Morgunblaðið - 30.09.1959, Page 10
10
MORCVNnr 4fílE
Miðvikudagur 30. sept. 1959
Sogsraf-
magnið
teygir sig
um
Hreppana
ÞAÐ er skemmtilegt að aka um
sveitir landsins í góðu veðri á
haustin, þegar haustlitirnir fær-
ast yfir, og úthaginn sýnist rauð-
ur á lit í aftanskininu. í fjarska
gnæfa fjöllin yfir flatlendið, hvít
ofan í miðjar hlíðar.
Austur í Hreppum er fagurt á
slíkum haustdögum. Og þannig
var í byrjun síðustu viku, þegar
blaðamaður Mbl. átti þar leið
um. Þessi fagra og vinalega sveit
tjaldaði sínum fegursta haust-
skrúða.
í sumar hafa Rafmagnsveitur
ríkisins látið reisa staura, sem
bera eiga nýja háspennulínu, er
tryggja mun fjölda heimila í
Hreppunum öruggt rafmagn. —
Það voru miklar annir á bæjun-
um þennan sólfagra dag, svo sem
jafnan er, þegar komið er fram
yfir miðjan septembermánuð til
sveita. Hekla blasti við í öllu sínu
veldi, en látlausar rigningar
byrgðu að öðru leyti alla fjalla-
sýn frá bæjum í Hreppunum. Og
nú hugsuðu menn til gangnamann
anna, sem voru aftur að komast
í byggð. Það var talið sennilegt
að þeir hefðu fengið slæmt veð-
ur, jafnvel að þeir hefðu lent í
hríð inni á hálendinu.
Við staðnæmdumst á veginum
fyrir ofan Hæli í Hreppum. Það-
an bárust taktföst hamarshögg í
kyrrðinni. Tvö vegleg íbúðarhús
eru þar í smíðum, fokheld orðin
og vel það. Bændurnir á Hæli,
bræðurnir Einar og Steinþór
Gestssynir stóðu í janúarmánuði
s 1. yfir rústum heimila sinna í
gamla bænum eftir bruna, er þar
varð eina nóttina.
Nýju húsin, sem þeir hafa nú
reist, eru mjög vegleg og falla
vel inn í landslagið. Þau eru stór
nokkuð, enda fjölskyldur þeirra
bræðra fjölmennar, upp undir 30
manns samanlagt.
Þegar við renndum í hlað á
Hæli, voru bræðurnir báðir úti í
fjósi yfir kú, sem var að bera.
Þeir höfðu áhyggjur af kúnni,
sem ekki virtist geta borið kálf-
inum nema með aðstoð dýra-
læknis.
Það var i senn fróðlegt og
ánægjulegt að sjá, hversu heim-
ilisfólkið á Hæli hefur brugðizt
við þeim vanda, sem þvi var á
höndum, þegar gamli bærinn
brann. Bæjarhúsið var að vísu
ekki mjög gamalt, en orðið allt 'f
þröngt fyrir hin stóru heimili
þeirra bræðra, Einars og Stein-
þórs. Lengst af hefur fólkið látið
sér nægja að vera í einföldum
í Geldingarlioiti. — Einu sinni var vindrafstöð þar. — Mastrið, sem rellan var á, stendur uppi. —
skúr, og notaði geymslu í einni
stórri fjósbyggingu fyrir eldhús.
Sumir á heimilinu hafa sofið
uppi á fjósloftinu, en aðrir í
skúrnum. Nú er verið að leggja
miðstöðvarlögn í húsin og fólkið
á Hæli vonast til að geta flutt
£ þau áður en langt um líður.
Bræðurnir sögðust hafa notið
mikillar hjálpsemi nágranna
sinna í sveitinni til að koma hús-
unum upp. — Til dæmis hjálp-
uðu þeir okkur við að slá upp
og við steypuvinnuna. Hefur
þetta orðið okkur ómetanlegt,
sagði Steinþór.
Hæli í Hreppum er vafalaust
meðal merkustu jarða þar um
slóðir. Þar hafa forfeður Hælis-
búa búið hver fram af öðrum síð-
an á miðri 18. öld. Hæli.er mjög
stór jörð og hafa þeir Einar og
Steinþór bætt hana, stækkað tún
og byggt vegleg útihús, og búa
nú góðu búi. Og þegar við rædd-
um um Hæli og möguleikana þar,
sagði Steinþór okkur, að þeir
bræður myndu geta látið börn-
um sínum í té nóg landsvæði,
því svo stórt er land Hælis, að
þar má nú koma fyrir 15 nýbýl-
um, af þeirri stærð sem nú tíðk-
ast, en það munu verá um 50 ha.
land, sem hverju slíku býli er
ætlað. Þegar við stóðum á hlað-
inu í Hæli sýndu bræðurnir okk-
.ur, hvar þeir hafa látið ræsa
fram mikið landflæmi, sem þeir
eru að nokkru byrjaðir ræktun
á, en tekið verður áður en langt
um líður. Svo kemur blessað raf-
magnið í vetur, sagði Steinþór, og
benti okkur á háspennustauraröð
ina, sem lá niður og vestur tún-
ið, vestur yfir hæðirnar í áttina
að Háholti. — Okkur hefur skil-
izt af ráðamönnum, að nú vanti
aðeins vfrinn í háspennulínuna.
