Morgunblaðið - 15.09.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 15.09.1959, Síða 2
2 MORCV1SBLAÐ1Ð Þriðjudagur 15. sept. 1959 Mjólk í hyrnum Mjólkursamsalan hefur sölu á mjó!k og rjóma i pappaumbúÖum NÆSIA miSvikudag byrjar Mjólkursamsalan að selja mjólk og rjóma í pappaumbúðum. Á undanförnum árum bafa oft kom ið fram óskir neytenda um pappaumbúðir í staðinn fyrir glerflöskurnar. Mjólkursamsalan hefur því ákveðið að gera tilraun með slik- ar umbúðir. Fengnar hafa verið sænskar vélar af svonefndri „Xetra-Pak“ gerð til að fullgera umbúðirnar og fylla þær. Þessar vélar eru þrjár, ein fyrir hverja umbúðastærð, 1/1 Itr., tá ltr. og 1/10 Itr. Fyrst um sinn verður því á boðstólum mjólk í 1/1 Itr. og í4 ltr. og rjómi í \í ltr. og desi- Iitra „tetra“ umbúðum. Notkun pappaumbúða um mjólkurafurðir færist sífellt í vöxt víða um heim, þar sem þær hafa ótvíræða kosti fram yfir glerflöskur. En þær eru dýrari, fara aðeins eina ferð frá mjólkur- stöð til neytandans, en glerflask- an 70—80 ferðir. Einkum eru það bandarísku pappaumbúðirnar, sem reynast pyngju Evrópu- manna ofviða. Kostir En kostir pappaumbúðanna eru svo miklir, að rétt er talið að ís- lenzkir neytendur eigi þeirra kost. Pappaumbúðirnar eru miklu léttari, ca. 20—40 grömm, en glerflöskur í 1/1 Itr. eru um 650 gr. Og svo þarf að flytja þær tómar aftur í mjólkurbúðina. — Pappaumbúðirnar taka minna rúm en glerflaskan, þeim má hlaða saman og víða rúmast þær í skáp, þar sem glerflöskur geta ekki staðið. Þá þarf ekki lengur skáprými fyrir tómar flöskur. Húsmæður losna við að skola flöskurnar og glerflöskur eru brothættar. Pappaumbúðirnar varna birtu að komast að mjólkinni og spilla henni, en óbragð af völdum birt- unnar er hvimleiður galli á mjólk. Takmarkað magn Efnið í hinar nýju umbúðir kemur í rúllum. Er pappírinn vaxborinn og plasthúðaður. Vélin dauðhreinsar fyrst pappann, myndar síðan úr honum eins konar hólk, sem mjólkin rennur L Síðan er þólkinum lokað með vissu millibili og klipptur sundur og að síðustu renna umbúðirnar tilbúnar út úr vélinni ofan í kassana. Af 1/1 ltr. umbúðunum verður takmarkað magn á boðstólum eftir afkastagetu vélarinnar. Því verður aðeins lítið af „tetra“ mjólk í hverri búð fyrst um sinn. Y\ Itr. flöskur er ætlunin að leysa alveg af hólmi. Framvegis verður því öll mjólk og rjómi í Cátu lent í annarri tilraun RÚSSNESK farþegaþota af gerð- inni TU-104 var í dag á leið til Keflavíkurvallar frá London, er flugvöllurinn lokaðist af þoku og varð vélin að snúa við til Prest- víkur og-lenda þar. Skömmu síð- ar lagaðist veðrið í Keflavík og lögðu Rússarnir þá af stað aftur og lentu í Keflavík kl. 17.45. — Með vélinni voru 27 farþegar og var þeirra á meðal forstjóri rúss- neska flugfélagsins Aeroflot. — Rússarnir gista á flugvallarhótel- inu í nótt og halda áfram til Bandaríkjanna í fyrramálið. — B. Þ. Einn af starfsmönnum Mjólk- ursamsölunnar gæðir sér á hyrnumjólk, mjólk í pappaum- búðum. (Ljósm.: Mbl.: M. Ö. Ant.) pappaumbúðum, sem áður var í Y\ ltr. glerflöskum. Þá verður rjómi seldur í desi- lítra „tetra“ umbúðum. Er þar komið til móts við óskir neyt- enda, sem vilja kaupa minna en Y\ ltr. af rjóma í einu. Leiðbeiningar Vegna þess hve umbúðir þessar f FIMMTU umferð á skákmótinu í Bled sem tefld var á mánudag mættust Friðrik og „undrabarn- ið“ Fischer. Hjá þeim varð bið- skák en Friðrik á betri stöðu, hefur m. a. unnið skiptamun. Önnur úrslit í umferðinni urðu þau að Gligoric vann Smyslov og Keres vann Benkö. Jafntefli varð hjá Petrosjan og Tal. Á laugardag voru tefldar