Morgunblaðið - 30.09.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.09.1959, Qupperneq 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 30. sept. 1959 10440 börn og unglingarí skólum bœjarins Skólastarfib hafið af fullum krafti U Mþessi mánaðamót taka barna- og unglingaskólarnir til starfa. í gær boðaði fræðsluráð og fræðslustjóri Reyikjavíkurbæjar blaðamenn á fund með forystu- mönnum barna- og unglingaskóla bæjarins. Helgi Hermann Eiríksson, for- maður fræðsluráðs bauð^fundar- menn velkomna og sagði frá til- gangi þessa fundar sem nú væri orðinn fastur árlegur viðburður í upphafi hvers skólaárs. Á fundi þessum væri blöðunum gefnar upplýsingar um skólastarfið sem x hönd færi og forystumenn skóla gætu borið sáman bækur sínar. Auk fræðsluráðs og fræðslustjóra sitja fund þennan skólastjórar bæjarins og yfirkennarar svo og stjórnir stéttarfélaga barnakenn- ara og gagnfræðakenhara. Skólahaldið í vetur. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri tók síðan til máls og skýrði frá ýmsu sem fyrir lægi í starfi skól- anna í bænum í vetur svo og nemendafjölda og skíptingar í skólahverfi. Barnaskólar Samkvæmt spjaldskrá fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur eru 8726 börn hér í bæ á barnafræðslu- aldri. Af þeim munu væntanlega sækja Barnaskóla Reykjavíkur í vetur um 8050 börn eða 92,3%, og verða í 296 deildum, þ.e. 27,2 að meðaltali í deild. S.l. vetur sóttu Barnaskóla Reykjavíkur 7867 börn og voru í 292 deildum. Auk þess eru um 500 börn í einkaskólum. Starfandi fastir kennarar voru sl. skólaár 225, þar með taldir skólastjórar, en eru nú 228. Auk þeirra starfa allmargir stunda- kennarar. Gagnfræðaskólar í skyldunámi á gagnfræðastigi í 1. og 2. bekk verða um 2390 nemendur í 84 deildum. Sl. vetur voru nemendur á skyldustigi 2262 í 81 bekkjar- deild. í III. og IV. bekk gagnfræða- stigs (frjálst nám) verða í vetur um 1310 nemendur og skiptast þeir þannig: í landsprófsdeildum 330 (370) í verknámsdeildum 516 (440) í alm'. gagnfræðanámi 464 (470) Kvennaskólinn meðtalinn. Aukningin hefir fyrst og fremst orðið í verknámsdeildum en hús næðisskortur er fyrir kennslu þar Samtals verða því í skólum á gagnfræðastigi 3700 nemendur í 134 deildum (128 deidir í fyrra). Starfandi fastir kennarar við gagnfræðaskólana voru sl. skóla- ár 126, en verða 132 í vetur auk allmargra stundakennara. Aukning 340 nemendur Aukningin í skólunum hefir því orðið á þessu ári alls 340 nem endur og er hún minni en oft áð- ur á undanförnum árum. Nú taka til starfa tveir nýir skólar hér í bæ, Vogaskóli, en þar hófst kennsla raunar í des. sl. og Hlíðaskóli, en þar mun kennsla geta hafizt um miðjan október. Þá bauð fræðslustjóri vel- komna þrjá nýja skólastjóra, AFMÆXI. 75 ára er í dag frú Margrét Guðmundsdóttir Hafnarstr. 20. Herbergi óskast til leigu í 4 mán., sem næst Sjómannaskólanum. Fyr irframgreiðsla. Upplýsingar síma 23984. * Helga Þorláksson skólastjóra við Vogaskólann Guðrúnu Helgadótt ir, sem tekur við skólastjórn Kvennaskólans og Inga Kristins- son skólastjóra Melaskólans. Kvað hann skólamenn jafnframt hugsa með hlýhug til þeirra er frá störfum hyrfu. Skólabyggingar. Fræðslustjóri gat framkvæmda við skólabyggingar í bænum og kvað þær hafa gengið treglega á yfirstandandi ári og væri þar mest um að kenna skorti á iðn- aðarmönnum, margar fleiri á- stæður kæmu einnig til. Rakti hann síðan þær framkvæmdir sem orðið hefðu. Þá gat hann nokkurra atriða, er snerta ýmis nauðsynjamál og kennslu varðar. Væri þar fyrst að nefna auka- kennslu fyrir lestreg börn. Nokkr ir kennarar hefðu fyrir tveim- ur árum kynnt sér slíka starf- semi í Svíþjóð og nú væri kennsla hafin í nokkrum skólum bæjarins. Væri hér um að ræða mjög þarft