Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. ágúst 1959
MORGUNBLAÐIÐ
9
rétt gengi. Varningur og mat-
mæli er yfirleitt mjög ódýr, enda
hafa lægstlaunuðustu verkamenn
aðeins um 200 franka á dag. —
Atvinnuleysi er annars mikið, en
ótrúlega margir virðast komast
af á einhvers konar prangi.
Verzlun þessi fer fram svo til
allan sólarhringinn, aðeins h'é
um hánóttina (kl. ca. 1—5). Ekki
er um neinn vissan lokunactíma
að ræða, verzlað meðan eitttivað
er til og von er á kaupanda.
I yngri hverfum borgarinnar
eru nýtízku verzlanir með fuli-
komnasta sniði, en jafnvel þær
eru opnar eftir hentugleikurn. —
Aðeins opinberar skrifstofur og
bankar hafa vissan lokunartíma
og eru flestir bankar t. d. op.o.ir
frá kl. 0—11 f. h.
Vinsælir gestir.
Leigubílar eru mjög margir og
allir af sömu gerð, litlir, franskir
bílar, sem taka aðeins 3 farþega,
en eru þar af leiðandi mjög ó-
dýrir. En varasamt getur verið
fyrir ókunnuga að ferðast með
þeim, því að þeir eru vísir til
að fara miklar krókaleiðir Fitt
sinn er við vorum villtir og lá
mikið á. tókuni við leigubíl. —
Bílstjórinn fór greinilega miklar
krókaleiðir, en er við höfðum
rætt við hann á bjagaðri frönsku
og tjáð honum að við værum
stúdentar á leið til Sakiet, lifn-
aði hann við, tók í hönd okkar
og fór greinilega stytztu leið.
Annars njótum við mikilla
vinsælda hér. í nánd við skólann
t. d. hneigja sig allir og beygja
fyrir okkur, enda vekur dvöl okk
ar hér mikla athygli. Eitt sinn
fórum við nokkrir á veitirigaskála
og er við ætluðum að greiða við
brottför, hafði einn af gestun-
um greitt fyrir okkur. Víða þar
sem við förum eru bornar fyrir
okkur veitingar af ýrnsum höfð-
ingjum.
Á ábyrgð Bourgíba forseta.
Að morgni þess 22. júlí bárust
þær fregnir að til átaka hefði
komið i Algier rétt við Sakiet.
Daginn eftir voru blöðin hér
með heilsíðufyrirsagnir á fyrstu
síðu um okkur. 22. júlí hafði
Frakklandsstjórn gefið út opin-
inbera yfirlýsingu urn að dvöl
okkar hér væri fyrst og fremst
áróður gegn Frakklandi. Við
hefðum jafnframt verið ga'ob-
aðir hingað með miklum áróðri,
sem í raun hefði verið runninn
frá rótum F.L.N. hreyfingarinn-
ar. Ennfremur vöruðu þeir að-
standendur okkar við því, að
mjög hættulegt væri fyrir okkur
að vera í Sakiet, því að raunar
væru þar vígstöðvar, daglegar
skærur 100—200 m frá skólan-
um. Eítir niorgunkaffi var hald-
inn fundur með okkur og þýddar
fyrir okkur blaðagreinar. Cosec
og Uget höfðu einnig gefið út yíir
lýsingar í blöðum, þar sem t;kið
var fram að dvöl okka* hér væri
engan veginn áróður gegn Frökk
um, heldur aðeins til að efla
samstarf stúdenta, til þess að
reisa skóla, er orðið hefði fyrir
fólskulegri árás og kynnast landi,
sem er í senn bæði austrænt og
vestrænt með mismunandi þjóð-
flokka og trúarbrögð, gömul
menning og íiý, allt þetta sam-
ast hér á undraverðan hátt. —
Okkur var tjáð að Um kvöidið
yrði haldinn blaðamaimafundur
með okkur í stjórnarráðshúsinu.
Bourgiba forsætisráðherra gaf
yfirlýsingu í útvarp, þar sem
hann tjáði sig taka ábyrgð á
limum okkar í Sakiet.
Um kvöldið kl. 6 var síðan
farið til fundar við blaðamenn
og var þar mikill fjöldi fólks
fyrir er fagnaði okkur. Full-
trúar Cosec héldu fyrst ræður,
útskýrðu ástandið og svöruðu
fyrirspurnum, bæði blaðamanna
og þátttakenda Var nokkur ugg-
ur meðai okkar vegna þeirrar
hættu, er Frakkar sögðu að væri
í Sakiet. En í raun var þetta
aðeins ómerkilegur áróður á síð-
ustu stundu, og eftir að hafa feng
ið nákvæma lýsingu á ástandinu
í Sakiet samþykktu allir í einu
hljóði að fara þangað. Á eftir
ræddu blaðamenn við okkur per
sónulega og spurðu aðallega um
ástæðuna fyrir dvöl okkar hcr
og álit okkac á yfirlýsingu
Frakka.
