Morgunblaðið - 30.09.1959, Page 17

Morgunblaðið - 30.09.1959, Page 17
Miðvikudagur 30. sept. 1959 Mnn cnyni. 4 ÐIÐ 17 — Krúsjeff Framh. af bis. 8 líkingu á can-can dansinum, sem honum hafði verið sýndur í Hollywood. Hann sneri baki að borðinu .beygði sig niður, lyfti jakkalafinu upp að aftan og skopstældi dansinn). KRÚSJEFF: Þetta er dans þar sem stúlkurnar lyfta pilsunum. í>ið munuð horfa á það, við mun- um ekki horfa á það. Þetta er það sem þið kallið frelsi, — frelsi fyrir stúlkurnar til að sýna á sér bakhlutann. Við lít- um á það sem klám. Menning þjóðanna sem vilja fá klám. Það er kapítalisminn sem elur stúlkurnar þannig upp. PHILLIPS: Álítur forsætisráð- herrann, að það ætti að banna stúlkunum með lögum að sýna á sér bakhlutann? KRÚSJEFF: Það ættu að vera lög, sem bönnuðu það, siðferðis- lög. Ósættanlegar skoðanir SATYUKOV: Við birtum í heild yfirlýsingu Reuthers um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. REUTHER: Já, þið birtuð hana vegna þess, að hún lýsti atvinnu- leysi í Bandaríkjunum. En hvers vegna birtuð þið ekki ræðu mína í Vestur-Berlín 1. maí sl? F«; skora á ykkur að birta hana. KRÚSJEFF: Við birtum aðeins ræður, sem stuðla að vinsamleg- um samskiptum þjóða. REUTHER: Það voru að minnsta kosti 600 þúsund verka- menn, sem hlýddu á ræðu mína í Vestur-Berlín. Ég er viss um að hún var ekki eins ögrandi eins og margar ræður, sem fluttar voru þann sama dag í Austur- Berlín. Saga verkalýðsbaráttu Bandaríkjanna lýsir sér sjálf. Á sjálfan mig hefur verið skotið og ég hef verið barinn. Afturhalds- blöðin hafa lýst mér sem erind- reka Moskvu, eins og þér kallið mig vikapilt Wall Street. KRÚSJEFF: Mig langar til að spyrja reiðilaust, hvort við get- um ekkert fundið sameiginlegt með okkur. En við hugsum með sitt hvorum hætti. Við höfum meðaumkun með ykkur. REUTHER: Við biðjum ekki um meðaumkun. CAREY: Ef til vill ætlaði hann að segja að hann hefði skilning á afstöðtx okkar. Meðaumkun er slæmt orð. Við óskum ekki eftir meðaumkun. KRÚSJEFF: Við stefnum fram á við til kommúnisma. Þið viljið styrkja kapitalismann. REUTHER: Við höfum aðeins áhuga á því, hvernig bezt sé að framfylgja hagsmunum verka- manna við frelsi. Við erum ósam- mála um hvernig"bezt sé að fram- fylgja hagsmunum verkamanna. KRÚSJEFF: Þið hafið ykkar skoðun, við höfum okkar skoðun. Þær eru ósættanlegar. REUTHER: Hvers vegna meg- um við ekki trúa á okkar skipu- lag, einstaklingsfrelsið, án þess, að þér teljið nauðsynlegt að halda því fram að við svíkjum verkamennina. KRÚSJEFF: Við komum ekki til þessa fundar til þess að sam- komulagið milli okkar versnaði. Það er nógu slæmt eins og það er. Við skulum ekki ræða um mál, sem sundra okkur. Samein- umst heldur í baráttunni fyrir friði. Við skulum ekki vera reið- ir. Spurningar eins og um Ung- verjaland eru títuprjónar. Þær eru ekki til bóta. Hugsum okk- ur, að ég færi að vekja máls á Guatemala. REUTHER: Við gagnrýndum atburðina í Guatemala, en það sem er þýðingarmest er sú stað- reynd, að enginn Rússi gat gagn- rýnt íhlutun ykkar í Ungverja- landi. Flóttinn frá kommúnismanum FELLER: Herra forsætisráð- herra, ég get ekki skilið hvernig