Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 8
8 MORGVNM. 4Ð1Ð Fimmtudagur 3. sept. 1959 Faber hinn enski flaug fyrstur á íslandi. — Eggert P. Briem tók myndina í Vatnsmýrinni 1919. í fáum orðum sagt: Hann varð Talað við Frank Fredrickson, sem ætlaði að sigra Vestmannaeyjar, en tapaði Frank Fredrickson (í — Þó finnst mér Viðey ekki eins rómantísk og áður og ég held Árbær ekki heldur. Einu sinni fórum við Friðþjófur Thorsteins- son með dömur „austur“ og kom- um við í Árbæ. Þar var þá verið að dansa og við fórum inn og vorum óðar komnir út á gólfið og farnir að dansa, en gleymd- um stúlkunum í bílnum og þær voru bálreiðar, þegar við komum loks út aftur. Þegar ég segi kon- unni minni þessa sögu þá hristir hún höfuðið: — Þú hefur ekkert breytzt, segir hún. Frank Fredrickson talaði nú um uppeldi sitt í Canada. Hann sagði, að faðir hans hefði gefið honum fyrstu skautana, þegar hann var 5 ára gamall. Frank var snemma góður íþrótta- maður og hafði einkum gaman af „hokki“ og fótbolta og stund- aði þessar íþróttir í winnipeg, þar sem hann varð einn frægasti hokkileikari Kanada. Hann var fyrirliði liðsins sem varð Olym- píumeistari í íshokki í Antwerp- en 1920, en eins og kunnugt er voru allir keppendur af íslenzku bergi brotnir. Þegar Frank lék hokkí í Kanada, var hann allt- af kallaður „íslendingurinn" með al almennings. Hann segist hafa komið frá Antwerpen til íslands á vegum Flugfélagsins til að reyna að koma innanlandsflugi í sæmilegt horf. Meðan hann dvald ist hér, vakti Vestmannaeyja- flug hans einna mesta athygli. Ég bað hann um að segja lesend- um Mbl. frá þessu flugi og fer frásögn hans hér á eftir: — í blöðunum var þetta kallað „svaðilför" og má það til sanns vegar fæla, því ég hygg ég hafi aldrei lent I öðrum eins lifs- háska og var þó flugmaður í heimsstyrjöldinni fyrri. Vélamað- miðju) ásamt Erni Johnson og Agnari Kofoed Hansen. ur minn var brezkur, hét W. Turtons, ágætur maður að mörgu leyti, og hafði komið með mér frá Bretlandi. Við lögðum á stað í Vestmannaeyjaförina laug- ardaginn 24. júli og ætluðum að vera komnir aftur til Reykjavik- ur mánudaginn þann 20., þvi Pét- ur Á. Jónsson átti að syngja í Nýja Bíói um kvöidið með undir- leik Páls ísólfssonar og hafði ég hug á að komast á þessa hljóm leika. Ég þekkti þá báða, Pétur og Pál, og hafði mjög mikia á- nægju af að hlusta á tónlei'ka þeirra. Þeir settu afarmikinn svip á bæinn um þetta leyti og verða hljómleikar þeirra mér æ- tíð minnistæðir. — Við fengum góðan byr og vorum aðeins fimm- tán mínútur austur að Kaldaðar- nesi frá því við tókum stefnuna þangað. Þar var okkur tekið tveim höndum og gistum þar, því allhvasst var orðið. Ég flaug með Harald og frú Dóru Sigurðsson og urðu þau mjög hrifin af flug- ferðinni. Síðan fór ég um hádegið á sunnudaginn niður á Eyrar- bakka og sýndi þar listílug og tók nokkra farþega. Ég notaði túnið á Stóra-Hrauni fyrir flugvöll með leyfi séra Gísla. En kl. 7 um kvöldið var svo haldið af stað til Vestmannaeyja, því við fréttum, að veður væri all- gott, þó hann blési lítillega af norðan. Ferðin gekk ágætlega til Eyja, en þegar ég fór að lækka flugið og var kominn