Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 6
6 MORVTJlVnT, AÐTÐ Sunnudagur 30. ágúst 1959 Ögurkirkja 100 ara Að lokinni guðsþjónustu mun Kristján Jónsson frá Garðstöðum rekja sögu kirkjunnar. Afmælisins minnzf með háfíða- guðsþjónusfu í dag KIRKJAN í Ögri viS ísafjarðardjúp á í dag 100 ára afmæli. Er þess minnzt með hátíðaguðsþjónustu í kirkjunni og prédikar séra Jón Auðuns, dómprófastur. Kirkjan í Ögri, sem er allstór timburkirkja var reist árið 1859 Ml hjónunum Þuríði Þiðriksdóttur og Hafliða Halldórssyni. Er hún hið stæðilegasta guðshús og mun á sínum tíma hafa verið meðal stærstu sveitakirkna á íslandi. En áður var torfkirkja í Ögri. — Séra Daníel Jónsson var prest- ur í Ögurþingum árið 1859. Meðal presta er þjónað hafa Ögurkirkju síðan eru séra Jón Bjarnason, séra Páll Sívertsen, séra Sigurð- ur Stefánsson í Vigur, sem var prestur í Ögurþingum árin 1881— 1924, séra Óli Ketilsson, séra Magnús Guðmundsson og séra Rögnvaldur Jónsson, sem lét af prestskap í ögurþingum fyrir skömmu. Er Ögurkirkju nú þjón- að af prófasti Norður-ísafjarðar- sýsluprófastsdæmis, séra Sigurði Kristjánssyni á ísafirði. í dag eru 105 ár liðin frá fæð- ingu Sigurðar Stefánssonar. Af öðrum prestum sem þjónað hafa Ögurkirkju um skeið, má nefna séra Sigurgeir Sigurðsson síðar biskup, er var prófastur á fsa- firði og séra Þorstein Jóhannes- son í Vatnsfirði, er einnig var lengi prófastur Norður-ísafjarðar sýsluprófastsdæmi Ögurkirkjan hefur undanfarið verið máluð utan og innan. Einn- ig hafa kirkjunni borizt ýmsar gjafir í tilefni af 100 ára afmæli hennar. Er gert ráð fyrir að marg ir verði við messu á hinu forna höfuðbóli að Ögri í dag. Þing Kvenfélaga- samLandsins sett á morgun Á MORGUN, ménudag, hefst í Reykjavík þing Kvenfélagasam- bands íslands. Sitja þingið um 40 fulltrúar frá kvenfélagasam- böndum landsins og stendur það í fjóra daga. Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir verður viðstödd setningu þingsins. Setningarathöfnin hefst með guðsþjónustu í Oddfellowhúsinu kl. 10,30 og annast sr. Óskar Þor- láksson hana. Að því loknu flyt- ur Guðrún Pétursdóttir, form. Kvenfélagasambandsins, ávarp. Þá verða fluttar skýrslur og rædd störf sambandsin^. Kl. 5 talar Hákon Guðmundsson, hæstarétt- arritari, um heimilisskrúðgarða. Þinginu heldur svo áfram á þriðjudagsmorgun. Þá flytur Steinunn Ingimundardóttir, hús- mæðraráðunautur sambandsins, erindi, og síðari hluta dags verð- ur skýrsla frá milliþinganefnd um orlofsfé húsmæðra. skrifar úr daglega lífinu Oft meiri ástæða til að kvarta. ÞÁ er síldin sennilega að hugsa um að fara að yfirgefa okk- ur. Ekki þori ég að kasta á hana kveðju, eins og eitt dagblaðið hér í bæ gerði um daginn, þegar síldin var komin 70 mílur austur fyrir land og haldið var að nú væri hún alveg að hverfa frá landinu. Varla hafði blaðið birt mynd af henni og prentað stórum stöfum „Vertu sæl, elskan, og komdu næsta ár“, fyrr en síldin var snúin við og komin um 30 mílum nær landi aftur. Enginn getur reiknað út upp á hverju síldin kann að taka. Hún bara fer sínu fram og gefur okkur langt nef. í sumar lét hún svo lítið