enginn les það nema höfundur-
inn sjálfur?
Bak viff læstar dyr — af
fúsum vilja
Ungverski kardínálinn dvelst
enn í bandaríska sendiráðinu. í
Búdapest, þar sem hann fékk
hæli, þegar ungverska þjóðar-
uppreisnin var kæfð. — Þangað
leitaði hann af fúsum vilja — til
þess að setjast að bak við læstar
dyr, undir ströngu eftirliti. Það
að hann situr enn í þessu „fang-
elsi“ sínu, stafar annaðhvort af
því, að hann sjálfur óskar þess,
eða að hann telur sig ekki geta
gengið að þeim skilmálum, sem
settir hafa verið fyrir því, að
hann hverfi þaðan — enginn
annar hefir nokkum hug á því
að halda honum lengur í þess-
ari einangrun.
— ★ —
—9 Bandaríkjamenn kæra sig
ekkert um að þurfa um ófyrir-
sjáanlegan tíma að bera ábyrgð
á velferð hans — því að raun-
verulega er ekki um annað að
gera en halda hinu „diplomat-
iska“ sambandi við Ungverja-
land á meðan kardínálinn er í
sendiráðinu.
Ungverska stjórnin kærir sig
ekkert um aff hafa hann þarna,
í miðri Búdapcst — telur ekki
heppilegt, aff fólkiff sé þannig
minnt á þá tíff, þegar þaff enn
hafði mátt og þor til að rísa gegn
okínu.
Hver getur láff honum?
Loks fellur ýmsum aðdáend-
um hans illa, að hann skuli hafa
kosið að sitja í þessu örugga
hæli — hefðu heldur viljað vita
hann í raunverulegu varðhaldi
hjá kommúnistum. Þeir telja, að
honum hefði verið meiri sómi að
því — þó ekki væri til annars
en sýna þjóðinni á þann hátt, að
hann væri enn sem fyrr hatram-
ur andstæðingur hinnar komm-
únisku stjórnar.
En Mindszenty virðist vilja
sitja, þar sem hann er kominn.
Óskar eftir að vera haldið „und-
ir lás og slá“ — vegna þess, að
hann vill ekki yfirgefa Ungverja-
land fyrir fullt og allt, eins og
stjórnin krefst — og vegna þess,
að hann treystist ekki til að
standa enn á ný andspænis fang-
elsisdyrum kommúnista. Og
hver getur lóð honum?
— ★ —
—• Arin átta eru enn í fersku
minni. Átta ár þjáninga og písla,
Sem margan hraustan dreng
hefðu lagt í gröfina, lifði hann
af — sakir trúarstyrks síns. Og
vegna þess, að þjóð hans óskaði
þess og bað, að hann mætti lifa,
að hann sýndi kommúnistunum
það svart á hvítu, að þeir gætu
hvorki brotið hann — né þjóð-
ina.
í fangabúffum nazista
Mindszenty er fæddur árið
1892 og er því kominn hátt á
sjötugsaldur. — Það eru nú rúm
15 ár síðan hann fékk að kynn-
ast og kenna á fangabúðum naz-
ista. Það var árið 1944, sem naz-
istar handtóku hann, vegna þess
að hann hafði látið í Ijós óbeit
sína á gyðingaofsóknum þeirra.
— Hann sat í fangabúðunum eitt
ár — og að þeim tíma liðnum
hékk heilsa hans á hálmstrái.
Hann var sem svipur hjá sjón,
úttaugaður og eyðilagður.
— ★ —
—9 Hann náði sér þó furðan-
lega, og ekki löngu síðar var
hann útnefndur erkibiskup af
Esztergom — og þar með æðsti
maður ungversku kirkjunnar. —•
Árið ,1946 hlaut hann svo kardí-
nálanafnbótina. Heilsan var í
stöðugri framför — og framtíðin
virtist björt. — En hinn rauði
hrammur var reiddur til höggs —■
27. desember 1948 var hann hand
tekinn, og hinn 4. febrúar 1949
hófust einhver hin óhugnanleg-
ustu „réttarhöld", sem sögur fara
af. —
„Játaffi“ allt ....
Soltinn, andlega lamaður eftir
tveggja mánaða þaulhugsaðar og
lævíslegar pyndingar, hálf-með-
vitundarlaus eftir víxlbeitingu
hressingar — og deyfilyfja —
þannig var ástand sakbornings-
ins við „réttarhöldin". Og hann
„játaði" allt, sem á hann var
borið, allt frá landráðum til
svartamarkaðsbrasks. Þetta lif-
andi lík — þessi úttaugaði vesal-
ingur, sem gerði sér ekki lengur
grein fyrir, hvað hann sagði eða
gerði — var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi.
— ★ —
—9 í nóvember 1956 var hann
frelsaður úr fangelsinu. — Hann
var orðinn hrörnað gamalmenni,
átti erfitt um haál, gat tæpast
gengið hjálparlaust — og minn-
ið sveik hann. En hann var
átrúnaðargoð og hetja hinnar
hrjáðu þjóðar, sem barðist
örvæntingarbaráttu fyrir frelsi
sínu og tilverurétti. Hann var
hylltur og heiðraður — í eina
sex daga. Þá var uppreisnin
bæld niður — og frelsi Minds-
zentys var heft enn á ný — að
vísu með öðrum og þægilegri
hætti en áður — er hann leitaði
skjóls innan veggja bandaríska
sendiráðsins.
„Fátækari" en fyrr ..
Á þeim þrem árum, sem síð-
an eru liðin, hefir kardinálinn
náð heilsu sinni aftur að kalla,
enda hlotið eins góða aðhlynn-
ingu og hjúkrun,og völ var á.
En þó er hann e. t. v. „fátæk-
ari‘:‘ en nokkru sinni fyrr, því
að segja má, aff hann eigi ekk-
ert nema endurheimta líkamlega
heilsu — og bókina, sem affeins
er til í einu eintaki.
Mindszenty kardínáli syngur messu viff frumstæð skilyrffi
í hæli sínu í bandaríska sendiráðinu.