Morgunblaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 22
22 MORCTJNBLAÐlb Sunnudagur 13. sepf. 1959 Jón Sumarliðason fyrrverandi hreppstjóri Breibabólsstað JÓN SUMARLIÐASON fyrrv hreppstjóri frá Breiðabólsstað er sjötíu ára í dag. Hann er fæddur að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal í Dalasýslu 13. sept. 1889, sonur hjónanna Sumarliða Jónssonar, bónda í Syðra-Skógskoti Sæ- mundssonar, og Elisabetar Bald- vinsdóttur, bónda í Snóksdal, Haraldssonar frá Bugðustöðum. Níu ára gamall missti Jón föður sinn, en móðir hans hélt áfram búskap með börnum sínum á Breiðabólsstað við mikla rausn og myndarbrag. Var þar oft gest- kvæmt, ekki sízt af langferða- mðnnum, sem þurftu að fá marg- víslega fyrirgreiðslu og fylgd yf- ir Bröttubrekku, sem var erfið- ur og tíðfarinn fjallvegur, áður en vegur var lagður um Miðdal. Kom ósjaldan fyrir, að menn kæmu hraktir og þjakaðir að Breiðabólsstað um miðja nótt til gistingar, sem jafnan var fús- lega í té látin. Urðu ferðamenn þá oft að bíða þar dægrum sam- an eftir því að fært veður yrði yfir fjallið. Árið 1914 tók Jón við búi af móður sinni, er lézt sama ár. Árið 1915 gekk hann að eiga heit- mey sína, Guðrúnu Magnúsdótt- ur frá Gunnarsstöðum í Hörðu dal, hina ágætustu konu. Var heimili þeirra að Breiðabólsstað umfangsmikið og með miklum glæsibrag. Var ánægjulegt þar að koma og sjá hina miklu rausn glaðværð og skemmtilegt heim- ilislíf. Eignuðust þau hjón eina dóttur barna, Elísabetu, sem er búsett í Reykjavík, gift Guð- mundi Magnússyni, endurskoð- enda í fjármálaráðuneytinu. Enn- fremur ólu þau upp eitt fóstur- barn og 2 börn þar uppi í skjóli foréldra sinna. Flest virtist leika hinum ungu hjónum í lyndi, una- vafin trausti og virðingu vina og vandamanna, rúmur efnahagur og framtíðin blasti við björt og brosandi. En það dró ský fyrir sólu. Árið 1926 veiktist húsmóð irin af berklum, var hún 2 ár veik heima, en varð að því búnu að fara á Vífilsstaðahæli, þar sem hún dvaldi að meira eða minna leyti sem sjúklingur í 28 ár, unz hún lézt þar árið 1956. Ekkert var þó til sparað, er verða mætti til þess að yfirstíga hin þung- bæru veikindi, en allt kom fyrir ekki. Verður lengi rómuð sú ástúð Eldur í Steinull hf. HAFNARFIRÐI — Á tólfta tím- anum í gær var slökkvilið Hafn- arfjarðar kvatt til að slökkva eld í Steinull h.f., en kviknað hafði í austurhlið hússins, þar sem geymdar voru vörubirgðir, skemmdust um 200 kassar af steinull og töluvert af mottum, einnig varð nokkur skemmd á húsinu. Mikill reykur var, en eldurinn varð fljótt kæfður. Álit- ið er að kviknað hafi út frá gló- andi grjóti, en steinull er, sem kunnugt er, unnin úr glóandi grjóti. og umhyggja, er Jón sýndi jafn- an konu sinni í hinum löngu og ströngu veikindum hennar. Það er ekki auðvelt fyrir þá, sem ekki hafa reynt eitthvað svipað, að gera sér ljóst það áfall, sem heimilið á Breiðabólsstað varð fyrir ,er húsmóðirin varð að hverfa frá hinum umsvifa- miklu störfum heima, en Sæunn systir Jóns tók þá að sér heimilið og hefir annazt húsmóðurstörf- in síðan af mikilli prýði. Snemma voru Jóni falin marg vísleg trúnaðarstörf í sveit sinni og héraði. Leyndi það sér ekki, að sveitungum hans fannst hann sjálfkjörinn til flestra opinberra starfa. Hreppstjóri og sýslunefnd armaður var hann frá 1927, þar til hann sagði af sér þeim störf- um 1958, er hann fluttist til Reykjavíkur. Mátti segja, að hon- um væru falin flest þau störf er fyrir koma í sveit: hreppsnefnd- aroddviti var hann um skeið, formaður skólanefndar, í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar, sáttamaður, í fasteignamatsnefnd Dalasýslu, í sauðfjársjúkdóma- nefnd o. fl. Öll þessi störf hefir Jón rækt af alúð og kostgæfni, glöggur og gætinn, fastur fyrir, en þó hinn samvinnuþýðasti, minnist