Morgunblaðið - 02.09.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 02.09.1959, Síða 8
8 MORCTrNBT. 4Ð1Ð Miðvilcudagur 2. sepí. 1959 T»mCWM>/Nt*/ VIÐ, sem í þéttbýlinu búuin, heyrum oft og einatt sérkennileg ar athugasemdir um þær byggðir, sem eru að „leggjast í auðn“, eins og það er nefnt. Margir þeir, sem mest um þetta hjala, telja eftir þær framkvæmdir, sem unnar eru þessum byggðarlög- um til styrktar. Þeir furða sig á því, að brú skuli byggð fyrir nokkra bæi eða vegur lagður um stjálbýla sveit. í þjóðfélagi, sem breytzt hefir "íafn ört að atvinnuskipulagi og okkar þjóðfélag, sem stokkið hefir yfir tvær aldir á tveimur áratugum, er e.t.v. eðlilegt að byggðin hafi færzt nokkuð tiL Og í landi fjárskorts verður það sífellt hið stóra vandamál, hvert beina skal fjármagninu á hverj- um tíma. Frekari hugleiðing skal ekki um þetta höfð heldur leitazt við í stuttu máli að sýna lesendum svipmynd frá einu hinu nyrzta byggðarlagi á Vestfjörðum. Á Snæfjallaströnd Snæfjallaströnd heitir strand- lengjan frá Kaldalóni að Vébjarn arnúpi norðan ísafjarðardjúps. Byggðarlag þetta er stundum kuldalegt ásýndar fyrir ókunnan ferðalang. Snjóbreiður og ein- stakir skaflar sitja í hlíðum og á hjöllum strandarinnar langt fram á sumar og sumir hverfa aldrei. Vetur eru þarna sjónþung ir. Hins vegar er þessi strönd Bókbindari og hárgreiðslukona fluttu heim / sveitina sína og fóru að búa Fjölskyldan á Mýri, Engilbert Ingvarsson, kona hans Kristín Danielsdóttir þeirra, Grettir, Daníel, Ingvar og Jón Hallfreð. fjórir synir og aður frá Lónseyri, sem stendur rétt norðan við Lónið. Er hann því manna kunnugastur á þess- um slóðum. Lónseyri er nú í eyði. Það kemur gjarna fyrir þegar ókunnugir eru á ferð yfir Kalda- lón og leita sér ekki leiðsagnar, að þeir festa farkosti sína og hafa bílar flætt þar og setið í itiúv ^ « Hjónin í Unaðsdal: Kjartan Helgason og Stefanía Ingólfsdóttir. einkar grasgefin og þar eru hin- ir beztu sumarhagar fyrir sauðfé, enda er fé þarna sérstaklega vænt. Undirlendi er fremur lítið nema beggja megin við mynni Unaðsdals, sem er innarlega á ströndinni, enda er byggðin nú eingöngu þar. Ræktarland er þar ágætt. Samgönguerfiðleikar á landi hafa jafnan verið eitt af mestu vandamálum þessa byggðarlags. Kaldalónið, er eitt af mestu frá- rennslum Drangajökuls, sem gnæfir austan við byggðarlagið. Jökuláin Mórilla vellur fram jökulaurana og mætir hafinu yzt í Lóninu við fjöru, en inn undir því miðju við flóð. Það verður því að gæta sjávarfalla til þess að komast yfir Lónið, sem er að- eins fært nokkrar klukkustundir á hverjum sólarhring. Akfært er nú orðið frá Langadalsströnd og út að yztu byggð á Snæ- fjallaströnd. Á fjöru yfir Kaldalón Síðari hluta dags höldum við á fjöru yfir Kaldalón og ferðin er gerð til þess að hitta bændurna á þeim þremur jörðum, sem eru í byggð á Snæfjallaströnd, en á einni þeirra er tvíbýli. Jens Guð mundsson í Hærri-Bæ í Bæjum flytur okkur yfir Lónið, sem er nokkuð vandratað enda hætt við aurbleytu á köflum. Hann er ætt- sjó að minnsta kosti eitt flóð, en náðst á næstu fjöru. Útvörður Snæfjallaströndunga Við skulum fyrst hitta að máli bóndann á nyrsta bænum á ströndinni, Engilbert Ingvarsson á Mýri, útvörð þeirra Snæfjalla ströndunga. Bújörð hans heitir raunar Tirðilmýri og var komin í eyði, er hann fluttist þangað með fjölskyldu sinni árið 1953. Ættaður er Engilbert frá Unaðs- idal. Þau hjónin Engilbert og Krist- ín Daníelsdóttir stunduðu bæði iðnnám og luku prófi. hann sem bókbindari en hún sem hár- greiðslukona. Stunduðu þau þessar iðngreinar á ísafirði. Nú eiga þau jarðirnar Mýri og ár bakka og eru búin að reisa þar glæsilegar byggingar, bæði íbúð- arhús og peningshús. Að sönnu er íbúðarhúsinu ekki að fullu lokið, en Engilbert fyrirhugar að vinna að innréttingu þess í vetur. Þegar Engilbert settist