Morgunblaðið - 02.09.1959, Síða 6
6
MÖRTtTJIVBLAÐIÐ
Miðvilíu'dagur 2. sept.1959
Orlofsfé húsmædra rætt á
þingi Kvenfélaga-
sambandsins í gær
Fulltrúar á þingi Kvenfélagasambandsins á fundi í gær.
13. LANDSFUNDUR Kven-
félagasambands íslands stend
ur þcssa dagana yfir í Tjarn-
arkaffi í Reykjavík, eins og
áður hefur verið frá skýrt, og
eru þar mættir 44 fulltrúar
frá 214 félögujn um land allt.
1 gær var tekið fyrir eitt aðal-
mál þingsins, orlof húsmæðra. —
Frú Herdís Ásgeirsdóttir, for-
maður milliþinganefndar í orlofs-
málinu, lagði fyrir fundinn frum-
varp til laga, sem nefndin hefur
samið í þeim tilgangi að það
verði lagt fyrir alþingi. Hakti
frú Herdís gang málsins, frá því
það var tekið upp hjá kvenfélaga
pambandinu árið 1955 og skýrði
nauðsyn þess að það mál kæmist
( framkvæmd.
Komst hún m. a. þannig að
orði: „Okkur er öllum ljóst,
hversu brýn þörf er fyrir hús-
mæðraorlof einmitt nú, því áður
fyrr var algengt að ein og tvær
stúlkur voru á heimilunum. Þá
gátu húsmæður notið margra frí-
(tunda. Nú er aftur á móti óvíða
um heimilishjálp að ræða, jafn-
vel þótt húsmæður hafi stór heim
|li og séu með barni. Það er
(ilvörumál, ef stór hópur hús-
mæðra bíður tjón á heilsunni
að meira eða minna leyti.“
Allar húsmæður fái orlofsfé
Það kom fram í ræðu frú Her-
dísar, að síðan fyrst var rætt um
orlof húsmæðra á landsfundi
Kvenfélagasambandsins, hefur
ætíð verið unnið að því í nefnd-
um, með útvegunum á nauðsyn-
legum upplýsingum og umræðum
á þingum samtakanna. Á for-
mannafundi árið 1958 lagði nefnd
in svo fram tillögur í fimm liðum
og er frumvarp það sem nú
kemur fram að mestu byggt á
þeim, en í frumvarpinu er m. a.
gert ráð fyrir að komið verði á
fót orlofsnefndum á starfssvæði
hvers héraðssambands kvenfé-
laga, er hefði það hlutverk að
sjá um veitingu orlofsfjár o. s.
frv., að fjár sé aflað með því að
hver húsmóðir frá 18—65 ára
greiði árlega í orlofssjóð kr. 10
að viðbættri vísitölu og að ríki
og bæjar- og sveitafélög leggi
fram fé á móti. Hétt til orlofs-
fjár eigi allar konur, sem veita
heimili forstöðu án launa-
greiðslna og gert er ráð fyrir
að höfð verði samvinna við fé-
lagsmála- og menntamálaráðu-,
neytið um afnot skóla og ann-
arra opinberri bygginga, meðan
ekki séu reist sérstök orlofsheim-
ili. —
Barnastúka Stykk-
ishólms á ferðalagi
STVKKISHÓLMI, 1. sept. — Síð-
astliðinn fimmtudag fór Barna-
stúkan í Stykkishólmi í skemmti-
ferð til Akraness. Á annað hundr-
að börn tóku þátt í förinni, sem
farin var í langferðabifreiðum
frá Bifreiðastöð Stykkishólms. Á
Akranesi skoðuðu börnin m. a.
sundlaugina og Sementsverk-
smiðjuna, en stúkufólk bauð öll-
um hópnum upp á mjólk og kök-
ur í Templaraheimilinu. Var set-
ið þar að ánægjulegu borðhaldi
langa stund. Óðinn Geirdal, skrif
stofustjóri, bauð hina ungu gesti
og fylgdarmenn þeirra velkomna,
en gæzlumaður barnastúkunnar í
Stykkishólmi, Árni Helgason,
þakkaði móttökurnar. Ferðin
tókst í alla staði mjög vel og var
hin skemmtilegasta. Hópurinn
sendir kærar kveðjur og þakkir
til þeirra, sem tóku á móti honum
á Akranesi — Fréttaritari.
Eftir formannafundinn 1958
var leitað undirtekta forráða-
manna húsmæðraskólanna og
voru þær mjög vinsamlegar. Þá
fengu konur málið til umræðu
heima í samböndunum. Aust-
firzka sambandið reið svo á vað-
ið og fékk húsmæðraskólann á
Hallormsstað, þar sem konum
var komið fyrir til orlofsdvalar.
