Morgunblaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 20
VEDRID
Rigning
190. tbl. — Miðvikudagur .2. september 1959
Við túngarðinn
Sjá bls. 8.
Gistihúsið í Stykkishólmi
brann til ösku i fyrrinótt
Hrein mildi að mannbjörg varð
BTYKKISHÓLMI, 1. september.
— Gistihús Sigurðar Skúla-
Bonar hér brann til kaldra
kola í nótt. Var Sigurður í
húsinu ásamt tveimur sonum
sínum og vaknaði og varð
eldsins var fyrir mikla mildi.
Björguðust þeir feðgar út á
nærklæðunum einum saman.
Heyrðist barið harkalega
Það var hrein tilvjljun, að
ekki voru fleiri stáddir í gisti-
húsinu, er eldurinn kom þar upp,
en gestir, sem þar höfðu dvalizt
fóru í gser. Synir Sigurðar, sem
eru 15 og þriggja ára, fóru
snemma að sofa í gærkvöldi, en
Sigurður var að vinna frameftir
og gekk seint til hvílu. Mun
hann því hafa sofið fast um hálf
þrjú-leytið, en þá vaknaði hann
skyndilega við það að honum
heyrðist barið mjög harkalega
að dyrum. Hélt hann að þar væru
gestir á ferð og spratt fram úr,
en komst að raun um að enginn
var útifyrir.
Brutu glugga til að komst út
Um leið fann hann megna
reykjarlykt leggja framan af
ganginum og er þá eldur logandi
í kvisti á austurhlið gistihússins.
Var eldurinn þá þegar orðinn
talsvert magnaður og varð því
að leita útgöngu um glugga, sem
varð að brjóta. Kom Sigurður
sonum sínum þar út og fór sjálf-
ur í kaðli út á eftir þeim. Kom-
ust þeir þannig út á náttfötun-
um einum saman.
Komu brátt menn að, sem
gátu gert brunaliði aðvart. Þeg-
ar það kom á staðinn var eldur-
inn orðinn mjög magnaður og
rétt á eftir stóð loginn upp úr
þakinu og læsti sig síðan á mjög
skömmum tíma um allt húsið
Nær engu bjargað
Brann það í rúst á tæpum
tveimur tímum og gafst ekki ráð
rúm til að bjarga nema sára-
litlu af innanstokksmunum. Úr
skrifstofu var bjargað peninga
skáp og ýmsum verðmætum
skjölum og lítilsháttar úr eld-
húsi, en öðru ekki. Brann inn-
búið því gersamlega, m. a. borð-
búnaður fyrir 150 manns, tveir
stórir ísskápar og margt fleira
verðmæta.
Vindur var á austan og voru
því nærliggjandi hús í hættu,
enda einbeitti slökkviliðið sér að
því að verja þau. Vildi það til
hápps, að vind lægði mikið á
milli kl. tvö og 4,30 í nótt. Ann
ars mundi hafa farið illa. Um
hádegi í dag rauk enn úr rúst
unum og var því ekki farið að
hreinsa neitt til þar.
Tilfinnanlegt tjón
Gistihúsið og innbú þess mun
hafa verið mjög lágt vátryggt og
mun sá upphæð ekki nándar-
nærri bæta það tjón, sem eig
andinn hefur orðið fyrir. Sigurð-
ur Skúlason hefur undanfarin
ár rekið þetta gistihús með
mesta myndarbrag, enda bætt
það og gert mjög til góða. Hefur
hann líka fengið gott orð fyrir
þennan rekstur. Gistiherbergi
voru fyrir 20 til 30 manns og
matsalur fyrir 40 til 50.
Þetta var eina starfandi gisti-
hús hér í Hólminum og er tjónið
því einnig mjög tilfinnanlegt
vegna hins sívaxandi ferða-
mannastraums.
