Morgunblaðið - 02.09.1959, Page 11

Morgunblaðið - 02.09.1959, Page 11
Miðvikudagur 2. sept. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 11 Kristín Jónsdóttir listmáiari IMinningarorð KRISTIN JONSDOTTIR STERKUR og heilsteyptur per- sónuleiki er horfinn. Fagurt og sérstætt heimili hefur misst skapara sinn og gæfusmið. ís- lenzka þjóðin horfir á bak ein- um sjálfstæðasta og þjóðlegasta listamanni sínum. Þetta þrennt verður mér efst f huga er ég kveð frú Kristinu Jónsdóttur listmálara, konu Val- týs Stefánssonar frænda míns og samverkamanns í nær tvo ára- tugi. Þessi merka kona lést 24. ágúst sl. eftir langa og erfiða legu á sjúkrabeði. Kristín Jónsdóttir fæddist 25. janúar árið 1888 að Arnarnesi við Eyjafjörð. Foreldrar hennar voru Guðlaug Sveinsdóttir og Jón Antonsson útvegsbóndi, dugandi og þrekmikið fólk, sem stóð traustum fótum í íslenzkri sveita- menningu. Með þann dýrmæta arf að bakhjarli en útþrá og menntunarlöngun æskunnar í hjartanu vaknaði listhneigð Kristínar Jónsdóttur. En þótt hún færi ung úr heimahögum til fram andi landa hafði mynd þeirra grópast óvenju sterkum dráttum í hug hennar. Bernskustöðvarn- ar í Arnarnesi, Hörgárdalurinn, hinn fagri Eyjafjörður, sjór og land, fjöll og fjörusteinar héldu lit og lífi í hugsun hennar langt út yfir íslandsála, og síðan alla ævina. Þar gerðust ævintýri bernsku hennar, ævintýri, sem skildu eftir djúp spor í opnum og frjóum huga, gáfaðs og leit- andi unglings. Þannig urðu uppeldisáhrif bernskuáranna í heimahögum aflvaki og lykill að nýjum töfra- heimum úti í hinni vjðu veröld. ★ Rúmlega tvítug að aldri hóf Kristín Jónsdóttir nám í málara- list, fyrst í teikniskóla í Kaup- mannahöfn árið 1909, en síðan 'í Konunglega listaháskólanum þar. Þar stundaði hún nám árin 1911 til 1916, er hún lauk þaðan prófi. Var hún fyrsta íslenzka konan, sem lagði fyrir sig myndlist. — Þurfti vissulega kjark og áræði til þess fyrir unga bóndadóttur að leggja inn á þá braút á þeim tímum. Má óhikað telja Kristínu Jónsdóttur meðal brautryðjend- anna á sviði íslenzkrar myndlist- ar. Vöktu listaverk hennar mikla athygli þegar á skólaárum henn- ar. Henni var boðið að taka þátt í sýningu á Charlottenborg árið 1916 og oft síðar. Hér heima hélt hún fyrstu mál- verkasýningu sína árið 1915 með Guðmundi Thorsteinson. Varð hún fljótlega einn af mest metnu listmálurum landsins. Síðan hélt hún margar sjálfstæðar sýningar hér heima og erlendis, auk þess sem hún tók þátt í samsýningum. Erlendis sýndi hún verk sín í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýzkalandi og víðar. Keyptu bæði erlend og innlend listasöfn og Stofnanir listaverk hennar. Náms för fór hún m.a. til Ítalíu. Vann hún þar einnig að list sinni. Aðrir og mér færari munu minnast listastarfa Kristínar Jóns dóttur. En þau einkenndust í stuttu máli sagt, fyrst og fremst af hugmyndaauðgi hennar, per- sónulegu sjálfstæði og nánum og traustum tengslum við land og sögu. íslenzkt landslag, sveita- lifið, þjóðsagan, smalinn og fén- aðurinn, blómin og mosinn voru ávallt meðal kærustu viðfangs- efna hennar. Skapgerð Kristínar Jónsdóttur mótaðist fyrst og fremst af hrein- lyndri festu og tilgerðarleysi. Hún var einörð í skoðuhum og í dóm- um um menn og málefni. En hún var frjálslynd og víðsýn, óhrædd við nýjungar og krafðist olnboga- rýmis fyrir sjálfa sig og aðra. Allur læpuskapur var henni fjar- lægur og framandi, ★ Hinn 17. maí 1918 giftist hún Valtý