Morgunblaðið - 30.09.1959, Qupperneq 13
Miðvikudaerur 30 sept. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
13
Valdimar Bj örnsson:
Hver er munurinn á demokrötum
og republikönum?
OKKUR hjónunum finnst það
stór viðburður að vera komin
heim til íslands einu sinni enn.
Dettur mér í hug að minnast þess
um leið að mér finnst aðrir stór
viðburðir fylgja á nærri ein-
kennilegan hátt, komum mínum
til íslands.
Það var fyrir rúmum 25 árum
að ég „eygði fyrst, ísland morg-
ungeislum kysst“. Ég kom hingað
í tveggja mánaða heimsókn, seint
að sumri 1934. Stórviðburðurinn
þá var, minnir mig, að Hermana
Jónasson varð forsætisráðherra í
fyrsta skipti, 38 ára, og Eysteinn
Jónsson f jármálaráðherra, 27 ára.
Næst skiptið sem ég kom til
Islands var í einkennisbúningi
sjóliðsforingja, stríðsárin — og
spurði Helgi Hjörvar mig oft á
förnum vegi: „Hvenær hefur þú
komið síðast á sjó, Valdimar
minn?“ Og stóri viðburðurinn þá,
burt séð frá heimsstyrjöldinni,
var að Sveinn Björnsson ríkis-
stjóri þurfti að skipa einbættis-
manna-stjórn sökum þess að
meirihluti náðist ekki meðal
flokka er sæti áttu á Alþingi. —
Kjördæmabreyting og tvennar
kosningar voru aðrir stórviðburð-
ir það árið.
Loksins kvaddi ég Island —
og það með söknuði — nokkru
fyrir jól, árið 1946, eftir nærri því
fjcgurra ára vist. Þaðan af kom-
um við hjónin hingað sumarið
1950 — og á ég íslandi að þakka
ekki aðeins ættfeður og mæður,
heldur eiginkonu líka. Ekki brást
venjan. Stórviðburðurinn þá var
einmitt sá að Kóreu-stríðið
brauzt út á meðan við vorum hér
í Reykjavík. Næst hlotnaðist mér
að komast hingað til íslands í er-
indum Bandarísku stjórnarinnar
vorið 1953 — hvað skeður þá?
Jósef Stalín deyr í Moskvu!
Síðast var ég hér heima í janú-
ar 1955. Ekki man ég eftir stór-
viðburði á heimsmæiikvarða þá,
en þó — kaldast var hér á íslandi
einmitt um það leyti, svo að varla
hafði annað eins þekkzt síðan
frostaveturinn mikla 1918! Og nú
hvað, í þessari heimsókn- Krush-
chev hinn rússneski er bara kom-
inn í heimsókn til Bandaríkj-
anna! Og einu sinni enn er kjör-
dæmabreyting og tvennar kosn-
ingar á íslandi.
Sumir góðkunningjar í Vestur-
heimi voru að forvitnast um fyr-
irlestrarför mína til íslands — og
er ég sannarlega þakklátur Stúd-
entafélagi Reykjavíkur fyrir
höfðinglegt boð, og stjórnendum
Loftleiða fyrir ferð okkar hjón-
anna hingað og vestur aftur. Ég
var að segja Eyjólfi Konráð
Jónssyni þegar við byrjuðum að
skrifast á, um þetta allt sam-
an — og var það í janúar í vet-
ur sem leið — að ég væri nú ekk-
ert sérlega að kippa mér upp við
það að flytja ræðu, og jafnvel þó
rabbið fengi að heita fyrirlestur.
En ég sagði honum hreinskilnis-
lega um leið að ég hefði varla
það mikið sjálfstraust að láta
mér detta í hug að ég mundi hafa
nokkuð það þýðingarmikið að
segja að það mundi „borga sig“
að fara alla leið til íslands til
þess. En nú hef ég gerbreytt
þeirri skoðun. Ég segi blygðunar-
laust að ég hef fundið ræðuefni
sem er ómaksins vert. Ég ætla
bara að byrja með því að segja
ykkur hver sé munurinn á Repu-
blikana og Demókrata flokkun
um hjá okkur í Bandaríkjunum!
