Morgunblaðið - 19.09.1959, Page 14

Morgunblaðið - 19.09.1959, Page 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 19. sepí. 1959 Kvenskótofélag Beykjuvíkur Innritun fer fram í Skátaheimilinu sunnud. 20. sept- ember kl. 2—6. Árgjöld kr. 25. — fyrir skáta og kr. 15. —- fyrir ljósálfa greiðist um leið. Umsóknareyðu- blöð fást í Skátabúðinni, gegn einnar krónu gjaldi. STJÓRNIN. MaÖur sem búinn er að aka bflum bæði stórum og smáum í 15 ár í Reykjavík (árekstralaust) óskar eftir að aka bíl fyrir góðan atvinnuveitanda. Tilboð óskast sent til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir miðvikudagskvöld 23. september auðkennt: „Meiraprófsmaður — 9196“. Bókhaldari Stórt: innflutningsfirma óskar eftir að ráða karlmann til bókhaldsstarfa. Aðeins maður með góða bókhalds- þekkingu kemur til greina. Umsóknir með upplýs- ingum um aldur og menntun sendist Morgunblaðinu merkt: „9096“ fyrir 24. þ.m. Atvinna ; ReglUsamur maður óskast til afgreiðslustarfa í bfla- búð. Þarf að hafa reynslu í að panta bifreiðavara- hluti. Tilboð og meðmæli sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 24. þ.m. merkt: „Atvinna — 9092“. Skrifstofumaður Vanur skrifstofumaður óskast til að sjá um bókhald og skrifstofustörf fyrir iðnfyrirtæki í Kópavogi. Til- boð merkt: „Bókhald — 4218“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir næstkomandi miðvikudagskvöld 23. þ.m. Skrifstofustúlka óskast nú þegar hálfan eða allan daginn um stuttan tíma : vegna forfalla. Tilboð merkt: „Fljótt — 9095“ send- ist afgr. blaðsins. Trésmiðir — verkamenn Óska eftir trésmiðum og verkamönnum. Löng og örugg vinna. Upplýsingar í síma 18952 kl. 6—8 í kvöld. ORÐSENDING til vinnustaða frá þvottahúsinu Lín h.f. Hraunteig 9. Framkvæmdastjórar, verkstjórar og starfsfólk látið okkur annast hreinlætið með ykkur á vinnustaðnum. Þvoum hlífðarsloppana og handþurrkurnar. Sækjum — Sendum. Þvottahusið Lín h.f. Sími 34442. Kirfcjudagur Óhóða saín- aðarins HINN árlegi Kirkjudagur Óháða safnaðarins hér i bæ er á morgun, sunnudag. Hann er haldinn til að vekja eftirtekt og áhuga á kirkjulegu starfi og afla fjár til þess. Eins og kunnugt er var kirkja safnaðarins við Háteigsveg vígð í vor og áður hafði félags- heimili við hana tekið til starfa. Þetta er fyrsti kirkjudagurinn sem haldinn er i kirkjunni eftir vígslu hennar og má gera ráð fyr- ir miklu fjölmenni við kirkju, í kaffi eftir messu hjá safnaðar- konum, og á kvöldsamkomu í kirkjunni, ef að vanda lætur. Guðsþjónustan hefst kl. 2 e. h. Formaður Bræðrafélags Óháða safnaðarins, Jón Arason, prédik- ar, en prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson, þjónar fyrir alt ari og flytur ávarp í messulok. Jón Arason hefir starfað mikið og um langan aldur að kirkju- málum og verið formaður Bræðra félags safnaðarins frá stofnun þess. Að lokinni messu gefst fólki kostur á að láta eitthvað af hendi rakna í byggingarsjóð kirkjunn- ar eins og venja hefir verið á þessum degi. Þá verður kaffisala í félagsheimili kirkjunnar, Kirkjubæ. Konur