niður í fimmtán metra hæð voru kast- vindar og uppstreymi svo mikið, að ég hélt, að flugvélin mundi brotna í spón. Enski flugmað- urinn Faber hafði ætlað að lenda í Vestmannaeyjum árið áður, en mistekizt og var ég nú staðráð- inn í að vinna þessa hetjudáð. Faber hafði farið niður með hægri ferð. Ég lét mér það uppá- tæki hans til varnaðar verða og hafði góðan hraða á vélinni til að geta haft hemil á henni, en það kom fyrir ekki og rikkirnir í vængina voru svo snöggir og harð ir, að mér fannst ég mundi missa stjórn á vélinni og hætti við svo búið. Það var mér þó mjög á móti skapi, því ég var staðEáðinn í að vinna það afreksverk að lenda í Vestmannaeyjum, en mátti lofa hamingjuna fyrir, að við skyld- um sleppa Iifandi úr þessum hild arleik. Allmaílfe^gnna horfði á okkur úr landi og þegar ég gerði þriðju og síðustu tilraunina, varð Turton svo hræddur, að hann sneri sér við í sæti sínu og hrópaði náfölur og skelfingu lost- inn: — í guðanna bænum lentu helvítis vélinni heldur á sjónum. Það kom mér á óvart, að við skildum ekki geta lent í Vest- mannaeyjum, því ég hafði áður komið þangað með Halldóri Jónas syni og athugað ströndina og leizt okkur ágætlega á hana. En hræðslan varð hégómagirndinni yfirsterkari — og þá tók ég stefnu á land. Ég ætlaði að verða hetja, en tókst ekki. Ef ég hefði orðið hetja, væri ég sennilega ekki lifandi enn. Það er gaman að lifa. — Þú heldur kannski að hræðsla þín hafi bjargað lífi þinu í þetta skiptið? — Já, ég er ekki frá því. Skyn- semin á sjaldan upp á pallborðið hjá ungum fullhugum. Svo hélt Frank áfram ferða- sögu sinni: Ég hafði eytt svo miklu benzíni yfir Vestmannaeyjum, að ég var Frh. á bls. 9. EINS og skýrt hefur verið fra í blöðum, hefur vestur-íslenzki flugmaðurinn Frank Fredrickson verið í heimsókn hér á landi ásamt konu sinni. Hann hefur ekki komið til íslands í tæp 40 ár, eða síðan hann _ flaug hér á vegum Flugfélags fslands sum- árið 1920. Frank er ákaflega geð- felldur maður, glaður og leifur og hefur þann ágæta kost að taka margir sauðaþjófar séu í ættinni. Að svo búnu fórum við að rabba um gamlan tíma og eink- um hina stuttu dvöl Frank Fred- ericksons hér á landi 1920. Hann kvaðst eiga margar hugljúfar endurminningar frá dvol sinni hér. Mörgum nöfnum skaut upp í huga hans, mörg atvik rifjuð- ust upp, flest er breytt, annað eins og það var: Árbær, Viðey. blaðamenn ekki of hátíðlega. — Hann segir oft „góði“ í vináttu- skyni upp á vestur-íslenzku. Kona Frank Fredricksons er einnig íslenzk í báðar ættir og var á henni að heyra, að henni þætti afargaman að koma til lands feðranna, en þó virtist hún hafa áhyggjur af því, að hún gæti ekki talað íslenzku jafnvei og hún hefði viljað. Það er þó mála sannast, að þau hjón bæði töl- uðu íslenzku, ef á þurfti að halda og skildu hana ágætlega. Frank sagði að hann hefði verið svo á- kafur í að komast út úr flugvél- inni þegar hún var lent á Reykja- víkurflugvelli, að hann hefði ekk- ert hirt um konu sína, en ruðst fram fyrir hana, svo allir héldu að hún væri þjónustustúlka hans með pinkla og annan farangur. Hann áttaði sig ekki fyrr en hún kallaði: — Heyrðu góði, er ég ekki með