Sótti sambandið um orlofsfé til
félagsmálaráðuneytisins af því
fé sem veitt er af ríkinu til or-
lofs húsmæðra, en fékk ekki
svar. „Af þessu sjáum við hversu
brýn þörf er á því að við sam-
þykkjum frumvarp það sem fyrir
liggur, svo unnt sé að fá nauð-
synlegt fé til orlofsstarfsins, svo
það kafni ekki í fæðingunni,
sagði frá Herdís. Við vitum að
sáralítið af orlofsfé því er ríkið
hefur veitt hefur runnið í sveitir
landsins og tími til kominn að
breyting verði á þeim misrétti".
Að ræðu frú Herdísar lokinni
urðu umræður um málið og tóku
margar konur til máls. Sagði
stjórnin að málinu yrði vísað til
heilbrigðis- og félagsmálanefnd-
ar.
Samstarf húsmæðraráðunauta og
búnaðarráðunauta
Er fundir hófust í gærmorgun,
flutti húsmæðraráðunautur Kven
félagasambandsins, Steinunn Ingi
múndardóttir skýrslu og ræddi
starf sitt. Síðan fyrsta marz s.l.
hefur hún komið í 24 félagsdeild-
ir, setið fund SSK á Selfossi í
júní, hitt 615 konur um land allt,
sýnt áhöld á 14 stöðum og skugga
myndir á 19, og þar að auki gert
riss að 6 eldhústeikningum fyr-
ir húsmæður í sveitum.
Þá minntist Steinunn á það, að
sú skoðun væri almenn að fjölga
þyrfti heimilisráðunautum, svo
að verulegt gagn yrði að um-
ferðakennslunni. Um þetta virt-
ust allir sammála, en málið
strandaði á féleysi Kvenfélaga-
sambandsins eða ríkisins, því
starfið væri rekið fyrir ríkis-
styrk. Kvaðst hún mikið hafa
velt þessu fyrir sér og rætt um
það við kunningja hvar helzt
væri stuðnings að leita í þessum
efnum og þá lang oftast orðið
niðurstaðan að Búnaðarfélag ís-
lands gæti helzt orðið þar að
Ég sakna fréttamyndanna.
EGAR ég fer í bíó, sakna ég
oft fréttamyndanna, sem hér
áður voru sýndar á undan hverri
kvikmynd. Nú kemur varla fyrir
að slíkar myndir sjáist.
Ég spurði um daginn starfs-
mann í kvikmyndahúsi, hverju
þetta sætti. Sagði hann að þar
kæmi ýmislegt til, erfitt væri
að fá myndir við okkar hæfi, og
fréttamyndir væru dýrar. Kvik-
myndahúsið, sem hann staríar
við, gafst upp á því að fá enskar
fréttamyndir til sýningar vegna
þess að þær voru eingöngu mið-
aðar við smekk brezkra kvik-
myr.dahúsgesta, sem vilja t. d.
fylgjast með hverju skrefi kon-
ungsfjölskyldunnar. Þá var reynt
að fá fréttamyndir fré Bandaríkj
unum, en þær reyndust einnig
fjalla of mikið um siys í Banda-
ríkjunum, og annað sem almenn-
ingur þar í landi fylgist með,
en okkur varðar lítið.
Samt sem áður minnist ég þess,
*._fa hó. áður fyrr séð frétta-
myndir, se... mér þó... i.
í. Og ég sakna þess, að þær sku’.i
nú alveg vera horfnar.
liði. Lægju mörg rök að því: 1.
Fyrst og fremst að Búnaðarfélag
íslands hafi fyrst orðið til að
styrkja umferðakennslu fyrir
húsmæður á Norðurlandi árið
1904 með 100 kr. styrk. 2. Bún-
aðarfélagið reki nú víðtæka ráðu
nautastarfsemi fyrir bændur og
margt af því sem búnaðarráðu-
nautarnir flytja væri bæði fróð-
legt og gagnlegt húsmæðrum
ekkert síður en bændum. 3. Bún-
aðarfélag íslands útvegi handa
sínum ráðunautum ýmis nauðsyn
leg kennslutæki og gögn erlendis
frá, t. d. _skuggamyndir og kvik-
myndir. Á meðan aðeins væri 1
heimilisráðunautur og þó þeir
væru 4, gæti á þessu sviði orðið
um mjög gagnlegt og hagkvæmt
samstarf búnaðarráunauta og
heimilisráðunauta að ræða. 4.