úr kvenfélagi safnaðarins hafa þar á boðstólum kaffi og heimabakaðar kökur og smurt brauð eins og hver vill, og hafa þessar kaffiveitingar jafnan verið konunum til hins mesta sóma vegna þess hve allt hefir verið stórmyndarlega fram borið. Á sunnudagskvöídið kl. 9 verð- ur samkoma í kirkjunni með ein- söng og kvikmyndasýningú. Sýnd verður í fyrsta sinn kvikmynd frá vígslu Kirkju Óháða safnað- arins í vor. Óskar Gíslason tók mynd þessa. Starfsemi Óháða safnaðarins hefir vakið mikla og vaxandi at- hygli á undanförnum árum. Eitik um hefir dugnaður og fórnfýsi við kirkjubyggingu safnaðarins vakið athygli víða um land og þótt til fyrirmyndar. Kirkju- klukkur miklar voru teknar í notkun nýlega en fjárskortur kom í veg fyrir að hægt væri að múrhúða og mála kirkjuna utan í sumar. Leiðrétting NOKKRAR villur hafa slæðst inn í greinina hér í blaðinu um 100 ára afmæli Reynivallakirkju. Kona Gísla á Neðri-Hálsi heitir Ingibjörg, og Hannes í Hækings- dal er Guðbrandsson. Ennfremur er Oddur á Neðra-Hálsi talinn vera hreppstjóri, en það er Gísli, bróðir Odds. Aftur var Oddur organleikari við kirkjuna. Það var sóknarnefndin, sem bauð til kaffidrykkju, en kvenfélagið, sem framreiddi góðgerðirnar. Hörður Ólatsson lögfræðiskrifstofa, skjalai ýðandi og dómtúlkur í ensku. Austurstræti 14, sími 10332, heima 35613. Kennsla SAMTAL A ENSKU á eina sameiginlega hótelinu og málaskólanum í Bretlandi (Stjórnað af Oxfordmanni). Frá £ 10 vikulega. The Regency, Ramsgate, Engl. ennsla Enska, danska fyrir byrjendur og lengra komna. — Áherzla á tal og skrift. — Kristín Óladóttir Sími 14263. Samkomnr K. F. U. M. — Samkoma annað kvöld kl. 8,30. Bjarni Eyjólfsson ritstjóri, talar. * Allir velkomnir. Elísahef Sigurðsson heiðruð Kaupmannahöfn, 17. sept. Einkaskeyti til Mbl. — Tónlistargagnrýnendur hér í borg hafa ákveðið að veita heiðursverðlaun sín i ár þeim Elísabetu Sigurðsson, píanó- leikara og óperusöngvaran- um Ib Hansen. Nám í Kaupmannahófn Elísabet Sigurðsson er sem kunnugt er dóttiv Haraldar Sigðurssonar prófessors og nam píanóleik hjá honum í Tónlistarháskólanum hér á 'r unum 1947—51. Eftir að hafa brautskráðst þaðan, hélt hún áfram námi í París hjá Margu- erite Long og lærði jafn- framt á klarinett hjá Louis Calhuzac. Hún kom fyrst op- inberlega fram í Tívoli árið 1951 og lék þá á bæði hljóð- færin, en hefur síðan komið fram við ýmis tækifæri og haldið sjálfstæða hljómleika; síðast? kom hún fram í Tívolí sl. sumar á sameiginlegum hljómleikum þeirra feðgina. V erðlaunaaf hending á sunnudag Tónlistargagnrýnendur hafa úthlutað slíkum verðlaunum til efniiegs tónlistarfólks um árabil. Þau verða í þetta sinn afhent n.k. sunnudag á át- varpshljómleikum í hljóm- leikasal Ríkisútvarpsins. Mun Elísabet við það tækifæri leika klarinetkonsert Mozarts í A-dúr, en Ib Hansen syng- ur nokkrar óperuaríur, m.a. söng nautabanans úr „Car- men“. i I % \ 4 \ \ Í \ \ > \ \ > > > > 5 \ \ > \ > s \ \ \ > V > s s \ s s \ \ \ > s s s > \ s s > s t Sýning Þorvalds Skúlasonar í DAG opnar Þorvaldur Skúla- son málverkasýningu í Lista- mannaskálanum. Þar mun hann sýna 60 olíu-, vatnslita- og klipp- myndir. Eru ?