Vz milljón íbúa
Annars komst ég þarna í kynni
við stúdent héðan og sögðum við
hvar öðrum frá landi okkar og
skólum. íbúar borgarinnar eru
um Vz milljón, þar af um 400 þús.
Arabar. Flestir hinna eru fransk-
ættaðir, en mikið er einnig af
Gyðingum og nokkuð af svert-
ingjum. Aðalmálið er arabíska
og mjög margir tala frönsku
einnig, en mjög hins vegar.
ensku. Stúdentar héðan tala
mjög bjagaða ensku og er ensku-
nám þeirra álíka og frönskunám
í íslenzkum menntaskólum. Hér
er einn háskóli með um 1000
stúdentum, en mjög márgir
stúdentar fara til ítalíu og Frakk
lands til náms, þar eð hér er
mikill skortur á prófessorum.
Hinn 25. júlí var tveggja ára
sjálfstæðis Túnis minnst. Fram
yfir miðjan dag fór allt fram á
venjulegan hátt. Verzlunin í
fullu fjöri. En um 4 leytið fór
fólkið að safnast fyrir á aðal-
götum. Kl. 6 hófust síðan hátíða-
höldin með því að skrúðganga
mikil fór um. í henni voru lúðra-
sveitir, flokkar manna af ýmsum
stéttum, skrautvagnar, sumir
með fagurlega skreyttum blóma-
rósum, aðrir með vinnandi fólki.
Bændur með skepnur sínar, fiski-
menn á stórum bát, hús í bygg-
ingu, iðnaðarmenn við vinnu
sína o. s. frv. Allt var þetta
mjög tilkomumikið og er frelsis-
hugurinn í fólkinu mikill, enda
var gengið í gegn um margan
eldinn áður en sjálfstæði fékkst.
Hámarki náði skrúðgangan er
fagurlega skreyttur vagn með
geysistórri mynd af Bourgiba
forseta og forsætisráðherra, ók
framhjá. ’ Fólkið klappaði og
hrópaði „Bourgiba, Bourgiba."
Virðist hann vera hér sem guð
og nýtur mjög almennra vin-
sælda og trausts. Flestar verzlan-
ir og veitingasálar eru t. d.
skreyttar með, myndum af hon-
um, ekki aðeins á þjóðhátíðar-
daginn, heldur alltaf. Grunar
mig að það fyrsta, sem börnin
læra að segja sé Bourgiba, því
mjög litlir krakkar heyrast tauta
nafn höfðingjans fyrir munni
sér. Um kvöldið var farið með
okkur á skemmtistað í úthverfi
borgarinnar. Var þar geysimargt
fólk, og var sem beðið væri eft-
ir okkur, því er við höfðum ver-
ið leiddir í heiðursstúku, hóf-
ust hátíðahöldin. Var aðallega
leikin og sungin arabisk tónlist,
en á milli voru sýndar alls konar
listir og töfrabrögð. Vorum við
þarna til kl. 1 og voru hátíða-
höldin þá enn í fullu fjöri, en
flestir okkar þreyttir og slapp-
ir vegna hitans, sem fer upp
fyrir 40° suma daga.
Til Sakiet
' Eftir hádegi daginn eftir fór-
um við síðan til Sakiet. Á leið-
inni þáðum við veitingar hjá
fylkisstjóranum í Le Kef, sem er
fagur nýtízkulegur bær með urn
12 þús. íbúa. Komið var til
Satkiet kl. um 7 um kvöldið.
Búum við hér í nýju húsi, en
þó eigi full frágengnu og erum
3—6 á herbergi eftir stærð
þeirra.
Var reynt að skipa okkur í
herbergi eftir þjóðernum og er
ég með Englendingi og Skota.
Ræddum við landhelgismálið
mikið fyrstu dagana og var ég
svo heppinn að taka með mér
ágæta bæklinga á ensku um það.
Lásu þeir það með mikilli at-
hygli og eftir útskýringar og
þras er Skotinn alveg kominn á
rétta línu, en Englendingurinn
telur enn, að Bretar hljóti að
hafa einhverja raunhæfa og lög-
lega ástæðu fyrir framferði sínu,
en þá ástæðu getur hann eigi
bent á.