bið- skákir úr 3. og 4. umferð. Þá urðu úrslit þau að Keres vann biðskák sína við Tal, Gligoric og Friðrik EINS og kunnugt er, heimsótti Hátemplar, en svo nefnist æðsti maður Góðtemplarareglunnar í heiminum, fsland í sumar. Ru- ben Wagnson landshöfðingi í Kal marléni í Svíþjóð og fyrrver- andi þingmaður, skipar þetta em bætti nú, og hefir gert undan- farin ár. Hátemplar mætti á Stórstúkuþinginu en það var háð í Reykjavík. Hann dvaldi hér um vikutíma og ferðaðist nokkuð um íiér sunnanlands og fór auk þess til Akureyrar og víðar um Norð- urland. ★ Hátemplar hafði með sér, út hingað, kvikmynd, sem Hástúkan hefir látið gera um starfsemi Reglunnar víða um lönd. Kvik- mynd þessi er alllöng, en sýning hennar mun taka tæpan hálfan ann tíma. Kafli úr mynd- inni var sýndur í samtæti, sem haldið var að Jaðri í sam- bandi við Stórstúkuþingið. Mynd in er hin fróðlegasta og bregður upp greinagóðu yfirliti um hið starf IOGT í heiminum. Hún ber nafnið „Heimurinn er vor akur“ en það er kjörorð reglunn- ar. ★ f kvöld verður þessi kvikmynd sýnd á kvöldvöku sem Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir j Góð- templarahúsinu. Þess er vænst að templarar og aðrir þeir sem áhuga hafa á að kynnast starf- semi Góðtemplarareglunnar, fjöl menni í GT-húsið kl. 8,30. Þetta eru dýrar, er óhjákvæmilegt að hækka verð. Mjólk í 1/1 Itr. hækkar um 20 aura hver lítr. Mjólk og rjómi í 14 Itr. stærðum verður á sama verði og í gler- flöskum, og desilítri af rjóma kostar kr. 4.00. Nauðsynlegt er að fólk læri að opna tetra umbúðirnar á réttan hétt. Pakkinn er látinn liggja á borði, og síðan er klippt af horn- inu, sem upp snýr, svo að op myndast á stærð við tveggeyr- ing. Haldið er um annan kant- inn þegar hellt er, og ef pakkinn er ekki tæmdur, þá er honum lokað með því að brjóta fyrir hornið. Pappaumbúðir eru sterk- ar og leka ekki ef vel er með þær farið, en varast þarf að þær verði fyrir óþarfa hnjaski. Ný mjólkurbúð Um Ieið og byrjað verður að selja mjólk í pappaumbúðum, verður opnuð mjólkurbúð í Austurveri við Miklubraut. Þar verða á boðstólum sömu vörur og í mjólkurbúðum að undan- skildum brauðvörum. Þó verður þar eingöngu mjólk í pappaum- búðum. Mjólkurvörurnar eru geymdar í stórum kæliklefa, sem er þannig gerður að viðskipta- vinir eiga auðvelt með að af- greiða sig sjálfir. Með pappaumbúðum er leyst- ur sá vandi, sem tómu flöskurnar skapa við sjálfsafgreiðslu, og verður reynt í Austurveri hvern- ig þetta fyrirkomulag muni gef- ast í mjólkurbúðum. Austurver er fimmtugasta búð- in, sem Mjólkursamsalan rekur hér í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Á næstunni verða opnaðar tvær í viðbót, að Álf- hóltsvegi 32 í Kópavogi og Dun- haga 20, Reykjavík. skildu jafnir, sömuleiðis og einn- ig Petrosjan og Sniyslov. í bið- skák úr 4. umferð milli Petrosjan og Keres urðu úrslit þau að Pet- rosjan vann fallega, fórnaði fyrst hrók og síðan drottningu. Eftir 5 umferðir er staðan. 1. Petrosjan 4 vinn. 2. Keres 3. 3. Fischer 2% og biðskák. 4. —5. Tal og Benkö 214. 6.—7. Smyslov Gligoric 2. 