Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 18
18
MORCUNBT4Ð1Ð
Fimmtudagur 3. sept. 1959
Caman vœri að fljúga
einni af þessum
gömlu aftur
Rætt v/ð Sigurð Jónsson handhafa
loftferðaskírteinis no. 1
— I>ér eruð handhafi loftferða
Bkírteinis númer eitt, og þar rrifeð
fyrsti íslenzki flugmaðurinn, er
ekki svo?
— Já, ég er fyrsti íslendingur
inn er öðlast rétt til flugs. Frank
er kandískur ríkisborgari og alls
góðs maklegur — en hann >r
fæddur í Kanadá. Ég fór
utan til flugnáms árið 1923
á vegum íslenzka ríkisins. Við
vorum 4, sem fórum utan, 3 til að
1 -- flugvéla/irkjun < 1 til að
nema flug. Ég var valinn úr 25
J -nna hópi, að undangengnu/n
prófum. Hinir sem fóru í flug-
virkjun voru: Gunnar Jóhanns-
son, forstjóri Stálhúsgagna
hf., Björn Ólsen, sem var félagi
hans, en er nú látinn, og Jóhann
I>orláksson, vélfræðingur — sá,
sem smíðaði fyrsta dísilhreyfil í
bát hér á landi, ef nokkur man
þá eftir því Við fórum utan haust
ið 1928 og vélamennirr.ir sneru
heim vorið 1929. Ég var fyrst í
skóla í bænum Böblingen í Suð-
ur-Þýzkalandi, síðan í Wúrsbuvg
og loks fór ég í sjómannaskóla
í Norður-Þýzkalandi.
— Sjómannaskóla?
— Já, við urðum að læra ýmis-
legt í sjómennsku í sambandi við
sjóflugvélar, splæsa og róa og
margt annað. Ég lauk svo þýzku
flugmannsprófi 30. maí 1930, og
fékk skírteini númer 2530. — Þeir
voru nú ekki fleiri þá. Kennslu-
flugvélarnar voru frá fyrri heims
styrjöldinni, sú elzta frá árinu
1916, 15 árum yngri en flugvél
Wright-bræðra. Ég kom heim
vorið 1930, og flaug hér heima í
fyrsta sinn sem aðstoðarflugmað-
ur 25. júní 1930 og tveim dög-
um siðar sem stjórnandi flugvél-
ar. Ég flaug sjö sinnum miili
Reykjavíkur og Þingvalla í sam-
bandi við alþingishátíðina. Fyrsta
flug mitt ú;t á land var svo cil
ísafjarðar og vorum við tvo og
hálfan tíma á leiðinni. Þetta voru
flugvélar af gerðinni Junker F
13 og W-33. Þær hétu Súlan og
Veiðibjallan. Á móti mér flaug
þýzkur flugmaður, Neumann að
nafni. Hann fór utan um haustið
í september. Síðan hafa útlend-
ingar ekki flogið á vegum flug-
félaganna í innanlandsflugi. Um
veturinn flaug ég svo með póst
út á land, en það var auðvitað
heldur stopult. —
— Það hefur verið mikill mun-
ttr á fluginu þá og nú?
— Já og öryggisþjónustunni
— hún var engin. 30. júní fór ég
til dæmis í síldarflug og eftír
tveggja og hálfs tíma flug bilaði
hreyfill flugvélarinnar, og við
lentum á sjónum og vorum á reki
í 8 tíma. Það var ekkert verið að
undrast um okkur. Við fórum
bara af stað, og þar var einfald-
lega reiknað með að við kæmum
aftur.
— Hvað var þá til bjargar?
— Það vildi svo heppilega til,
að það var álandsvindur og okk-
ur rak á land undan haugasjó og
svo lygndi með kvöldinu.
— Okkur bar að landi í Selvík
á Skaga. Þar sáum við bæ, og
menn urðu okkar varir og kon>u
á trillubát og drógu okkur á land.
Svona var nú öryggið þá. En við
hröpuðum ekki, eins og þið blaða
mennimir segið alltaf í tíma og
ótíma: flugvél hrapar og svo fram
vegis. Flugvél hrapar ekki nema
hún fari í stykki í loftinu, ef að
vélin vilar, þá svífur hún á vængj
um sínum til jarðar og lendir. —
Það er allt Og sumt Svo er annað:
Þið segið, að lending hafi tekizt
vel í það og það skiptið. Hvenær
tekst lending illa? Annað hvort
lendir flugvélin eða ekki — lend
ing tekst ekkert misjafnlega.
