Morgunblaðið - 30.08.1959, Qupperneq 11
Sunnudaerur 30 aeust 1959
MORCTlNBLAfllÐ
11
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard- 29. águst
761 nýbýli sl. 12 ár
Þegar farið er um íslenzkar
sveitir í dag verður það ekki
aðeins ljóst, að jarðir hafa ver-
ið byggðar upp og ræktun þeirra
stóraukin, heldur hefur fjöldi
nýrra býla risið víðs vegar um
land. Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið fékk hjá Pálma Ein-
arssyni landnámsstjóra fyrir
skömmu hefur síðastliðin 12 ár
verið samþykkt að stofna sam-
tals 761 nýbýli. Af þessum býl-
um eru 630 hrein nýbýli en 131
býli eru endurbyggð á eyðijörð-
um.
Þá hafa 65 eldri bæir verið
færðir til betri skilyrða innan
landareignar hlutaðeigandi
bónda.
í árslok 1957 voru 564 af fyrr-
greindum 761 nýbýlum komin í
fullan búrekstur. Höfðu þá ver-
ið ræktaðir á þessum býlum 3630
hektarar. Meðalræktun á býli
verður þannig um 7 hektarar.
Á árinu 1958 bættust svo við 100
nýbýli, sem nú eru nokkurn veg-
inn komin í fullan búrekstur. Á
árinu 1957 voru á þessum 564
býlum samtals 2856 mjólkandi
kýr eða 6,85 fullmjólkandi kýr
á býli. Ennfremur áttu ábúendur
býlanna á því sama ári 54362
kindur, eða að meðaltali 109 á
býii.
Á árunum 1958 og 1959 hefur
bætzt töluvert við þennan bú-
stofn nýbýlabændanna.
1 fardögum á þessu ári voru
þannig um 640 fullbyggð nýbýli
í landinu. Á árinu 1958 voru
samþykkt um 70 nýbýli, 9 upp-
byggingar á eyðijörðum og 9
bæj artilfærslur til betri búnað-
arskilyrða.
Á árinu 1959 er búið að sam-
þykkja aðstoð við um 50 ný ný-
býli en óafgreiddar eru 50—60
umsóknir um aðstoð við nýbýli.
í öllum
landshlutum
Nýbýlin sem reist hafa ver-
ið síðastliðin 12 ár eru í öll-
um sýslum og landshlutum.
Landnám ríkisins og nýbýla-
stjórn hafa forystu um stjórn
nýbýlamála. Formaður ný-
býlastjórnarinnar er Jón
Pálmason bóndi á Akri, fyrr-
verandi alþingisforseti. Land-
námsstjóri er eins og kunnugt
er hinn þekkti búnaðarfröm-
uður Pálml Einarsson.
Skortur á lánsfé torveldar ný-
býlamyndanir verulega. En mik-
ill áhugi ríkir meðal ungs fólks
í sveitum landsins fyrir nýju
landnámi og uppbyggingu nýrra
býla. Hátt á fjórða þúsund
manna munu nú búa á þeim ný-
býlum, sem reist hafa verið sl.
12 ár.
Nýbýlalöggjöfiu
Fyrsta löggjöfin sem sett var
um nýbýlamyndanir er frá ár-
inu 1936. En á árinu 1946 hafði
Pétur heitinn Magnúss'on og ný-
sköpunarstjórnin forustu um
nýja löggjöf á þessu sviði. Kom
hún til framkvæmda á árinu 1947
og hefur síðan verið byggt á
grundvelli hennar í þessum mál-
um. Þessi löggjöf var síðan end-
urskoðuð á árinu 1957.
Brýna nauðsyn ber til þess að
haldið verði áfram stuðningi við
uppbyggingu nýbýla í landinu.
Margt ungt fólk í sveitum lands-
ins, sem hefur áhuga fyrir að
hefja búskap, brestur til þess
alla möguleika sökum fjárskorts.