að stanza hjá okkur lengur en í mörg sumur áður, en helminginn af tímanum hélt hún sig við Austurlandið, þar sem ekki er viðbúnaður til ið taka á móti henni í stórum stxl. Stór. verksmiðjurnar fyrir norð- an héldu áfram að standa auðar mikinn hluta sumars, og mann- skapurinn þar að ganga um auð- um höndum. Við megum kannski bara þakka fyrir að hún skyldi ekki koma að Vestfjörðunum, í nánd við verksmiðjurnar, sem lagðar voru niður fyrir mörgum árum. En hvað um það, síldaraflirvn er oröixui ágætur, og margir koma nú heim af síldinni með góðan skilding í vasanum. Um síðustu helgi var aflinn orðinn 200 milljónir og vinnulaunin komin nálægt 130 milljór.um. Það hefur oft verið meiri ástæða til að kvarta. Vatnl veitt yfir koll vegfarenda. ONA nokkur hringdi til Val- vakanda fyrir nokkrum dög- um. ún hafði farið í Austurbæj- arbíó með manninum sínum á 9 sýningu. En þegar þau hjónin komu út, var komin úrhéllis- rigning, eins og æði oft kemur fyrir hér í Reykjavík. Hjónin hröðuðu sér niður Lauga veginn, ásamt fjöldamörgum öðr um vegfarendum. En leiðin vai ;-kki greið. Þáð bunaði úr renn unum á mörgum húsunum ofan á þá, sem um götuna gengu, svo fólkið varð annað hvort að hörfa út á götuna, út í umferðina, eða láta sig hafa það, að ganga í steypibað. Þeir, sem tóku seinni kostinn, voru æði illa útleiknir er niður á torg kom. Hvernig er það, er ekki hægt að skylda húseigendur til að hafa heilar þakrennur á húsum sínum við fjölfarnar götur? „Frelsi þitt endar, þar sem nefið á mér byrj- ar“, sagði maðurinn, þegar veg- farandi sveiflaði stafnum sínum í xxefið á honum, og taldi sig sv< frjálsan að því að sveifla sínum eigin staf út á götu. Sama er að segja í þessu tilfelli.Lóð húseig- andans nær aðeins út að götu.i.ri og hann hefir ekki rétt til að veita vatni út yfir kollinn á vegfar- endum, sem þar er ætlaður stað- ur. Tæknilegt rit. ÆKNIN skipar sífellt meira rúm í okkar þjóðfélagi og ál.ugi manna fyrir vísindum og tækni fer sívaxandi. Einu sinni kvartaði ungur maður yfir því í dálkum Velvakana, að hér vantaði alveg sæmilegt rit um tækni, fyrir þá, sem ekki skilja erlend tungumál, ekki sízt þar sem útskýringar á tæknilegum hlutum eru oft fullerfiðar þó kunnáttuleysi í málinu bætist ekki við. Nú hefur þessi sami maðiT komið að máli við Velvakanda og skýrt frá því, að um skeið hafi hann lesið „Flugmál og tæk..i“, j sé hann harðánægð .r með það. Það sé einmitt þess háttar rit, sem hann átti við, er kvörtun hans birtist. Þar séu oft fróðlegar greinar um bíla og flug vélar og alls kyns nýjungar. Vildi hann ekki láta undir höfuð leggj ast að lýsa yfir ánægju sinni með það, ekki síður en óánægju sinni, er ekkert slíkt rit var tiL — Laos Frh. af bls. 3. Krúsjeff fyrir það að fara til Bandaríkjanna eða þeir óttist samninga milli Rússa og Banda- ríkjanna, sem yrðu á kostnað Kinverja. Þessar hugmyndir um sjálf- stæði Kínverja gagnvart Rússum virðast þó ólíklegar, þegar betur er að gáð. Kína er í rauninni ekkert stórveldi, þrátt fyrir alla mannmergðina. Það er fátækt og máttlaust og algerlega háð Rúss- um með iðnaðarvörur, vélar og hergögn. Kínverjar