Morgunblaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 6
MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 13. sept. 1959 0 Þorláks tíðir Rætt vib Róbert \ A. Ottósson um ' doktorsritgerð i tónvisindum ÞANN 10. næsta mánaðar fer fram doktorsvörn í Háskóla ís- lands. Þar ver Hóbert Abraham Ottósson ritgerð um Þorlákstíðir, sem er eini rímaði tíðasöngurinn sem varðveizt hefur nærri óskert ur í íslenzku handriti, bæði ljóð og lag. Er ritgerðin komin út sem viðbótarbindi nr. 3 í ritsafnmu Bibliotheca Arnamagnæana, en ritstjóri þess er sem kunnugt er próf. Jón Helgason. Ritgerðinni fylgja mjög vandaðar ljósprent- anir frumtextans, orðtextinn með skýringum og endurritaður nótna textinn. Bókin kemur út hja Munksgaard. Róbert A. Ottósson er fyrsti maðurinn, sem leggur fram tón- vísindalega ritgerð til doktors- varnar við Háskóla íslands. Fréttamaður blaðsins gekk í gær á hans fund og leitaði frétta í pví tilefni. Kvaðst Róbert hafa unnið að þessu í 5—6 ár, í frístundum sín- um, með kennslu og hljómlistar- störfum. Hefur hann unnið verk- Róbert A. Ottóson ið á Árnasafni, á British Museum, í Þýzkalandi og hér heima. - Það var alls ekki ætlunin í fyrstu að skrifa um þetta neina doktors-; ritgerð, sagði Róbert A. Ottósson. Ég byrjaði að rannsaka þetta handrit, eingöngu af því að ég hafði gaman af því, enda hefi ég lengi haft áhuga fyrir fornri kirkjutónlist. Svo var ég emu sinni staddur í Árnasafni og ympraði á því við próf. Jón Helgason, hvort Árnasafn mundi hafa nokkum áhuga á að gefa út ritgerð um Þorlákstíðir. Hann svaraði því litlu. „Ég hefi nefni- lega fundið fyrirmyndirnar11 sagði ég. Þá leit hann snöggt upp. Og úr því varð það, að bókin er komin út. — Ég átti um það að velja að skrifa hana á ensku, frönsku eða þýzku og valdi af skiljanlegum ástæðum mitt gamla móðurmál. Þá voru það nokkrir menn, sem fannst rit- gerðin þess virði að vera vavin sem doktorsritgerð. Háskólinn HAfNAHSTH 4 Cunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o hæstarétt. Þinghoitsstræti 8. — Simi 18259- Jón Helgason stór- kaupmaður 75 ára hér hefur enga tónvlsindadeild og því kom til mála að leggja ritgerðina fram annars staðar. En mér fannst skemmtilegra að verja hana við íslenzkan háskóia, ef Háskóli íslands sæi sér fært að taka við ritgerðinni, því þetta er íslenzkt efni og um íslenzkan dýrðling. Heimspekideild Há- skólans fékk próf. Bruno Stáblein sem er merkur þýzkur sér- fræðingur í fornum tónsöng í dómnefndina og með hon- um voru próf. Magnús Már Lárusson og próf. Hreinn Bei.e- diktsson. Ritgerðin var dæmd hæf til varnar við doktórspróf og fram 10. október. vörnin mun væntanlega fara — Um hvað fjallar ritgerðin? — Hún fjallar um'tíðir heilags Þorláks, sem til eru í nærri hei’.u lagi í Árnasafni. í handritið vant- ar þó a. m. k. eina síðu. Þorláks- tíðir eru 56 þættir tíðasöngv.a, sem áttu við Þorláksmessu og að- fangadag hennar. Tveir eru þó messusöngvar. Tilgangur mir.n var að kanna eðli Þorlákstíða og uppruna þeirra, eftir því sem hægt væri. Fyrst þurfti að athuga byggingu og hið líturgiska hlut- verk hinna ýmsu þátta, síðan að leita hvort ákveðnar fyrirmynd- ir væru nokkurs staðar til fyrir þeim og loks að leiða getum að því frá hvaða tíma þeir væru og hver höfundurinn væri. Og mér hefur lánast að finna fyrir- myndir að nærri öllum þáttun- um, fundið handrit frá 12. og 13. öld, þar sem þessir söngvar eiga svo greinilegar fyrirmyndir, að lögin eru nærri eins og hinn latneski texti sums staðar mjög líkur. Það þarf enginn að furða sig á þessu, þar sem það var við- tekin regia þá að flytja þannig á milli söngva innan kirkjunnar. í síðari hluta ritgerðarinnar er svo fjallað um það hvenær Þor- lákstíðir hafa getað orðið til og leitt getum að mögulegum höí- undi. — Er nokkuð