Enda þótt lán séu veitt til bygg-'
ingar íbúðar- og fénaðarhúsa er
— Hátt á fjórða þúsund
nýbýlafólks.
yfirleitt ekki hægt að fá lánsfé
til bústofns- og vélakaupa. Veð-
deild Búnaðarbankans er einnig
févana og jarðakaup ungra
manna því miklum erfiðleikum
bundin.
En hið nýja landnám í is-
lenzkum sveitum verður að
halda áfram. Góð framleiðslu-
skilyrði verður að hagnýta
sem víðast á landinu. Það er
ekki aðeins hagsmunamál
sveitanna og þess fólks, sem
þar býr heldur þjóðarinnar
allrar.
Endurnýjun
togaraflotans
Eins og kunnugt er lofaði
vinstri stjórnin því að láta
byggja 15 nýja togara. Voru sett
um þetta lög og ríkisstjórninni
heimilað að veita þeim, sem hin
nýju skip keyptu ákveðinn stuðn
ing, sem var með svipuðum
hætti og sá stuðningur, er veitt-
ur var þegar nýsköpunartogar-
arnir voru smíðaðir og fluttir til
landsins. En vinstri stjórnin
sveik þetta fyrirheit sitt eins og
flest önnur. Enda þótt Lúðvík
Jósefsson lýsti því yfir hvað
eftir annað, að sendiboðar hans
væru farnir utan til þess að
semja um lántökur og smíði
hinna 15 nýju togara þá kom
aldrei einn einasti þeirra til
landsins. Vinstri stjórnin fékk
aldrei lán til þess að unnt væri
að ráðast í ráðgerða endurnýj-
un togaraflotans.
Á sjómannadaginn í sumar
lýsti núverandi forsætisráðherra
því yfir, að ríkisstjórnin hyggðist
beita sér fyrir því, og hefði haft
samráð um það við Seðlabank-
ann að veitt yrðu á yfirstandandi
ári og næsta ári innflutnings-
og gjaldeyrisleyfi fyrir allt að
8 nýjum togurum. Síðar var það
upplýst á Alþingi, að ekki hefði
ennþá verið gengið frá lántökum
vegna þessara skipakaupa en inn-
flutningsleyfi munu hafa verið
veitt fyrir fjórum togurum á
þessu ári.
4-5 skip á ári
Um það þarf ekki að fara í
neinar grafgötur að nauðsyn ber
til þess að endurnýja togaraflota
landsmanna. Skipin sem keypt
voru fyrir forgöngu nýsköpunar-
stjórnarinnar á sínum tíma eru
sum tekin að ganga úr sér, og
ýmsar breytingar hafa gerzt í
smíði togara síðastliðinn áratug.
Eðlilegast og skynsamlegast væri
að íslendingar endurnýjuðu tog-
araflota sinn smám saman með
því að láta byggja til dæmis 4
—5 skip á ári nokkur næstu ár-
in. Mun óhætt að fullyrða að
unnt muni nú vera að útvega
erlent lánsfé til þessara skipa-
kaupa.
Það verður eitt af hlutverk-
um nýrrar ríkisstjórnar í
landinu að beita sér fyrir
endurnýjun togaraflotans. —
Togararnir eru ennþá stór-
virkustu framleiðslutæki okk-
ar og til þess ber brýna nauð-
syn að við fylgjumst með
nýjungum, sem stöðugt ger-
ast á sviði fiskiskipabygg-
inga og veiðitækni.
Svartsýni Fram-
sóknar á framtíð
sveitanna
Framsóknarmenn halda því
fram, að þeir hafi haft forystu
um allt er til heilla horfir fyrir
íslenzkar sveitir og landbúnað.
Er það vitanlega hið mesta rang-
hermi. Stefna Framsóknar í
landbúnaðarmálum hefur oft mót
azt af furðulegri þr,öngsýni og
afturhaldi. Kom það meðal ann-
ars greinilega í ljós þegar fyrsta
frumvarpið var flutt um raf-
væðingu sveitanna, fyrir frum-
kvæði þeirra Jóns Þorlákssonar
og Jóns á Reynistað. Þá snerust
Framsóknarmenn gegn þeirri til-
lögu og formaður Framsóknar-
flokksins lýsti því yfir, að hag-
nýting vatnsaflsins í þágu strjál-
býlisins myndi „setja landið á
hausinn“!!