Annars er það athyglisvert, að
stúdentar frá Austur-Evrópu
virðast vita allmikið um land-
helgismálið og hafa áhuga á því
og eru auðvitað fylgjandi okk-
ur. —
Hér fáum við sem sagt kær-
komið tækifæri til að ræða einka
mál sem heimsmál. Ungverskir
stúdentar segja okkur frá bytt-
ingunni, stúdentar frá ýmsum
löndum Afríku og Austur-Asíu
hafa mikið að segja um frelsis-
baráttu landa sinna, rússneskir
stúdentar ræða um kommúnisma
við bandaríska o. s. frv. Ekki
eru þó allir komnir hingað enn,
en við verðum um 130 frá 55
löndum, samkvæmt upplýsingum
er ég fékk frá fulltrúa COSEC
hér, Bruce Larkin.
Okkur er skipt í tvo flokka.
Annar vinnur frá kl. um 6 á
riiorgnana fram að hádegi og er
Hjörtur í þeim flokki, en f’.ok'-
urinn sem ég er í vinnur frá
kl. 3—8% e. h. Skólinn, sem
verður stór og glæsileg bygging,
er hlaðinn úr kalksteini, sem
sóttur er í fjöll hér. Er aðal at-
vinna okkar að fleyga stemana
til og hlaða síðan. Með okkur
vinur mikill fjöldi verkamanna,
sennilega um 200, og er mikil
þröng á þingi. Þjóðfánar allra
þátttakenda blakta við hún við
skólann og 31. júlí voru þar mik-
il hátíðahöld, ráðherrar héldu
ræður um árásina á Sakiet og
var okkur fagnað þar mjög. Á
eftir var öllum boðið til veizlu
en framreiðsla fór í handaskol-
um, skipulagsleysi mikið og
fóru sumir án þess að hafa feng-
ið nokkuð. Við borðum annars
í skóla og vinnum sjálfir við til-
búning matar og framreiðslu.
Fyrstu dagana var hjá okkur
kokkur, sem bjó til mat svo
kryddaðan og misheppnaðan að
fæstir gátu borðað. Sögðum við
honum upp, en gerðum svert-
ingjastúdent frá Bandaríkjunum
að yfirkokki, en hann skyldi fara
eftir ráðleggingum og uppástung
um okkar um mat og hefur hann
verið ágætur síðan.
★
Sakiet er lítið þorp með rúm-
lega 1000 íbúa. Er það intri
í landi, rúmlega 100 km frá
ströndinni. Hitinn er hér enn
meiri en í Túnisborg, en loftið er
mjög þurrt og verður maður því
ekki eins var við hitann hér.
Mikið er hér af herstöðvum,
og er steðugur vörður við landa-
mærin, báðum megin frá. Algier-
megin hefur allur skógur verið
brenndur næst landamærunum
til þess að frönsku hermennirnir
geti séð flóttamenn frá Algier.
Á kvöldin lýsa þeir oft upp stór
svæði með ljóskösturum í leit að
flóttamönnum og FLN-mönnum,
sem stundum vinna skemmdar-
verk á herstöðvum þeirra. Erum
við stranglega varaðir við að fara
yfir landamærin, sem eru ann-
ars smá lækur, því að þá getur
farið svo að frönsku hermenn-
irnir reyni byssur sínar á okkur.
Annars erum við í útjaðri þorps-
ins lengst frá landamærunum
(ca 1 km) og okkur engin hætta
búin, enda allt með ró og spekt
hérna megin.
Eftir tvo daga förum við í
fjögra daga ferð til norðurstrand
arinnar, en þann 20. ágúst för-
um við í aðra ferð suður á bóg-
inn. Hættum að vinna 1. sept.
en fljúgum til Rómar 5. sept.
Við Hjörtur höfum verið full-
hraustir og þolum hitann svona
þolanlega. Annars hafa nokkrir
legið með hitasótt nokkra daga,
m. a. stúdentar frá öllum hinum
Norðurlöndunum, og segja má
því að við „ís“-menn þolum hit-
ann vel, enda höfum við fengið
fyrirspurnir um hvers vegna
land okkar heiti þessu nafni.
Ástæða væri til að skrifa meira
um land og þjóð, sem eins og
ég sagði í byrjun, er eitt hið sér-
stæðasta land í heimi, en ég læt
það bíða heimkomu, enda eigum
við eftir að ferðast um landið
þvert og endilangt og kynnast
því betur. — Sendum við beztu
kveðjur heim.
Þórir Ólafsson.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75.
Bifreiðasalan
Barónsstíg 3 — Sími 13038.