Það má teljast mjög bagalegt,
þegar staurarnir eru loksins
komnir upp. Háspennulínan kom
hingað úr Hrunamannahreppi, en
þar í hreppnum fá 6 heimili raf-
magn.
Við báðum Steinþór að segja
okkur, til gamans og fróðleiks,
hvaða bæir það væru og eins í
Gnúpverjahreppi ofanverðum..
Nefndi Steinþór fyrir okkur alla
Háspennusamstæða á túninu fyrir neðan nýju bæjarhúsin á Hæli. — Rafmagnið verður að koma
áður en skammdegið skellur á. (Ljósmyndir Mbl.: M. Ö. Ant.)
þessa bæi. — í Hrunamanna-
hreppi eru það: Galtafell, Núp-
tún, Hrepphólar og tvö nýbýli
þar og Hólakot. 1 Gnúpverja-
hreppi fá þessir bæir rafmagn,
þegar línan hefur verið að fullu
lögð: Ásbrekka, Háholt, þrjú
■heimili í Geldingarholti, tvö
heimili hér á Hæli, önnur tvö í
Hlíð, Lækj arbrekka, Steinsholt,
Austurhlíð, Minni-Mástungur.
tvö heimili í Ásum og skólinn
þar, Stóri-Núpur og kirkjan á
Stóra-Núpi, Minni-Núpur, Ham-
arsheiði, Hamarsholt og Víðihlíð.
Viðbrigðin verða að sjálfsögðu
stórkostleg fyrir fólkið á bæj-
unum að fá- nú rafmagnið. — En
bændur her í Hreppunum hafa
víðast hvar komizt í nokkur
kynni við ágæti rafmagnsins. Raf
stöðvar eru heima við bæina, ;n
rafmagnið frá þeim er í senn
ófullnægjandi, og óöruggi, bilan
ir sífellt yfirvofandi, sagði S'tein
þór bóndi. Það er staðreynd að
nægilegt rafmagn er eins aðkall-
andi og nauðsynlegt fyrir bænd-
ur í nútíma þjóðfélagi hér á landi
eins og góðar gæftir og afli hjá
útgerðarmanni á Suðurnesjum,
svo tekið sé dæmi. Því vænta
bændur þess hér í Hreppunum,
að rafvæðingaráætlur.in muni
standast, því þegar þessir bæir
hér í Hreppunum, sem ég taldi
upp áðan, hafa fengið rafmagn,
mun láta nærri, að um helming-
ur heimilanna í öllum hreppnum
sé búinn að fá Sogsrafmagn. Á
næsta ári mun áfram verða hald
ið við lagningu háspennulínu og
þá fjölgar enn þeim heimildum,
sem rafmagnið fá. Þið ættuð að
leggja áherzlu á það, sagði Stein
þór, að það er nauðsynlegt að fá
háspennuvírinn sem fyrst, ,svo
að þessi háspennulína komist
sem fyrst í notkun og heimilin
fái rafmagn, áður en skammdeg
ið heldur innreið sína. Það myndi
valda sveitungum okkar miklum
vonbrigðum, svo ekki sé meira
sagt, verði því ekki komið í
kring fyrir þann tíma.
En nú kom lítil ljóshærð telpa
hlaupandi til pabba síns og sógði
honum að kýrin væri borin. —
En kálfurinn er dauður, bætti
hún við. Ekki var lengur til set-
unnar boðið.
Úti á hlaði var mikið um að
vera. Unga fólkið á Hæli var á
þönum um húsin, því á stórum
sveitaheimilum er alltaf nóg að
starfa. Einn af sonum Einars var
að leggja af stað í smalamennsku
Tilhlökkunin var mikii, því hann
átti að fara á einum bezta gæð-
ingi þeirra á Hæli, með nestis-
tösku og góðan útbúnað. Og þrátt
fyrir tilhlökkunina, þá gaf ungi
maðurinn sér tíma til þess að
raka sig, gður en hann færi a£
stað. Og á meðan hann gerði það
kom móðir hans fyrir góðu nesti
í hnakktösku. Allir krakkarnir
á Hæli ætluðu að fara á móti
safninu þegar það kæmi fram
sveitina.
Kr. 2.148.00 Kr. 1.973.50
Optima ferðaritvélar og skólaritvélar nýkomnar.
Garðar Gísiason hf.
Reykjavík.