Rúmur helmingur þjóðartekn-
annan gang um geipar hús-
mæðra og þar af eru landbún-
aðarafurðir stór liður. Það ætti
að vera áhugamál bænda að hús-
mæður jafnt í byggð og bæ fræð-
ist um þessa hluti. 5. Reynzla
annarra þjóða, þar sem rekin er
umferðakennsla fyrir húsmæður
GUÐMUNDUR I. Guðmundsson
flutti ávarp í gærkvöldi í út-
varpið um landhelgLmálið og
komst svo að orði, þegar hann
hafði rætt um aðdragandann að
útvíkkun fiskveiðilandhelginnar
í 12 mílur:
„Við vorum ekki fyrstir þjóða
til að taka okkur 12 mílur. Sam-
kvæmt skýrslum Sameinuðu þjóð
anna höfðu um 25 þjóðir heims
sett sér 12 til 200 mílna land-
helgi eða fiskveiðitakmörk, án
þess að verða fyrir nokkurri á-
reitni annarra ríkja af þeim sök-
um. Flestar þessar þjóðir höfðu
gert slíkar ráðstafanir einhliða,
enda sjaldan annarra kosta völ.
Þegar á allt þetta er litið, verð-
ur það enn furðulegra, að brezk
stjórnarvöld skyldu bregðast við
12 mílna útfærslu íslendinga á
þann hátt, sem raun ber vitni.
SÉRSTAKAR fréttamyndasýn-
ingar tíðkast mjög víða er-
lendis og eru vinsælar. Eru pað
gjarnan áframhaldssýningar, svo
að fólk getur komið inn hvenær
s-m er og farið þegar því hentai.
Með fréttamyndunum eru oftast
ýmis konar fræðslumyndir, teikr.j.
myr.di. og að.ar stuttár myndir..
Bágt á ég með að trúa, að slíkar
sýningar mundu ekki gefast vel
hér líka. Varla erum við svo
jfróðleiksfúsari en aðrir.
Þó mun þetta hafa verið reynt
á stríðsárunum. Þá sýndi a. m. k.
eitt kvikmyndahúsið fréttamynd-
ir og fræðslumyndir síðdegis kl,
4—5 að mig minnir. Aðgangs-
cyrir »„r mun lægri en á öðrum
sýning-.n. Þrátt fyrir það fékkst
ekki nægileg aðsókn til að til-
tækilegt þætti að halda slíku n
sýni“óUin áfram.
Þrátt fyrir þessar ófarir finnst
mér ekki ástæða til að draga þá
ályl-.un, að almenningur hér vi.ji
ekki sjá fréttamyndir. E. t. v.
hefur sýningartíminn ekki verið
vel valinn. Mig grunar að hep. --
legra hefði verið að sýna kl. 5
—6. eftir að skrifstofum er lok-
með svipuðu sniði sýna, að með
nánu sambandi og samstarfi heim
ilisráðunauta og búnaðarráðu-
nauta næðist beztur árangur í
þessari starfsemi.
Tók Steinunn það að lokum
fram, að Kvenfélagasamband ís-
lands gæti eftir sem áður haft
umsjón með alla stjórn á hús-
mæðrakennslunni, þó samstarf
Bretar hafa látið 25 þjóðir í friði
með 12 til 200 mílna landhelgi —
en ráðast svo með herskipaflota
inn í landhelgi íslendinga til að
ögra okkur, vopnlausri smáþjóð.
í heilt ár hafa um 8 þúsund vopn-
aðra sjóliða á mörgum herskip-
um gætt til jafnaðar 300 fiski-
manna,, sem brezk stjórnvöld
hafa skipað að stunda ólöglegar
veiðar við ísland, oft gegn vilja
fiskimannanna sjálfra og að jafn-
aði við lítinn afla. Á sama tíma
hafa 25 aðrar þjóðir fengið að
vera í friði fyrir Bretum í sinni
12 mílna landhelgi.
Það mun ekki ofmælt, að þetta
framferði Breta hafi verið for-
dæmt um heim allan — og jafn-
vel í Bretlandi sjálfu er vaxandi
andstaða. Það er skilyrðislaus
krafa fslendinga, að þessum til-
gangslausu flotaaðgerðum inn-
að eða jafnvel 6—7, eftir lokun-
artíma sölubúða.
Það verður vafalaust langt
þangað til við fáum sjónvarp her
á íslandi, enda er það dýrt og
ýmsum erfiðleikum bundið að
fá það en á meðan ættu kvik-
myndai.úsin að taka að sér það
hlutverk, að sýna okkur þá at-
bv.rði, sem við heyrum um í út-
varpinu og lesum um í blöðunum.
