Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. sept 1959 MnncrivpT 4 niÐ 11 Viðbrögö æskunnar björguðu framtíð íslenzka flugsins í TILEFNI af 40 ára afmæli flugsins á íslandi sneri tíð- indamaður Mbl. sér til Agn- ars Kofoed Hansens, flug- málastjóra, og spurði hann um þróun flugmála á íslandi og fleira, en Agnar Kofoed Hansen hefur verið einhver allra athafnasamasti frum- kvöðull flugmála á íslandi milli 20—30 ár. Um upphaf flugsins hér á landi og þróun flugmála fórust honum orð á þessa leið: Væri elzta flugfélag í heimi ef ... Grundvöllur flugsins hér á - landi var lagður með stofnun Flugfélags Islands árið 1919. Ef þetta flugfélag væri enn starf- andi væri það elzta flugfélag heimsins, eða svo sýnist mér samkvæmt þeim athugunum sem ég hef gert á málinu. Danir og Hollendingar hafa verið að deila um það sín á milli hvorir ættu eldra flugfélag og munu Danir hafa stofnað sitt félag fyrr en Hollendingar hafa fyrr byrjað að fljúga en okkar flugfélag væri tvímælalaust elzt ef það hefði starfað áfram. Þeir menn sem stofnuðu þetta fyrsta Flugfélag íslands eiga skilið mikið þakklæti og mikið hrés því það þurfti bæði áhuga og framsýni til þess að ríða þar á vaðið. Af þessum fyrstu flugbrautryðj- endum stendur nú Halldór Jónasson einn uppi. Fór myndarlega af stað Næsta skrefið í þróun flug- málanna hér á landi var svo stigið með stofnun Flugfélags íslands nr. 2, er starfaði frá 1928—1931. Beitti dr. Alexander Jóhannesson sér einkum fyrir stofnun þess og fór það mjög myndarlega af stað og var vel á málum þess haldið. Samdi félag- ið við eitt allra bezta flugfélag heimsins þa, Lufthansa í Þýzka- landi, um að það annaðist hina tæknilegu hlið málsins, lánaði vélar og sérfræðinga. Félaginu tókst að safna nægu fé til að byggja myndarlegt flugskýli. Það fékk einnig samþykktan á Al- þingi sérstakan skatt á síld, flug- skatt, og urðu þær tekjur mjög mikils virði fyrir félagið. Þá beitti það sér fyrir þjálfun ís- lenzkra áhafna á flugvélarnar og fóru þá út til náms flugmenn- irnir Sigurður Jónasson, sem er handhafi loftferðaskírteinis nr. 1, og Björn Eiríksson, handhafi loftferðaskírteinis nr. 2. Einnig vélamennirnir Gunnar Jónsson og Björn heitinn Olsen. — Ég hef haldið því fram, heldur Agnar Kofoed Hansen áfram, að ekkert minna en ein heimskreppa hafi nægt til að drepa Flugfélag Islands í höndum dr. Alexanders Jó- hannessonar, en félagið hætti störfum haustið 1931. Þá var ekkert fé til, síldarlögin lögð x niður og mjög dökkt í álinn í fjármálum þjóðarinnar. Eftir þetta var ekki mikið tal- að um flug á Islandi í langan tíma. Eg var að hugsa um að fara út til flugnáms um þetta leyti og var mér mjög mikið vor- kennt því það var talið að ég mundi aðeins bætast í hóp at- vinnulausra flugmanna. Auk þess þótti flugið þá hættulegt. Mér gekk t. d. mjög erfiðlega að fá mig líftryggðan fyrir námið. Þá var áhuginn lítill Eg fór í sjóflugherinn danska og kom heim að afloknu flug- liðsforingjaprófi vorið 1936. Þá byrjaði ég strax að kanna mögu- leikana á flugi hér á landi en áhugi manna var mjög lítill. Til marks um hve dáð hafði dregið úr mönnum skal ég geta þess að árið áður hafði ég fengið bréf frá dr. Alexander og var þessi bjartsýni maður þá kominn svo undir áhrif þess peningaleysis, sem gætti hér á landi, að hann taldi mig á að taka atvinnu sem mér hafði boðizt ytra. Kvað hann ekki um flug að ræða á íslandi í bráð. Flugmálafélag íslands Eg byrjaði á því eftir heim- komuna að beita mér fyrir stofn un Flugmálafélags íslands, er stofnað var í ágúst 1936. I það félag má segja að hafi gengið all- ir helztu menn í opinberu lífi höfuðborgarinnar og fjölmargir áhrifamenn utan af landi. Þessir