Þegar Sjálfstæðismenn beittu
sér fyrir fyrstu virkjun Sogsins
og fluttu frumvarp um það á Al-
þingi árið 1931 rauf Framsókn-
arflokkurinn þingið til þess að
forða þeim voða, sem af því
leiddi ef ráðist yrði í slíka stór-
virkjun, í senn fyrir höfuðborg-
ina og þéttbýlustu sveitir lands-
ins. „Tíminn“ kallaði þá fyrir-
hugaða virkjun Sogsins „samsæri
andstæðinga Framsóknarflokks-
ins“.
Sem betur fer hafa Framsókn-
armenn nú snúið frá þessari
villu sinni, og árið 1953 tóku
þeir þátt í því með Sjálfstæðis-
flokknum að gera djarfhuga
framkvæmdaáætlun um rafvæð-
ingu sveitanna á næstu tiu árum.
En alltaf öðru hverju
gloppast upp úi Framsókn-
armönnum uraraæli, sem sýna
ótrúlega svartsýni þeirra á
framtíð sveitanna. Það vakti
til dæmis mikla athygli þeg-
ar skólastjóri búnaðarskólans
á Hólum, sem var einn af
frambjóðendum Framsóknar-
flokksins í Skagafirði í sið-
ustu kosningum, lýsti því yfir
á fundi á Sauðárkróki sl. vor
að hann væri þess fullviss að
fólki í Skagaf jarðar- og Húna
vatnssýslum mundi fækka
stórkostlega á næstu árum.
Rakalaus hrakspá
Þessi hrakspá Framsóknar-
frambjóðandans í Skagafirði á
ekki við nein rök að styðjast.
Fólki hefur farið fjölgandi í öll-
um þessum héruðum á undan-
förnum árum. Þar hafa verið
unnin stórvirki í ræktunarmál-
um og mikill fjöldi bænda hef-
ur byggt upp á jörðum sínum
glæsileg íbúðar- og peningshús.
Allt bendir þess vegna til þess
að fólki muni halda áfram að
fjölga í þessum héruðum á næstu
árum, að minnsta kosti ef sæmi-
lega verður að landbúnaðinum
búið.
Yfirleitt má gera ráð fyrir því
að fólki taki á næstunni heldur
að fjölga í sveitum landsins. Eins
og getið er um hér að ofan er
nú á ári hverju byggður fjöldi
nýbýla, og víðsvegar um land
hefur aðstaða til búnaðar batn-
að svo mjög, að ástæða er til
þess að ætla að vaxandi áhuga
gæti meðal ungs fólks fyrir land-
búnaðarstörfum.
Svartsýni Framsóknarflokks-
ins á framtíð landbúnaðarins er
þess vegna ástæðulaus. Þessi
gamli undirstöðu-atvinnuvegur
þjóðarinnar er að hefjast til nýs
vegs meðal íslendinga eftir að
tæknin var tekin í þjónustu hans
og almennari skilningur skapað-
ist á því að fólkið í strjálbýl-
inu verður að búa við sambæri-
leg lífskjör og það fólk, sem
byggir béttbýlið og hina stærstu
kaupstaði.
Hvorki vinstri-
flokkur né milli-
flokkur
I áratugi hafa Framsóknar-
menn haldið því fram að flokk-
ur þeirra gegni fyrst og fremst
hlutverki „milli-flokks“ í ís-
lenzkum stjórnmálum. Hann
ætti að berjast gegn öfgunum til
hægri og vinstri. En á síðasta
Alþingi lýsti einn af þingmönn-
um flokksins því yfir, að á þessu
hefði orðið mikil breyting. Nú
væri svo komið að Framsóknar-
flokkurinn sé „hinn eini sanni
vinstri flokkur“.