Prentvillupúkinn
gg er ekki vanur að eltast við
prentvillur, sem púkinn slæðir
inn í dálkana, en vona að les-
endur sjái hvar þær eru á ferð-
inni og kenni honum um þær en
ekki mér. En í þetta sinn get ég
ekki orða bundizt. í gær átti ein
fyrirsögnin að hljóða svo: „Stig-
ar fyrir þá, sem detta í sjóinn“,
en varð „Stígur yfir þá, sem
detta í sjóinn.“ Einnig var um
daginn, þegar rætt var um kvik-
mynd Ingmars Bergmanns, prent
villa, sem gerði forsendur heils
kafla nær óskiljanlegar. Velvak-
andi ætlaði að benda á að þegar
hann sá kvikmynd Bergmans,
hafi hann minnst kafla úr grein
eftir hann. Kaflinn var síðan til-
færður. Fleira nenni ég ekki að
tína til af glettum prentvillupúk-
ans við Velvakanda.
við Búnaðarfélagið og búnaðar-
ráðunauta yrði tekið upp.
Urðu nokkrar umræður u-m
málið, og því vísað til nám-
skeiða- og sambandsmálanefndar.
Síðdegis í gær sátu fundarkon-
ur boð forsetafrúar Dóru Þðr-
hallsdóttur, að Bessastöðum. Og
í gærkvöldi fóru fram ýms
nefndarstörf.
an 12 mílna fiskveiðilögsögunn-
ar verði hætt. Þetta mál verður
aldrei leyst með vopnum. Afli
brezku togaranna innan íslenzkr-
ar fiskveiðimarka er varla nema
brot af herkostnaðinum. En hætt
urnar, sem þetta ofbeldi skapar,
eru alvarlegar.
Við íslendingar erum sérstak-
lega þakklátir bæði þeim þjóð-
um, sem formlega viðurkenndu
útfærslu fiskveiðilögsögunnar og
þeim, sem gáfu fiskiskipum sin-
um fyrirmæli um að halda sig
utan við 12 mílna fiskveiðilög-
sögu og virða hana þannig í
verki. Þeirra afstaða er ólíkt heil-
brigðari og farsælli ep ögrun
Breta. Þessar þjóðir skilja, að
málið verður aldrei útkljáð, nema
á alþjóðlegum vettvangi.
Landhelgismálin í heild eru nú
í höndum Sameinuðu þjóðanna
og þar verða þau útkljáð, hvort
sem það verður fyrr eða síðar.
Allsherjarþingið ræddi málin
síðastliðið haust og ákvað að
kalla saman nýja ráðstefnu í
Genf, sem að líkindum kemur
saman í marz-apríl næsta vor, til
að fjalla eingöngu um landhelgí
og fiskveiðitakmörk ríkja.
Það skiptir fslendinga höfuð-
máli, hver lok mála verða á þeirri
ráðstefnu. Er nú unnið að und-
irbúningi hennar af íslands hálfu
á margvíslegan hátt.
Einn liður í baráttunni í land-
helgismálunum er kynning máls-
ins erlendis. Undanfarnar vikur
hefur utanríkisráðuneytið boðið
hingað fjölda erlendra blaða-
manna og hafa þeir, jafnvel
brezkir blaðamenn, skrifað mik-
ið og af skilningi um málið. Hafa
þau skrif borið vott um vaxandi
samúð með íslendingum í þessu
máli og vaxandi andúð á ofbeldi
brezka flotans. Ritum þeim, sem
utanríkisráðuneytið hefur gefið
út um málið, hefur verið dreift
um allan heim og hafa vakið at-
hygli.
íslendingar hafa í landhelgis-
málinu staðið saman sem einn
maður. Allar tilraunir til að
skapa deilur um málið eða mis-
nota það hefur fólkið sjálft kveð-
ið niður. Þessari einingu verður
þjóðin að halda. Við verðum að
sýna þrautseigju og festu, halda
vel og virðulega á málstað okk-
ar, og þá mun allt fara vel.
Brezkur herskipafloti við fs-
land mun engin áhrif hafa í þá
átt að knýja íslendinga til und-
anhalds í landhelgismálinu. Út-
færsla fiskveiðilögsögunnar við
ísland í 12 mílur er staðreynd,
sem ekki verður haggað og ís-
lendingar, sem einir allra þjóða
í veröldinni eiga allt sitt undir
fiskveiðum, munu aldrei sætta
sig við annað og minna en það,
sem aðrar þjóðir njóta í þess-
um efnum.
WiW&'-- E 1 skrifar úr daglega lifinu ,
Sérstakar frétta- og kvik-
myndasýningar.
Brezkur herskipafloti
mun ekki knýja ís-
lendinga til undanhalds
Utvarpsávarp Guðm. I GuBmundssonar
i gærkveldi