Morgunblaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 10
10
MORCVWBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. sept. 1959
JMwgtfltfrlftMfr
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllr.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsíngar: Arni Garðar Kristínsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Asteriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HATURSSKRIF OG ÓTTI VIÐ AÐ
MISSA SÉRRÉTTINDI
Þetta nefna þeir „flotkrana" í útlandinu. Líklega eigum við engan slikum — eða hvað? —
Þessi, sem myndin er af, er einn sá stærsti, sem til er í heiminum — 45 metra langur, 23 m
breiður og getur lyft 250 lesta þunga í 30 nietra hæð. — Krani þessi, sem smíðaður var í Lubeck
í Þýzkalandi fyrir stjórnina í Puerto Rico, lagði fyrir nokkru í haf úr höfninni í Lubeck —
en ferðin tii Suður-Ameríku mun taka 60 daga, ef ailt gengur að óskum. — Myndin er tekin rétt
áður en kraninn lét úr höfn, og hefir lyftiarmurinn verið lagður niður, til þess að „skipið“ fari
betur í sjó.
Mikilvœgi fréftafrelsis
Rikisstjórnir skulu vernda og efla
frjálsa fréttaþjónustu
AÐ hefur löngum verið
viðurkennt, að stjórnmála
deilur væru harðar og oft
mjög persónulegar hér á landi.
Hafa menn frekar viljað kenna
þetta fámenninu og öðrum sér-
Btökum aðstæðum, en illu inu-
ræti fólksins, og vonandi er það
rétt skoðun.
Eftir að blaðaútgáfa komst í
núverandi horf, hefur „Þjóð-
viljinn“ yfirleitt verið talinn í
sér flokki vegna illvígra skrifa
Um menn og málefni og hafa
Btóryrði blaðsins oft veriSj svo
gróf, að ýmis lýsingarorð gætu
ekki haldið venjulegri merkingu,
ef fólk tæki almennt mark á
ósköpunum. Svo óhugnanlegt,
Bem þetta er, hefur það verið
skýrt á þann veg, að aðstandend-
ur „Þjóðviljans“, hinir harðsoðnu
kommúnistar, berðust fyrir ann-
arlegum hugmyndum í mynd
eins konar trúarbragða, sem væru
íslenzku þjóðinni mjög framandi,
þótt furðumargir hefðu verið
blekktir til stundarfylgis við
þessa stefnu.
Hitt er miklu alvarlegra, að
Þjóðviljinn skuli hafa fengið
harðan keppinaut um sem mest
ofstæki í blaðamennsku. íslenzk-
ir blaðalesendur vita strax við
hvað er átt. Framsóknarflokkur-
inn telur sig standa djúpum rót-
um í íslenzkri sveitamenningu og
vera jafnvel sérstakan verndara
hennar. En samt gefur flokkur-
inn út dagblaðið „Tímann" og
lætur skrifa í hann eins og nú er
gert. Framsóknarflokkurinn hef-
ur aldrei verið sakaður um, að
hann stæði í sambandi við er-
lenda stjórnmálaflokka og hon-
um hefur jafnvel ekki verið líkt
við neina slíka. Ef til vill er hann
of sérstæður til þess að mönnum
hafi dottið nokkur samanburður
í hug. Hatursskrif „Tímans“
rerða því ekki skýrð á sama hátt
og skrif „Þjóðviljans". Einhverja
aðra skýringu verður að finna.
Lærisveinar Hitlers!
1 síðasta sunnudagsþætti „Tím-
ans“, „Skrifað og skrafað" er heil
síða í þeim dúr, sem hér hefur
verið gerður að umtalsefni. Fyrst
er rætt lítillega um aðdraganda
heimsstyrjaldarinnar síðari og
lýst áróðursherferðum Hitlers
gegn þeim smáríkjum, sem hann
ætlaði að leggja undir sig. Og í
beinu framhaldi af þessu er svo
farið að tala um kjördæmabreyt-
inguna. Þar segir:
„Saga HUlers er Iiðin, en það
er hins vegar ekki úr sögunni,
að menn berjist í nafni réttlæt-
isirts, þegar þeir eru að koma
fram hæpnum málum. Hitler
eignaðist marga lærisveina á
þeim tíma, er veldissól hans
skein sem hæst.