Til sölu í dag: —
Ford ’57
lítið keyrður og vel með
farinn. Fæst á góðu verði.
Chevrolet ’55
mjög góður bíll. —
Chevrolet ’52
lítið keyrður. —
Chevrolet ’51
mjög lítið keyrður. —
Mercedes Benz ’55
nýkominn til landsins og
mjög glæsilegur. Skipti á
4ra manna bíl koma til
greina.
Mercedes Benz ’54
vel með farinn og lítið
keyrður.
Opel Capitan ’55
Góður bíll. —
Ford Farelane ’55
einkabíll, ýmisleg skipti
koma til greina.
Volga ’58
ókeyrður. Skipti á ódýrari
bíl koma til greina.
Buich ’55, ’56
mjög góðir bílar. Ýmisleg
skipti. —
Ford Station ’54
Allur ný yfirfarinn og mjög
glæsilegur.
Volvo Station ’55
lítið keyrður. —
Taunus Station ’54
lítið keyrður, vel með far-
inn bíll. Skipti á Volks-
wagen koma til greina.
Taunus ’58 fólksbíllinn
keyrður 13000 km. —
Taunus ’56
lítið keyrður, aðeins er-
lendis. Sérlega góður bíll.
Zephyr ’59, ókeyrður
Opel Caravan ’55
Góður bíll.
Ford Tames sendibíll
keyrður aðeins 17 þús. km.
Chevrolet sendibíll
Styttri gerðin, vel með
farinn.
Chevrolet ’46
Góður bíll og fæst á góðu
verði. —
Höfum allar tegundir bif-
reiða á boðstólum.
Höfum kaupendur að
Chevrolet vörubíl ’55 eða
Ford ’55, Mercedes Benz
diesel ’55. —
BIFREIÐASALAN
Barónsstíg 3. Sími 13038
BILLIIVM
Sími 18-8-33
Höfum til sölu og sýnis
í dag: —
Volkswag'en 1958
lítið keyrðan. Svartan. —
Taunus 1956, 2ja dyra
ekkert keyrður hér á landi.
Litur út eins og nýr. Skipti
koma til greina á Chevrolet
1955, lítið keyrðum.
BÍLLIMIM
Varðarhúsinu við Kalkofnsveg
Sími 18-8-33
BILAS/VLiniN
við Vitatorg.
Buich ’47
í góðu lagi. —
Ford Station ’56
nýkominn til landsins. —
Chevrolet ’55 Station
Skipti á 4ra manna
Chevrolet ’56 orginal —
Station
Chevrolet ’56
Sjálfskiptur, ókeyrður hér-
lendis. —
Ford ’55 Fairlane
Ford ’59 Fairlane
Dodge ’58 stærri gerð
Plymouth ’54, blæju
Plymouth ’57
keyrður 28 þúsund km. —
De Soto ’47, stærri gerð
Willy’s ’55
Skipti á 4ra manna.
Volga ’58
keyrður 5 þúsund km. —
4ra manna bilar
Volkswagen ’53, ’55 og ’59
Ford-Prefect ’55
keyrður 30 þúsund km. —
Ford-Prefect ’46
mjög góður. —
Taunus ’55 Station
Fiat 1100 ’57 Station
Fiat 600 múltipla ’59
keyrður 1 þúsund km. —
Opel ’55 Caravan
Opel ’58 Record
keyrður 15 þúsund km. —
Skoda ’56 Station
útvarp og miðstöð. —
Skoda ’56 Station
í mjög góðu lagi.
Einnig úrval af jeppum,
sendibílum og vörubílum.
Bílarnir eru hjá okkur.
Kaupin gerast hjá okkur.
BÍIASAIIMM
Við Vitatorg. — Sími 12-500.
Willy’s Station 1951
Opel Caravan 1955
Volkswagen 1956
Chevrolet 1949
til sölu. —
Bifreiðasala STEFÁNS
Grettisgötu 46. Sími 12640.
Bifreiðir
Frá U.S.A. útvegum við
gegn leyfum.
BRIMNES h.f.
Mjóstræti 3. — Sími 19194.
Munið sima
23136
ef yður vantar að kaupa eða
selja bíl, hest, landbúnaðarvél
mjaltavél eða strokk. .
BÍLA- og BÚVÉLASALAN
Baldursgötu 8. — Sími 23136.
Seljum i dag
Volsley ’47. Verð kr. 18500
ef samið er strax. —
Austin 8 ’47. Úrvals bíll.
Bíla- og Búvélasalan
Baldursg. 8. Sími 23136.