Það var eins og sumir þessir
kunningjar mínir vestra væru
nærri til í það að elta mig til ís-
lands til að heyra sjálfir lýsin;,u
á þeim leyndardómi. Ekki dugði
þegar ég sagði þeim að ég mundi
ráða úr gátunni á íslenzku — ég
á það líklega eftir að skýra frá
þessu öllu á ensku, við tækifæri,
þegar ég kemst vestur aftur.
Bezt er að játa sem fyrst að ég
mun eiga erfitt með það að vera
alveg hlutlaus í þessum skýring-
um. Ég er nefnilega fæddur ís-
lendingur að þjóðerni, lúterskur
í trúarbrögðum, og Republikani
í stjórnmálum! En hér hefur ver-
ið sagt að ég sé að flytja fyrir-
lestra, og skárra væri það að
koma smá-vísindalegum blæ á
þetta allt saman. Hægt er oftast
að ná þeim tón með því að „cí-
téra“ í heimildir, að „leiða fram“
vitni án þess að halla máli. Þar
sem tveir þekktir Amerikanar
hafa skrifað sína bókina hvor um
flokkana, pá finnst mér þetta
frekar auðvelt, til að byrja með.
Dean Acheson, utanríkisráðherra
í tíð Trumans forseta, leiðandi
Demókrati, samdi bók árið 1955,
„Demókrati skoðar flokkinn
sinn“ — „A Democrat Looks at
His Party“. Arthur Larson, norsk
ur nágranni frá Suður-Dakota,
gat ekki stillt sig lengi. Bók hans,
„Republikani skoðar flokkinn
sinn“ — „A Republican Looks ..t
His Party“ — kom út tæpu ári
seinna, 1956. Var Larson aðstoðar
ráðherra í vinnumálaráðuneytinu
snemma í stjórnartíð Eisenhow-
ers, síðar yfirmaður uppiýsingar
þjónustu Bandaríkjanna, og nú
prófessor við háskóla í Suður-
ríkjum.
Sumum flokksmönnum í Amer
íku mundi strax finnast það eitt-
hvað gallað að styðjast eingöngu
við skoðanir þessara tveggja í
tilraun þeirri sem ég byrja nú á.
Þeir mundu segja að báðir þess-
ir rithöfundar séu frekar langt
til vinstri í flokkum sínum — að
hvorugur rati hinn fræga, gullna
meðal-veg í skoðunum, þótt and-
stæðir séu.
En bezt er nú að vitna í þessa
menn — að láta hvorn tala fyrir
sig, og koma svo síðar meir með
aðeins nokkrar athugasemdir. Ég
læt það vera samkvæmt stafrof-
inu, bæði með höfunda og flokka
og kem þá fyrst með ýmsar hug-
myndir Dean Achesons um Demó
ki tlokkinn. Hann segir að
„eizii flokkurinn sé um leið
yngsti flokkurinn", og á hann í
síðari liðnum víst við hugmynda-
flug og hraustleika. Hann vill
halda því fram að Demókrata-
flokkur Bandaríkjanna sé elzti
flokkur í heimi, þó hann játi að
íhaldsflokkur Englands komi dl
greina hvað aldur snertir.
Acheson segir að Thomas Jeffer-
son hafi skrifað George Washing-
ton bréf í maí, 1792, þar sem
hann notar fyrst flokksnafnið,
„Democratic-Republican party“,
og að sá flokkur hafi verið þátt-
takandi í kosningum fyrst, árið
1794. Hann segir að „óviðkunnan-
lega nafnbótin sem hafi fyrst ver-
ið með í eftirdragi“ hafi lagzt
niður _'.:ið 1828, og að þaðan af
hafi flokkurinn heitið bara De-
mókrataflokkurinn.