Stefánssyni ritstjóra. Áttu þau tvær dætur, Helgu leikkonu, sem er gift Birni Thors fram- kvæmdastjóra og Huidu, sem gift er Gunnar Hanssyni arkúekt. Heimili þeirra Kristínar og Valtýs á Laufásveg 69 var éitt fyrsta heimilið, sem ég kom á þegar ég hóf háskólanám hér í Reykjavík. Þau hjón stóðu þá bæði mitt í önn lífsstarfs síns. Kristín sem vinsæll og virtur listamaður og maður hennar sem fjölhæfasti blaðamaður landsins og mikilhæfur blaðstjórnandi. Dætur þeirra ýoru þá á barns- aldri, falleg og elskuleg börn. Yfir þessu heimili hvíldi i sann listrænn og þjóðlegur blær. Þar runnu rammíslenzkir straumar fornrar sveitamenningar saman við norræn og evrópsk menning- aráhrif. Þar kom fjöldi fólks víðs vegar að, innlent og erlent. Þar fóru fram hressilegar viðræð- ur um hin fjölbreytilegustu um- ræðuefni, listir og stjórnmál, jarðrækt og bókmenntir, blaða- mennsku, búskaparhætti og þjóð- sögur. Þannig var andrúmsloftið á heimili þeirra Kristínar og Val- týs. Að sjálfsögðu átti húsmóðirin sinn ríka þátt í að skapa það og móta. Listfengi hennar og tildurs laus smekkvís1 blasti þar hvar- vetna við. Þar var skjól við ar- inn, sem logaði glatt meðan heilsa og fjör entist. ★ Lífsstarf Kristínar Jónsdóttur var í raun og veru þríþætt. Hún gekk ung myndlistinni á hönd og þjónaði henni meðan dagur var á lofti. Hún helgaði sig börn- um sínum af heilshuga ástúð og kærleika og hún veitti forstöðu heimili, sem í áratugi stóðu um stormar óvægilegrar dægurbar- áttu. öll þessi hlutverk rækti hún af reisn þroskaðrar konu. Þess vegna geymist minningin um hana í þeim öllum. En stórt skarð stendur opið við fráfall þessarar fjölhæfu og afkastamiklu listakonu. Tjáir þar eigi um að sakast því eitt sinn skal hver deyja. En listamaður- inn lifir áfram í verkum sínum, og minningin um indæla móður og eiginkonu skapar innri gleði sem aldrei þverr, dregur upp mynd, sem aldrei máist. Vinir og venzlamenn frú Krist- ínar Jónsdóttur þakka henni ó- gleymanlegar samvistir og sam- fylgd, öll þjóðin minnist skerfs hennar til íslenzkra menningar- mála, hljóðlát samúð streymir til ástvina hennar, sem nú bera sorg og söknuð í hjarta. Signirður Bjarnason frá Vigur. ¥ MEÐ Kristínu Jónsdóttur er nú horfin ein ágætasta íslenzk lista- kona, fyrr og síðar. Um Kristínu á ég margar góð- ar og bjartar endurmirmingar, og það, sem mér kemur fyrst í hug í því sembandi, er víðsýni henn- ar, og næmur skilningur á því em falda lögmáli að lífið, mennirnir og listin standi ekki í stað, — að allt er breytingunni háð. Þess vegna var hugur hennar alltaf opinn fyrir gróanda listarinnc. , eins og hann kann að birtast á hver.' _ einstöku tín Ekkc't var fjær Kristínu en að hneyksl- ast á því að ungir listamenn taka við þar sem hinir eldri verða að láta staðar numið og að hinn farni vegur hlýtur óumflýjan- lega að liggja inn á ófarnar brautir. Ég mun ætið minnast með þakk læti vinsemdar hennar í garð hinna yngri listamanna og þeirr- ar jákvæðu stöðu, er hún mark- aði sér gagnvart öllum þeim nýstárlega gróðri sem listamenn tuttugustu aldarinnar færðu heiminum. Frá því ég man fyrst efnr, hefi ég haft sérstakt uppáhald á myndlistar;nönnum vegna þess að mér finnst þeir skemmtilegri en annað fólk — og ég gæti í því it~—bandi sagt, að ég ky heldur að láta mér leiðast meðal listairanna en skemmta mér með öðru fólki. Mér mun ekki úr minni líða þær björtu og góðu stundir, er ég hefi ásamt ýmsum öðrum myndlistarmönnum. átt