eiga í mikl- um erfiðleikum um þessar mundir, vegna þess, hve ógæfu- samlega hefur tekizt með stofn- un hinna svonefndu kommúna. Skortur er á matvælum og öllum nauðsynjum, eftir þær misheppn uðu þjóðfélagstilraunir og gjald- eyrisöflun af útflutningsafurð- um hefur skyndilega þorrið. Kín verjar hafa því aldrei verið verr undir það búnir en einmitt nú að hefja styrjöld, en ef innrás- inni í Laos verður haldið áfram mun henni verða veitt öflug mótspyrna þegar fram í sækir og ekki óeðlilegt að nágrannaríki Lí.os og jafnvel 3andaríkin komi stjórninni þar til aðstoðar. Þess vegna er miklu líklegra, að það séu einmitt Rússar sem standa að baki stríði því sem nú er á byrjunarstigi í Laos. Það var Ijóst að þeir stóðu þétt að baki Kínverjum, þegar skothríð- in var hafin á s.l. ári á Quemoy- eyju og þegar Kínverjar bældu niður uppreisnina í Tíbet, fóru rússneskar hersveitir frá Síberíu inn í vesturhluta landsins. Öll hergögn sem notuð eru í þessum nýja skæruhernaði koma sem fyrr frá Rússum. Enn sem fyrr er það sjálfur Krúsjeff sem er kcngulóin í netinu og hefur alla þræðina í hendi sér — getur kippt í þá, hvenær sem honum þóknast. Þeir, sem þannig líta á málin, telja það ekkert óvenjulegt, þótt Rússar stofni til óróa í Asíu, meðan þeir boða samningsfýsi í málefnum Evrópu. Slíkt hefur upphafi, sambland af blíðmælgi upphafi, sambland af blíðmælgi og hótunum, árás á einum stað til að draga athyglina frá öðrum. Borgarastyrjöld í I.ao5 Eins og árásarríki gera venju- lega hafa kommúnistar nú valið sér að fórnarlambi það ríkið sem er veikast og varnarminnst. Laos er lítt þróað háfjalla- og frum- skógaríki með litlum samgöng- um og ófullkomnu stjórnvaldi. Um langt árabil hafa sundrung og erjur ráðið í stjórnmálalífi landsins. Það hefur lítinn og ófull kominn her og má heita varnar- laust gegn skæruliðahernaði kom múnista, sem lengi hefur staðið í nyrztu héruðunum. Laos er um 230 þúsund fer- kílómetrar að stærð og íbúatala þess áætluð um iy2 milljón. — Löngum hefur það verið konungs ríki er konungurinn nú gam- all og farinn maður. Laos var hluti af lendum Frakka í Indó- Kína og var einangraðasti hluti þeirra. Það nær hvergi að sjó, en stórfljótið Mekong rennur um það og er helzta flutningaæðin um landið. Á láglendinu við Me- kong býr meginhluti íbúanr.a og eru þeir skyldir íbúum Síams. Aðalfundur stétt- arsambands bænda 7.--0* sept. DACANA 7.—8. september verð- ur aðalfundur stéttarsamands bænda haldinn að Bjarkarlundi í Barðastrandarsýslu. 47 full- trúar eiga sæti á fudinum, en auk þeirra munu stjórn, starfs- men í og gestir sitja hann, alls um 70 manns. Helztu mál á dag- skrá verða verðlagsmál land- búnaðarins, kaupgjaldsmál og al- menn félagsmál. Formaður Stétt arsambands bænda er Sverrir Gíslason. En í hálendinu og hinum miklu frumskógum búa ótal frumstæð ir ættflokkar. Einmitt þar, við landamæri Viet-Nam og Kína haf ast skæruliðar kommúnista við og hefur veikum ríkistjórnum landsins reynzt um megn að uppræta þá. Þegar samið var um vopnahlé í Indó-Kína 1954, var ákveðið að Laos skyldi vera sjálfstætt, hlut- laust ríki. Var þá litið svo á, að