Morgunblaðið - 30.09.1959, Síða 6
6
MOJt^rrvnr 4ðið
Miðvik'udagur 30. sept. 1959
Johan Falkhergef
I DAG
undum
skáldið Johan Falkberget, átt-
ræðisafmæli. Hann'er einn helzti
talsmaður alþýðunnar í norræn-
um bókmenntum, og hafa skáld-
sögur hans um námumennina í
Röros og héruðunum þar í kring
skipað honum á bekk með stór-
skáldum Noregs. Mestar þeirra
og þekktastar eru „Christianus
Sextus“, sem kom út í þrem
bindum á árunum 1927—35, og
„Nattens bröd“, sem komið hef-
ur út í þremur bindum síðan
1940. Fjórða og síðasta bindið
kemur út á afmæli skáldsins.
Johan Falkberget er ósvikið
„fjallaskáld", enda alinn upp í
fjallahéraði nálægt landamærurn
Svíþjóðar. Faðir hans var námu-
verkamaður af norskum bænda-
ættum, en móðir hans var komin
af sænskum námumönnum, sem
fluttust til Noregs á 17. öld. Hann
fór sjálfur að vinna í námunum
átta ára gamall og hélt þvi áfram
til 27 ára aldurs árið 1906. Hafði
hann þá þegar gefið út nokkrar
sögur, sem ekki vöktu sérlega at-
hygli. En með skáldsögunni
„Svarte fjelde“ (1907) settist
hann á skáldabekk. í þessari og
næstu bókum vann hann ný lönd
fyrir norskar bókmenntir með
lýsingum sínum á kjöriun námu-
verkamanna.
Falkberget er raunsær í lýsing-
um sínum á lífi erfiðismannanna,
en hann lyftir þeim jafnframt
upp yfir gráma og leiðindi rúm-
helginnar: þær gneista af fersku
lífi og óvæntum ævintýrum.
Námumennirnir eru sundurleit
hjörð, full af uppreisnarhug og
fjandskap við hina staðföstu og
jarðelsku bændur í nágrenninu,
en þeir eiga þó hver og einn sín
arfgengu verðmæti og sína við-
kvæmu sál. Undirstraumurinn í
bókum Falkbergets er bróður-
kærleikur sem á dýpri rætur en
stéttahatrið.
Verkamennirnir í sögum hans
hafa yfir sér blæ hetjunnar, því
þeir eru ekki múlbundnir við
duftið, heldur eiga sér drauma
sem stækka líf þeirra og gefa
því víðtækari merkingu. Lífstrú
höfundarins og skynjun á hinum
stærri rökum lífsins kemur fram
í sögupersónunum og hefur skáld
skapinn í æðra veldi. Þetta á ekki
hvað sízt við um hinar sögulegu
skáldsögur, sem Falkberget hóf
að gefa út árið 1913. Fyrsta
sagan í þeim flokki var „Eli Sjurs
dotter", sem fjallar um hið mikla
norræna stríð 1700—1720. Falk-
berget varð snemma fyrir djúp-
um áhrifum af sögusögnum um
hina voveiflegu atburði í sam-
bandi við fall Karls XII, þegar
Armfeldt hörfaði með her sinn
úr Þrændalögum og rúmlega 3000
sænskir hermenn frusu í hel í
janúar 1719 við Essand-vatnið.
Hann hafði á unga aldri lifað það
að námumenn urðu úti í fjöllun-
um, og hann þekkti af eigin raun
ótta fjallabúanna við hungur og
kulda. 1 fyrstu bókum hans hafa
lýsingarnar á þessum miklu
mannraunum rómantískan blæ,
en þegar frá líður kemur meira
jafnvægi milli raunsæisins og
hinnar rómantísku hrifningar, og
er skáldsagan „Den fjerde natte-
vakt“ (1923) fyrsta stóra dæmið
um það.