á heir.iili þeirra njóna Kristínar Jónsdóttur. og Valtýs Stefánsson- ar. Hér mætti maður skilningr, vinsemd og frábærri gestrisni, sem ekki mun gleymast. Sjónarmið Krisf rar voru hafin yfir smámunasemi, og hún átti í ríkum mæli þá sýn lista- mannsins á mönnum og málefn- um, cð hin svokölluðu „prakt- ísku“ sjónarmið eru ekki alitaf mikils virði. Hún vissi að til eru verðmæti í lífinu, sem eru meira en gulls í gildi, því hún átti í senn mannlega hlýju og reisn listamannsins. Gunnlaugur Scheving. ★ ÞEGAR ég skrifa þessar línur, nokkur kveðjuorð til Kristínar Jónsdóttur listmálara,. nfjast að sjálfsögðu upp kynni mín um langt árabil við þessa sérstæðu konu. Ef gera ætti kynnum okk- ar einhver skil, mundi það verða langt mál og mér algerlega of- viða. Til að lýsa persónuleika Kristínar Jónsdóttur þarf egg- hvassan penna, sem gæti náð þeim blæbrigðum, sem svo mjög einkenndu þessa sterku konu. Að miðla öðrum þeim áhrifum, er maður varð fyrir af Kristínu Jóns dóttur, er ekki mögulegt. Einungis örfáir búa yfir þeim andlega krafti að geta gert hvern dag í lífi sínu ríkan og ferskan. Slíkir menn eru sífellt hugsandi um ný og ný viðfangsefni, ætíð í leit að innsta kjarna málsins, sí- ungir og svo frjóir í hugsun, að jafnvel smáatvik daglega lífsins geta orsakað stór og mikil and- leg átök. Allir þeir, sem urðu þess aðnjótandi að kynnast Krist- ínu Jónsdóttur, voru fljótir að gera sér grein fyrir þessum fá- gæta hæfileika í fari hennar. Fáa listamenn með meiri skap- festu og kjark hef ég þekkt en Kristínu Jónsdóttur. Hún var okkur yngri kynslóðinni fyrir- mynd og um leið einn traustasti stuðningsmaður, er á reyndi. Enginn af jafnöldrum hennar var eins vakandi yfir velferð yngri listamanna og Kristín, og í fé- lagsmálum listamanna átti hún sterkan og ómetanlegan þátt. Þar stóð hún jafnan við hlið þess, sem hún hafði sannfærzt um, að hefði réttan málstað. Fram til hinztu stundar var Kristín full áhuga fyrir þvi, sem var að ger- ast í vinnustofum hinna yngri listamanna, og hún var óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós, bæði við listamennina sjálfa og opinberlega. Ekkert var fjær Kristínu en að fara með hálf- kveðna vísu. Hún kom til dyra eins og hún var, og það var að- alsmerki hennar, jafnt í daglegu lífi sem í list hennar. Kristín Jónsdóttir var braut- ryðjandi í íslenzku listalífi. Hún var einna fyrst kvenna til að leggja í önnur lönd eftir aldamót síðustu til að nema myndlist. Bóndadóttir norðan úr Eyjafirði steig stórt spor í þá daga með slíku áræði. En heimanmundur hennar var óvenjulega drjúgur: hæfileikar, dugnaður, kjarkar og áræði — allt voru þetta eigin- leikar, sem Kristín Jónsdóttir átti í ríkum mæli og ávaxtaði til æviloka. Kristín var framsýn og frjálslynd kona, en að sama skapi föst fyrir. Sjóndeildar- hringur hennar var víður, og hún trúði á frjálsa og óháða listþróun í landi sínu. Hún haíði þann mikla hæfileika, að geta litið verk annarra listamanna með virðingu og sanngirni, þótt ekki væru unnin í þeim stíl, sem hún sjálf aðhylltist. Fyrir henni var stíll í myndlist aldrei aðal- atriði, heldur það eitt, hvernig verkið stóðst sem sjálfstætt, and- legt verk. Hún var fordómalaus og fylgdist vel með, hvað var að gerast. Kristín var stórgáfuð kona. í mörgum beztu verkum Krist- ínar Jónsdóttur má greinilega sjá, hverja áherzlu hún lagði á að ná árangri í myndlist sinni. Henni lánaðist að gera þau svo nátengd persónuleika