á því stendur að kommúnista- flokkurinn segist vera frelsari verkalýðsins, samt sjáum við að verkalýðurinn flýr unnvörpum, eins og um þjóðflutninga væri að ■ ræða, frá hverju því landi, sem kommúnistar ná völdum í. Til dæmis hafa 3 milljónir verka- manna flúið Austur-Þýzkaland og 3 milljónir hafa flúið frá N- Kóreu til Suður-Kóreu og eins og minnzt var á rétt áðan hafa um 300 þúsund Ungverjar lagt á tvær hættur með handtöku og dauða og flúið til frelsisins. Herra Krúsjeff, getið þér nenft eitt einasta dæmi um það þegar kommúnistar hafa tekið völdin í einhverju landi, að upp hafi komið hópflutningar verka- manna frá nærliggjandi löndum inn í þetta nýja kommúnistaríki. Við getum ekki skilið þetta fyrir bæri, ef kommúnistaflokkurinn er frelsari verkalýðsins. KRÚSJEFF: Er þetta öll spurningin. Hugsið sjálfir um þetta. Fáið yður ölsopa. Kannske það gæti hjálpað yður til að finna svar við spurningu sjálfs yðar. FELLER: Þetta var ekkert svar og svo virðist sem þér skilj- ið ekki sjálfur hvers vegna milljónir manna vilja losna und- an kommúnismanum. KRÚSJEFF: Ég hef sagt ykkur það, ég er ekki einu sinni hrædd- ur við djöfulinn. CAREY: Wall Street segir, að Reuther sé fulltrúi djöfulsins. REUTHER: Wall Street segir, að ég sé fulltrúi djöfulsins og Moskva segir, að ég sé erindreki Wall Street. — Grein Valdimars Frh. af bls. 13 yfirlit yfir það helzta sem ræðu- menn höfðu sagt. Sá maður skip- ar nú eitt áhrifamesta embætti Minnesotaríkis — Arthur Nafta- lin heitir hann. Ég dáðist að því hve vel hann leysti hlutverk sitt af hendi. — Hann talaði um hvernig Republik ana og Demókrata greindi á í ýmsum efnum — og var ekki nærri eins langorður og ég. Þá talaði hann um hringinn sem stjórnmálaskoðanir mynda, yfir- leitt. Hann lýsti stefnum til hægri og vinstri. Hann viðurkenndi það að flokkur sinn væri mun lengra til vinstri en Republikan- ar. Þeir vildu auka eftirlit, láta stjórnina skipta sér af sem flestu láta hana örva framleióslu og skipuleggja hana með beinni þátt töku, ef það teldist æskilegt. Og hann benti um leið á það að Republikanar vildu takmarka slíka afskiptasemi stjórnarvalda, þótt ekki væru allir í þeim flokki sammála um takmörkin. Þá sagði hann frá öfgunum — hvernig þeir, er færu í hægri átt- ina, færðust loks að lögmáli frum lífsins — eða réttara sagt að laga leysi þess, þar sem klær og tenn- ur réðu úrslitum. Þá vék hann að hir.ni hlið hringsins — öfgun vinstri sinnaðra. Han benti á það að hjá þeim verður öryggi einstaklingsins það mark sem keppt er að — en hann minntist un leið á það að þegar öryggið er talið eftirsóknarverðast, þá fer frelsið dvínandi. Lýsingin endaði með því að alsældina — fullkom- ið öryggi — væri hvergi að fá nema í fangelsi. Með því að skerða algerlega ákvörðunarrétt einstaklingsins, þá væri honum sjálfsagt tryggt fæði og húsnæði. Þetta er sláandi lýsing, og sönn — rándýraháttur frumskógalífs- ins eru öfgarnar hægra megin; þróttlaus kyrrð og virkileg kúg- un fangelsisins, vinstra megin. Þá benti hann að lokum á annað atriði sem eigi má gleyma — að svipaðar skoðanir fyndust báðum megin á hringnum, hvórt stefnt væri upphaflega til hægri