Falkberget dvaldist á árunum
1907—1922 í Osló, en hvarf þá
heim til föðurtúna og tók við
jörðinni hjá Rugelsjöen, sem
faðir hans hafði átt. Árin í höfuð
borginni höfðu verið lærdómsrík
og þroskandi. Þegar heim kom
tók hann að búa sig undir verkið,
sem átti eftir að skipa honum
í flokk beztu norskra höfunda og
gera byggðarlag hans frægt í
bókmenntunum. Hann las norr-
æna sögu af kappi, kynnti sér
á einn af öndvegishöf-1 í sænskri sögu, gerði rannsóknir
Norðurlanda, norska | á staðháttum og málfari í heima-
byggð sinni, las skjöl og skýrslur
námufélagsins og fór yfir nafna-
skrár þess í margar aldir. Þannig
fékk hann yfirsýn yfir efnið,
enda varð „Christianus Sextus“
stórbrotið og margslungið verk.
Sagan gerist skömmu eftir
norræna ófriðinn og fjallar um
lífið og stritið í námunni
Christianus Sextus. Persónurnar
eru fjölmargar og sundurleitar,
vellærðir málmvinnslumenn frá
mörgum löndum, ófyrirleitnir
ævintýramenn, dularfullir gull-
gerðarmenn, duglegir verkamenn
og sænskir smiðir með sálina
fulla af járni og kopar. Armfeldt-
harmleikurinn myndar rammann
um verkið. Á þessum viðsjár-
verðu tímum leggja 13 verka-
menn frá Jámtlandi á Kjölinn til
að komast til námunnar Christ-
ianus Sextus í fjalHnu hjá
Röros. Við sjáum greinilega ætt-
rækni skáldsins og samúð hans
með Svíum { lýsingunni á sjö
daga þrautagöngu þessara 13
manna yfir öræfi landamæra-
héraðanna. Þessu mikla sögu-
lega skáldverki Falkbergets var
strax jafnað við tvö önnur stór-
verk norskra bókmennta, „Krist-
in Lavransdatter" eftir Sigrid
Undset og „Juvikfolket" eftir
Olav Duun.
Skáldverkið „Nattens bröd“
fjallar um fyrra tímabil í sögu
Noregs, seinni hluta 17. aldar. Er
þar lýst upphafi námugraftar
í Röros-héraði og fyrstu kynnum
bændanna af fjármagni. Höfuð-
persónan er fátæk málmkeyrslu
kona, An-Magritt. Fólkið í þröng-
um heimi hennar er þrælbundið
ævilöngu striti í námunum, það
þrælar, bölvar og slæst, og marg-
ir gera henni skráveifur. En hún
á hreinleik og óbuganlegt fram-
tak, sem sigrar alla niðurlæg-
ingu og harðneskju. Hún er ná-
skyld Sölku Völku, — Ditte Menn
eskebarn og Mutter Courage, og
verður þannig tákn um ódrepandi
seiglu og staðfestu hinna kúguðu
og vanræktu hvar sem er í heim-
inum.
Við hlið þessarar ógleymanlegu
konu hittum við" Hedström frá
Falun, dularfullan sænskan öld-
ung, sem virðist hafa lifað marga
mannsaldra. Hann ríður gömlum
horuðum hesti hvar sem hann
fer, og stundum fer hann geyst.
Þessi dularfulli öldungur er i
rauninni táknið um hið harða og
óræða réttlæti, sem hvarvetna
kemur við sögu. En hann er í öðr-
um skilningi dulbúinn persónu-
gervingur skáldsins sjálfs: hann
á hugarflug og vísdóm skapara
síns, kristna lífsskoðun hans,
dulúð hans og þekkingu á sögn-
um fjallahéraðanna.
Fjórða bindi þessa mikla sagna
bálks, sem kemur út á afmæli
skáldsins, ber hið táknræna nafn
„Kjærlighets veier“.
Johan Falkberget hefur auk
margra skáldsagna skrifað fjöld-
ann allan af greinum, ort ljóð
og samið æviminningar, þannig
að lífsverk hans er orðið mikið
að vöxtum. Kunnust bóka hans á
íslandi er sennilega gamansagan
„Bör Börson“, sem Helgi Hjörvar
þýddi og las í útvarp fyrir
nokkrum árum.
s-a-m.
JOHAN FALKBERGET
Ályktanir Verzlunarráðs
Efnahagsmál
Aðalfruidur Verzlunarráðs ís-
lands 1959 vill vekja athygli a
því, að ráðstafanir þær, sem
gerðar hafa verið í efnahagsmál-
um þjóðarinnar að undanförnu
muni ekki nægja til þess að skapa
efnahagslegt jafnvægi og at-
vinnuöryggi í landinu.