sínum ,að þeir, sem þekktu hana, munu jafnan sjá hana í verkum hennar, en ein- | mitt þetta er árangur, sem allir sannir listamenn æskja að ná. Það var fjarri Kristínu að berast mikið á og ota verkum sínum fyr ir almenningssjónir. Er hún varð sjötug, vildi hún engin skrif í blöð eða annað tildur, en daginn hélt hún hátíðlegan með vinum og vandamönnum. Kristín Jóns- dóttir var sérlega hlédræg lista- kona. Að vísu er Kristín Jónsdóttir horfin af sjónarsviðinu, en per- sónuleiki hennar lifir áfram í verkum hennar og endurminning um vina hennar. Það væri ekki í anda Kristínar Jónsdóttur að láta þessar línur inriihalda víl og sorg artón. Samt stilli ég mig ekki um að segja, að ég sakna hennar mikið. Sá lífskraftur, dugnaður og gleði, sem geislaði frá þessari konu, verður mér ógleymanlegur. Skörungur á borð við Kristínu Jónsdóttur verður vandfundinn. Það er ævintýri að hafa notið vináttu hennar og samfylgdar. Það er skarð fyrir skildi í hópi íslenzkra myndlistarmanna, þatr sem Kristín Jónsdóttir er öll. Áður en ég skil við þessar lín* ur, vil ég þakka starf Kristínar Jónsdóttur, framlag hennar til myndlistar fslendinga, starf henn ar í þágu félagsmála listamanna. Hina tryggu vináttu hennar og margs konar uppörvun get ég seint launað, nema ef vera mætti með því að varðveita endurminn- ingu hennar með sjálfum mér, sem henni sæmir. Virðiogu mína tjái ég henni á þann Hátt að leyna því hér, hver sorg og hver skaði mér þykir að fráfalli henn- ar. Valtýr Pétursson. ★ ÞÓ lífið sé stöðugt sama óráðna gátan fyrir öllum mönnum, er það þó dauðinn, sem í hvert sinn er hann vitjar heimkynna okkar, er flestum ennþá óskýranlegrL Og þó svo sé kallað, að sagan endurtaki sig, verður því varlega treyst, því við hvert fótmál sjá- andi manns birtist nýtt ævintýr, sem aldrei hafði áður í manns- huga komið, og óvinur, sem eng- in kunn vopn bíta. Heilög ritning segir að Guð hafi skapað heiminn, og hinir vitrustu menn hafa kennt okkur að hann sé stöðugt að endurbæta hann og gera hann byggilegri börnum sínum. En svo skapaði Guð manninn, raunar í sinni mynd, en við höf- um nú fullreynt öll, að það er aðeins í einu, sem hann líkist föð- ur sínum. Hann leyfði honum að skapa líka, en sagði honum ekki hvernig hann ætti að fara að þvl. Þetta örlagaríka slys skaparans er upphaf óbilgirni mannkynsins, og því á það hamingju sína að þakka. Um leið og Guð blés börn- um sínum í brjóst friðlausri for- vitni og lífsþorsta, afsalaði sér húsbóndavaldinu og veitti þeim frelsi til að skapa eins og hann, þá hlaut að því að koma að þessi nýi máttugi óviti seildist smám saman til nýrra landvinninga, gerðist keppinautur guðdómsins, skapara síns, freistandi að gera nýjan heim við hlið og í sam- keppni við þann, er honum var búinn af föður sínum á himnum. Og nú stendur þessi nýi dverg- guð andspænis tveim veröldum, að vísu jafnráðviltur og í árdaga um markmið og leiðir, en stolt- ur skapari fyrir Guðs náð, með- an hún stendur til boða. Hér hefur þung ábyrgð verið lögð á veikar herðar, en þó verð- ur ekki aftur snúið. Aldrei birtist manni það jafnátak anlega hve heimur okkar má sía lítils við hlið hins, sem ól hann af sér, og andspænis jafnóskýran legu ofbeldi gagnvart hinum frjálsa einstaklingi og velgerðar manni lífsins, er hann fyrirvara laust er kallaður frá verki á heill andi starfsdegi. Og ekki er mannl það í annan tíma ofar í huga hva Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.