Tvær konur slasast -
önnur fiutt í sjúkrahús
UM klukkan 1 í gærdag var
harður bílaárekstur á mótum
Miklubrautar og Suðurlands-
brautar. Kona ók öðrum bíl-
anna, Guðbjörg Einarsdóttir
frá Kárastöðum í Þingvalla-
sveit. Hlaut hún skurð ofan
við augað og önnur hnéskelin
brotnaði. Var Guðbjörg flutt í
sjúkrahús af slysstaðnum.
Að því er vitnast af aðstæð-
Loks skein
söli
in
LOKSS stytti upp í gær. f stað
nærri stöðugrar rigningar, gerði
aðeins nol.krar skúrir hér í gær
og á milli var bjart veður og
hlýtt. Héðan úr -ænum mátti ,já
að í næsta nágrenni var meiri og
minni úrkoma alla.. a-,ginn.
í gærmorgun, eftir feikilegt úr-
felli um nóttina, reyndist úr-
koman hafa verið mest á Hvax-
látrum, 33 millimetrar og á
Þingvöllum hafði einnig verið
stórfelld .igning í t. .-rir.á.t og
mældist 32 millimetrar.
Geta má þess að frá aðfaranótt
laugardagsins og þar til í gær-
morgun, hafði rignt hér í Reykja-
vík alls um 34 millimetra.
Þjóðvtgirnir hafa eðlilega
spill-. mjög í þessari vætusömu
tíð. Allir l.;kir og ár mjög
vatns.xúklar -g ba!-k:.-"ullar eir\s
og 1 mestu haustrigningum.
um öllum, hafði Guðbjörg verið
í fullum rétti á bíl sínum.
Maðurinn sem ók hinum bílti-
um, sem var sex manna einka-
bíll, taldi ástæðuna fyrir óhapp-
inu rra þá, að hemlarnir á bíln-
um hans hefðu blotnað. Báðir
skemmdust bílarnir verulega.
'.'ið höggið 'iafði íra—rúðan í oíl
konunnar hrokkið í heilu lagi úr
rammanum og lá hún í þúsund
molum á götunni.
Guðbjörg hafði verið á leið upp
: . vinnuheimilinu að Reykj*-
lundi er óhappið varð. Guðbjörg
er rúmliggjandi í Landsspítalan-
u.n. Kona sem var farþc_i .íjá
l.anni í bílnum mciddi-. líka, en
ekki sv. að hún þyrfti spítaia-
\istar við.
Landbúnaðar-
háskólinn að Ási
100 ára
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN
að Ási í Noregi verður 100 ára 4.
sept. n.k. og verður þess minnzt
með hátíðahöldum þar á staðn-
um. Guðmundur Jónsson, skóla-
stjóri á Hvanneyri fór utan í
morgun til að vera viðstaddur
hátiðahöldin.
Mun hann vera eini íslending-
urinn, sem þar verður nærstadd-
ur, en nokkrir íslendingar hafa
fyrr og síðar stundað nám að
ÁsL,
Út frá Ijósaskilti
Réttarhöld standa nú yfir út
af brunanum, en allar líkur
benda til, að kviknað hafi í út
frá rafmagni. Var ljósaskilti ut-
an á húsinu, sem á stóð Hótel
og voru 9 til 10 perur í því. Var
látið loga á skilti þessu í nótt
eins og svo oft áður vegna ferða-
manna. I nótt var mikil rigning
og bendir allt til að kviknað hafi
í út frá skiltinu, en eldurinn kom
fyrst upp í kvisti þ'eim, sem
skiltið var utan á.