þér? — Raunar mætti segja, að við séum eins og tv,eir unglingar sem sjá nýtt leikfang í fyrsta sinn, sagði Frank ennfremur. Hér er allt svo nýtt og ferskt og skemmti legt, yndislegt ætti ég kannski heldur að segja. Hér er margt að gera, og ég hlakka til að staldra við. Ég ætla að segja þeim löndum mínum sem spyrja til hvers ég hafi komið til íslands, að ég vilji fá að vita, hversu \ Alfreð Elíasson: | Af hverjum 100 far- iþegum — 84 útlendir í DAG, fjórum áratugum eftir að fyrsta íslenzka flugvélin hófst til flugs frá ís- lenzkum flug- velli, eru rúm fimmtán ár lið- in frá því er nokkrir m e n n komu saman hér í Reykjavík til þess að stofna flugfélagið Loft leiðir. Þó að starfs- mannahópurinn, sem fylkir sér í dag undir merki Loftleiða sé fjölmennari þeim, sem fyrstur hóf störf, og betur búinn tækjum, þá eiga þeir báðir það sameiginlegt, að leita starfs- orku sinni verksviðs, þar sem ís- lenzkar hendur hafa ekki fyrr haldið um plóg. Loftleiðir hófu starfsferil sinn með því að ryðja þær flugleiðir hér á landi, sem áður höfðu ekki verið farnar og í dag er félagið. að keppa þar á alþjóðaflugleiðum, sem íslendingar hafa ekki fyrr verið. Sú bjartsýni, sem einkenndi í öndverðu starfsemi Loftleiða olli því, að félagið ákvað að hefja samkeppni þar á heirns- markaðnum, sem bardaginn var harðastur og það er e.t.v. einkum vegna hinnar óbilandi trúar okk- ar á framtíð flugsins, sem sterk- ar lfkur benda til, að Loftleiðum muni heppnast þetta, og ef það tekst örugglega, þá hafa íslenzk flugmál með því unnið sinn mik- ilvægasta sigur á þeim fjörutiu árum, sem nú eru liðin frá upp- hafi vélflugs á íslandi. Þróunarbraut íslenzkra flug- Framh. á bls 18. Alfreð Elíasson > s i i s s s s ) s s s s s s s • •• \ Om Johnson: j Yfir 80 þúsund j farþegar árið 1959 j FLUGFÉLAG fslands var stofn- að á Akureyri 3. júní 1937. Nafn félagsins var upphaflega Flug- félag Akureyrar, en 1940 var að- setur þess flutt til Reykjavíkur og nafni þess jafnframt breytt i Flugfélag fslands. Félagið setti s é r í upphafi það markmið að koma á flugsam göngum innan- lands. Fyrstu flugvélar þess voru eins-hreyf- ils sjóvélar, e r flutt gátu 3—4 farþega, en vor- örn 5 ið 1942 eignaðist Johnson það fyxetu tveggja-hreyfla landflugvélina. Með tilkomu hennar, hefst notk- un landflugvéla hér á landi til farþegaflutninga, að frátöldum fyrir tilraunum, og með henni hefst einnig fyrsti vísirinn að reglubundnum flugferðum. Skömmu fyrir lok heimsstyrj- aldarinnar eignast félagið fyrsta Catalina-flugbátinn, og byrjar til raunir til millilandaflugs með honum sumarið 1945, en ári síðar hefjast reglubundnar ferðir til Bretlands og Norðurlanda, fyrst með leiguvélum en síðar með gamla „Gullfaxa“ Síðan hefur fe- lagið annazt innanlands- og milli- landaflug jöfnum höndum. Árið 1946 eignast Flugfélag ís- lands fyrstu Dakota flugvélina („Gljáfaxa", sem enn í dag er i stöðugri notkun) og næstu árin bætast í hópinn fleiri Dakota og Catalina flugvélar, en þessar teg- undir flugvéla hafa að langmestu leyti annazt innanlandsflugið .1 þessa dags. Framh. á bls 18. Örn Ó Johnson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.