8. Friðrik % °8 biðskák. er einasta tækifærið til að sjá kvikmyndina, en hún verður send utan innan fárra daga. Ollenhauer alvar- lega sjúkur BONN. — Ollenhauer, foringi jafnaðarmanna í Vestur-Þýzka- landi, hefur verið sjúkur um skeið, en nú þykir sýnt, að sjúk- leiki hans sé alvarlegra eðlis en talið var í fyrstu. — Læknir hans hefur mælt svo fyrir, að hann skuli enn um a. m. k. mán- aðarskeið hvíla sig frá störfum og ekki skipta sér af stjórnmál- um. Er nú talið óvíst, að Ollen- hauer geti haldið aðalræðuna á flokksþingi jafnaðarmanna, sem halda skal í Bad Godesberg um miðjan nóvember. — Það er alvar leg hjartaveila og truflanir á blóðrás, sem þjá Ollenhauer. Hann verður að gæta ströngustu varúðar í mataræði og má hvorki reykja né bragða áfenga drykki. Vegna sjúkdóms Ollenhauers er varaformanni Jafnaðarmanna- flokksins nú veitt meiri athygli en áður. Hann er talinn „sterkur maður“, sem þegar hefur mjög mikil völd í flokknum. Og vafa- laust verður hann mest áberandi á flokksþinginu í nóvember, ef Ollenhauer getur ekki komið þar íram. — Lunik II Framhald af bls. 1. indamenn víða um heim hafa látið hafa það eftir sér, að Rússar hefðu teflt djarft að skjóta tunglflauginni á þess- um tíma, því hagstæðasti tím- inn í haust sé í byrjun októ- ber. í Lundúnaútvarpinu var það haft eftir Nixon, varafor- seta, að Bandaríkjamenn hefðu vitað fyrir, að Rússar voru að gera tilraunir til þess að skjóta til tunglsins rétt áð- ur en Krúsjeff lagði upp í vesturförina. Hafi Rússar ver- ið búnir að gera þrjár mis- heppnaðar tilraunir fyrr í vik- unni. ★ En oplnberlega er þetta önnur tilraun Rússa. Hin fyrri var gerð í janúar, þegar Mikojan, varafor- sætisráðherra, var í Bandarikja- för sinni. Sú eldflaug, „Lunik l.“, átti annað hvort að hitta mán- ann, eða fara á sporbaug um- hverfis hann. Misheppnaðist t;l- raunin og hélt Iunik áfram út í geyminn og er nú orðinn einn af fylgi-„hnöttum“ sólar. Sömu sögu er að segja um eina bandarísku eldflaugina, sem stefnt var til sólar, en það var fjórða tilraun Bandaríkjamanna. Þrjú fyrri tunglskotin misheppn- uðust öll. ★ Þessi nýjasta tungleldflaug Rússa var margþrepa, en í síð- asta þrepinu, sem vó 858 pund, var hylki mikið — og hafði það að geyma ýmis rannsóknartæki og sjálfvirkar sendistöðvar, sem jafnóðum sendu upplýsingar til jarðarinnar. Víða um heim sást til eldflaugarinnar með berum augum meðan dimmt var að nóttu — og sérstaka athygli vakti það á laugardagskvöldið, þegar hleypt var út úr eldflaug- inni natriumskýi, en það var einkum gert í sambandi við hraða mælingar. Mestur mældist hraði Luniks 2. 11,4 km á segúndu. ★ Vísindamenn um allan heim eru sammála um það, að Rússar hafi stórbætt stjómtæki á eld- flaugum sínum, en víða er að heyra það á sérfræðingum, að Rússar hljóti að að hafa gert fleiri tilraunir en þeir láta uppi. 1 Bandaríkjunum hefur atburð- inum verið vel fagnað — og hafa vísindamenn margra þjóða sent starfsbræðrum sínum í Rússlandi heillaóskir. Samtímis skýrðu rússneskir visindamenn svo frá, að ekki væri fyrirhugað að senda mann með eldflaug til tunglsins á næst unni, enda þótt slíkt væri nú þeg- ar í athugun og undirbúningL ★ Á Vesturlöndum eru margir þeirrar skoðunar, að tunglskotið muni hafa mjög mikið áróðurs- gildi fyrir Krúsjeff í Bandaríkj- unum, enda þótt tíðindin hafi ekki komið Bandaríkjastjóm á óvart. Nixon lét svo um mælt í dag, að Bandaríkjamenn skyldu ekki láta þennan atburð hafa of mikil áhtrif á sig. Bandaríkja- menn byggju yfir sömu tækni og þess yrði sennilega skammt að bíða, að þeim tækist jafnvel eða betur. Hann sagði, að Bandaríkja- menn mundu taka Krúsjeff vel. að enginn þyrfti að halda, að þeir féllu fyrir honum þó hann veif- aði til þeirra og brosti úr opnum bíl. Minningarnar frá Kóreustríðinu, Berlinardeilunni og njósnum kommúnista í Bandaríkjunum væru ferskar í hugum manna — og ekki væri hægt að taka mark á friðarhjalinu nema friðarástin væri sýnd í verki. Nixon sagði, að það væri barnarlegt að ætla, að það mundi breyta hugarfari Krúsjeffs eitthvað þó Bandarikja menn