starf. Námskeið fyrir kennara. Þá hefði verið efnt til nám- skeiða fyrir þá kennara er fyrst- ir taka á móti 7 ára börnum í skólur um. Einnig hefði verið haldið námskeið í meðferð skuggamyndavéla og myndræmu kennslu. Hefði fær sérfræðingur annazt það. Skólar bæjarins ættu nú 16 fullkomnar kvikmyndavél- ar og 24 skuggamyndavélar. Unn- ið væri og að aukningu og endur- bótum á myndræmusöfnum. Þá væri enn unnið að rannsóknum á notkun skólaþroskaprófs að sænskri fyrirmynd og héldi henni áfram. Talkennsla yrði í vetur minni fyrir málhölt börn og stafaði það af kennaraskorti. Hefðu 93 börn notið slíkrar kennslu í fyrra. Þá væri unnið að heima- kennslu fyrir allmörg börn, sem sakir sjúkleika gætu ekki stund- að nám í skólunum. Aukin efnafræðikennsla. Fræðslustjóri þakkaði gott samstarf við Jón Emil Guðjóns- son frámkvæmdastjóra skóla- Engin tímatakmörk Moskva 29. sept. (Reuter). KRÚSJEFF staðfesti það í dag, sem Eisenhower upp- Iýsti á blaðamannafundi í gær, að þeir þjóðarleiðtog- arnir hefðu ekki sett viðræð- um um Berlínarmálin nein á- kveðin tímatakmörk. Hins- vegar sagði hann að ekki yrði hægt að draga það endalaust á langinn. Skýri Krúsjeff frá þessu á fundi með frélta- mönnum Tass-fréttastofunn- ar. í kvöld ætlaði Krúsjeff að Ieggja af stað flugleiðis til Peking en þar ætlar hann að vera viðstaddur hátíðahöld í tilefni 10 ára afmælis valda- töku kommúnista. Maður slasast í GÆRDAG féll maður ofan af vinnupalli við húsið Eskihlíð 12. Maðurinn heitir Guðmundur Sigurpálsson, Eskihlíð 16. Mað- urinn mun hafa fengið aðsvif uppi á vinnupalli á fjórðu hæð Hann hafði ekki fallið beint til jarðar úr svo mikilli hæð, eitt- hvað snert neðri palla. Hafði maðurinn miklar þrautir í baki eftir fallið og eins hafði hann hlotið þó nokkurn áverka á höfði. Var hann fluttur í Landspítalann. vörubúðarinnar. Væri nú unnið að kaupum á þýzkum eðlisfræði- tækjum til aukinnar kennslu í þeirri grein. Að síðustu minntist Jónas B. Jónsson á sparifjár- söfnun skólabarna og kvað reyk- vísk börn hafa safnað tæpum tveim milljónum króna. Fræðslustjóri kvaðst vænta á- framhaldandi og vaxandi góðs samstarfs við blöðin. Þá óskaði hann skólamönnum góðs farnað. ar á komandi skólaári. Samkomur Sjálf- stæðismanr^ 1 N-Þing. RAUFARHÖFN Sjálfstæðisfélag Rauf .rhafnar efnir til samkomu í samkomuhús inu á Itaufarhöfn laugardaginn 3. okt. n.k. kl. 9 síðdegis. Ávörp flyt'ja þeir Björn Þór- arinson, bóndi, Kílakoti og al- þingismennirnir Jónas Rafnar og Magnús Jónsson. Skemmtiatriði annast Björgvin Júníusson og sýnd verður kvikmynd með ís- lenzku tali. Þriggja manna hljóm sveit frá Akureyri leikur fyrir dansi að loknum dagskráratrið um. ÞÓRSHÖFN Sunnudaginn 4. okt. efna Sjálf- stæðismenn á Þórshöfn til sam- komu í félagsheimilinu. Hefst hún kl. 9 síðdegis. Dagskráratriði verða hin sömu og á Raufarhöfn. Enn rænulaus SIGURÐUR Helgason frá Sól- heimum í Blönduhlíð, seni slasaðist illa miðvikudaginn 23. þessa mánaðar, er hestur, sem hann reið, flæktist í vír og hnaut — liggur enn rænu- laus á Landakotsspítalanum, og er líðan hans sízt betri, að því er Morgunblaðinu var tjáð í gær Sækir um lóð fyrir niðursuðu- verksmiðju Á FUNDI hafnarstjórnar er hald- inn var fyrir nokkru var lögð fram lóðaumsókn undir lóð til þess að reisa niðursuðuverk- smiðju. Var umsókn þessi frá Jakobi Sigurðssyni fiskifræðingi. Fer hann þess á leit við hafnar- stjórn að hann fái lóð yzt á Grandagarði fyrir niðursuðuverk smiðju. 