Morgunblaðið - 15.09.1959, Síða 3
Þriðjudagur 15. sept. 1959
MORCVISBL AÐIÐ
3
MORGUNBLAÐINU var send
þessi skemmtilega mynd af
Drangey, og bað fréttaritara sinn
Björn bónda í Bæ á Höfðaströnd
að skrifa með henni. Skrifaði
Björn það, sem hér fylgir með
og sendi jafnframt aðra mynd,
sem birt er neðst á síðunni. Það
er mynd frá Drangeyjarför um
1920.
★
Það er sagt um okkur Skag-
firðinga að við séum glaðsinna,
söngelskir og dálítið drjúgir.
Þetta allt teljum við góðan vitnis
burð, en víst er um það að allir
erum við hreyknir af okkar dá-
samlega Skagafirði, sem breiðrr
sinn víða faðm á móti vegfar-
anda hvaðan sem hann kemur að
í fjörðinn. Þeir eru ekki fáir, sem
stanza farartæki á Vatnsskarði,
Siglufjarðarskarði eða á eylend-
inu vestan við Héraðsvötn-eystn
þar sem eyjarnar, útverðma
okkar, hillir við haf, Þórðarhöíði,
Málmey — og „þar rís hún Drang
ey úr djúpi, dunar af fugla söng“.
Ef þið gætuð komið með mér
fram í Drangey get ég fullyrt að
ykkur mundi ekki leiðast, þarna
rís hún úr djúpi, stór og tignar-
leg — nokkuð sundurskorin að
vestan en heilleg að austan og
norðan svo að til að sjá er þar
brattur veggur. Að vorlagi og
fram eftir sumri er þarna iðandi
fuglalíf, ótöluleg mergð. Ef barið
er í borðstokk á bát t. d. með
spýtu þá dimmir í lofti þegar
fuglinn flýgur úr bjarginu. Æði
oft hefi ég farið með ferðafólk
fram í eyjuna. Áður fyrr var
nokkuð erfitt að komast upp þar
Sem klifra þurfti upp á brúnar-
helluna ca. 2 mannhæðir. Notaði
ég oftast það ráð að setja höfuðið
undir botninn á kvenfólkinu og
lyfti því þannig upp þar til aðrir
náðu til þeirra eða að þær gátu
vegið sig upp, en lengst man ég
eftir því, er ég lenti innan í pils-
um einnar blómarósar með höfuð
mitt og lá við köfnun, en hvor-
ugt okkar hafði neinn tíma ti’
að hugsa um slíka smámuni, og
urðum við beztu vinir eftir þessi
nánu kynni. En nú þarf ekkert
slíkt að óttast, ágætur stígi er
kominn upp á brúnarhelluna með
handriðum til beggja handa. Get-
ur því hvert barnið farið þarna
upp hjálpar lítið. Við Altarið þar
sem Guðmundur góði Hólabiskup
gerði bæn sina eiga allir að stanza
og gera slíkt hið sama. Er nú búið
að setja þar upp töflu með Faðir-
vori áletruðu. Vestan við eyjuna
er Lambhöfði stór og hrikalegur.
Ekki er hægt að komast upp í
hann nema í stiga, sem hangir að
eins á efri enda. Mun þetta Vera
um 30 til 40 metra flug og hefir
því ekki verið talið heiglum hent
að fara þar upp.
Síðastliðið sumar fór ég með
enskum fuglafræðingi og konu
hans fram í Drangey. Sá ég þá
sem fyrr hvað staðurinn getur
dáleitt fólk. Fyrst voru þau alveg
bergnumin, en svo kom hálfgert
æði á karlinn, hánn hljóðaði og
pataði út öllum öngum. í bjarg-
inu gat hann svo náð kvikmynd
af fálkahreiðri, sem var kórónan
á öllu saman. En þetta var nú út-
úrdúr.
Ég vildi að ég gæti leitt ykkur
öll upp á Drangey eina fagra vor-
nótt, þegar sólin gengur með haf-
fleti í norðri, þeirri sjón mynduð
þið aldrei gleyma.
Hér áður fyrr þegar atvinna
manna var ekki eins fjölþætt og
nú, og oft þröngt í búi að vorlagi
hjá þurrabúðarmanni við sjóinn
og jafnvel víðar, mátti segja að
Drangeyjan væri bjargvættur,
skagfirzka kýrin eða vorbæran
eins og margir kölluðu hana. Þá
var oft um 100 manns starfandi
við eyjuna við fuglatekju, eggja-
tekju og þorskvsiðar, og meðan
á þessum veiðum stóð voru sam-
felldir flutningar til lands á stór-
um sexæringum.
Mynd, sem tekin er um 1920 af
nokkrum Drangeyjarkörlum sýn
ir svolitla mynd af útbúnaði og
aðstöðu. AJ allflestum þessara
manna er engin mynd til önnur
og er hún því merkileg þeim er
til þekktu.
