Morgunblaðið - 30.09.1959, Side 12

Morgunblaðið - 30.09.1959, Side 12
12 UORCTJNBL 4 Ð1Ð Miðvik'udagur 30. sept. 1959 tTtg.: H.l. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FERÐALOK KRÚSJEFF er að vísu ekki þjóðhöfðingi Rússlands. Það er annar maður, sem fæstir muna nafnið á. En þegar Krúsjeff fór til Bandaríkj- anna, áskildi hann, að á móti sér væri tekið sem þjóðhöfðingja. Það var gert og hefur aldrei áð- ur verið skrifað jafn mikið um ferð neins þjóðhöfðingja til ann- ars lands og þessa för Krúsjeffs. Krafa Krúsjeffs um að hann væri meðhöndlaður sem þjóð- höfðingi og viðbrögð Banda- ríkjamanna sýna í senn vald hans innan þjóðar sinnar og veldi hennar í heiminum. Engum getur dulizt, að ætlun Krúsjeffs var að yfirþyrma Bandaríkja- menn og raunar mannkynið allt með ofurveldi sínu. Tunglskotið, sem látið var ríða af í þann mund, sem hann var að búa sig til farar, bar órækt vitni um það. Enn er of snemmt að gera sér til hlítar grein fyrir, hver árang- ur varð af för hins valdamikla einræðisherra vestur um haf. Greinilegt er þó nú þegar, að hvorki tunglskotið né Krúsjeff hafa skotið mönnum þar vestra þeim skelk í bringu, að þeir létu hann segja sér fyrir verkum. Krúsjeff sýndi nú sem fyrr, að hann er mikill áróðursmaður, eins og flestir starfsbræður hans í stétt einræðisherra. En áróðurinn er áhrifaríkastur, þar sem enginn andmæli komast að. Þess vegna vex Krúsjeff vafalaust meira af ferð sinn austan járntjalds en í vesturlöndum. Veikleiki hins lokaða huga ein- ræðisherrans birtist glögglega_ í viðtali hans við verkalýðsfor- ingja Bandaríkjanna. Gegn hóf- legum spumingum þeírra og eft- irgrenslan hafði hann í rauninni engin önnur svör en hrakyrði, og þá gagnspurningu, hvað þeir væru að reka nefið ofan í mál, sem þeim kæmi ekki við. Hugsunarhátturinn, sem á bak við býr, er sá, að kommúnistar megi setja út á allt og alla, en öðrum leyfist ekki einu sinni að spyrja, ef í spurningunni felst agnar ögn af efa um að komm- únistar séu alfullkomnir. Efnis- lega er svarið ætíð hið sama og Krúsjeff gaf snemma í ferð sinni, þegar hann var spurður um Ung- verjaland: „Það er eins og dauð rotta, sem stendur í hálsinum á ykkur, og þið getið hvorki gleypt né skyrpt út úr ykkur.“ Á meðan kommúnistar skilja ekki betur hugsunarhátt frjálsra manna, er vonlaust að fullur friður komist á. Yfirlýsing- in um viðræður þeirra Krús- jeffs og Eisenhowers er og ein- hver hin efnisminnsta, sem sézt hefur. Aðalatriði hennar er, að þeim hafi komið saman um, að öll deilumál ætti að leysa á frið- samlegan hátt. Til þessa voru ríki þeirra skuldbundin löngu áður. Tilvist Sameinuðu þjóðanna, sem Bandaríkjamenn og Rússar voru báðir stofnendur að, byggist á því að svo skuli gert. Hinir háu herrar gátu þess vegna ekki sagt minna en að þeir væru ekki horfnir frá þessari meginreglu. Með þessu er engan veginn sagt, að ferð Krúsjeffs hafi verið árangurslaus. Frjálsir menn hafa betur en áður kynnzt annars veg- ar óbilgirni kommúnista og hins vegar veikleika þeirra, þegar þeir mæta réttum rökum og