Morgunblaðið - 02.09.1959, Qupperneq 3
MiðviKudagur 2. sepf. 1959
monr.rnvifrTTHÐ
3
Frönsk
sönakona
í síld
á íslandi
— Orkti hér frönsk
Ijóð og samdi lög
Neskaupstað, 28. ágúst.
í SUMAR hefur verið mikil txm-
ferð aðkomufólks í Neskaupstað.
Hefur það komið úr öllum lands-
hlutum og ýmsum heimsólfum.
Framandlegust voru þau e.t.v.
Marie Claire Pichaud og félagar
hennar, þau Anne Marie og Bern-
hard. Stúlkurnar eru frá París,
en hann frá Ástralíu.
Fréttaritari blaðsins átti stutt
samtal við Marie Claire Pichaud,
en hún er allt í senn: ljóðskáld,
tónskáld og söngmær. Og í sum-
ai hefur hún tekið lítilsháttar
þátt í einu af stóru ævintýrum
heimsins — íslenzka síldarævin-
týrinu. Hún hefur nefnilega tek-
ið þátt í síldarsöltun hér í Nes-
kaupstað undanfarið.
Fædd í Champagne —
stúdent frá Sorbonne
Marie Claire er 24 ára gömul.
Hún er fædd í héraðinu Cham-
pagne í Frakklandi — þar sem
kampavínið er framleitt og við
kennt — í bænum Chalons-sur-
Marne. En síðustu 6 árin hefur
hún átt heima í bænum, sem
mest er drukkið. af kampavíninu
— París. Var hún í 3 ár stúdent
í heimspekideild Sorbonne-há-
skólans — Svartaskóla Sæmund-
ar — og lauk þaðan prófi.
Semur ljóð og lög
og syngur sjálf
Síðan sneri hún sér að sön
og ljóðlistinni. Hún hefur að visu
aldrei lært neitt í tónfræðum í
skólum, en hefur ætið verið mik-
ið gefin fyrir tónlist. Nú hefur
hún skapað sér álit á þessu sviði
með starfi sínu. Hún yrkir ljóð
og semur síðan við'þau lög. Og
loks syngur hún þau sjálf — bæði
á kabarettum í Paris og hljóm-
leikasölum utan höfuðborgarinn-
ar. Henni finnst ljóðin vera aðal-
atriðið í list sinni.
Marie Claire helgar list sína
SIAKSTEINAR
ur. Tvær þeirra seldust upp á 2
mánuðum. Alls er búið að selja
plötur hennar í 100 þúsund ein-
tökum. Má það heita góður ár-
angur — utan Bandaríkjanna.
Gagnrýnendur frönsku blaðanna
spá því að ekk1 líði á löngu áð-
ur en hún verði meðal frægustu
ljóðasöngvara Frakklands — og
kalla hana arftaka Editar Piaf.
. og semur lög og syngur í París.
einkum þrennu. í fyrsta lagi
barnaljóðum, öðru lagi ljóðræn-
um (lýrískum) ljóðum og lögtun
og loks yrkir hún um efn1 úr
Biblíunni.
100 þúsund plötur
Hún kveðst lifa ágætlega á
þessu listastarfi sínu. Einkum
gefur salan á hljómplötum tals-
vert í aðra hönd. Hún hefur sung-
ið á 4 tvöfaldar 45 snúninga plöt-
Af hverju kom hún
til íslands?
Marie Claire og félagar hennar
kynntust tveim íslenzkum stúd-
entum í París og tókst með þeim
vinátta. Af þeim fréttu þau, að
landið væri undrafagurt. Ekki
var okkur sagt ósatt um það,
segír Marie Claire, ég hefi samið
5 ljóð og lög hérna, sennilega
mest vegna þess hve landið er
fagurt.
Hún saltar síld á Norðfirði . . .