vitað um hvernig handritið komst í Arnasafn? — Það er vitað að þc«5 hefur verið í eigu Skálholtskirkju á 16. öld. En þetta mun ekki vera frumritið. Fyrir þá sem áhuga hafa fyrir fornri kirkjutónlist er útgáfa rit- gerðar Róberts A. Ottóssonar mikill fengur. Bókin er ákaflega vönduð að frágangi og ljósprent- un textans mjög vel gerð. Hefur sérstakur Ijósmyndari í Árna- safni unnið myndirnar með kvartsljósi. ÞEIR, sem komið hafa á landa- mót í Kaupmannahöfn, munu hafa veitt athygli háum og þrek- vöxnum manni, hvítum fyrir hær um en snarlegum í hreyfingum. Yfirbragð hans er drengilegt og blátt áfram, svipurinn glaðlegur en lýsir jafnframt viljafestu og karlmennsku. Þessi maður er Jón Helgason, stórkaupm., sem varð 75 ára 11. sept. sl. Jón er fædd- ur á Grund í Höfðahverfi. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á sama stað og vandist öllum venju legum sveitastörfum eins og þau voru unnin í þá daga. Kvöldvök- ur voru þá algengar til sveita og mun Jón sækja áhuga sinn og ást á íslenzkum ljóðum til þeirra kvöldstunda, þegar kveðið var eða sungið í baðstofunni á Grund. Um tvítugsaldur fór Jón í all- óvenjulegt ferðalag um flest lönd Evrópu. Ásamt þremur öðrum ungum íslendingum fór hann land úr landi og sýndi íslenzka glímu. Meðal félaga hans var Kristján Þorgilsson frá Sökku í Svarfaðardal, hinn ágætasti mað- ur, sem nú er bú-settur í Höfn eins og Jón Helgason. Minning- arnar frá þessari ferð lifa enn í hugum þessara manna og má ein- att sjá bregða fyrir glömpum frá vordögum ævinnar þegar þeir hverfa á vit liðinnar tíðar og rifja upp það, sem á daga þeirra hefur drifið. Þegar ferð þeirra félaga lauk gerðist Jón Helgason íþrótta- kennari við íþróttaháskólann í Pétursborg og gegndi hann því starfi með miklum sóma allt til ársins 1920, en þá fluttist hann til Kaupmannahafnar eftir að eigur hans höfðu allar verið þjóðnýtt- ar. . / í Kaupmannahöfn varð hann að hefja lífsbaráttuna með tvær hendur tómar, en bratt var hann kominn í tölu efnuðustu íslend inga borgarinnar. Kom þar hvort tveggja til, að Jón var hyggim og ötull maður, sem allir báru fullt traust til og eins hitt, að hann var kvæntur úrvalskonu, frú Kristínu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Bergssonar póstmeistara á ísafirði. Heimili þeirra hjóna hefur um langa hríð vérið eitt hið hlýlegasta, sem um getur meðal landa í Höfn, fer þar saman mikil gestrisni og hressi- legt viðmót. Jón er söngmaður góður og starfaði árum saman í Söngfélagi íslendinga í Höfn. Á heimili þeirra Kristínar hafa oft safnazt saman beztu söngmenn i hópi Islendinga sem búsettir eru við Eyrarsund, skorti þar hvorki góðar veitingar né fagran söng. Mun flestum minnisstæðast frá þeim stundum þegar þeir sungu saman Stefán íslendingur og sr. Haukur Gíslason f félagsmálum fslendinga i Khöfn hefur Jón jafnan verið í fararbroddi. Hann stofnaði Róðr- arfélagið Heklu á stríðsárunum og stjórnaði því með miklum myndarskap. Hann var í stjóril íslendingafélagsins í mög á. Var stofnandi og formaður Gefj- unnar, sem er deild úr Slysa- varnarfélagi íslands og í stjórn Félags ísl. kaupmanna í Höfn. í öllum þessum félögum hefur Jón verið samvinnuþýður og öt- ull félagi og var jafnan sem birti yfir viðræðum manna þegar hanu var kominn í hópinn. í samskiptum sínum við Dani hefur Jón alltaf gætt þess að halla aldrei réttu máli en þoka samt hvergi ef honum fannst gengið á málstað íslands. Karl- mennska hans og samningalipurð mun öðru fremur hafa firrt vand- ræðum þegar hann hafði gefið minningarskjöld á hús það, sem Jón Sigurðsson átti löngurn heima í, en æstir þjóðernissinnar vildu kúga húseiganda til þess uð rífa skjöldinn niður. Þótt Jón sé nú orðinn 75 ára er hann enn léttur í spori og ung- ur í anda, myndu fæstir telja hann eldri en sextugann