eða vinstri — en, vel að merkja, að þegar öfgarnar næðu saman þar sem hægri qg vinstri mættust í hringmyndinni, þá væri stjórnar- fyrirkomulagið eitt og hið sama — einræði, og ekkert annað. Fasfsmi og Nazismi, einræðis- stefnur hægri álmunnar, kæmu nákvæmlega að sama punkti og Kommúnistar, einræðisherrar vinstri stefnunnar. Lýsingin var lærdómsrík, eftirminnileg og vel rökstudd — og ekki ættu unnend ur lýðræðis og einstaklingsfrels- is að gleyma þessum bendingum, nú í dag eða í framtíðinni, hvar sem er í heimi. Sjötugur i dag: Páll Erlendsson organ- leikari Siglufirði PÁLL Erlendsson, organleikari, í Siglufirði er sjötugur í dag. Páll er fæddur á Sauðárkróki 30. sept. 1889 og voru foreldrar hans þau hjónin, Erlendur Páls- son, bókhaldari á Sauðárkróki og síðar verzlunarstjóri á Grafarósi, og Guðbjörg Stefánsdóttir, bónda að Fjöllum í Kelduhverfi, Ólafs- sonar. Páll stundaði nám við Lærða skólann í Reykjavík 1904—Í908, en hvarf þá frá námi og gerðist verzlunarmaður hjá föður smum á Grafarósi. Síðar tók hann að fást við búskap og var lengi bóndi á Þrastarstöðum á Höfða- strönd eða þar til hann fluttist til Siglufjarðar með fjölskyldu sinni 1940. Jafnframt búskapnum stundaði Páll kennslustörf á Hofsósi, eink- um söngkennslu og var organ- Jónssonar og konu hans Jónínu Kristínar Björnsdóttur frá Á í Unadal. Eiga þau 4 uppkomin börn. Það er mála sannast, að Páll Erlendsson hefur notið mikilla vinsælda, hvar sem hann hefur dvalið og mjög eftirsóttur 1 öllu félagsstarfi. Hann hefur þó lengst af borið lítið úr býtum fyrir störf sín, eins og margir þeir, sem haidið hafa uppi fræðslu- og menningarstarfi með þjóðinni,, en þeir hafa átt sín miklu ítök í hugum fólksins, bæði á gleði og sorgarstundum og oft eru það einmút mennirnir, sem nauðsynlegastir eru hverj u byggð arlagi og fóikið má sízt missa. Þegar ég sendi Páli Erlendssyni afmæliskveðju á þessum tímamót um í ævi hans, nota ég tækifær- ið að þakka honum fyrir ánægju legt samstarf, meðan að við störf- uðum saman í Siglufirði og óska honum margra góðra lífdaga. Undir þá afmælisósk veit ég að margir munu taka, bæði sunnan og norðan heiða, og þá ekki sízt gamlir og nýir samstarfsmenn, bæði í Skagafirði og Siglufirði. Óskar J. Þorláksson. — Utan úr heimi Framh. af bls. 1J. og þaðan eru stöðugt sendar app lýsingar til loftskeyta- og útvarps stöðva í landi. — Þessi veður- þjónusta hefur að sjálfsögðu mjög mikla þýðingu bæði fyrir siglingar og flug. Þess má geta hér til þess að gefa hugmynd um, hve víðtækt verksvið bandarisku strandgæzl- unnar er, að hún annast nú og heldur við 20.000 silgingaduflum og þokulúðrum, 200 björgunar- bátastöðvum, 500 vitum, 31 vita- skipi og 150 radíóvitum — auk þess, sem þegar hefir verið á minnzt. ieikari við kirkjurnar í Fells- prestakalli í Sléttuhlíð um 20 ára skeið. Páll hefur jafnan haft hinn mesta áhuga fyrir söng og tónlist og meðan hann var i Skagafirði æfði hann oft söng- flokka og stjórnaði karlakórnum „Þrestir“ um tvo áratugi, og má telja það hið mesta þrekvirki að geta haldið uppi starfandi söng- félagi svo langan tíma, í fámennu byggðarlagi. Fjöldi trúnaðarstarfa 'voru Páli