áhugasömu menn voru félaginu mikil lyftistöng og var mikill styrkur að hafa þá bak við sig, en að svo komnu máli datt þó engum í hug að leggja út í flug á íslandi. Starfsemi Flugmálafélags Is Svifflugið fékk góðar undirtektir hjá æsku- mönnunum Sama sumar beitti ég mér fyr- ir stofnun Svifflugfélags Islands er stofnað var í gömlu Bárunni eitt fagurt ágústkvöld. Ég hafði undirbúið stofnunina með út- varpserindi og blaðaviðtölurri um svifflug. Svifflugið fékk mjög góðar undirtektir hjá æskumönn- um borgarinnar og þeir fylltu Báruna þetta kvöld. Hófum við von bráðar flugæfingar og strax fyrsta sumarið komst ég í loftið í tæki, sem bræðurnir Geir og Indriði Baldurssynir höfðu smíð- að. Sú vél var ekki smíðuð úr neinu því efni, sem í flugvél á að vera og það var afar mikil mildi að maður skyldi ekki drepa sig á þessu. Arið eftir var svo smíðuð fullkomin æfinga- fluga. Það má segja að strákamir, sem söfnuðust kringum svif- flugið, hafi verið frjóangarnir í flugmálum okkar á næstu árum, því þessir fyrstu menn eru í dag hvarvetna starfandi sem flugstjórar, siglingafræð- ingar, flugumferðarstjórar, framkvæmdastjórar eða í ör- yggisþjónustu flugsins, bæði Samtal við Agnar Kofoed Hansen flugmalastjóra lands var í því fólgin að það kom sér upp skrifstofu í Banka- stræti 11. Þar voru veittar upp- lýsingar um allt sem snerti flug og þar lágu frammi öll helztu tímarit um flug og flugtækni, sem þá komu út í heiminum. Eg var fyrsti forseti þessa félags. Skömmu síðar var ég gerður að flugmálaráðunaut íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Það var geysimik- ill munur að fá þennan opinbera stimpil. Kaupið var að vísu ekki hátt, 167.00 kr. á mánuði, én ég þóttist hafa himin höndum tekið. Það var fyrst og fremst Sveini Björnssyni að þakka að þetta embætti var stofnað og notfærð heimild í lögum, sem dr. Alexander hafði beitt sér fyrir að fá samþykkta 1929, hjá flugfélögunum og flug- málastjórninni. Viðbrögð æsk unnar urðu þannig til að bjarga framtíð íslenzka flugs- ins. Flugáhuginn fór yfir eins og vakning Brátt voru stofnuð svifflugfé- lög úti á landi og flugáhuginn fór yfir eins og vakning. Einnig var stofnað módelflugfélag og reyndum við hvarvetna að ná sem mest til æskunnar, en það var það sem að mínum dómi vantaði 1931. Þá var ekki almenn hreyfing fyrir fluginu meðal unga fólksins, en þessu unga fólki má hiklaust þakka sigur Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri okkar í dag. Þessir ungu og á- hugasömu menn tryggðu okkur mikið mannval í flugþjónust- una. Næsta skrefið var svo er Flug- félag Akureyrar var stofnað, er síðar varð Flugfélag Islands, er nú starfar. Ég hafði reynt mikið að stofna flugfélag í Reykjavík en það strandaði á fortíðinni, því menn höfðu tapað nokkuð miklu á eldra flugfélaginu. Har- aldur Guðmundsson var þá sá ráðherra er þetta heyrði undir og var mjög gott að leita til hans. Tókst honum að fá samþykki samgöngumálanefndar og fjár- veitinganefndar til kaupa á far þega- og póstflugvél, en er til kom fékkst ekki gjaldeyrisleyfi hjá Landsbankanum. Þá fór ég norður til Akureyr- ar en mér hafði verið sagt að þar væri ofurmenni sem héti Vilhjálmur Þór. Tók Vilhjálmur mjög vel undir þá uppástungu mina að stofna flugfélag, hóaði saman nokkrum mönnum og Flugfélag Akureyrar var stofn að. Það sýndi sig strax fyrsta árið, sem þetta flugfélag starf aði að það var hægt að láta flug- ið bera sig. Skömmu seinna tók Örn John- son við félaginu og nafni þess var breytt, en ég gerðist lög- reglustjóri yfir stríðsárin. Fé lagið hefur svo vaxið og dafnað undir hans stjórn. Hann tók við einni fjögurra sæta flugvél en hefur nú yfir að ráða farþega- rými