Morgunblaðið - 30.09.1959, Qupperneq 14
14
MORCVNBL4Ð1Ð
Miðvikudagur 30. sept. 1959
Bifreiðin R-1000
Packard ,38 í góðu lagi til sölu og sýnis að Höfða-
túni 14 í dag og næstu daga. Sími 17848.
Skrifstofustúlka
óskast á opinbera skrifstofu til símavörzlu og vél-
ritunar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir
merktar: „Skrifstofustarf — 9213“ sendist Morgun-
blaðinu fyrir n.k. laugard. ásamt upplýsingum um
nám og fyrri störf og öðrum venjulegum upplýsing-
um og meðmælum ef fyrir hendi eru.
Bókarasfarf
er lahst til umsóknar á opinberri skrifstofu. Laun
samkvæmt launalögum. Umsóknir merktar: „Bók-
arastarf — 9216“ sendist Morgunbl. fyrir 5. okt.
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf og
meðmælum ef fyrir hendi eru.
Aðalfundur
Átthagafélags Strandamanna verður haldinn í Skáta-
heimilinu föstud. 2. október n.k. kl. 8,30 síðd.
Að fundi loknum verður dansað til kl. 1.
STJÓRNIN.
Unglingspiltur
sem hefur skellinöðru óskast til sendiferða og fl.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Sólido
Vesturgötu 25.
Atvinna
Stúlka vön afgreiðslu óskast í nýja kjörbúð.
Gott kaup. Uppl. í síma 18316.
Bílar til sölu
Eftirtaldir bílar eru til sölu, Henschel H.S. 100
Diesel, 5 tonna, smíðaár 1955, með framdrifi og
splittuðu mismunadrifi.
Cepel Diesel 5 tonna smiðaár 1958.
Autocar dráttarzíll með dráttarstól.
Upplýsingar í síma 24390.
Húsnœði
hentugt fyrir verzlun og iðnað til leigu neðst við
Suðurlandsbraut. Tilboð merkt: „Húsnæði sendist
Mbl. „9271“.
Stúlka
helzt vön verzlunarstörfum, getur fengið atvinnu nú
þegar eða 15. okt. við afgreiðslu og skrifstofustörf
Vz daginn hjá úrsmið. Tilboð ásamt mynd, og upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf sendist í póst-
hólf 812, merkt: „Verzlunarstörf".
Hjörtur Níelsen sexfugur
SEXTUGUR er í dag Hjörtur
Nielsson, Sörlaskjóli 46. Hann er
fæddur í Bjarnareyjum á Breiða-
firði 30. dag septembermánaðar
árið 1899. Að Hirti standa merk-
ar breiðfirzkar ættir. Foreldrar
hans voru þau hjónin Niels Breið
fjörð og Ingveldur Magnúsdóttir.
Skömmu eftir að Hjörtur fæddist,
fluttu foreldrar hans í Bíldsey
og bjuggu þar. Ekki var Hjörtur
nema átta ára, er faðir hans
drukknaði frá sjö börnum, öllum
á unga aldri. Fluttist þá Hjörtur
til föðurbróður síns, Eggerts
Gíslasonar í Langey og ólst hann
þar upp. Er Hjörtur varð tvítug-
ur að aldri, fluttist hann til
Reykjavíkur. Stúndaði hann sjó-
mennsku fyrst, en réði sig síðar
' að Álafossi til Sigurjóns heitins
Péturssonar ög vann hjá honum
nokkur ár. Svo vel féll á með
þeim Hirti og Sigurjóni heitnum,
að þeir urðu góðir vinir og héld-
ust þau vináttubönd alla tíð.
Hefur Sigurjón vel kunnað að
meta reglusemi, dugnað og trú-
festu Hjartar, en það voru þeir
eiginleikar sem Hjörtur er gædd-
ur í allríkum mæli. Einnig er
Hjörtur greindur maður, víðles-
inn og fróður um marga hluti og
má bezt af því marka, hvers af
honum hefði verið að vænta, ef
ha.nn hefði haft sömu aðstöðu til
mennta og frama, er nú gerist hjá
æskumönnum þjóðarinnar.
Árið 1926 giftist Hjörtur, Guð-
iaugu Ngrfadóttur ekkju með tvö
börn, glæsilegri konu og vel
greindri, hefur Hjörtur þar ver-
ið glöggur að vanda. Vorið 1927
fluttu þau að Nesjavöllum í
Grafningi og bjuggu þar í þrjú
ár, en þá fluttu þau að Dalbæ
í Gaulverjabæjarhreppi, hófu bú-
skap þar og bjuggu lengst af.