Hún kom með flugvél til
Reykjavíkur en fór fljótlega með
rútunni til Akureyrar. Þar hitti
hún félaga sína hjónaefnin Anne
Marie og Bernhard. Þau höfðu
verið í síld ó Siglufirði í 3 v^kur.
Saman fóru þau til Mývatns og
dvöldu þar í fimm daga, þar sem
þeim fannst afar fallegt.
„Á þumalfingrinum"
til Neskaupstaðar
Frá Mývatni fóru þau til Nes-
kaupstaðar. Notuðu þau hina
frumlegu aðferð að ferðast „á
þumalfingrinum". Þ. e. a. s. þau
fengu að „sitja í“ bílum, sem
áttu leið hjá þeim og ætluðu í
sömu átt. Gekk þeim þetta vel,
því þau komust á hálfum öðrum
degi til Neskaupstaðar.
„Fólkið á íslandi hefur verið
mjög gott við okkur“, segir Marie
Claire.
Bjuggu í Brennu —
sváfu á gólfínu
Hér i Neskaupstað fengu þau
leigt eitt herbergi í gömlu timb-
urhúsi beint á móti síldarplaninu,
sem Brenna kallast. Höfðu þau lít
inn viðlegubúnað og sváfu bara
á gólfinu fyrst í stað. Þau eld-
uðu mat sinn sjálf. Keyptu kjöt
í búðum og steiktu íslenzsa dilka-
kjötið upp á franskan máta —
brugðu því rétt á pönnuna og
átu það síðan hálfhrátt.
„Það er mjög Ijúffengt þannig",
segir Marie Claire. „Mér geðjast
mjög vel að íslenzka kjötinu, og
svo er það svo ódýrt, ég held að
kjöt sé sex sinnum dýrara í
Frakklandi".
Söng á dansleik
á Reyðarfirði
Jón Barðason Jónsson, einn úr
H.S.-kvintettinum, — hinni
þekktu danshljómsveit Norðfirð-
inga — komst á snoðir um, að hér
væri stödd frönsk söngkona.
Hljómsveitin átti að leika fyrir
dansi í féiagsheimil'nu á Reyðar-
firði næsta dag. Og það er ekki
að orðlengja það. Jón réði Marie
Claire til að syngja á dansleikn-
um. Söng hún fjögur lög í hléi
milli dansa um miðnættið og lék
sjálf undir á gítar. Var söng
hennar vel tekið.
Hvernig líkaði yður að syngja
fyrir Islendinga?
„Ágætlega. Þrátt fyrir það, að
ég er óvön að syngja fyrir dans-
gesti. Ég syng að vísu í kabarett-
um í París, en utan þess ein-
göngu á hljómleikum. Mér lik-
ar það miklu betur. Þar kemur
fólk aðeins til að hlusta. Á hina
staðina kemur það til* þess að
gera ýmislegt fleira — og söng-
urinn verður aukaatriði“.
★
1 síld í Neskaupstað
Marie Claire vann lítilsháttar
í síld hér á planinu í Neskaup-
stað. Hún saltaði í fáeinar tunn-
ur, en hjálpaði aðallega félaga
sínum Anne Marie, sem var orð-
in allvön að salta frá Siglufirði.
Hún er sennilega fyrsta franska
hljómplötu-stjarnan, sem fæst
við að salta síld á íslxmdi.
Fer á morgun —
um EgUsstaði
til Reykjavíkur og Parísar
Með áætlunarbílunum á morg-
un fer Marie Claire til Egilsstaða
og þaðan í flugvél til Reykjavík-
ur. Síðan er ætlun hennar að
fljúga strax og sæti er laust
heim til Parísar.
Framh. á bls. 19.
„Lágmarksblekking“
kommúnista
Síðan grein birtist fyrir
nokkru hér í blaðinu um griða-
sáttmála Hitlers og Stalins 23.