Aheson leggur áherzlu á þá
skoðun að flokksbræður sínir
séu leiðitamir — það virðist í
rauninni vera það, úr því að hann
segir að „Demókratar fylgi sterk
um, þróttmiklum leiðtogum sem
h'afa getið sér frama í innbyrðis
ólgu flokksins sjálfs“. Hann
nefnir slíka leiðtoga — Jeffer-
son, Jackson, Wilson og Franklin
Roosevelt .Á hinn bóginn segir
hann að leiðandi menn Republix-
anaflokksins hafi ekki sett var-
andi merki á flokkinn sjálfan. —
Hann nefnir aðeins Abraham
Lincoln og Theodore Roosevelt,
og bendir á að flokkur þeirra
hafi horfið frá stefnu þessara
leiðtoga strax og þeirra naut
ekki lengur við.
Republikanar vilja ekki láta
vald og ábyrgð fylgjast að, en
skilja þau atriði algerlega að, seg
ir Acheson, og heldur hann
áfram: „í því skyni að komast
hjá þeirri hættu að framkvæmd-
arvaldið safni að sér of miklum
áhrifum, vill flokkurinn láta
framkvæmdarvaldið lúta þing-
veldinu, og hverfur þá skær, sam
einuð rödd þjóðarinnar f hávaða
tvístraðra radda heima fyrir.
Republikanaflokkurinn kýs held
ur þing með miklu valdi og
minni ábyrgð, og forseta með
minni völd og meiri ábyrgð. —
Slíkt fyrirkomulag er hreint
ekki svo afleitt fyrir þá sem
glíma við stjórnmál, hernaðár-
mál, og hagfræðileg og félagsleg
vandamál, vegna þess að þá get-
ur þingið veitt styrki, aukið laun,
gefið undanþágur og hlunnindi,
á meðan þeir sem eiga sök á því
öllu hverfa út í veður og vind.
Með þeim hætti er erfitt fyrir
kjósendur að heimfæra sökina,
þótt skaðinn sem þeir verða fyr-
ir sjálfir sé augljós öllum“.
Demókrataflokkurinr. hefur
byggzt frá byrjun á breiðum
grundvelli, segir Acheson. Hann
hefur orðið flokkur hinna mörgu,
og er þar af leiðandi margþættur,
mismunandi sjónarmið og stefn-
ur. Mismunandi hagsmunamál
innan flokksins eru, segir Ache-
son, aðal skýringin á seiglu og
styrkleika hans.
Republikanaflokkurinn og fyr
irrennarar hans hafa verið mál-
★ ★ ★ ★
Fyrirlestur þennann um
stjórnmál i Bandaríkjun-
um fbutti Valdimar Björns-
son á fundi í Stúdentafé-
lagi Reykjavíkur, miðviku-
daginn 24. september sl. —
Síðari hlutinn birtist hér í
blaðinu síðar.
★ ★ ★ ★
gögn þeirra fjársterku, fésýslu-
manna og stóreignamanna yfir-
leitt, segir Demókrataleiðtoginn
ennfremur. Svona var það þegar
auðurinn var aðallega i landeign
um, og svona er það enn, þegar
iðnrekendur, framleiðendur og
verzlunarmenn hafa bætzt við.
Acheson viðurkennir það að
verzlunar- og viðskiptaheimurinn
eigi heimtingu á pólitísku mál-
gagni, telur það réttmætt að ann
ar af tveimur stórflokkum túlki
það sjónarmið. Baráttan verður
þá, segir hann, milli flokks sem
ber hagsmuni fjöldans fyrir
brjósti og flokks sérhagsmuna
hinna fáu. Ekki er hann hrifinn
af hæfileikum „buisness-manna"
í pólitík — að maður noti nú
hreina amerísku. Bæði í stjórnar
rekstri og í stjórnmálaerjum er
það samþykktin sem mest ríður
á ekki hlýðnin. Acheson telur
upp einstaklinga úr nærri því öll
um starfsgreinum þjóðfélagsins
og álítur þá sjálfsagða meðlimi
Demókrataflokksins, og til stað-
festingar á aðal-hugmyndinni
um að hér sé „flokkur hinna
mörgu“, þá bendir hann á það
að Demókrataflokkurinn njóti
fjdgis alls staðar á landlnu. Hér
á hann sjálfsagt við afleiðingar
borgarastyrjaldarinnar, og þá
staðreynd að Demókratar eru lið-
sterkir í Suður-ríkjunum en
Republikanar ekki.