1799 lík fundin og 1950 saknað TOKÍÓ, 29. sept. (Reuter) Tala þeirra sem fórust í fellibylnum „Vera“ er kom in upp í 1799, en enn eru 1950 manns taldir týndir. Lögregla og herlið leitar enn í húsarústum og uppi- stöðulónum, sem mynduð- ust við flóðin, sem fylgdu fellibylnum. í einni smá- borg fundust 600 lík. Vandræðaástand er eink- um í Nagoya-Héraði og er talið að 180 þúsund manns séu hjálparþurfi þar. Fjöldi flugvéla frá Bandaríkjun- um og Ástralíu kemur nú til Tokíó með lyf og hjálp- argögn. Drengurinn hérna á mynd- inni sem heitir Tómas, var að leika sér niðri í fjöru í gærdag, eins og þeir gera svo oft strák- arnir í Skerjafirðinum, en þegar hann var þar á gangi heyrði hann allt í einu ámátlegt væl og þegar hann gætti betur aðheyrði hann að það kom undan járn- plötu sem lá þarna á mjllisteina. Hann tók plötuna upp en undir henni lá lítill nýfæddur ketling ur með plastpoka reyrðan um höfuðið og var hann kominn að köfnun. Hefur hér verið framið enn eitt ódæðisverkið á mál- leysingja, og vekja verknaðir sem þessi, gerðir af manna hönd um megnan viðbjóð allra heil- brigðra manna. Tómas litli leysti kisa úr prísundinni og fór með hann heim til sín og gaf honum volgan mjólkursopa, því kisi var mjög kaldur og hrjáður og svo hjó Tómas um hann í pappakassa. Prestum í Reykjavík verður fjölgað um þrjá EFTIR því sem Mbl. hefur fregn að er það nú að komast á dag- skrá, að fjölgað verði prestum eða prestaköllum hér í Reykja- vík, þannig að bætt verður við þrem prestum. Síðast var fjölgað prestum hér í höfuðborginni árið 1952. Svo mjög hefur íbúum bæj- arins fjölgað síðan, að aðkallandi er talið að það dragist ekki úr hömlu fram að fjölga þeim nú. Það eru aðallega þrjú presta- Hátíða- höld í Peking PEKING, 29. sept. (Reuter) — Hátíðahöld eru hafin í tilefni þess að 10 ár eru liðin síð- an kínverskir kommúnistar sigruðu þjóðernissinna. t dag var haldin samkoma í nýrri riststórri þinghöll í borginni við „Torg hins himneska frið- ar“. Áhorfendur voru 10 þús- und talsins. Margar skraut- sýningar voru haldnar og for- seti landsins Liu Shao-chi flutti ræðu, þar sem hann þakkaði Mao Tse-tung sérstak lega forustu hans. Þá fluttu kommúnistaforingjar úr 59 löndum heims ávörp. Þeirra á meðal var Mihail Suslov fram kvæmdastjóri rússneska kommúnistaflokksins, sem sagði að Kínverjar mættu treysta á aðstoð Rússa. Það vakti nokkra undrun, að tveir af varaforsætisráð- herrum Kína, þeir Peng Teh- huai marskálkur og Chen Yun voru ekki viðstaddir hátíða- höldin. Vekur þetta grun um að þeir hafi verið „hreinsað- ir“. Peng Teh-huai var til skamms tíma yfirmaður kín- verska hersins, en lét af því embætti fyrir 12 dögum. Chen Yun hefur verið helzti efna- hagsmálasérfræðingur stjórn arinnar og má vera, að honum sé nú kennt um hin alvarlegu mistök, sem orðið hafa í efna- hags- og framleiðslumálum landsins. köll, sem fólksfjölgunin nær til, en þau eru Nessókn, Langholts- prestakall og Bústaðasókn. Svo er gert ráð fyrir að hér í bænum skuli jafnan vera einn prestur á hverja fimm þúsund íbúa. Það er vitað að í fyrrnefnd- um sóknum hefur fólksfjölgunin orðið svo mikil. á undanförnum árum og fjölgar enn stöðugt, að langt er komið yfir þessa tölu sóknarbarna þeirra presta er þjóna í prestaköllum þessum. Ekki er Mbl. kunnugt um á hvern hátt fjölgun presta er fyr- irhugúð. Það kemur til kasta ráðamanna í þessum. efnum, að gera annað tveggja, að fjölga prestum í fyrrnefndum söfnuð- um, þannig að þeir verði tveir er þjóni eða að skipta núverandi söfnuðum í fleiri sóknir. Varð- andi Bústaðasókn er þess að geta, að sóknarpresturinn þar þjónar jafnframt Kópavogskaup- stað. — Kjölur að nýjum Fossi lagður o Á MORGUN, 1. okt., verður lagður kjclur að nýjum „Fossi“ Eimskipafélags Islands. Verður þetta skip systurskip Selfoss og það byggt í hinni miklu skipa- smíðastöð Álaborgar. Gert er ráð fyrir að smíði skipsins verði 1 að fullu lokið og það afhent Eim- 'skipafélagsins fyrir jól 1960.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.