ágúst 1939, hefur kommúnista-
blaðið „Þjóðviljinn“ ekki getaS
á heilu sér tekið. Það hefur veriS
að reyna af veikum mætti a9
véfengja frásögn Mbl. af þessum
airæmda samningi, en lítið orðið
ágengt í því, enda var fr.'.:Sgn
Mbl. byggð á sögulegum staV-
reyndum. Hefur kommúnista-
blaðið . -ðið sér til háðungar með
því að -ara að réttlæta aðgerðir
Stalíns, hins liðna harðstjóra, og
með því að kalla samninginn
v.—-.—iega - „ jiiutíji ’í
Þótt kommúnistablaðið hafl
(kkert getað afsai.-iað í frásögn
Mbi. þóttist það þess umkomið
f/rir auKkrum dögum að leggja
blaðamönnum Mbl. lífsreglur um,
að þeir þyrftu „að afla sér lág-
: arksþekkingar á nútímasögu**
og fór um það mörgum orðum,
hve ómenntaðir og illa gefnir þeir
væru. Ekki gat kommúnistabla- -
ið fremur en fyrri daginn bent
á nein dæmi máli sinu til sönn-
Dæmalaus vanþekking
En nú vildi svo illa til, aS i
sömu opnunni og þeir Þjóðvilja-
menn kröfðust „lámarksþekk-
ingar“ arðu þeim alvarleg mis-
tök, sem sýna dæmalausa van-
þekkingu þeirra r-jálfra, jafnvel
á einfö.dustu atriðum. Mistök
þessi urðu í grein, sem fjallaði
um tjónið, sem Pólverjar urðn
fyrir i styrjöldinni. Eru þar til-
greind_. nafni fjórar borgir
Póllands, sem nær hafi verið „\.fn
aða. við jönðu. Þær eru ,.Jfuð-
borgin Varsjá og auk þess Wroc-
law, Gdansk og Szcecin.
Gallinn við þessar söguskýr-
ingar kommúnista er aðeins sá,
að -Iðarnefndu borgirnar þrjár
voru ekki pólskar Þær hétu
áður Breslau, Danzig og Stettin.
Tvær þeirra voru í Þýzkalandi,
sú þriðja sérstakt fríríki. Allar
voru þær byggðar nær eingöngu
þýz*._in m"
í síðustu mánuðui stríðsins og
íbúarnir flúðu vestur á bóginn.
Síðan voru þær afhentar Pól-
verjum.
Er -kki hægt t. sjá, að blaða-
menn kommúnistablaðsins hafi
hugmynd um einföld„_tu stað-
reynúl. eins og . tc. Þessvegoa
verða peir fyrir því óha„pi, að
á einum stað i blaði þeirra birtist
menntunarhroi—, - U .__
vísi. I ..ð æ\ því að vera óhætt
að .'.ðleggja „Þjóðvilja“-möwn-
um einfalda lífsreglu: — Minni
hroka, -.íeiri þ._agu.i
Bréfið vestur
Formaður „Alþýðubandalags-
ins“, Hannibal Valdimarsson hef •
ur -ins og kunnugt er skrifað
l-éf vestur firði og lcltað _ '.r
ásjár gamalla samherja. Er nú
mikið gaman hent að þessum
skrifum hans vestra. Eins og
l.unnugt er hríðtöpuðu komm-
únistar fylgi í öllum Vestfjarða-
kjördæmunum i kosningnum i
sui. r. En nú eru þeir orðnir svo
hræddir við að hafa Hannibal i
kjör» nér syðra, að þeir hafa skip-
að honum að herja i vesturveg.
En cl„ þykja sigurhorfur hans
heldur sérlega glæsilegar á þeim
vigstöðvum. Kann nú svo að fara
að hu__. velti út af þingi i haust
eftir litla frægðarför á þing-
Lckki, þrátt fyrir tu í instrl
stjórninni sálugu. Eftir er þó al
sjá, hvaða áhrif bréfið vestur
lvefur ' íyrrverandi ______ ja
hans í Alþýðuflokknum, en tll
þeirra er það fyrst og fremst
skrir.;ð .