reyndu að sannfæra hann um friðarást þjóðar sinnar. Ágreiningurinn milli hins frjálsa heims og kommúnista- rikjanna er ekki vegna mis- skilnings — heldur vegna þeirra stefnu Ráðstjórnarinn- ar að þenja út veldi sitt og áhrif með öllum tiltækum ráð- um í öllum hlutum heims. ★ Loks sagði Nixon, að það væri hættulegt að ætla sér að sann- færa Krúsjeff um of um friðar- vilja bandarísku þjóðarinnar ,þvi þá gæti farið svo, að Krúsjeff héldi, að Bandaríkjamenn vildu kaupa friðinn fyrir hvaða verði sem sett væri upp, jafnvel upp- gjöf við samningaborðið. ★ Krúsjeff leggur af stað frá Moskvu í nótt flugleiðis til Banda ríkjanna. Áætlað er, að flugvélin, sem er af gerðinni TU-114 fljúgi án viðkomu til Washington, en þar mun hann ræða við Eisen- hower síðdegis á morgun. Banda- ríkjaför Krúsjeff mun standa í 12 daga. Hann mun ferðast um Bandaríkin, hitta marga af fremstu mönnum þjóðarinnar að máli — og ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. ★ Tunglskotið rússneska hefur dregið miklu meira athygli að för hans en annars hefði verið. Leiðtogar brezka verkamanna- flokksins eru þeirrar skoðunar, að Krúsjeff geti ekki farið vest- ur með stærri áróðursspjöld en hann hafi nú fengið. Adenauer sagði ekki ástæðu til þess að hrífast um of af tunglskotinu, en ekki væri hægt að loka aug- imum fyrir því, að þetta hefði mikið áróðursgildi í vanþróuðu ríkjunum. Einn af fremstu vís- indamönnum Japans á þessu sviði sagði þetta enga stórfregn, en Novotny, forseti Tékkóslóvakíu sagði í skeyti til Krúsjeff, að nú hefði kommúnismanum enn einu sinni sýnt yfirburði sína yfir kapitalismanum. ★ Utanríkisráðherra Frakka, Murville, sagði augljóst, að Krúsjeff hefði fengið stórt áróð- urstæki í hendurnar svona rétt fyrir Bandaríkjaförina, en Paul Henry Spaak lét svo um mælt, að hann teldi ekki, að tunglskotið hefði nein diplomatisk eða póli- tísk áhrif. A1 Kifeh, blað ara- biskra þjóðernissinna í Beirut segir, að Krúsjeff hafi ekki gefið skipunina um að skjóta á tunglið menningunni til ávinnings, held- ur í pólitísku ágóðaskyni. Nehru sagði að nú væri tunglið á undan- haldi — öfugt við það sem áður hefði verið, þegar menn hefðu trúað því, að tunglið réði ör- lögum manna. Dala Lama dró i efa, að tunglskot Rússa yrði mannkyninu til blessunar, en Gomulka sendi Krúsjeff „hlýjar kveðjur" og Kim E1 Sung, for- sætisráðherra N-Kóreu taldi atburðinn sýna yfirburði og veldi hins kommúniska skipulags — og tákn sigurs kommúnismans. ★ í fréttaauka í útvarpinu í gær ræddi Dr. Trausti Einarsson um rússnesku tunglflaugina og sagði í niðurlagi spjalls sína: Þessi fyrsta eldflaug, sem skot- ið hefir verið til annars hnattar, virðist sýna, að tæknin á þessu sviði hafi stigið nýtt framfara- spor, og nú megi búast við ýms- um frekari tilraunum til að kanna tunglið. Þessi fyrsta eld- flaug kann þegar að hafa svarað einhverjum vísindalegum spurn- ingum, þótt það hafi ekki verið látið uppskátt. Ef tunglið hefir segulsvið, ma buast við að geimgeislar breyti um styrk- leik í nánd við það, eins og á sér stað við jörðina. Og slíkt myndi þessi eldflaug hafa skorið úr um. Segulsvið jarðar á uppruna sinn í fljótandi jarðkjarnanum, og þannig myndi segulsvið á tunglinu strax gefa víssar bend- ingar um innra ásigkomulag tunglsins. Að öllu samanlögðu má búast við, að innan fárra ára eða jafnvel mánaða, hafi menn öðlast fyllri þekkingu á ástand- inu á tunglinu, þótt lengur kunni að dragast að menn komizt þang- að. Friðrik á beiri stöðu Kvikmynd nm storísemi IOGT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.