Nýlega er t. d. lokið harðri
baráttu hér á landi, sem beind-
ist að því að leggja niður öll þá-
verandi kjördæmi, nema Reykja-
vík. Þetta var gert í nafni rétt-
lætisins'*.
Minna má ekki gagn gera.
Þeim sem hafa unnið að jöfn-
un kosningaréttar á íslandi er
líkt við einn mesta óþurftar-
mann mannkynsins, og taldir
vera dyggir lærisveinar hans.
Er hugsanlegt, að nokki ;m
nianni finnist slik skrif vera
í þágu íslenzkrar bændamenn-
ingar eða í hennar anda?
Brask stórgróðamanna
„Tíminn“ heldur áfram, og full
yrðir að kjördæmabreytingin sé
liður í samsæri, sem miði að því
að taka fjármagn úr höndum
þeirra, er standa höllum fæti og
afhenda það síðan „stórgróða-
mönnum“ til að „braska“ með.
Þegar menn hafa yfir nokkru
fjármagni að ráða og leggja
það í atvinnulífið, þá eru
þeir, samkvæmt lögmálum efna-
hagslífsins, að leggja fram sinn
skerf til að afkoma þjóðfélagsins
batni. Auðvitað hyggjast viðkom-
andi einstaklingar hagnast á fjar-
festingu sinni, en í þ^irri stað-
reynd er fólginn krafturinn, sem
býr í hinu frjálsa efnahagskerfi.
Það, sem deilt hefur verið á
SÍS að undanförnu, þykir „Tím-
anum“ enn minna á starfsaðferðir
Hitlers.
Um stóreignaskattinn segir í
margnefndri grein:
„Stóreignaskatturinn er fólginn
í því, að maður sem á meira en
eina íilljón kr. eign skuldlaus-.,
verður að greiða nokkurt brot af
því, sem umfram er, til þeirra
sem verst eru settir. „Réttlætið“,
sem íhaldið berst fyrir í skatta-
málunum, er að afnema þennan
skatt á hina ríku, en afleiðing-
arnar yrðu vitanlega þær, að
þyngja yrði í staðinn byrðar
þeirra, ;em verr eru staddir. Er
þetta „réttlæti“ ekki í ætt við
„réttlæti" Hitlers?“
Almenningur
borgar meira
f þessu dæmi er hlutunum snú-
ið við, sem oftar. En vera má að
þarna megi kenna um þekkingar-
skorti. Það er vissulega ekk1
þannig, að almenningur þurfi að
borga minríi skatta af því að
stóreignaskatturinn var lagður á,
heldur má leiða rök að þvi. að
hann þurfi jafnvel að borga
meira. Ástæða þess er sú, að þessi
skattur leggst fyrst og fremst á
framleiðsluna og þá, sem hafa
sýnt mesta hæfileika í að reka
fyrirtæki á hagkvæman hátt. En
fjármagnið er síðan tekið til ó-
hagkvæmari rekstrar opinberra
aðila. Afleiðii . gæti orð'ð
minni heildar-þjóðarfrjimleiðsla
og þar með rýrari lífskjör fyrir
alla.
Hér að framan var varpað
fram j þeirri spurningu, hvað
réði ofstækisskrifum Tímans.
Svarið hiýtur að liggja í því,
að forráðamenn blaðsins vita,
að fiokkur þeirra hefur notið
óeðlilegra sérréttinda, sem
þeir eru dauðhræddir við að
missa, og er þá gripið til stór-
yrðanna þegar rökin brestur.
En getur ver'ð að mennirnir
haldi, að þetta sé rétta aðferð-
in til að hafa áhrif á íslenzk-
an almenning? Hvað um bar-
áttuna fyrir menningunni og
trúna á siðgæði þjóðarinnar?
