Morgunblaðið - 30.09.1959, Page 1

Morgunblaðið - 30.09.1959, Page 1
24 slður 46. árganguí 214. tbl. — Miðvikudagur 30. september 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Fyrsti fundurinn aldrei haldinn” ÞEGAR V-stjórnin samdi um það við Bandaríkja- stjórn í nóvember 19þ6 að svíkja loforð sitt um brott- rekstur hersins, fékk hún því áorkað í staðinn, að skipuð skyldi nefnd af hálfu beggja aðila. Með nefndarskipuninni átti að reyna að draga úr sviðan- um eftir svikin og láta svo sem meðferð varnarmál- anna væri miklu tryggari eftir en áður. Hermann Jónasson átti hugmyndina að því snjallræði og var mjög hreykinn yfir afreki sínu. í samningunum frá 1956 seg- ir svo um nefnd þessa: „3. Að fastanefnd kynni sér varnarþarfir, með hliðsjón af ástandi í alþjóðamálum og geri tillögur til ríkisstjórnanna um hverjar ráðstafanir gera skuli í þessum efnum. II. „Komið verði á fót fasta- nefnd í varnarmálum fslands, er skipuð sé ekki fleirum en þremur ábyrgum fulltrúum frá hvorri ríkisstjórn um sig, og sé hlutverk nefndarinnar: 1. Að ráðgast við og við um varnarþarfir íslands og Norð- ur-Atlantshafssvseðisins, að at- huga hverjar ráðstafanir gera þurfi vegna þeirra og að gera tillögur til ríkisstjórnanna beggja í þeim efnum, með hlið sjón af hernaðarlegu og stjórn málalegu viðhorfi á hverjum tíma. Þórorinn Þórarins- son lýsir sviksemi sinni í varnar- mdlum 2. Að undirbúa að svo miklu leyti sem hernaðarlegur við- búnaður leyfir, að íslendingar taki í ríkara maeli en áður að sér störf, er varða varnir lands ins, á meðan völ er á hæfum mönnum til slíkra starfa, svo og að tryggja að menn séu æfð ir í þessu skyni. 3. Að vinna að lausn mála, er varða stefnuna í almennum meginatriðum í samskiptum íslendinga og varnarliðsins". Þegar til átti að taka dróst skipun nefndarinnar mjög á langinn. Hún var ekki sett á laggirnar fyrr en eftir áramót 1958. Til uppbótar kom, að í nefndina voru ekki valdir neinir aukvisar: Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráð- herra, Emil Jónsson, þáver- andi forseti Sameinaðs Alþing- is og Þórarinn Þórarinsson, varnarmálasérfræðingur Fram sóknar. Menn töldu víst, að þessir „ábyrgu“ eða „fínu“ menn, eins og þeir hafa verið kallað- ir gættu þessara mikilvægu skyldustarfa af fullri árvekni. Ekki sízt nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar hvert hneykslið hefur rekið annað á Keflavíkurflugvelli. Aldrei hefur verið ríkari þörf „að vinna að lausn mála, er varða stefnuna í almennum meginatriðum í samskiptum íslendinga og varnarliðsins". En í gær skýrir Þórarinn Þórarinsson frá því, að hinn „fyrsti fundur" nefndarinnar hafi aldrei verið haldinn. Þórarinn bætir þessu við: „Síðan núv. ríkisstjórn kom til válda hefi ég ekki átt við- ræður við utanríkisráðherra um þessi mál“. Þórarinn hefur manna harð. ast gagnrýnt meðferð varnar- málanna nú. Samt sættir hann sig við, að nefndin, sem á að hafa yfirumsjón með þeim, komi aldrei saman til fundar. Hann hefur ekki einu sinni mannrænu til að segja sig úr nefndinni þegar hann sér, að hún er verri en gagnslaus. Hann vill ekki með nokkru móti hætta að teljast til „fínu mannanna"! Segja má, að ekki sé ein bár- an stök um skörungsskap og dugnað Framsóknar í varnar- málunum. En almenningur sér, hverja þýðingu hefur að velja mann eins og Þórarin til trún- aðarstarfa. Alvarleg aðvörun til Verkamannaflokksins Úrslit nörsku sveitarstjömarkosninganna Þá bað ég gömlu bænina JÓN Kristófer Sigurðsson, skip- stjóri á vélbátnum Margréti frá Neskaupstað, sem fórst á dögun- um í Héðinsfirði, er nú að jafna sig eftir volkið. Hann hafði meiðzt er hann barst með brim- inu upp í stórgrýtta urðina. Það brotnaði eitt rif í síðu minni, sagði Jón Kristófer í símtali í gær. 