Flugvélin lendir, ef ekki — þá
er slys, en ekki lending. — Þetta
var nú útúrdúr, en þetta fer í
taugarnar á okkur flugmönnun-
um. En svo ég snúi mér aftur
að fortíðinni. Á árunum 1928—31
var lent á 40—50 stöðum á land-
inu, og á fjórum árum voru flutt-
ir 2600 íslenzkir farþegar til og
frá um landið, og er það mjög
há tala, því 1928—29 var aðeins
flogið um sumarmánuðina. Næsti
maður í flugið á eftir mér var
Björn Eiríksson. Hann kom vorið
1931, og við flugum báðir saman
það sumar. Síðan kom þriðji
maðurinn, Agnar Kofoed Hansín,
flugmálastjóri, og Örn Johnson.
Og- síðan hver af öðrum. Nú eru
flugliðar orðnir 513, sem hafa
einhver skírteini til starfa við
flugið.
— Þið hafið verið snemma í því
hér?
— Já, ég er búinn að fljúga í
31 ár, þegar flugið er 40 ára og
30 ár, þegar Wrigthbræður eiga
50 ára flugafmæli, en þeir telj-
ast upphafsmenn nútímaflugs. —
Flugfélag íslands sem var stofn-
að 1919, en varð að hætta vegna
fjárskorts 1920, er með elztu flug
félögum í heimi. Ég held, að Det
danske Luftfartselskab sé það
Sigurður Jónsson
elzta og síðan Flugfélag íslands.
— Svoleiðis að maður er
snemma í því. Ég man vel eftir
Frank.
— Þegar ég var 10 ára,
var ég að sniglast í Vatns-
mýrinni. Þá stóð hann uppi
á vængnum á flugvélinni sinni,
og allt í einu missti hann skrúfu
niður á jörðina Og ég var ekki
seinn á mér að ná í hana og rétta
honum. Á þessu lifði maður svo í
margar vikur á eftir.
— Krókurinn hefur sem sé
snemma beygzt til þes sem Verða
vildi?
— Já, aðefns átta árum síðar
var ég kominn til flugnáms.
— Og þú ert ekki hættur að
fljúga?
— Nei, nú prófa ég þá, sem
vilja fá loftferðgaskírteini. Þeir
eru orðnir margir. —. Gaman
væri að fljúga einni af þessum
gömlu aftur, en þær eru nú varla
til lengur.
— Alfreð
m
M Ný senumg m
1 Seekers I
J kvöldkjólaefni ^
MARKAÐURIKN
Hafnarstræti 11.
Framh. af t>ls. 8
mála verður aldrei framar lokað
á íslandi. Við munum, eftir því,
sem kraftar leyfa, feta í slóð ná-
granna okkar, auka nýtingu flug
véla til alls konar flutninga og
klæða með hjálp hennar landið
gróðri, svo sem Nýsjálendingar
hafa nú sannað, að auðvelt er.
Hesturinn, bifreiðin, þjóðvegur-
inn, þoka smám saman fyrir flug
tæki framtíðarinnar. Þeirri
staðreynd verður ekki haggað.
Hitt er annað mál og óvissara
hver hlutur okkar muni verða
í hinum alþjóðlegu loftsiglingum
framtíðarinnar, en á svarinu við
þeirri spurningu veltur það m. a.,
hvort við munum geta drýgt
þjóðartekjur okkar verulega með
þessari atvinnugrein eða að við
nýtum ekki hina landfræðilegu
aðstöðu okkar og látum útlend-
inga eina um að flytja fólk og
vörur yfir ísland.
Reynslan, sem þegar er fengin
af starfsemi Loftleiða bendir
ótvírætt til þess að við séum á
réttri leið. Af hverjum 100 far-
þegum félagsins eru 84 útlendir.
Undanfarin ár hefir félagið verið
sæmilega sjálfbjarga með er-
lendan gjaldeyri og fyrstu 6 mán-
uði þessa árs skilaði það bönk-
unum gjaldeyri fyrir 10 milljón-
ir króna, en flutti auk þess alla
sína íslenzku farþega, þjóðinni
að kostnaðarlausu, gjaldeyrislega
séð. Þetta er að vísu ekki mikið
til að státa af, en þó nógu aug-
ljóst til þess að gefa örugga vís-
be-ndingu um það hvert steína
skuli í íslenzkum flugmálum.
