Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 20
VEDRID
NA-stinningskaldi. Úrkomulaust
og sums staðar léttskýjað.
177. tbl. — Þriðjudagur 18. ágúst 1959
FÆREYJAR
Sjá grein á bls. 11.
Lögreglan
leitar
rmmœmamammmmm^mmmi
amerísks
hermanns
Sagt að hann hafi sézt
í Miðbænum í gærkvöldi
AMERÍSKU hernaðaryfirvöldin
háfa óskað eftir aðstoð íslenzku
lögreglunnar við að hafa upp á
ungum hermanni, sena hefur horf
ið og ekki sézt í bækistöðvunum
á KeflaVíkurflugvelli síðasta
hálfa mánuðinn. Hermaður þessi
er starfsmaður við upplýsinga-
þjónustu hersins, sem rekur m.a.
útvarps- og sjónvarpsstöðina á
Keflavíkurflugvelli. Hann er álit
inn baldinn eins og unglingur sem
ekki hefur hlotið gott uppeldi.
Vitað var um það að hann hefði
farið til Reykjavíkur í stuttu
leyfi fyrir hálfum mánuði, en
síðan hefur ekkert til hans spurzt.
Vitað er að hann átti vingott við
unga íslenzka stúlku og má vera,
að hann sé í felum hjá henni eða
á hennar vegum.
//
Höfðum náttúruna fyrir kirkju
//
Bruðkaup háb á Lögbergi hinu íorna
ÞAÐ er ekki á hverjum degi,
sem hjón eru vígð saman úti
í guðsgrænni náttúrunni, en
sá sjaldgæfi atburður gerðist
þó á sunnudaginn var. Fór
athöfnin fram á Þingvöllum,
nánar tiltekið á spönginni
milli Nikulásargjár og Flosa-
gjár, sem af sumum er nefnd
Lögberg hið forna.
Brúðhjónin, sem vígðust hvort
öðru þarna, voru Ásdís Óskars-
dóttir (Jónssonar, alþm.) og
Benedikt Gunnarsson, listmálari.
Séra Rögnvaldur Finnbogason í
Bjarnanesi, Hornafirði gaf þau
saman. Athöfnin fór fram kl. 12 á
hádegi og á eftir var snæddur
hádegisverður í Hótel Valhöll.
í gær náðum vér snöggvast tali
af brúðhjónunum og spurðum,
hversvegna þau hefðu valið þenn
an stað til að láta gefa sig saman.
— Okkur fannst þetta fallegur
staður, og svo langaði okkur líka
að breyta til, sagði brúðguminn.
Við höfðum verið þarna í útilegu
Og okkur fannst tilvalið að hafa
náttúruna fyrir kirkju. Gamall
völlum, fræddi mig á því, að
þarna á spönginni milli Nikulásar
gjár og Flosagjár, væri hið gamla
Lögberg og presturinn tók strax
vel í það þegar ég hóf máls á því
við hann, að gifta okkur þarna.
Hann hafði hempu með sér, sem
hann steypti yfir sig á staðnum og
athöfnin fór fram á Flosahæð,
sem er hæsti staður þarna á spöng
inni. Þarna hafði maður útsýn
yfir allan fjallahringinn. Það var
ekkert sungið, en dropar, sem
féllu niður af klettunum sköpuðu
tónlist og spóinn vall.
— Var ekki margt áhorfenda
þarna í kring?
— Það voru nokkrir, sem
horfðu á þetta, bæði fólk, sem var
í berjamó og eins fólk í bílum,
sem renndi hjá. Ég held að það
hafi ekki vitað vel hvað þarna
var verið að gera.
— Ég hefði ekki getað hugsað
mér, að það væri skemmtilegra
að gifta mig am*ars staðar, segir
brúðurin, þegar við beinum spurn
ingu til hennar. — Mér fannst
þetta mjög ánægjulegt og það
ríkti mjög góð stemning í brúð-
kaupinu.
Esja snjólaus
í þriðja skipfi á 27 árum
STEINGRÍMUR Sveinsson, sem
fluttist til Reykjavíkur 1932,
hringdi til Mbl. í gær og sagði: —
Hafið þið tekið eftir því að Esjan
er snjólaus? Síðan skýrði hann
frá því að hann hefði fylgzt ná-
kvæmlega með Esju á hverjum
degi síðan hann fluttist til bæj-
maður, sem er uppalinn á Þing- narins og væri þetta í þriðja
Síldaraflirrn nálgast
milijón mál og tunnur
í SKÝRSLU Fiskifélags íslands
um síldyeiðarnar í sl. viku segir
meðal annars:
Framan af vikunni var ekki
veiðiveður. Um miðja vikuna
lægði veðrið austanl. og fengu
skip allgóða veiði úti fyrir Aust-
fjörðum í tvo sólarhringa',' en á
föstudag spilltist veður aftur. —
Verksmiðjur austanlands önnuðu
hvergi nærri móttöku þeirrar
síldar, sem þeim barst og urðu
skip að bíða dögum saman eftir
löndun. Þegar ekki var veiði-
veður úti fyrir Austfjörðum,
reyndu skip fyrir sér inni á
Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og
fengu nokkur skip þar afla. Var
hér um smásíld að ræða, sem var
dálítið blönduð stórsíld. Engin
síldveiði var fyrir Norðurlandi,
nema lítilsháttar reknetjaveiði á
Húnaflóa.