að á Mýri, og tók að byggja þar upp, var sem fjörkippur kæmi í hina ungu bændurna í sveitnni. Þeir eru nú þrír að byggja sér ný íbúðarhús. Sýnir það eitt að þessi litla sveit á bjarta framtíð fyrir höndum, enda eru þessir ungu bændur miklir dugnaðar- menn. Er við spyrjum Engilbert á Mýri hvað valdið hafi, að hann yfirgaf trygga atvinnu í kaup- stað og fluttist aftur heim í fæð- ingarsveit sína, segir hann og brosir til konu sinnar: „Ég hef víst alltaf verið með hugann hérna innfrá". Þau hjónin eru rétt um þrítugt og eiga fjóra unga syni. Lífið brosir við þeim, þótt erfiðleikar séu framundan. Þau una sér vel |í sveitinni og eru bjartsýn á I íramtíðina. Mikil ræktun Túnið á Mýri gefur ekki af sér nema sem svarar 3—400 hesta af töðu þegar bezt er, en nú er búið að ræsa fram 10—12 ha. lands, sem brátt verður tekið til ræktunar eða þegar, er vélakost ur verður fyrir hendi. En Snæ- fjallahreppur og Nauteyrahrepp- ur eiga ræktunarvélar í félagi Enn vantar Mýrarbóndann vélar lil búskaparins, en hann rómar hjálpsemi nágranna sinna sem bæði hafa liðsinnt honum við byggingar og heyskap. Þannig bjóða sveitungarnir hinn nýja landnema velkominn í verki. Bú- stærð Engilberts er nú 150 fjár og 5 kýr. Aðstaða til mjólkur- framleiðslu er yfirleitt góð á Snæ fjallaströnd. Djúpbáturinn kem- ur að bryggju við Bæi tvisvar í viku, en þangað flytja bændurn með stærstu kúabúum við innan vert Djúp, 14 mjólkandi kýr. Fjárbú hefir hann einnig allgott, hátt á annað hundrað fjár á fóðr- um í vetur. í Unaðsdal er sömu sögu að segja og á Mýri. Þar er fyrirhuguð mjög aukin ræktun, enda búið að ræsa fram allmikið land. Nógur markaður Bændur við ísafjarðardjúp telja sig ekki þurfa í náinni fram tíð að óttast markaðsskort fyrir mjólkurafurðir sínar. Þeir full- nægja enn tæplega mjólkurþörf ísafjarðarkaupstaðar. Með þeim samgöngum, sem þeir hafa allan ársins hring er tryggt að mjólkin kemst hindrunarlaust á markaðs- stað. Kjartan hyggst fremur auka kúabú sitt en fjárbú, enda er hann allvel á vegi staddur með ræktun og heyfengur því góður. Bæir er syðsta býlið á Snæ- fjallaströndinni. Þar var til skamms tíma fjórbýli, öll sam- týnis, en nú er þar tvíbýli. Við hittum að máli ungan bónda þar sem Pátt heitir Jóhannesson og býr hann ásamt föður sínum á Neðri-Bæ. Hann er á aldri við hina ungu bændurna, sem við höfum hitt, rétt rúmlega þrítug- ur. Páll er að byggja sér íbúðar- hús, sem hann vonar að hægt verði að flytja í vetur. Bústærð á Neðri-Bæ er um 240 fjár og 9 kýr. Ræktunarframkvæmdir eru þar miklar, 5 ha. sem lokið er við að rækta og 10 ha., sem búið er að ræsa fram. Þar er töðufall nú um 600 hestar, en 200 hesta verður að heyja á óvéltæku út- engi. Heimilisfólkið á Neðri-Bæ í Bæjum. Frá vinstri: Rebekka Pálsdóttir, Felix Jóhannesson, Jóhannes Einarsson, Maria Jóhannesdóttir, Þröstur Eyólfsson, Páll Jóhannesson og Anna Magnúsdóttir. ir mjólkina. Þá hefir og komið til tals að byggja ferjubryggju við Mýri. en þar er aðstaða all- góð til slíks. í Unaðsdal Unaðsdalur er fornt höfuðból. Þar býr nú ungur bóndi, Kjartan Helgason. Hann er að reisa sér nýtt íbúðarhús og var einmitt verið að ljúka við að steypa það er við komum þangað. í Unaðs- dal er stórt tún og heyskapur mikill, enda hefir Kjartan eitt Voru sjómenn Þeir Bæjarfgðgar eru fluttir norðan úr Jökulfjörðum og stund uðu þar fyrst og fremst sjósókn. Það gerðu þeir einnig fyrst eftir að þeir fluttust að Bæjum. Nú er þar engin útgerð lengur og starfar af fiskleysd undanfarinna ára. Byggingarframkvæmdir eru fremur erfiðar | Bæjum og starf- ar það fyrst og frémst af því, hve erfitt er um útvegun byggingar- efnis. Mölina þarf að sækja út Framh. á bls 18. - '• . ■ ;Rabbað við þrjá unga bændur á > Snæfjallaströnd við Isafjarðardjúp '■ Nýja húsið í B-J ►

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.