Acheson bendir á það að jafn-
vel „New Deal“ stefna Franklin
Valdimar Björnsson
Roosevelts heitins hefur unnið
varanlegan sigur, að Republikan
ar hafa ekki breytt henni veru-
lega, að lagasamþykktir frá þeim
árum hafa virkilega bjargað
„capitalismanum", að ótti um
vaxandi vald „sósialismans" hafi
reynzt tilhæfulaus.
Margt annað skemmtilegt og
fróðlegt er að finna.í bók Ache-
sons. Hann ræðir utanríkismálin
í löngum kafla og heldur því
fram að Demókratar hafi stjórn-
að þeim málum með meira
ímyndunarafli og meira frjáls-
ræði framkvæmdarvaldsins. —
Republikar.ar, á hinn bóginn, seg
ir hann, draga úr einurð með því
að telja þingvaldið þýðingar-
meira en framkvæmdarvaldið.
Ekki verða skoðunafrelsi og
McCarthy aldan út undan í dóm-
um hans heldur. En ekki má ég
reyna frekar að vitna í heila bók,
þó hún sé innan við 200 síður að
stærð. Ég verð að koma Republik
önum að — Arthur Larson oé bók
hans, „A Republican Looks at
His Party“.
Sókn fremur en vörn einkennir
málsmeðferð beggja rithöfunda.
Arthur Larson byrjar mál sitt
með því að fullyrða að Demókrat
a staglist á úreltum kenningum
frá „New Deal“ stefnu Roosevelts
og „Fair Deal“ stefnu Trumans.
Hann heldur því fram að Demó-
kratar vilji ekki viðurkenna að
ástandið sé allt öðruvísi núna en
var þegar þær stefnur mynduð-
ust. Hann notar 2 ártöl á sláandi
hátt — 1896 sem tákn afturhalds
ins í fosetatíð Grover Clevelands
og William McKinleys — hinn
' fyrrnefndi, Demókrati, og hinn
síðarnefndi, Republikani; og svo
1936, sem tákn umbótastefnu
Franklin Roosevelts. Ég reyni
að þýða hér það, sem hann segir
um þessi tvö tímabil:
„Hugarfarið sem einkenndi
1896 — og fylgjendur þess voru
til í báðum flokkum — hélt því
fram að gefa bæri atvinnurekend
um og fésýslumönnum lausan
tauminn; að þegar verkalýður-
inn sameinaðist til þess að bæta
kjör sín þá væri það annað hvort
samsæri eða uppþot; að sam-
bandsstjórn landsins ætti að tak-
marka starfssvið sitt og láta sér
næga að bera út póstinn, fram-
fylgja tolllögum, og heyja svo
styrjaldir við og við; að eymd
einstaklinga sem ætti ekki rætur
sínar að rekja til hernaðar eða
stjórnarþjónustu kæmi sambands
stjórninni alls ekki við.
„Hugarfarið sem einkenndi
1936 og bundið var við umbóta-
stefnu Roosevelts, hélt því fram
að eitthvað væri grusamlegt við
einstaklingsreksturinn, og þá
helzt við óljósa veru sem héti
„Wall Street"; að aðalhlutverk
sambandsstjórnar landsins í efna
hagsmálum hlyti að vera það
eitt, að fyrirbyggja eða bæta úr
fjárhagskreppu, og að dreifa með
jöfnuði afurðum þeirrar fram-
leiðslu er þá ætti sér stað; að
verkalýðurinn væri vanmáttug-
ur og þarfnaðist aðstoðar stjórn-
arinnar til þess að atvinnurekend ,
ur hefðu ekki yrirhöndina; að
sambandsstjórn landsins gæti
skapað, ætti og mundi skapa nýtt
efnahagskerfi; að allar þessar
framkvæmdir krefðust þess að
víðtæk völd sameinuðust í hönd-
um sambandsstjórnarinnar með
meginhluta þess valds í höndum
framkvæmdarvaldsins; og að lok
um, að ekki væri hægt að reiða
sig á að einstaklingsframtakið
eða fylkin, sér í lagi, gætu hrund
ið fram nauðsynlegum bótum í
vinnukjörum, efnahagslegri þró-
un eða öryggi einstaklinga".