Á þessum fertugasta afmælis-
degi flugsins vil ég, að sjáifsögðu,
nota tækifærið til þess að þakka
öllum þeim mörgu, sem stutt hafa
Loftleiðir til dáða og óska þess,
að sem flestir verði eftirleiðis
reiðubúnir til þess að veita fé-
laginu þann styrk, sem nauðsyn
krefur til þess að halda áfram
sókninni inn á hin miklu mark-
aðslönd alþjóðaflugsins.
Agcet skemmtiferð
aldraðs fólks í Firðinum
HAFNARFIRÐI. — Síðastliðinn
mánudag buðu bifreiðastjorar á
fólksbílastöðvunum hér og Land-
leiðir í Rvík öldruðu fólki í
skemmtiferð, en það hafa aðilar
þessir gert undanfarin sumur. í
— Orn
Framh. af bls. 8.
Innanlandsflugið hefur jafnan
reynst félaginu erfiðara en milli
landaflugið, tæknilega og fjár-
hagslega, sem ekki er óeðlilegt
því að við búum við óblíða veðr-
áttu, lítil þjóð í víðfeðmu fjalla-
landi. Millilandaflug félagsms
hefur hins vegar verið innan-
landsfluginu styrkur á margan
hátt, og til þessa gert félaginu
kleyft að starfa að öllu leyti án
fjárhagslegs _ stuðnings hins op-
inbera Mun ísland vera eitt fárra
landa, ef ekki það eina, sem kom-
izt hefur hjá að styrkja innan-
landsflug sitt drjúgum fjárfram-
lögum úr ríkissjóði. Þótt félagið
hafi komizt hjá að leita á náðir
ríkisins í þessum efnum, er því
ekki að neita að það hefir löngum
átt við fjárskort að etja, eink-
um síðustu tvö árin, eftir kaup
þes á hinum fullkomnu en dýra
Viscount flugvélum, „Gullfaxa“
og „Hrímfaxa“. Þær flugvéiar
kostuðu um 47 milljónir króna
er kaupin voru gerð, en með til-
komu yfirfærslugjaldsins vo.'.ð
1958 hækkuðu erlendar skuldir
félagsins vegna þessara kaupa um
u. þ. b. 15 milljónir króna. —
Óneitanlega var stigið stórhuga
skref með kaupum þessara flug-
véla af ekki fjársterkara fyrir-
tæki c*n Flugfélag íslands er í
dag, en það er sannfæring mín
að félaginu takist að yfirvinna
þá örðugleika, sem þessu fylgja
um nokkurt árabil og að einmitr
þessi ráðstöfun hafi verið heilla-
ríkt spor.
Þegar Flugfélag fslands hóf
starfsemi sína árið 1938, átti það
eina flugvél, sem flutt gat 3—4
farþega að hafði 3 s,tarfsmenn í
þjónustu sinni. Það ár voru flutt-
ir 700 farþegar og brúttótekjur
námu 40 þús. krónum. Nú starfa
270 manns hjá félaginu og flug
vélar þess geta flutt 265 farþega
samtímis. Gera má ráð fyrir að
flugvélar félagsins flytji á þessu
ári yfir 80 þúsund farþega og að
brúttótekjur nemi 80—90 millj.
króna.
Þessar tölur varpa nokkru
ljósi yfir vöxt Flugfélags íslands
á liðnum árum, en þær marka þó
aðeins útlínurnar, og innaa
þeirra er að finna sögu félags-
ins og þau fjölmörgu verkefni i
samgöngumálum landsmanna,
sem félagið hefur fengið til úr-
lausnar.
Síðustu árin hefur Flugfélag
íslands, auk áætlunarflugsins,
annast mikla og vaxandi flutn-
inga milli Danmerkur og Græn-
lands.. Alls hafa flugvélar þess
nú farið meira en 600 ferðir <il
Grænlands, og er almennt talið
að áhafnir félagsins hafi nú öði-
ast meiri reynslu í hinu vanda-
sama Grænlandsflugi en flug-
menn annarra þjóða.
Grænlandsflugið hefur verið
vaxandi þáttur í starfi félagsins
undanfarin ár, og það er von mín
að það fari enn vaxandi þrátt
fyrir blikur þær, sem nú eru á
lofti í þeim efnum.
Mörg verkefni bíða úrlausnar
Flugfélags íslands á næstu árum.
Áður en langt um líðu. þarf að
endurnýja flugvélakost félagstns
til innanlandsflugs, og fylgist fé-
lagið vel með öllum framförum
á sviði flugvélaframleiðslu, sem
hagnýtar kunna að reynast fyrir
okkar aðstæður. Þá vinnur fé-
lagið í vaxandi mæli að kynn-
ingarstarfsemi erlendis til að
vekja athygli ferðamanna á landi
okkar. Má vænta árangurs af þvi
starfi á komandi árum.