sem sjá hreyfingar .hans. Vonandi eiga þau hjónin Jón Helgason og Kristín Guðmundsdóttir mörg og heillarík ár ólifuð, sjálfum sér til ánægju og þjóðinni til mikils sóma. Ólafur Gunnarsson. skrifar úr daglegq iífinu Gömul olíukynditæki til íslands. G var að glugga í danskt blað í gær og rakst þá á setningu í dá^lki grínhöfundar eins, sem mér fannst æði fyndin. — Senni- lega þó ekki af sömu ástæðu og höfundur hennar ætlaðist til. Hann var að lýsa því hve dá- samlegt veðrið væri, ef þessu héldi áfram, gætu Kaupmanna- hafnarbúar haft Tivoli opið fram yfir jól eða jafnvel allt árið^Dan- ir gætu gengið um á skyrtunni allan ársins hring — og þeir gætu selt öll olíukynditæki sin til íslands. Þetta er skrifað í sama tón, eins og þegar menn segja að ein- hver sé svo mikill kaupmaður að hann mundi geta selt Grænlend- ingum ísskápa, og þykjast vera ákaflega fyndnir. Ökkur, sem beinlínis sitjum á heitum vatns- potti finnst það skemmtilega vit- laust að láta sér detta í hug að helzt sé hægt að losna við gömul olíukynditæki til íslands. Helgarvaktir í verzlunum. ÚSMÓÐIR ein kom að máli við Velvakanda um daginn. Þetta var um helgi, og því var þetta efni ofarlega í huga hennar. Nú er aftur kominn sunnudagur og því kem ég því á framfæri. Á sumrin eru allar verzlanir í bænum lokaðar kl. 12 á hádegi á laugardögum og ekki opnaðar aftur fyrr en á mánudagsmorgun. Nú getur fólki bráðlegið á að ná í eitthvað. Það getur hafa gleymzt til helgarinnar, gestir komið óvænt eða eitthvað annað. Það væri því til ákaflega mikils hagræðis fyrir fólk, ef einhvers staðar í bænum væri opin ein verzlun fyrir kjötvörur, önnur fyrir nýlenduvörur og Sú priðja fyrir mjólk og kökur. Fólk nundi ekki telja eftir sér sporin, ef því lægi á, og auglýsa mætti í dag- blöðunum hvaða verzlun væri opin hverju sinni. Þessi þjónusta við viðskipta- vinina mundi ekki koma oft á ári niður á hverri verzlun, ef ali- ar verzlanir í bænum skiptust á um þetta — nú, og maður skyldi ætla að kaupmenn hefðu ekki á móti því að auka viðskiptin einn og einn dag, og jafnvel kannski afla sér viðskiptavina úr öðrum bæjarhlutum. Þetta væri ákaf- lega góð þjónusta við viðskipta- vinina, jafnvel þó aðeins væri op- ið á laugardögum til kl. 6 og sunnudagsmorgnum í þessum „vaktabúðum". Hvernig væri að félag kaupmanna tæki þetta upp til reynzlu? Benzínleysi á morgnana AXVEIÐIMAÐUR einn hefur rætt við mig um mál, skylt þessu. Hann hefur oft lent í vand ræðum vegna þess, að ekki er hægt að fá benzín hér í bænum á morgnana fyrr en kl. 8. Á sumrin fara margir úr bænum snemma, og gleyma þá stundum að fylla benzíngeyminn fyrr en þeir líta á mælinn, ef ferðin hefur þá verið ákveðin með hálfs sólar- hrings fyrirvara. Þeir, sem benz- ínstöðvarnar reka vita vafalaust manna bezt, að alltaf getur komið fyrir bílstjóra að verða benzín- laus, og klukkutíma kaupgreiðsla til afgreiðslumanns hlýtur að borga sig. Hvernig væri að fara að opna benzínstöðvarnar kl. 7 eða jafnvel 6 á morgnana? Kínverjar fá orð í eyra í REUTERSFREGNUM segir að blaðið Borba, sem er málgagn júgóslavneska kommúnistaflokks ins, hafi hinn 5. sept. gagnrýnt Kínverja harðlega vegna fregn- anna um árásir þeirra á ind- versku landamærunum. í ritstjórnargrein í blaðinu sagði, að áframhaldandi árekstr- ar á landamærum Kína og Ind- lands hlytu að vera öllum harms- og gremjuefni, nema þeim, sem sífellt væru að horfa eftir nýj- um deiluefnum á alþjóðavett- vangi og vildu ekkert fremur en að andi kalda stríðsins ríkti á- fram. — Blaðið kvaðst hafa vissu fyrir því, að árekstarnir á landa- mærunum væru engin tilviljun, heldur fyrir fram skipulagðir. Borba hefir áður tekið svari Indverja út af landamæraárekst- unum, en aldrei fyrr í svo ákveðn um tón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.