'En ég vissi það ekki fyrr en ég kom til byggða. Ég hélt að takið sem ég varð var við síð- ar, myndi standa í sambandi við lungna- eða brjósthimnubólgu, en svo var ekki, ekkert slíkt hef- ur gert vart við sig. Ég stakk mér til sunds áður en bátinn tók niðri í brimgarðinn. Það var mjög erfitt að komast á land vegna þess hve mikið brim var við -ströndina. Það var hrein þrekraun fyrir mig að komast upp bakkann ofan við strand- staðinn, þangað sem ég beið fé- laga minna. Þetta var hvorki skriða né hamrabelti. Ég var holdvotur og orðinn berfættur. Ég var allan daginn á gangi, reyndi að halda á mér hita, ég var lítið klæddur, gekk fram og aftur. Hún var eitthvað á milli 2 og 3 klukkan er bátinn rak á land fyrra mánudag. Frh. á bls. 23 Ö&LÓ, 29. sept. í G Æ R fóru fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í Noregi og var langt komið að telja atkvæði í kvöld. Þó litl- ar breytingar hafi orðið er lit- ið á úrslitin sem alvarlega að- vörun til Verkamannaflokks- ins og sem bendingu um það, að straumhvörf séu að verða í norskum stjórnmálum. — Fylgisaukningin, sem Verka- mannaflokkurinn hefur hlotið í hverjum kosningum fram að þessu, er að stöðvast. Kommúnistaflokkurinn hef ur enn tapað verulegu fylgi. Verkamannaflokkurinn hefur Iítillega hætt við sig atkvæð- um en minna en nemur at- kvæðatapi kommúnista. Er annars almennt gert ráð fyr- ir að þeir sem horfið hafa frá kommúnistum greiði Verka- mannaflokknum atkvæði, og sýnir þetta því fylgistap. Þeir flokkar, sem mest hafa aukið fylgi sitt, eru Vinstriflokkurinn, Hægri- flokkurinn og Miðflokkurinn, sem nýlega tók upp þetta nafn, en nefndist áður Bænda flokkur. Nýjustu atkvæðatölur í Oslo í gær voru: Verkamannaflokkur 108 þús., Kommúnistar 10 þús., Hægri 100 þús.., Kristilegi flokk- ur 12 þús., Vinstri 11 þús. Nýjustu tölur frá Noregi utan Osloborgar voru þessar í gær* kvöldi. f sviga eru sambærilegar tölur úr síðustu sveitarstjórnar- kosningum: Verkamannaflokkur 510 þús. (493 þús), Kommúnistar 45 þús. (57 þús.), Hægri 165 þús. (139 þús.). Miðflokkur 111 þús. (93 þús.) Kristilegi flokkur 88 þús. (83 þús.), Vinstri 107 þús. (97 þús.). , Enn síðar sendi NTB-fréttastof- an út hlutfallstölur flokkanna fyrir nær allan Noreg. Þær voru þannig borið saman við síðustu sveitarstjórnarkosningar: Verkamfl. 44,4% (44,0), Komm únistar 4,0% (6,4), Hægri 19,4% (17,5), Miðflokkur 7,8% (7,0), Kristilegi flokkur 7,4% (7,4), Vinstri 8,9% (7,9). f þessari upp- talningu er sleppt smáflokkum og ópólitískum listum. ★-----------------------* \ Jíl i ifc Miðvikudagur 30. september Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Rætt við Pétur Sigui Össon, sjómann. — 6: Bókaþáttur: Johan Falkberget —- 8: Krúsjeff ræðir við banda- ríska verkalýðsleiðtoga. — 11: Sæi er sú trú, eftir Halldór Jónsson, Leysingjastöðum. — 12: Ritstjórnargreinar: Ferðalok — Viðtal Bjartmarg. — 13: Hver er munurinn á demo- krötum og republikönum?44 eftir Valdimar Björnsson. — 22: íþróttir. *------------------------* Þetta er vélbáturinn Margrét á stranðstaðnum, skammt norðan Músadals í Iléðinsfirði. Á fimmtudaginn fóru nokkrir Siglfirðingar til að atliuga björgunarmöguleika. Segja Siglfirðingarnir bátinn talsvert brotinn og tekinn að liðast. Þeir björguðu dýptarmælinum úr bátnum. (Ljósmynd: Jóhannes Þórðarson, Siglufirði) ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.