ákveðn- um vilja og mætti til að láta ekki undan síga fyrir fullyrðingum og valdsýningu. Allir þeir, sem vilja kynnast eðli kommúnismans, þekkja það nú betur en áður. Spurningin er sú, hvort kommúnistar átta sig á, að hinn frjálsi heimur er ekki aðeins sterkari en þeir vildu óska að vopnavaldi heldur og í afkastagetu og siðferðilegum mætti. VIÐTAL BJARTMARS VIÐTAL það, sem Morgun- blaðið birti í gær eftir Islendingi við Bjartmar bónda Guðmundsson á Sandi, mun vekja athygli um allt land. Þegar Bjartmar tók 3. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Norður- Iandskjördæmi eystra, lét blað Framsóknarmanna á Akureyri, Dagur, að því liggja, að það væri hliðstætt landráðum og þjóðsvik- um, að Bjartmar, sem er í stjórn Kaupfélags Þingeyinga, skyldi gefa kost á sér til þingmennsku fyrir Sjálfstæðismenn. Dagur vitnaði þá m. a. í látna forystumenn samvinnumanna í Þingeyjarsýslu, og spurði, hvað þeir myndu sagt hafa, ef þeir hefðu vitað um þá óhæfu, sem Bjartmar gerði sig nú sekan um. Framsóknarpiltarnir, sem laun- aðir eru til þess að halda uppi vörn fyrir misbeitingu flokks síns á samvinnuhreyfingunni, ættu ekki að taka sér svo oft sem þeir gera í munn nafn hinna látnu heiðursmanna. Enn eru of margir á lífi, sem muna hvernig Framsóknarbroddunum fórst t. d. við Pétur heitinn á Gautlöndum á hans efstu árum. Og nú eftir á reyna Tíminn og Dagur að telja sveitafólki trú um, að menn eins og Pétur á Gautlöndum og Ólafur Briem hafi haldið fram kenningum, sem hlytu að leggja sveitirnir í auðn! Bjartmar bóndi á Sandi og margir aðrir Sjálfstæðismenn hafa með framkomu sinni sann- að, að þeir eru samvinnuhreyf- ingunni hollari en hinir, sem vilja nota hana sjálfum sér til pólitísks framdráttar. Víst er, að mörg þúsund samvinnumanna taka undir með Bjartmari, þegar hann segir: „Ég vildi að áróðurstæki Framsóknarflokksins, Tíminn og Dagur, sæu sig um hönd, áður en þau kljúfa kaupfélögin. Framsóknarflokkur og sam- vinnufélag er ekki eitt og hið sama, þótt Dagur vilji svo vera láta í gær og í dag. Þau eru meira að segja óskyld að innræti, hvað þá að uppruna. Elzta kaupfélag landsins, K. Þ., er stofnað 1882. Framsóknarflokkurinn 40 árum síðar. Og svo væri það þá þetta að lokum: Stjórnmálabarátta okkar er of óvirðuleg. Ég vil að prédikarar flokkanna og blaða- kostur snúi talanda sínum meira til skynsemi manna og betri hugrenninga, heldur en slá á strengi öfundar og tortryggni, sér í lagi á undan kosningum“. UTAN UR HEIMI Þeir elta is- tröllin Á TÍMABILINU frá því í apríl þar til í ágúst gengur mikið á við Grænlandsstrend- ur. Þá ganga skriðjöklarnir í sjó fram — geysistór flykki brotna þar úr þeim með feikn- legu braki og brestum og „sigla“ frá ströndinni. Þann- ig verða til árlega um það bil 9000 borgarísjakar, sem ber- ast, tígulegir^ en hættulegir, suður með ströndinni. Nokkra Á hverjum degi er staða borgar- ísjakanna færð inn á sjókort — og gefnar út tilkynningar um, hvar hættan leynist. rekur aftur upp á grynn- ingar, og aðrir stöðvast á haf- ísbreiðunum, en margir