ær allar gerðar á s.l. þremur árum. Þorvaldur Skúlason er löngu kunnur fyrir myndir sýnar og hefur hann hald ið eða tekið þátt f mörgum sýn- ingum hér heima og erlendis. Þorvaldur Skúlason Síðasta sýning hans hér á landi var haldin í tilefni 50 ára af- mælis Listamannsins árið 1956. Síðan hefur hann tekið þátt í sýningum erlendis í m.a. í „L’art en‘. France et dans le monde í Par ís og annarri í sömu borg í tilefni útkomu bókarinnar „Dictionaire de la peinsture abstraite". Þá hef ur hann og sýnt á norrænum listsýningum í Osló og París og Kosið í stjórn Innkaupastofn- unarinnar Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær voru kosnir úr hópi bæjar- fulltrúa og varabæjarfulltrúa 4 aðalmenn og 4 varamenn í stjórn innkaupastofnunar Reykjavíkur. Aðalmenn voru kosnir þeir Þorbjörn Jóhannesson, Höskuld- ur Ólafsson, Óskar Hallgrímsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Til vara Guðjón Sigurðsson, Páll S. Pálsson, Magnús Ástmarsson og Ingi R. Helgason. hann var einn þáltttakenda á norrænu listsýningunni f Odense á s.l. sumri. Myndirnar eru allar svokallaðar abstrakt. Sýning Þorvaldar verður opin í 14 daga frá kl. 1—10 daglega. — Kristófer Eggertsson Frh. af bls. 3. framvegis. En þetta er nú útúr- dúr. — Við höfðum samband við gi og Fanneyju á Vi tíma fresti og fengum hjá þeim upplýsingar um hvað gerzt hafði síðustu 12 tímana, hvort þeir hefðu orðið varir, og þá hvar. Þetta er mikið atriði, því skipin geta orðið vör við sld undir yfirborðinu, sem flugvélarnar verða ekki varar við. Þá látum við flugvélarnar vakta, hvenær síldin kemur upp, en það getur gerzt nokkrum tím. um eftir að skip hefur orðið hennar vart. í sumar voru óvenjulega slæm flugskilyrði, þangað til eftir 20. ágúst. Eftir það gekk vel fyrir Austfjörðum. Það vantaði bara fléiri skip, því að á þokusömum sumrum, eins og í sumar, þegar flugvélar koma ekki nema að tak mörkuðu haldi, koma skipin að ómetanlegu gagni. Við þyrftum að hafa 3 skip, fyrir utan rann- sóknarskip, því það geta alltaf komið mánuðir, sem flugvélarnar notast ekki, vegna veðurs eða af því síldin veður eklíi, þó flugvél arnar séu annars ómetanlegar. Það er fljótvirkasti mátinn að veita flotanum upplýsingar í gegnum þær. Allar þessar upplýs- ingar spara flotanum geysimikla olíu og tíma. Þá kemur það oft fyrir, að leit- að er til okkar með fluttning á sjúklingum, og höfum við annast það, ef við höfum haft möguleika til þess. Á Raufarhöfn vinnur síldar- leitin mikið aukastarf við að ann- ast viðskipti milli bátanna og salt enda, því Landssíminn hefur þar enga talstöðvarþjónustu, svo öll viðskipti verða að fara fram í gegnum sildarleitarstöðina kannski 5—6 símtöl við hvern bát. Yfirleitt má segja að þetta sé mjög erilsamt starf, en gamlir sjómenn, eins og é’g, una þv bezt að hafa tengzt við sjóinn, sagði Kristófer Eggertsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.