Alls var landað í sl. viku
114.566 málum og tunnum. Þess
ber þó að gæta að nokkur h’.uti
þessa afla var frá vikunni næstu
á undan og sömuleiðis var allur
afli sl. viku ekki kominn á land
sl. laugardag. Á miðnætti laug-
ardaginn 15. ágúst var síldarafl-
inn sem hér segir:
í salt 201,204 uppsaltaðar tunn-
ur, í bræðslu 730,601 mál, í fryst-
ingu 17,430 uppmældar tunnur,
eða samtals mál og tunnur
949,235. Afli á sama tíma 1958
var 497,851 mál og tunnur og
661.567 árið 1957.
Síldarskýrslan er á bls 2.
skipti sem hann hefði séð hana
snjólausa. Hann hvað hana einn-
ig hafa orðið snjólausa sumarið
1939 sem var hlýtt og gott sum-
ar svo og 18. eða 19. ágúst 1954,
en það sumar var einnig mjög
gott.
Við spurðum Steingrím hvenær
hann hefði fyrst veitt, því eftir-
tekt nú í sumar að alla snjóa
hefði leyst af Esjunni og sagði
hann að það hefði verið á sunnu-
daginn var: — Ég man aldrei eft-
ir að hafa séð hana eins snjó-
létta og síðastliðinn vetur, bætti
hann við, og hélt að hún yrði snjó
laus í byrjun sumars, en það varð
ekki vegna kuldanna
Þegar Steingrimur var epurður
að því hvort honum fyndist Esja
fegurri snjólaus eða með hvítum
skellum, þá svaraði hann að sér
fyndist hún alltaf jöfnfögur.
Bjarni Bene-
diktsson fer
utan í sumarleyf i
BJARNI Benediktsson rits.'jóri
fór í gær ásamt konu sinni til
Glasgow, þar sem þau halda um
borð í Dettifoss og fara með skip-
inu í næstu ferð þess á ýmsar
hafnir í Evrópu.
Bjarni Benediktsson mun verða
fjarverandi um þriggja vikna
ske1*'
iVísitalan óbreytl|
KAUPLAGSNEFND ’hefur
reiknað vísitölu framfærslukostn
aðar í Reykjavík 1. ágúst 1959
og reyndist hún vera 100 stig
Samkvæmt ákvæðum 6. gr.
laga nr. 1/1959, um niðurfærslu
verðlags og launa, er kaup-
greiðsluvísitala • tímabilsins 1.
september til 30. nóvember 1959
100 stig eða óbreytt frá því, sem
er á tímabilinu maí til ágúst 1959
Hermaður þessi er þrátt fyrir
hálfsmánaðar fjarvist ekki talinn
liðhlaupi. Hann er talinn vera ut.
an herþjónustu án leyfis og er
heimilt að beita vægum agaviður
lögum fyrir slíkt brot.
f gærkvöldi kom ungur piltur á
lögreglustöðina og skýrði frá því
að hann hefði séð umræddan her
mann á ferli í Miðbænum. Brugðu
lögreglumenn þegar við og héldu
á vettvang, en þá sást hvorki
tangur né tetur af manninum.
Fjölsótt héra&smóf Sjálf-
sfœ&ismanna á Hólmavík
og í Borgartir&i
CM SÍÐUSTU HELGI voru haldin tvö héraðsmót Sjálfstæðis-
manna. Voru þau á Hólmavík og í Hafnarskógi í Borgarfjarðar-
sýslu. Bæði voru þessi héraðsmót mjög fjölsótt. Héraðsmótið á
Hólmavík sóttu yfir 300 manns víðs vegar að úr sýslunni. Héraðs-
mótið í Borgarfjarðarsýslu sóttu um 600 manns úr öllum héruð-
unum á Vesturlandi, allt vestan úr Dalasýslu. Fóru bæði mótin hið
bezta fram og sýndu mikinn áhuga fólksins fyrir vaxandi gengi
Sjálfstæðisflokksins.
Héraðsmótið á Hólmavík var
haldið á laugardagskvöld og hófst
kl. 9 síðdegis. Kristján Jónsson
á Hómavík setti mótið og stjórn-
aði því. Ræður fluttu Sigurður
Bjarnason alþm. frá Vigur og
Ragnar Lárusson, forstjóri. —
Ræddu þeir bæði héraðsmál og
stjórnmálin almennt og var ræð
um þeirra ágætlega tekið.
Skemmtiatriði önnuðust leikar-
arnir Bessi Bjarnason, Knútur
Magnússon og Steindór Hjörleifs-
son. Að lokum var dansað.
í Hafnarskógi.
Héraðsmótið í Hafnarskógi að
Ölver hófst á sunnudaginn kl. 5
síðdegis. Jón Ben. Ásmundsson
setti mótið og stjórnaði því. Ræð
ur fluttu alþingismennirnir Sig-
urður Bjarnason frá Vigur og
Jón Árnason, þingmaður (Borg-
firðinga.
Skemmtiatriði önnuðust Guð-
mundur Jónsson óperusöngvari
með undirl. Fritz Weishappel og
Brynjólfur Jóhannesson leikari.
Var bæði ræðumönnum og lista-
mönnum ágætlega fagnað. Um
kvöldið var síðan dansleikur.
Andrés Björnsson dag-
skrárstjóri útvarpsins
FRÁ síðustu mánaðamótum að
telja hefur Andrés Björnsson,
kand. mag. verið skipaður dag-
skrárstjóri útvarpsins, en í því
embætti felst einnig starf skrif-
stofustjóra útvarpsráðs.
Andrés Björnsson hefur starfað
hjá útvarpinu frá 1944, eða í 15
ár. Hann er vinsæll útvarpsmað-
ur og upplestur hans rómaður.