fyrir 238 manns og allar vélar og tæki eins fullkomin og frekast getur verið. Loftleiðir var svo stofnað 1944 af þremur ungum at- t 1 ' , >: Hér sést Agnar Kofoed Hansen í svifflugunni, sem þeir smíðuðu Geir og Indriði Baldurssynir, en um þetta flug segir hann nú: „Sú vél var ekki stniðuð úr neinu því efni, sem í flugvél á að vera, og það var afar mikil mildi, að maður skyldi ekti drepa sig á þessu“. vinnulausum flugmönnnm. Hefur sjálfsagt engan óraS fyrir því er þeir komu með fyrstu fjögurra sæta vélina, að flugfélag þeirra ætti eftir að raska ró margra stórra er- lendra flugfélaga. í tveimur gulum umslögum — Þér vilduð kannske segja mér frá starfi flugmálastjórnar- innar? — Þegar ég kom til landsins 1936 kom ég upp í Stjórnarráð og þá voru flugmál ríkisins öll geymd í tveimur gulum umslög- um. Svo var stofnað starf flug- málaráðunauts og 1945 var stofnað embætti flugmála- stjóra. Fyrstu árin gengdi því embætti Erling Erlingsen. Tók hann við rekstri beggja flug- vallanna í Keflavík og Reykja- vík og störfuðu til að byrja með aðeins 2—3 menn á vegum flug- málastjórnarinnar á Keflavíkur- flugvelli en nú eru þeir 81. Flug- ráð var stofnað 1947 og varð þá breyting á skipan flugmála. Þá hóf ég aftur starf í þjónustu flugsins. Við höfum komizt að afar hentugum samningum á alþjóða- vettvangi eftir að því var slegið föstu að ísland væri mikilvæg flugstöð í Norður-Atlantshafi, en ýmsir höfðu haldið því fram með nokkrum rökum að flug- umferðarstjórn Norður-Atlants- hafsins þyrfti ekki að hafa að- setur á íslandi. Það varð þó úr að alþjóðaflugmálastjórnin kom hér á fót mikilli þjónustu, og höfum við íslendingar haft hátt á annað hundrað milljónir króna í gjaldeyristekjur af henni alls. Starfsemin er þrenns konar: 1) flugumferðarstjórn, 2) veður- þjónustan og 3) fjarskiptaþjón- ustan. Eru 125 íslendingar starf- andi hjá alþjóðaflugmálastofn- uninni, en 260 manns vinna alls hjá flugmálastjórninni. Bylting í öryggis- málum — Hvað viljið þér að lokum segja mér um álit yðar á fram- tíð flugsins hér á landi? — Við höfum séð flugmál okk- ar þróast með ótrúlegum hraða. Við höfum lagt megin áherzlu á öryggishliðina og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að á síð- ustu 6—8 árum hafi orðið alger bylting á öryggismálum. Al- þjóðaflugmálastofnunin hjálpaði okkur að leggja grundvöllinn, er þeir sendu hingað að beiðni minni sérfræðinga til að kanna ástand okkar öryggismála. Ör- yggiskerfi það, sem þeir lögðu grundvöll að, hefur reynzt frá- bærlega vel og daglega er verið að byggja þetta öryggiskerfi upp af fullum krafti. Ég held að það sé ekki ofsagt, að þessi mál standa yfirleitt með glæsibrag og hafa þar margar hendur að unnið. Fjárveitingar til flugvallagerða hafa komið að margföldu gagni vegna þess að þeir sem hafa haft framkvæmdir með höndum úti á landi hafa beitt allra bragða til að gera sem mest úr þeim. Framtíðin er björt Það er ekki hægt að ljúka þessu viðtali svo að maður minn- ist ekki bæði Alþingis, sem hef- ur sýnt þessum málum mikinn velvilja og hinna mörgu ráð- herra flugmála, sem hafa ver- ið sérstaklega vinsamlegir og skilningsgóðir alla tíð. Það sem við eigum að þakka okkar mikla sóknarhraða er m. a. mikill og brennandi áhugi hjá öllum starfs mönnum flugsins, þar sem hver vill gera sitt bezta. Hygg ég óvíða unnið af jafnmiklum áhuga og gert er hjá okkur bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Það hefur verið, er og verð- ur gaman að vinna að þess- um málum. Ég held að fram- tiðin sé það björt að við séum rétt að byrja að taka flugið í okkar þjónustu, sagði Agnar Kofoed llansen að lokum. J. H. A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.