Ekki er óeðlilegt, að menn
velti þessum spurningum fyr-
ir sér.
Á SUMARÞINGI Efnahags- og
félagsmálaráðs Sameinuðu þjóð-
anna, sem haldið var í Genf fyr-
ir skömmu, var lögð rík áherzla
á mikilvægi fréttafrelsis. Ráðið
samþykkti ályktun, þar sem Dag
Hammarskjöld framkvæmda-
stjóri S. Þ. var hvattur til að
senda meðlimum samtakanna
uppkast að yfirlýsinyu um frétta
frelsi og biðja þá að skila um-
sögnum um uppkastið fyrir
næstu áramót.
í uppkastinu er lögð sérstök á-
herzla á 5 atriði, varðandi ábyrgð
ríkisstjórna á því „að vernda og
efla frjálsa fréttaþjónustu eftir
öllum þeim leiðum, sem fyrir
hendi eru“ og skyldu fréttastofn-
ana til að sýna heiðarleik og á-
byrgðartilfinningu í fréttaflutn-
ingi, að svo miklu leyti sem
öryggi fósturjarðarinnar og rétt-
indi einstaklinga og þjóðarheild-
ar leyfa og krefjast.
Ráðið gerði auk þess fjölmarg-
ar ályktanir, m. a. uffl eftirlit
með eiturlyfjasölu, tæknihjálp,
mannréttindi og félagslega þró-
un. Á síðastnefnda sviðinu var t.
d. mælt með ráðstöfunum, sem
miða að auknum byggingum
ódýrs húsnæðis. Þá var og sam-
þykkt ályktun, þar sem mælt
var með aðgerðum til að draga
úr vændi. — í nokkrum álykt-
unum var lögð áherzla á þörf-
ina fyrir raunhæfa hjálp Sam-
einuðu þjóðanna við ríkisstjórn-
ir til að stuðla að félagslegri
þróun.
★
Að því er varðar tæknihjálp
Sameinuðu þjóðanna var látin í
ljós von um, að hægt verði að
koma fjárhagslegu jafnvægi á
þennan mikilsverða þátt í starf-
%mi Sameinuðu þjóðanna og
færa út kvíarnar. Ráðið lýsti yf-
ir stuðningi sínum við þá sér-
stöku mynd tæknihjálpar, sem
komið var á fyrir rúmu ári og
gengur undir nafninu OPEX.
Þessi hjálp er í því fólgin, að
S. Þ. bjóða hinum vanþróuðu
aðildarríkjum sérfræðinga í rík-
isrekstri og opinberri þjónustu
til langs tíma í senn. Þessir sér-
fræðingar taka að áér mikilvæg
störf í opinberri þjónustu um-
•æddra ríkja, en vinna jafnframt
að þvj að þjálfa þar opinbera
starfsmenn, þannig að þeir geti
smám saman sjálfir tekið að sér
hin mikilvægu störf, sem sér-
fræðingarnir inna af hendi.
Á vettvangi mannréttinda var
mikilvægasta mál ráðstefnunn-
ar að samþykkja drög að yfir-
lýsingu um réttindi barna , og
verður sú yfirlýsing nú lögð fyr-
ir Allsherjarþingið. Ennfremur
var skorað á ríkisstjórnir og
hlutaðeigandi yfirvöld að stað-
festa samþykkt Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar (ILO) um
bann við því, að mönnum sé mis-
munað vegna hörundslitar, trú-
arbragða o .s. frv. þegar ráða
skal fólk til starfa.
Þarna skall sannarlega hurð nærri hælum. Bílstjóranum tókst að stöðva vagninn á síðasta andar-
taki. Litla stúlkan liggur grátandi á götunni — en hefur aðeins hlotið smáskrámur. Móðir henn-
ar hleypur til í örvæntingu, með yngra barnið sitt í fanginu — en, guði sé lof. Telpunni er borg-
ið. — Það er því miður sjaldan, sem slík saga endar svo vel. — Myndina tók blaðaljósmyndari
nokkur í franska smábænum Bruay-en-Artois.