Eins og allir vita er Drangey
sögulega fræg. Við hana eru
bundnar margar munnmælasögur
og sagnir, hún er stórbrotin nátt
úru smíði, sem setur sinn ógleym
anlega fagra svip á Skagafjörð-
inn, að ógleymdu því að hún hef-
ir verið og er forðabúr, sem alltaf
var og er hægt að leita til og þá
oft einmitt þegar hart var í ári.
Á stríðsárunum kom víst til
mála að setja fallbyssu og loft-
varnarstöð á eyna. Þá hefði nún
þjónað því hlutverki að vera
sannkallaður útvörður okkar
Skagfirðinga, það hefir hún raun-
ar verið og mun verða meðan
aldir renna.
'STAKSTEIWAB
Samningaviðræður
um vinstri stjórn
Kommúnistablaðið „Útsýn**
birtir í gær svar Framsóknar-
flokksins við tilmælum komm-
únistafloksins um samninga um
nýja vinstri stjórn að næstu kosn
ingum loknum. Eru kommúnist-
ar frekar óánægðir með svar
Framsóknar og telja það loðið og
yfirborðslegt. Ekki verður þó
annað séð af svari Framsóknar-
flokksins, en að hann sé reiðu-
búinn til þess að hefja samstarf
við kommúnista um nýja vinstri
stjórn. Er m. a. komizt að orði um
þettíT á þessa leið í svarinu:
„— Taldi flokkurinn (Fram*
sóknarflokkurinn) mjög miður
farið að starfstími vinstri stjórn
ar skyldi ekki verða lengri en
raun varð á. í samræmi við þetta
telur hann af ýmsum ástæðum
æskilegast að samstarfium vinstri
stjórn verði komið á að nýju
hið allra fyrsta, og mun að sjálf-
sögðu sem stærsti stuðningsflokk
ur vinstri stefnu í landsmálum
beita sér fyrir því, að gengið
verði úr skugga um, hverjir mögu
leikar eru á slíku samstarfi, og þá
þannig að með fullum heilindum
sé að því staðið af öllum hlut-
aðeigendum, sem þar geta úrslit-
um ráðið með heill almennings á
íslandi fyrir augum".
Af Drangeyjarfjöru um 1920.
„Eining
vinstri aflanna“
Kommúnistablaðið kallar þetta
svar Framsóknar neitun á tilboði
Alþýðubandalasgsins um nýja
vinstri stjórn. Síðan kemst „Út-
sýn“ að orði á þessa leið:
„En Alþýðubandalagið mnn
þrátt fyrir þessa neitun Fram-
sóknarflokksins halda áfram að
berjast fyrir samvinnu og einingu
vinstri aflanna í landinu, með
það fyrir augum að mynduð
verði vinstri stjórn að Ioknum
haustkosningum, sem vinnandi
alþýða til sjávar og sveita getur
treyst til þess að gæta hagsmuna
alþýðustéttanna og samtaka
þeirra um leið og hún vinnur
að bættum hag allrar þjóðarinn-
ar og fullu sjálfstæði og frelsi
út á við“.
Báðir vilja það sama
Af þessum yfirlýsingum kom-
múnista og Framsóknarmanna
virðist þau auðsætt að báðir
vilja í raun og veru það sama.
Þeir telja nýja vinstri stjórn
vera það, sem stefna beri að. Og
báðir hæla vinstri stjórninni sál-
ugu fyrir afrek hennar.
íslenzkir kjósendur þurfa
ekki að fara í neinar grafgötur
um það, hvað koma muni í ís-
lenzkum stjórnmálum á næst-
unni. ef Framsóknarmenn og
kommúnistar ykju fylgi sitt í
kosningunum í haust. Þessir
flokkar myndu þá, skríða saman
að nýju, enda þótt þeir hafi enga
möguleika til þess að koma sér
saman um lausn hinna þýðingar-
mestu þjóðmála, eins og reynsl-
an af vinstri stjórninni sálugu
sýndi greinilega.
Það væri vissulega mikil
ógæfa fyrir íslenzku þjóðina, ef
hún fengi nú að nýju gersamlega
úrræðalausa og sundurþykka
ríkisstjórn. Fjöldi vandamála
steðjar nú að. Nýtt kapphlaup
milli kaupgjalds og verðlags, og
enn aukin verðbólga og dýrtíð
vofir yfir. ef ekki verður að gert.
Kommúnistar og Framsóknar-
menn gátu ekki komið sér sam-
an um neitt úrræði í efnahags-
málunum, meðan þeir sátu sam-
an í vinstri stjórninni. Þeir munu
ekki finna slík úrræði eftir kosn
áingarnar í haust.