ég með ánægju margra samverustunda okkar og sam- starfs í opinberu lífi um 30 ára skeið. Varð ég þess tíðum var, að samstarfsmenn hans í nefndum vildu ógjarnan láta uppi álit sitt fyrr en þeir höfðu heyrt, hvað Jón Sumarliðason hefði tií málanna að leggja. Þetta kom þó ekki til af ráðríki Jóns heldur því, að allir kunnugir vissu, að hann mundi leggja það eitt til, er bezt gegndi og hefið yfir að ráða hyggindum, er í hag koma. Efalaust hugsa margir Dalamenn til hans í dag. Sjálfstæðismaður hefir Jón ver ið alla tíð og ekki farið dult með, er ágætur samvinnumaður og jafnan hinn frjálslyndasti í skoð- unum. Býr hann yfir léttri kýmni og hefir það til að segja velval- in orð við þá, er honum virðist láta nokéuð yfir sér og telja sig hafa höndlað alla vizku. Jón býr á Miklubraut 32 hér i bænum. Ég flyt þessum vini mínum kærar kveðjur okkar hjónanna og þakka allar ánægjustundirn- ar, um leið og við árnum honum og hans nánustu allra heilla á þessum merkisdegi í lífi hans. Sigtryggur Jónsson. Skrúfuþotan 11-18 á Keflavíkurflugvelli i gær. (Ljósm.: Mbl. M. ö. Ant.). Biaðamenn forðast myndavélar A/ Moskva" kom við í Keflavík í gœr FARÞEGAFLUGVÉL rússn- eska flugfélagsins Aeroflot af gerðinni 11-18, sem nefnist Moskva öðru nafni, kom til Keflavíkurflugvallar klukkan 11 í gærmorgun, eftir 6 klst. og 45 mín. flug frá Moskvu. Flugvélin var á leiðinni til Washington með rússneska blaðamenn, sem ætla að fylgj ast með ferð Krúsjeffs um Bandaríkin, en hann flýgur vestur á mánudaginn kemur. Alls voru með flugvélinni 41 blaðamaður, þar af nokkrar kon- ur og 18 manna áhöfn. Meðal á- hafnarinnar var major úr flug- her Bandaríkjanna, sem talaði rússnesku og átti hann að vera Rússunum til leiðsögu við flug yfir bandarískt landsvæði. Ambassador Rússa hér, ásamt nokkrum starfsmönnum rússn- eska sendiráðsins, mætti á flug- vellinum og tók á móti blaða- mönnunum. Hinir rússnesku favþegar komu inn í flugstöðvarbygg- inguna á meðan vélin dvaldist á Keflávíkurflugvelli. Þeir keyptu nokkur póstkort, en ekki virtust þeir hafa mikil ráð yf- erlendum gjaldeyri því aðeins ........................... • *l' • 11 \ Rússnesku blaðamennirnir stíga á land ein flaska af „Skota" seldist í fríhöfninni ásamt nokkrum glösum af frönsku ilmvatni. Rússnesku blaðamennirnir virtust hafa lítinn gjaldeyrisforða, að minnsta kosti var lítið keypt í fríhöfninni. En þó voru fáeinir sem gátu safnað saman aurum í einn vískypela eða svo. Hér á myndinni «r ein blaðakonan »ð JeiK peninga í tösku sinni og eins og sjá má virðist bað ekki ganga sérlega veL Moskva flugvélin er svo tll ný af nálinni og sást hún fyrst í Vestur-Evrópu á flugsýning. unni í París s.l. vor. Flugvél þessi er á stærð við DC-6 og vegur um 61 tonn fullhlaðin, hún er knúin fjórum hverfil. hreyflum með loftskrúfum og er hver hreyfill um 4 þúsund hestöfl, meðal flughraði henn. ar er um 650 km á klst. Tsybin flugstjóri leyfði blaða- mönnum Mbl. að skoða flugvél. ina, sem er mjög smejkklega innréttuð og var farþegaklefan. um skipt niður í 3 hólf. Flug. stjórinn kvað að mest gæti 11-18 borið 100 farþega, enda væri innrétting flugvélarinnar þá allt önnur. Flugþol 11-18 er um 10 klst. Héðan hélt flugvélin eftir rúm lega klst. viðdvöl og var ætlunin að fljúga án viðkomu til Wash ington og var flugtími áætlaður 8 klst. og 25 mínútur. Hinir rússnesku blaðamenn héldu sig jafnan í smáhópum á meðan að þeir dvöldu á Kefla- víkurflugv^lli og virtist þeim ekkert vera um ljósmyndara gefið, því um leið og þeir sáu myndavél beint að sér, snéru þeir óðara bakinu í ljósmynd- arann. Tvær flugþernur voru meðal áhafnarinnar, en þær munu sennilega hafa heyrt eitthvað misjafnt um íslenzka kóulmenn því að þær stigu ekki á land í Keflavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.