Fundurinn telur eftirfarandi
ráðstafanir nauðsynlegar til þess
að ná því marki:
1. Fjárfesting og bankaútlán
verði við það miðuð, að komizt
verði hjá verðbólgu. Telur fund-
urinn nauðsynlegt, að bankalög-
gjöfin verði endurskoðuð og hef-
ur gert um það sérstaka sam-
þykkt.
2. Útgjöldum ríkissjóðs verði
haldið innan þeirra takmarka,
að hann verði greiðsluhallalaus.
3. Uppbótakerfið verði afnum-
ið, þannig að þær atvinnugreinar,
sem erlends gjaldeyris afla, fái
jafna aðstöðu og misræmið hverfi
milli innlends og erlends verð-
lags. Atvinnurekendur beri þá
sjálfir áhættu og ábyrgð í rekstri
fyrirtækja sinna.
4. Dregið verði úr niðurgreiðsl-
um á innlendum vörum og í þess
stað auknar fjölskyldubætur og
gera hliðstæðar umbætur í fé-
lagsmálum.
5. Stefnt verði að því, að við-
skiptum og atvinnurekstri verði
búið sem bezt svigrúm til at-
hafna og sanakeppni, sem koma
mun þjóðinni í hag með aukinni
fremleiðslu og bættum lífskjör-
um.
Bankamál
Aðalfundur V. í. 1959 telur
nauðsynlegt, að sett verði ný
löggjöf um íslenzka banka, er
marki skýrt verkefni og verk-
svið seðlabankans annarsvegar
og viðskiptabanka hinsvegar.
Tryggt verði, að seðlabankinn
verði sem sjálfstæðastur og ó-
háður stjórnmálaátökum.
Hlutverk seðlabankans verði
að vernda verðgildi íslenzku
krónunnar, stuðla að jafnvægi á
lánsfjármarkaðinum, frjálsum
gjaldeyrisviðskiptum við útlönd
og nægilegri atvinnu í landinu. •
í verkahring seðlabankans falli
eingöngu viðskipti við peninga-
stofnanir og ríkissjóð. Hann ann-
ist seðlaútgáfu, yfirstjórn og eft-
irlit gjaldeyrismála, skráningu á
gengi erlends gjaldeyris og
ákveði forvexti á endurkeyptum
víxlum og reglur um handbært
fé viðskiptabankanna.
Verkefni viðskiptabankanna
verði fyrst og fremst að sjá at-
vinnuHfinu fyrir rekstursfé og
annast gjaldeyrisverzlun við
úr
skrifar
dagleqq lífinu
Velvakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf frá bifreiðaeftirliis-
K
Um glitaugu á bifreiðum
ÆRI Velvakandi!
í daglega lífinu 25. sept. sl.
birtir þú bréf frá bílstjóra, er
kom austan úr sveitum.í bréfi
bílstjóra er talað um ljósaútbún-
að og glitaugu á vörubifreiðum.
Bifreiðastjóri virðist ekki vera
kunnugur þeim reglum, er giida
um glitaugu (kattaraugu) á bif-
reiðum og segir að bifreiðaeftir-
litið banni ljós á stýrishúsum,
hornum stýrishúsa eins og hann
orðar það í béfinu. — Það er
ekki rétt hjá bílstjóra, bifreiða-
eftirlitið bannar ekki breiddar-
ljós á yfirbyggingu bifreiða.
Bifreiðaeftirlitið fylgir ná-
kvæmlega þeim reglum, sem um
þennan öryggisbúnað gilda. Þær
bifreiðar, sem eru breiðari en 235
sm. eiga að hafa breiddarljós t.
sérstaklega karólínska tímabilið id. á þaki stýrishúss, þær sem
eru undir þessari breidd eiga ekki
að hafa breiddarljós. Bifreiða-
eftirlitið hefur lagt ríka áherziu
á, að allar vörubifreiðar, hvort
sem þær eru yfirbyggðar eða
með venjulegum vörupali, hali
rauð glitaugu á pallhornum að
aftan, en bent bifreiðastjórum á,
að ekki mætti hafa rauð glitaugu
að framan, heldur aðeins hvít eða
gul.
Hirða ekki nóg um ljósin.
