Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 1
20 siður Bjóða upp á nýja vinstri stjórn Samningar hafnir milli kommúnista og Framsóknarmanna „■ÚTSÝN“, aukaútgáfa „Þjóðvilj- ans“, skýrir frá því sl. mánudag, er það vaknaði að nýju eftir lang an svefn, að miðstjórn og þing- flokkur Alþýðubandalagsins hafi fyrir nokkru ákveðið að „hefjast handa í því skyni að beita sér fyrir því að koma á vinstri sam- vinnu í íandinu að haustkosning- unum loknum og að sú samvinna yrði undirbúin með ýmsum hætti“. Ennfremur skýrir blaðið frá því, að miðstjórnin og þingflokk- urinn hafi snúið sér til Fram- sóknarflokksins og óskað samn- inga um þetta áður en Alþingi lauk um daginn. Sé þetta erindi nú til umræðu innan Framsókn- arflokksins og „muni svars að vænta þessa dagana“. Þá vita menn það. Ný vinstri stjórn er það, sem kommúnistar stefna að. Samningar eru þegar hafnir um þetta milli þeirra og Framsóknarmanna. M/ð/o Rússar málum með Kína og Indlandi? í REUTERSFREGNUM í gærkvöldi sagði, að Sovét- stjórnin hafi beitt sér fyrir því, að forsætisráðherra Ytri-Mongólíu reyni að miðla málum með Indverj- um og Kínverjum vegna á- takanna, sem orðið hafa á landamærum ríkjanna. Var sagt í fregninni, að ráðherr- ann hafi þegar átt viðræður við Sjú En Lai, forsætisráð- herra Kína, í Peking, og muni væntanlega fara til Nýju-Delhi innan viku til viðræðna við Nehru. Þá sagði og í fréttinni, að æðstu menn Kina og Ind- iands hittist til þess að ræða ágr einingsmálin. Innrásin i Laos VIENTIANE, Laos, 2. sept. Reut- er-NTB. — Um 3.500 manna her kommúnista hefir sótt ört suð- ur á bóginn á Sam Neua-svæð- inu og tekið mörg þorp, en ekki hefir enn komið til verulogra átaka við stjórnarherinn, sem hefir aðalbækistöðvar sínar í bænum Sam Neua. — Yfirfor- ingi Laoshers sagði í dag, að á- rásin hefði hafizt frá Norður- Vietnam og hefði meirihluti her- mannanna verið þaðan, en árás- arsveitirnar voru studdar stór- skotaliði. ★-------------★ Fimmtudagur 3. september. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Gróðurhús við rætur Dranga- jökuls. 8: Hann varð ekki hetja. (í fáum orðum sagt). — 10: Forystugreinarnar ,,Eins og risavaxinn fugl“ og ,,þegar Framsóknarframbjóðandinn talaði af sér“. Konungur í 55 ár (Utan úr heimi). — 11: Viðbrögð æskunnar björguðu framtíð flugsins á íslandi. — 18: Gaman væri að fljúga einni af þessum gömlu aftur. (Viðtal við Sigurð Jónsson). *--------------------------* Fyrir árum Eisenhower vel fagn að í Frakklandi Mbl. minnist I dag 40 ára afmæl- is flugsins og birt- ir af því tilefni m. a. samtal við Agn- ar Kofoed Han- sen, Frank Fredri- ckson og Sigurð Jónsson. Enn fremur birt- ir blaðið gamlar merkilegar mynd- ir, sem varpa ljósi á sögu flugsins á íslandi. Tvær þess ara mynda birtast hér á forsíðunni. Efri myndin er af fyrstu flugvél- inni á íslandi, og tók Magnús Olafs- son hana í Vatns- mýrinni 1919. Að því er virðist, sit- ur brezki flugmað maðurinn Faber í aftara sætinu, en ekki er blaðinu kunnugt um hverj ir hinir mennirnir eru á myndinni. Myndin hér við hliðina er tekin í ---- ----------——--------rKaldaðarnesi 1920 ^ Hún er af frú S Dóru Sigurðsson, ) sem flaug með | Frank Fredrick- v son en um það er S nánar rætt í sam- ) tali á bls. 8. LONDON og PARÍS, 2. sept. — (Reuter-NTB) — EISENHOWER forseti fór frá London til Farísar í morgun. Er þeir Macmillan forsætis- ráðherra kvöddust á flugvell- inum, sögðu þeir báðir nokk- ur orð og lögðu enn áherzlu á algera samstöðu Bretlands og Bandaríkjanna. ★ Þegar flugvél Eisenhowers lenti á Bourget-flugvellinum við París nokkru fyrir hádegið 1 fögru veðri, hafði mikill mann- fjöldi safnazt þar saman. — De Gaulle forseti og Debré forsætis- ráðherra, ásamt nokkrum öðrum ráðherrum öðrum, tóku á móti Eisenhower á flugvellinum, sem var skreyttur sérstaklega af Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.