— FréttaritarL
Kalsaveður við
Breiðafjörð
STYKKISHÓLMI, 31. ágúst. —
Undanfarana daga hefur verið
rigningasamt og kalsaveður við
Breiðafjörð. Hey hafa hrakizt
mjög víða og enn er ekkert útlit
fyrir uppstyttu. Er þetta mjög
bagalegt og hjá sumum horfir tiL
algjörra vandræða. í mörgum
görðum hafa kartöflugrös stór-
skemmzt. — Árni.
w X -rr .•jSMTM'XiSMÍÁ
iki^ÍtÍáÍÍiÍ^^^WÍ^jiti-iÍÍ
í skóla í
fyrsta sinn
í gær áttu þau börn að mæta
í skóla, sem setjast í fyrsta
sinn á skólabekk í haust. Snáð
inn á efri myndinni er sýni-
lega fullur eftirvæntingar. —
Hann er léttur í spori og
hleypur við fót upp skóla-
tröppurnar. Móðir hans held-
ur líka enn í höndina á hon-
Fjögur héraðsmót Sjálf-
stœðismanna nœstu helgi
SJALFSTÆÐISMENN halda fjögur héraðsmót um næstu helgi.
Mótin verða haldin að Breiðabliki á Snæfellsnesi, Blönduósi, Húsa-
vík og í Skúlagarði í Kelduhverfi.
BREIÐABLIK
Héraðsmótið í Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu verður hald-
ið að Breiðabliki laugardaginn 5.
sept. kl. 8,30.
Ávörp flytja: Ásgeir Pétursson,
Friðjón Þórðarson, Jón Árnason
og Sigurður Ágústsson.
Skemmtiatriði annast: Harald-
ur á Sigurðsson, Ómar Ragnars-
son og Hafliði Jónsson. Að lok-
um verður stiginn dans.
☆
BLÖNDUÓS
Mótið í Austur-Húnavatns-
sýslu verður á Blönduósi sunnu-
daginn 6. sept. og hefst kl. 3,30.
Ræður flytja alþingismenn-
irnir: Jóhann Hafstein, Einar
Ingimundarsson og Jón Pálmason
fyrrverandi alþingisforseti.
Haraldur Á. Sigurðsson, Ómar
Ragnarsson og Hafliði Jónsson
flytja gamanþætti og syngja gam
anvísur. Að lokum verður dans-
að. Gautlandsbræður leika.
HÚSAVfK
Héraðsmótið í Suður-Þingeyj-
arsýslu verður haldið á Húsavík
laugardaginn 5. sept. og hefst
kl. 9 síðd. Ræður flytja alþingis-
mgnnirnir Jónas G. Rafnar og
Magnús Jónsson.
Skemmtiatriði annast: Bessi
Bjarnason, Steindór Hjörleifsson
og Knútur Magnússon. Að lokum
verður dansað.
☆
SKÚLAGARÐUR
1 Norður-Þingeyjarsýslu verð-
ur héraðsmótið haldið að Skúla-
garði í Kelduhverfi sunudaginn
6. sept. kl. 4 síðd.
Ræður flytja alþingismennirn-
ir: Jónas G. Rafnar og Magnús
Jónsson. Bessi Bjarnason, Stein-
dór Hjörleifsson og Knútur
Magnússon flytja gamanþætti og
gamanvísur. Um kvöldið verður
dansleikur á sama stað.
um.
☆
Að lesa og skrifa Iist er góð,
fær telpan á neðri myndinni
að reyna.
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Sjálfstæðismenn
vestra ræða frain-
boð
STYKKISHÓLMI, 31. ágúst —
Trúnaðarmenn Sjálfstæðisfélag-
anna í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu komu saman til fund-
ar að Dalsmynni í Eyjahreppi s.L
föstudag. Var fundurinn með
allra fjölsóttustu trúnaðarmanna
fundum, sem haldnir hafa verið
hér. Umræðuefni fundarins var
væntanlegur framboðslisti í Vest-
urlandskjördæmi og undirbún-
ingur haustkosninganna. Mikill
einhugur ríkti á fundinum og tóku
fjölmargir til máls, en fundar-
stjóri var Hinrik Jónsson, sýslu-
maður, sem er formaður héraðs-
nefndar og fundarritari Þorsteinn
L. Jónsson, sóknarprestur í Söð-
ulsholti. Umræður stóðu fram
yfir miðnætti og var almenn
ánægja með fundinn. — Árni