Arthur Larson heldur því fram
að Demókratar séu vantr áaðir á
framtíð landsins. Þeir séu svart-
sýnir á framleiðslumöguleika
„capitalismans“. Þeir haldi að
verðbólga fylgi óhjákvæmilega
útþenslu, rói reyndar undir því,
og grípi svo til neyðar-úrræða
þegar lyfin magna lasleikann —
noti verðlagseftirlit, kjaraskerð-
ingu og skömmtun á varningi til
þess að reyna að kveða niður þau
öfl sem þeir hafa sjálfir fram-
kallað. Þeir nálgist það að gefa
Kommúnistum litla fingurinn,
með því að hálf-kyngja þeirri
skoðun að togstreita milli stétta
hljóti að eiga sér stað.
Republikanar hafa aðrar skoð-
anir, og Larson er óspar í upp-
talningunni. Hann segir til dæm-
is:
Republikanar eru andvigir því
að úrskurðarvald færist saman i
höndum sambandsstjórnar lands-
ins, og telja það þjóðarmein sem
eigi að forðast eftir getu. Þeir
.vilja efla og styrkja stjórnir
fylkja og sveita og, að öllu jöfnu,
vilja þeir fela þeim stjórnum þau
störf sem liggja þeim næst og
þau geta bezt innt af hendi. Þeir
eru mótfallnir þeirri skoðun að
framkvæmdarvaldið eigi að ráða
mestu, og vilja halda jafnvægi
milli valdasviða framkvæmdar-,
dóms- og löggjafarvalds. Þeii
skoða einstaklingsframtakið sem
bætandi afl, er hafi á réttu að
standa, og þarfnist eftirlits aðeins
að því marki sem bezt tryggir
hag almennings. Þeir telja núver
andi efnahagskerfi landsins heil-
brigt og hafa enga löngun ið
skapa eitthvað nýtt í stað þess.
Má ég koma með innskot nú,
er ég lýk að mestu leyti lestrin-
um úr verkum þessara ritfæru
flokksleiðtoga? Hvorgugur flokk-
urinn í Ameríku fylgir „laissez
faire“ kenningunni gömlu. —
Agreiningurinn er milli Demó-
krata og Republikana um hvé
langt beri að fara í eftirliti og
hömlum, í leyfum og bönnum, í
því að skipta eða skerða. En um
eitt atriði er alls ekki deilt —
rándýrahátturinn sem á stundum
einkenndi „capitalisma" fyrri
alda er liðinn undir lok fyrir
löngu. Hann á enga verjendur.
Stjórnarvaldið á ekki að vera að-
al driffjöður efnahagsfram-
kvæmda, en það á að setja og
setur nákvæmar reglur sem hafa
farsæld almennings að markmiði.
Ég man eftir ræðu sem pólitísk
ur andstæðingur minn — en frek
ar góður vinur um leið — flutti
í Minnesota fyrir fáeinu.i árum.
Það var á fundi ekki ólíkum þess
um, við kennaraskóla í suðaust-
ur horni Víkisins. Námsmenn
komu þar nman úr háskólum og
menntaskólum víðsvegar að. —
Stjórnmálin voru til umræðif.
Ég var talsmaður Republikana.
Andmælandi minn hafði verið
embættismaður úr Democratic-
Farmer-Labor flokknum hjá okk
ur í Minnesota — Lieutenant
Governor Karl Rölvaag. Sá flokk
ur mætti heita nokkurs konar
sambræðsla Krata og Framsókn-
armanna, okkar á meðal. Það var
nefnilega hjá okkur í nokkur ár
Farmer-Labor-party flokkur
bænda og verkalýðs, sem sam
einaðist Demokrötum 1944. —
Fleiri ræður voru fluttar, en á
lokafundinum var kennari í
stjórnvísindum látinn koma með
Framh. á bls. 17.
*