skæruliðar kommúnista hefðu á valdi sínu tvö nyrztu héruð L&os sem nefnast Phong Saly og Sam Neua eftir samnefndum að- albæjum þeirra. Var vopnahló samið á þeim grundvelli, að kom- múnistar héldu þeim. Skipuð var vopnahlésnefnd sem í áttu sæti fulltrúar frá Kanada, Ind- landi og Póllandi. Nokkur óá- nægja ríkti með starf hennar, þar sem pólski fulltrúinn notaði aðstöðu sína til að styrkja undir- róðursstarfsemi kommúnista 1 landinu. Árið 1957 gerðu stjórn landsins og kommúnistar þann samning að kommúnistar skyldu leggja nið- ur vopn og hersveitir þeirra ganga inn í stjórnarherinn. — Á móti þessu skyldi helzti foringi kommúnista Souphannouvong prins fá sæti í ríkisstjórninni. Savannakone kemur til sögunnar Þetta samkomulag hefur nú verið rofið og ber deiluaðiljum ekki saman um, hver á sök á þvL Það mun hafa verið ætlun kom- múnista með samkomulaginu að reyna að ná völdum i landinu eftir stjórnskipulegum leiðum. í ófullkomnum kosningum, sem fram fóru kom í ljós að milli 30 og 40% þjóðarinnar fylgdi þeim að málum. En afleiðingin af því varð aftur sú, að hin andkom- múnísku öfl í landinu sameinuð- ust og við völdunum tók harð- skeyttur og bráðduglegur maður að nafni Savannakone. Eftir valdatöku hans og eink um og sér í lagi eftir atburðina í Tíbet, sem hafa snúið Búddha- tríar þjóð Laos gegn kommún- istum hafa þeir aftúr misst von- ina um að geta náð völdum með stjórnskipulegum aðferðum. Það var eitt af fyrstu verkum hins nýja forsætisráðherra að láta leggja niður vopnahlésnefnd ina, þar sem vopnahlcsastandi væri aflýst með samkon.ulaginu frá 1957. Hann gerði og ráðstaf- anir til að hindra að kommún- istahersveitirnar, sem teknar voru inn í herinn, gætu rekið skemmdarstarfsemi i honum og þegar þær snerust á móti þeim aðgerðum, svaraði hann með því að lýsa því yfir að þar með hefðu kommúnistar rofið samkomulag- ið og það væri úr sögunni. Árekstrarnir eru því í sjálfu sér aðeins nýr þáttur í langri borgarastyrjöld í Laos og bein afleiðing þess, að kommúnistar kcmu ekki vilja sínum fram en mættu sterkri mótspyrnu. — En hitt er alvarlegra, að öfl utan ríkisins hafa hönd í bagga með þessum málum. Þótt samgönguleysl valdi því að fréttir af atburðunum í Laos eru óljósar, er enginn vafi á því, að alvop.iaður inn- rásarher hefur ráðizt inn yfir landamærin frá kommúnista- ríkinu Norður-Vietnam. Að áiiti fróðustu manna eru um 5000 hermenn í innrásarliðinu. Mest megnis eru þeir I.aos- menn að upprur.a, sem hafa fengið vopn og l.ernaðarþjáif- un í Norður Vietnam. Einnig eru öruggar fréttir af því að 174. hersveit Norður Vietnam hafi tekið sér stöðu skammt vestur af bænum Sam Neua í Laos. Árekstrarnir í Laos hafa enn verið í smáum stil, enda er landið á þessum slóðum mjög torvelt yfirferðar og regntími hafinn. Engra úrslita bardaga er að vænta á næst- unni. En ekki er hægt að líta fram hjá því, að atburðirnir eru í eðli sínu innrás í sjálf- stætt ríki og er að vænta að það fái stuðning írú öðrum ná- grannarikjum sínum og jafn vel frá Bandaríkjunum, ef sjálfstæði þess verðui aukin hætta búin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.