kom- ast allt suður fyrir Hvarf — og berast áfram til hafs. Það eru þeir, sem sífellt ógna öryggi skipa á þessum slóð- um — og er þar í fersku minni Hans Hedtoft-harmleikurinn á sl. vetri. — ★ — • Allt fram til ársins 1912 hafði lítt eðá ekki verið gert til þess að draga úr þeirri hættu sem af „ísrisunum“ stafar. En þá gerð- ist það, að hið „ósökkvandi" stór skip, „Titanic“, sem var í jómfrú- för sinni yfir Atlantshafið, rakst á borgarísjaka — og sökk. Það var eitt hið hroðalegasta sjóslys, sem sögur fara af, og fórust mörg hundruð manna. — Þetta ægilega slys mun hafa orðið til þess, að Bandaríkjamenn komu á fót sér- stakri „varðgæzlu" til þess að fylgjast með borgarísjökum, sem eru á reki á siglingaleiðum, en það er bandaríska strandgæzlan, sem gegnir því mikilvæga verk- efni. — ★ — • Eftir Titanic-slysið hafa „is- risarnir" raunar valdið mörgum slysum, en siglingaöryggi er þó að þessu leyti allt annað og marg falt meira nú en það var áður en „ísgæzlan“ kom til sögunnar. Það er einkum eftir að ísinn er kominn nokkuð suður í Atlants hafið, að hann gerizt stórhættu- legur skipum — þ. e. a. s. þegar komið er á hinar fjölförnu sigl- ingaleiðir milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Þess vegna er bandar- íska strandgæzlan stöðugt á verði og hefur auga á hverjum fingri, ef svo mætti segja. Menn vita af reynslunni, að um það bil 450 borgarísjakar frá Grænlandi komast árlega allt suður í grennd við Nýfundnaland, þar sem mörg stór og smá skip sigla um dag- laga. Og ef aðeins einn ísjaki „fer fram hjá“ strandgæzlunni, er hætta á ferðum. — ★ — • Og ísfjöllin eru duttlunga- fullir andstæðingar. „Siglinga- leiðir" þeirra eru mismunandi írá ári til árs — og því þýðir ekki að leita þeirra alltaf á sama svæði. — Á tímabilinu febrúar — ágúst er sérstök árvekni við- höfð. Þá eru flugvélar strand- gæzlunnar stöðugt á sveimi yfir Norður-Atlantshafi, og borgarís- \Skip og flugvélar ! bandarisku s | strandgæzlunnar ] | fylgjast árlega \ með ferðum 450 ] \ borgarísjaka á j alþjóðlegum s ‘s siglingaleiðum jakarnir eru merkir á sjókort — já, þeim eru jafnvel gefin nöfn. Og síðan er fylgzt með þeim á leiðinni suður á bóginn. — „ís- gæzla“ Bandaríkjanna kostar ár- lega miklar fjárfúlgur — en eng- inn veit hve mörgum mannsb'f- um og miklum verðraætum hún hefur bjargað. — ★ — • Strandgæzlan sinnir að sjálf- sögðu fleiri verkefnum, t. d. má geta þess, að í síðustu styrjöid voru strandgæzsluskipin em- hverjir skæðustu óvin kafbáta, en þá voru mörg þeirra tekin I þjónustu flotans. — Þá stendur strandgæzlan fyrir umfrngsmik. illi veðurþjónustu árið um kring á Atlantshafi, og eru notuð til þess sérstök sterkbyggð skip, sem geta verið á sjó í svo að segja hvaða veðri sem er. Segja má, að hvert þessara skipa sé heii, fljótandi veðurathugunastöð, með öllum tilheyrandi mælitækjum, Framh. á bls. 17. ★ Flestir borgar- ísjakanna koma frá vest- urströnd Grænlands. Á kortinu er sýnt, hvar þeir helzt „fæðast“ og hvaða stefnu þeir taka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.