Árið 1947 fluttu þau alkomin til
Reykjavíkur. Mun þar hafa mest
um ráðið að Hjörtur gekk ekki
heill til skógar og þoldi orðið illa
heyvinnu og hætti að læknisráði
búskap. Er hann kom til Reykja-
víkur, hóf hann starf í Sænsk-
Ísl.-Frystihúsinu og hefir unnið
þar stöðugt síðan. Má með sanni
segja að æfistarf hans, sem og
hjá fleirum hafi mótazt af venju
uppvaxtaráranna.
Auk tveggja barna Guðlaugar
eignaðist Hjörtur og ól upp með
henni fimm börn, sem nú eru öll
uppkomin. Má með sanni segja,
að sjallan fellur eplið iangt frá
eikinni, því öll eru börnin hið
mesta myndarfólk. Dugleg,
reglusöm og sérmenntuð og því
vel hæf til þjóðfélagsstarfa.
Skipti þar engu um, hvort hans
eigin börn eða stjúpbörn var um
að ræða. Getur Hjörtur því litið
glaður og ánægður yfir farinn
veg.
Ég sem þessar línur rita, leigði
hjá þeim hjónum um tíma og
tókst með okkur alldjúp vinátta
og kom þar margt til og ekki sízt
alúð og trygglyndi þeirra hjóna,
sem í hvívetna tóku mér sem
einum af fjölskyldunni. Að lok-
um vil ég ljúka þessum orðum
mínum með hugheilum árnaðar-
óskum til þín Hjörtur, á afmælis-
daginn og óska ég þér og þinni
íjölskyldu, gæfu og gengis um
ókomin ár.
Lifðu heill!
Ó. G.
Leikskóli
Leikfélags
Reykjavíkur
LEIKFÉLAG Reykjavíkur mun
í vetur starfrækja Leiklistarskóla
og tekur hann til starfa um
næstu mánaðamót. Gísli Hall.
dórsson, leikari, mun veita skól-
anum forstöðu. Mun verða lögð
áherzla á kennslu í framsögn og
leik, en auk þess kennt ýmislegt
annað er að leiklist lýtur.
Innritun nemenda stendur nú
yfir, og annast hana framkvstj,
L. R., Guðmundur Pálsson. Inn-
ritunin fer fram í Iðnó daglega
kl. 2—3, sími 13191.
Aígreiðslusfúlka
óskast strax í vefnaðarvöruverzlun. Upplýsingar um
fyrri störf og aldur léggist inn á afgr. Mbl. merkt:
,-,9475“ fyrir laugárdag.
DUGLEG og ÁBYGGILEG
sfúlka óskasf
til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í, verzluninni.
Jónsbúð
Blönduhlíð 2.
Iðnaðarhúsnœði
250—400 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast fyrir léttan
og þrifalegan iðnað. Tilboð merkt: „Iðnaður —- 9471“
sendist afgr. blaðsins fyrir laugardag.
AðsioZarstúlka
(Bókari) óskast að Náttúrugripasafni íslands. Góð
tungumálakunnátta og leikni í vélritun nauðsynleg
Laun samkv. 10. fl. launalaga. Umsóknir sendist
safninu fyrir 10. okt. n.k.
Skrifstof uhúsnœði
Til leigu 1—2 herbergi í nýju húsi við Miðbæinn.
Lysthafendur leggi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins
fyrir kl. 18 í kvöld merkt: „Centralt — 9300“,
íbúð óskast
Góð 4 herbergi og eldhús. Leiga eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 33078 eftir kl. 4 e.h.
Steinhús til sölu
72 ferm. hæð og rishæð, 2ja herb. íbúð og 3ja herb.
íbúð við Digranesveg. Bílskúr fylgir.
IMýja Fasteignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546
Barmahlíð
Til sölu er hálf húseign við Barmahlíð, I. hæð og
kjallari, ásamt bílskúr. Hitaveita.
Upplýsingar gefa
ÁGtJST FJELDSTED, hrl.,
Nýja Bíó — Sími 22144.
GUÐMUNDUR ÁSMUNDSSON, hrl.
Sambandshúsinu — Sími 17080.