ÞÁ er gott að minnast á annað.
Of mikið ber á því, að bií-
reiðastjórar hirði ekki nægilega
vel um: Afturljós, stefnuljós, eða
glitaugun á bifreiðum sínum, þ.
e. hreinsa of sjaldan óhreinindi
af þessum öryggistækjum bifreið
anna. Þá er einnig of mikið kæru-
leysi hjá ökumönnum, þegar þeir
aka með annað framljósið í ólagl.
Bifreiðastjórar vita það, að ef
ljósaútbúnaður á bifreiðinni er
ekki í lagi, er óheimilt að aka
henni á ljósatíma.
Þá er og rétt að minnast á
stefnuljósin og notkun þeirra. —
Allt of margir ökumenn eiu
kærulausir með stefnuljósin,
gleyma þeim á í lengri tíma eftir
að þeir hafa tekið beygjuna og
sézt hefur að bifreið, sem búið
var að leggja á bifreiðastæði var
með „blikkandi" stefnuljósum
þar til eigandinn kom, eftir lang-
an tíma.
Hér er verkefni fyrir lögregt-
una að sekta alla er misnota
stefnuljósin.
Bifreiðaeftirlitsmaður.
Þau hafa ekki hækkað.
Nærfataframleiðandi
hér í bænum kom að máli
við Velvakanda í gær í tilefni
bréfs Ingibjargar frá Akureyri.
Kvað hann engin föt hafa hækk-
að í verði a. m. k. ekki síðan
um áramót, enda hefði verðlags-
skrifstofan að sjálfsögðu ná-
kvæmt eftirlit með verðhækk-
unum.
fyrirtæki og einstaklinga, en lán
til fjárfestingar verði byggð á
fjáröflun til lengri tíma, svo sem
með sölu skuldabréfa. Tryggt
verði, að viðskiptabankar, hvort
sem um er að ræða ríkisbanka,
eða einkabanka, starfi á við-
skiptlegum grundvelli óháð
stjórnmálasjónarmiðum. Heimilt
verði að stofna viðskiptabanka
að ákveðnum skilyrðum fullnægð
um, og skulu allir bankar hlíta
sömu reglum um aðhald og eftir-
lit af hálfu seðlabankans.
Kaupþing
Aðalfundur V. í. 1959 telur
nauðsynlegt, að stofnað verði
með lögum verðbréfakaupþing,
þar sem frjáls viðskipti með
vaxtabréf og hlutabréf fari fram
á uppboði.
Fundurinn álítur, að á þann
hátt muni skapast möguleikar á
aukinni lánsfjármyndun til langs
tíma og meiri eignaraðild al-
mennings í atvinnufyrirtækjum
þjóðarinnar.
Verðlagsmál
Aðalfundur V. í. 1959 ítrekar
kröfur sínar um frjálsa verð-
I myndun, þannig að heilbrigð sam
keppni ráði vöruverði og þjón-
ustu við almenning.
Meðan verðlagsákvæði gilda,
krefst fundurinn þess, að fullt
tillit sé tekið til raunverulegs
kostnaðar við innkaup og dreif-
ingu vara í landinu.
Utanríkisviðskipti
Aðalfundur V. I. 1959 varar
við þeirri hættu, sem verzlun
landsmanna stafar af því að
binda utanríkisviðskiptin um of
við vö.ruskiptalöndin.
Fundurinn álítur, að stefna
beri markvisst að því, að mark-
aðir sem fyrir hendi eru í frjáls-
gjaldeyrislöndunum, séu nýttir
betur en verið hefur og nýrra
markaða leitað í þeim löndum,
enda hefur reynslan sýnt ,að vör-
ur frá þeim fullnægja betur þörf-
um neytenda.
Tilhögun gjaldeyrisúthlutunar
Aðalfundur V. f. 1959 lítur svo
á að eðlilegast sé, að verkefni
þau, sem Innflutningsskrifstofan
hefur með höndum varðandi ráð-
stöfun á gjaldeyri, verði flutt yf-
ir í gjaldeyrisbankana og að
stefnt sé að því, að Innflutnings-
skrifstofan verði lögð niður.
SKATTAMÁLANEFND
Skattamál.
Aðalfundur V.f. 1959 vill leggja
Framii. á bls. 19.