Örn Ó. Johnson.
förinni voru 26 bílar og tveir
strætisvagnar, en alls tók 200
manns þatt í ferðinni. Veður var
ekki sem hagstæðast, rigningar-
suddi, en.þrátt fyrir það tókst
ferðin ^gtlega og fólkið skemmti
sér vel.
Var haldið af stað úf bænum
laust eftir hádegi og haldið sem
leið liggur austur Hellisheiði,
gegnum Hveragerði og austur að
Sogi. Veður var ekki þann veg
háttað að fólkið gæti farið úr
bílunum, en um fyrrnefnda staði
var ekið hægt, þannig að það gat
t. d. virt fyrir sér hinar miklu
framkvæmdir við Sogið. Síðan
var haldið til Valhallar á Þing-
völlum, þar sem bílstjórarnir og
Landleiðir hf. buðu hinu aldraða
fólki upp á góðgerðir, kaffi og
kökur. Var stanzað þar á þriðja
tíma, og yfir kaffinu voru ræður
haldnar og skemmtiatriði flutt.
Séra Jóhann Hannesson þjóð.
garðsvörður flutti skemmtilegt og
fróðlegt erindi um þingvelli og
fleira, en af hálfu aldraða fólks-
ins töluðu og þökkuðu fyrir ferð
ina og veitingar allar, þeir Sigur.
jón Jóhannsson, Guðlaugur Ein-
Framhald á bls. 19.
Seg ibað
með blómum
ÉG man, að ég hef séð og heyrt
þessi' orð á ferðum mínum er-
lendis.
Mönnum var bent á að kaupa
blómin, senda þau vinum á gleði-
og sorgarstundum og láta þannig
í ljósi hugheilar óskir og samúð-
arkveðjur. Þá var einnig sú að-
ferð notuð að selja merki til
styrktar góðu málefni og til
hjálpar hinum sorgbitnu.
Áreiðanlegt er, að Hjálpræðis-
herinn er meðal hinna fyrstu hér
á landi, sem á þennan hátt hafa
safnað fé, sem menn með gleði
hafa greitt, er þeir veittu við-
töku merki dagsins. Merkjasalan
er einn þáttur í bæjarlífinu.
Mörg félög hafa með þessu móti
bætt úr margs konar böli.
Hjálpræðisherinn hér í bæ er
nú á 65. árinu. Man ég fyrstu
samkomu Hersins í maí 1895.
Hef ég oft verið vottur að þol-
gæði og þrautseigju hermann-
anna, sem trúir starfi sínu hafa
staðið á götum bæjarins, bæði í
sólskini og regni, í frosti og blíð-
viðri, boðið mönnum Herópið,
sem nú er 64 ára, safnað fé til
hjálpar fátækum, og með söng
og lífsins orði bent mönnum á
hinn rétta veg. Með dugnaði og
ósérhlífni hefur Herinn um langt
árabil unnið fagurt fórnarstarf.
Starfsfólk Hjálpræðishersins
hefur um mörg undanfarin ár
haldið árlegan merkjasöludag,
margir hafa fúslega keypt blóma
merkin, því að það er vitanlegt,
að ágóðanum af sölunni er varið
til eflingar andlegri starfsemi og
til síuðnings því líknarstarfi, sem
er í fylgd með sönnu trúarlífi.
Heill öllum þeim, sem hafa það
hugfast að sálin í öllu líknar-
starfi er líknin, sem veitist sál-
inni. Það skal sannast, að þar
sem hugsað er um velferð sálar-
innar, vaknar áhugi á því, að
bætt sé úr líkamlegri þörf.
Mér er sagt, að Hjálpræðisher-
inn hafi í þessu augnamiði
merkjasölu síðustu tvo daga þess
arar viku. Verða merkin seld á
götum bæjarins, og allir, sem
þau kaupa, gleðjast yfir því, að
hver króna, sem fyrir þau fæst,
er notuð til þess að auka far-
sæld þeirra, sem hjálparinnar
þarfnast.
Styrkjum því fagurt starf með
því að kaupa merkin, sem seld
verða á föstudag og laugardag.
Það er áreiðanlegt, að Guð
hefur velþóknun á hverri gjöf,
sem til heilla horfir, og um leið
gefur hann góðu málefni sigur.
Bj. J.