Samkvæmt yfirlýsingum for
ystumannna Framsóknar-
flokksins er hann sem sagt
ekki lengur „milli flokkur"
heldur „vinstri flokkur“. —
Jafnhliða því sem Ieiðtogar
flokksins lýsa þessu yfir gera
S Nokkur nýbýli, sem reist J
i hafa verið á undanförnum ár- >
• um, talið frá vinstrir Kvistir, Í
i Hlíðartunga, Lambhagi og •
i Nautaflatir, öll í nýbýlahverf- j
■ inu í Ölfusi í Árnessýslu. 1
S Lengst til hægri er nýbýlið ■
i Höfðabrekka við Lindar- \
• brekku í Kelduhverfi i Norð- \
S ur-Þingeyjarsýslu.
þeir hinum sósíalisku flokk-
um það kostaboð að ganga,
helzt í heilu lagi, í Fram-
sóknarf lokkinn!
Eftir er nú að sjá, hvernig
kommúnistar og Alþýðuflokks-
menn taka þessu tilboði Fram-
sóknarmanna. En athyglisvert er
það, hvernig stjórnarsamvinnan
í vinstri stjórninni hefur leikið
þessa tvo flokka, sem kenna sig
báðir við verkalýðinn. Báðir
þessir flokkar hafa stórtapað
fylgi vegna stjórnarsamvinnu
sinnar við Framsóknarflokkinn.
Kom þetta greinilega fram, bæði
í bæjarstjórnarkosningunum,
sem fram fóru veturinn 1958 og
í alþingiskosningunum í sumar.
Hafa kommúnistar aldrei tapað
eins stórlega fylgi og í þessum
kosningum.
í þessum staðreyndum felast
merkilegir lærdómar, sem þessir
flokkar geta dregið af þýðingar-
miklar ályktanir. Samvinna
„verkalýðsflokka" við Fram-
sóknarflokkinn leiðir ævinlega
til ófarnaðar fyrir þá. Það sýn-
ir reynsla Alþýðuflokksins á ár-
unum 1934—1938 og reynsla
kommúnista og Alþýðuflokksins
í hinni síðari vinstri stjórn Her-
manns Jónassonar. Verkalýður-
inn í landinu vantreystir Fram-
sóknarflokknum. Fólkið veit, að
Framsóknarflokkurinn er ekki
venjulegur stjórnmálaflokkur
heldur hentistefnuflokkur, sem
allt miðar við pólitíska klíku-
hagsmuni sína, en lætur sér
hagsmuni almennings í léttu
rúmi liggja. Engin stjórn hefur
verið íslenzkum launþegum
jafn þung í skauti og vinstri
stjórnin. Hún lagði gífurlegar
nýjar skatta- og tollabyrðar á
almenning, rýrði kaupmátt launa
en skaraði á óskammfeilinn hátt
eld að köku fégírugs auðhrings.
Þetta er reynsla almenn-
ings af vinstri stjórninni, og
það sætir vissulega engri
furðu þótt þeir flokkar tapi
fylgi og trausti meðal fólks-
ins, sem studdu Framsóknar-
flokkinn til forystu í þessari
lánlausustu stjórn, sem hér
hefur farið með völd.
En þegar þannig er komið að
samvinna verkalýðsflokkanna
við Framsóknarflokkinn er búin
að firra þá fylgi og trausti, þá
lýsa leiðtogar Framsóknarflokks-
ins því yfir, að Alþýðuflokkur-
inn og kommúnistaflokkurinn
eigi í raun og veru einskis ann-
ars úrkosta en að ganga hrein-
lega í Framsóknarflokkinn. —
Þannig er hugsunarháttur Tíma-
liðsins. Það reynir í lengstu lög
að nota verkalýðsflokkana sem
skóþurrkur og aðstoðarmenn til
alls konar •glapræðis og óhappa-
verka gagnvart almenningi. Síð-
an kenna þeir samstarfsmönnun-
um um allt það sem miður hef-
ur farið og bjóðast til þess að
gleypa þá, í þakkarskyni!!