falin, er hann bjó á Höfðaströnd, en lítt munu þau störf hafa drýgt tekjur hans við búskapinn, því að flest miðuðu störf Páls að því að halda uppi félags- og menn- ingarlífi sveitarinnar og voru oft ærið tímafrek. Mér er minnisstætt hve vel og myndarlega honum fórst það úr hendi að stjórna söng og hljóð færaslætti við biskupsvígsluna á Hólum 1937, er sr. Friðrik J. Rafnar, var vígður til vígslu- biskups í Hólakirkju. En svo fór, að þegar Páll var fluttur úr hér- aðinu, þá þurfti jafnan að sækja alla söngkrafta lengra að, þegár stærri athafnir voru haldnar í Hólakirkju. Eftir að Páll fluttist til Siglu- fjarðar hefur hann lengst af verið organleikari við Siglufjarðar- kirkju og leyst það af hendi af mikilli skyldurækni og áhuga. Þá hefur hann verið söngkennari við skólana þar og stundað skrif- stofustörf jafnhliða. Páll er hinn mesti fróðleiks- maður og vel ritfær. Hefur hann ritað margar greinar í blöð, eink- um heimablöðin á .Sighúiirði og um nokkurt skeið hefur hann séð um útgáfu „Siglfirðings“, blaðs Sjálfstæðisflokksins þar. Páll hefur jafnan verið mikill áhugamaður um kristindóms- og kirkjumál, og hefur unnið mikið starf fyrir kirkjui sínar, hvar sem hann hefur dvalið. Hann hef ur starfað með mörgum prestum, og allir munu þeir ljúka upp ein- um munni um það, að vart sé hægt að hugsa sér hugijúfari og betri samstarfsmann. Páll er kvæntur Hólmfríði Rögnvaldsdóttur, hinni ágætustu i konu, dóttur Rögnvalds bónda Frá barnaskólum Reykfavlkur 10,11 og 12 ára börn komi í skólana fimmtudaginn 1. okt. n.k. sem hér segir: 12 ára börn kl. 9. 11 ára börn kl. 10 10 ára börn kl. 11. Kennarafundur verður í skólanum 1. okt. kl. 3 e.h. Fræðslustórinn í Reykjavík. Hafnarfjörður og nágrenni Tilkynning frá Olíuverzlun íslands h/f. Heiðruðum viðskiptamönnum vorum í Hafnarfirði og nágrenni tilkynnist hér með, að hinn 1. október n.k. tekur hr. Sveinn Kr. Magnússon, Málningarstofunni, Lækjargötu 32, Hafnarfirði við umboði voru í Hafnar- firði. Þess er óskað, að menn leiti til hans með olíupantanir, upplýsingar varðandi olíur og olíukyndingartæki í síma: 50449. / Virðingarfyllst, 10LÍUVERZLUN m ÍSLANDS^I Orðsendincf til meistara og iðnfyrirtækja : Athygli meistara og iðnfyrirtækja, sem taka unglinga til iðnnáms, skal hér með vakin á 3. gr. reglugerðar um breyting á reglugerð um iðnfræðslu, nr. 130 12. júní 1952, útgefinni af Iðnaðarmálaráðuneytinu 22. júlí 1959, svohljóðandi: „Óheimilt er að Iáta ungling hefja iðnnám, nema hann hafi lokið miðskólaprófi. Iðnfræðsluráð getur þó, þegar sérstaklega stendur á, veitt undanþágu frá þessu ákvæði, hafi unglingurinn lokið skyldunámi og sýni við inntöku- próf í iðnskóla, að hann hafi nægilega undirstöðuþekk- ingu í íslenzku og reikningi til þess að fylgjast með kennslu í 1. bekk skólans“. Samkvæmt framansögðu þurfa meistarar og iðnfyrir- tæki eftirleiðist, að láta vottorð um miðskólapróf fylgja þeim námssamningum sem óskað er staðfestingar á. Sé slíkt próf ekki fyrir hendi, ber að sækja um undanþágu samkv. 2. mgr., áður enn námssamningur er gerður Reykjavík, 23. september 1959. Iðnfræðsluráð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.