Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 30. sept. 1959 MORGVNBl4Ð1Ð 23 * KVIKMYNDIR * Nýja Bíó: ÞRJÁR ÁSJÓNIR EVU NÝJA BÍÓ sýnir um þessar mundir stórmerka ameríska kvikmynd, er nefnist „The Three Faces of Eve“. Myndin fjallar um unga konu sem reyn ist hafa þríklofinn persónuleika, og byggist á sannsögulegum at- burði. Eve White er hlédræg hús- móðir, sem býr með eiginmanni sínum og ungri dóttur í Georgía- fylki. Hún kvelst oft af höfuð- verk og svo koma fynir stundir sem hún man ekkert hvað gerist, en málið fer fyrst að verða aivar- legt, þegar hún reynir að kyrkja dóttur sína. Eiginmaðurinn sýnir henni lít- inn skilning en fer þó með hana til læknis, sem hún hafði leitað til áður. Á meðan hún er hjá lækninum breytist hún skyndi- lega í glettna léttúðardrós, sem kveðst heita Eva Black og búa einnig í þessum líkama. Eva Black veit allt um Evu White, þótt hún viti ekki um hina Evuna. Eva Black gerir „sambýliskonu" sinni marga skráveifu og veldur henni leiðindum og ama með framferði sínu. Hún á það til dæm is til að svalla og drekka fram á nætur og láta svo hinni Evunni eftir timburmennina. Þegar svo átökin harna milli þessara tveggja kvenna gerist enn undarlegur atburður, sú þriðja kemur fram á sjónarsvið- ið, þriðji persónuleikinn. Sú kveðst heita Jane. Það er róleg og eðlileg, hugsandi kona, sem kveðst vita allt um hinar tvær. — Eftir miklar sviptingar er svo gert út um örlög ungu konunnar. Joanne Woodward fer með hlutverk kvennanna, Evu White, Evu Black og Jane á svo meist- aralegan hátt, að hún hlaut Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn. Þá vekur leikur Lee J. Cobb, sem fer með hlutverk dr. Luthers einnig mikla athygli og David Wayne, sem leikur eiginmann Evu White, fær bíógesti hvað eftir annað til að veltast um af hlátri. Það er óhætt að mæla með þess ari mynd. Fáir munu verða sviknir af að sjá hana. — Ex. — Þá bab ég Framh. af bls. 1. Nú, svo gekk ég fram og til baka unz ég var orðinn svo mátt- farinn, kaldur og sárfættur, að ég gat eiginlega hvorki gengið eða setið. Ég skalf mér til hita, því mér var kalt, þó ekki væri frost. , Um nóttina varð ég var við ferðir bátsins, sem sendur hafði Þessi mynd er af Jóni Kristófer í einkennisbúni'ngi brezkra hermanna en hann var í brezka hernmm á stríðs árunum. Þá var hann einnig lengi í Hjálpræðishernum, eins og kemur fram af hinu þekkta kvæði, sem Steinn Steinarr orti um hann á sín- um tíma og byrjar svo: Jón Kristófer, ka<jett í Hernum. „Kristófer“ var nauðsyn- legt rímsins vegna — og þegar Steinn hafði notað það í kvæðiniu bætti Jón því við nafn sitt. verið til að leita mín. Ég gat ekki kveikt á eldspýtunum því þær eyðilögðust í sjónum. Gagnslaust var að kalla. Ég visái ekki hvar skipbrotsmannaskýlið var þarna í firðinum og þorði ekki að fara langt frá hinum strandaða báti eihs og ástatt var fyrir mér. Ég vonaði líka að félagar mínir myndu brátt koma. En það drógst óhugnanlega á langinn. — Óttaðist þú um líf þitt? — Því er ekki að neita. Svo vatr af mér dregið að ég hélt að þeir myndu koma of seint. Þá bað ég gömlu bænina. Því enn veit ég ekkert mér til hjálpræðis nema Jesú Krist og Hann krossfestan. Og aldrei hefur Hann brugðizt mér. Klukkan 7 næsta morgun sá ég hvar tveir menn komu eftir fjörunni í áttina til mín. Það lifn- aði yfir mér og ég lagði þegar af stað á móti þeim sárfættur og máttfarinn. Þetta voru feðgarnir Fannberg Jóhannsson og sonur hans. Þeir höfðu meðferðis hress- ingu. Þeir ýmist leiddu mig éða drógu eftir fjörunni, 1—2 km leið að skekktunni, sem þeir höfðu komið á úr leitarbátnum Ég mun aldrei gléyma viðtökun- um um borð. Og nú sit ég hér og má ekkert reyna á mig vegna rifbrotsins, en ég vona að ég geti innan tíðar hafið mín störf aftur. - ífjróttir Framh. af bls. 22. starf hefur aldrei verið eins áríðandi og nú vegna breyttra atvinnuátta. Uppvaxandi ungl ingar verða að fá þá líkams- áreynslu og þá hreyfingu sem hverjum er nauðsynlegt og á tímum er vélamenning fer vaxandi, eins og á sér stað hjá okkar þjóð. Við gleðjumst yfir afrekum íþróttamanna og það er ánægju- legt að fylgjast með þegar náð er áföngum í uppbyggingarstarfinu — og er í þeim efnum skemmst að minnast vígslu íþróttaleik- vangs Reykjavíkur í Laugardal, sem jafnframt verður landsvöll- ur. Á ferðum mínum um landið gleðst ég einna mest yfir því að sjá, hve miklu fé er varið í í- þróttamannvirki. Að lokum óskaði forseti íslands É3Í bezta árangurs í framtíðinni, og allra heilla í því þjóðnýta starfi sem ÍSÍ og meðlimir þess vinna að. Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri sem ávarpaði þingið í fjar veru menntamálaráðherra mælt ist m. a. á þessa leið. Það er kunn staðreynd að þjóð in fylgist með íþróttamönnum sínum og gleðst yfir afrekum þeirra — og óánægjan er látin á þeim bitna ef miður fer. En starf- ið á bak við, uppbyggingin, er geysimikið þó afrekin séu ekki mikil — hvað þá þegar vel tekst til. Aðstæður til íþróttaiðkana eru hér erfiðar bæði vegna veðráttu og þeirra skilyrða sem skapa verður tii iþrótta- iðkana. Breyting hefur orðið á hinu síðarnefnda til mikilla bóta, þótt til íþróttamála hafi engan veginn runnið það fé sem nægir. En sjaldan er skipt svo að allir séu ánægðir. En því fé er vel varið er til iþrótta mála hefur farið. Hver sá er íþróttir iðkar er líklegri til þroska en sá sem ekki iðkar iþróttir. Gildi iþróttanna er nú almennt við- urkennt. Það þarf að efla íþróttakenn araskóla íslands og tengja hann iþróttahreyfingunni — svo að hvor aðilinn styrki hinn. Ræðumaður flutti kveðjur menntamálaráðherra, árnaði þing inu heilla og lét í ljós óskir um að störf þingsins mættu bera góð an áangur. Ekki er að efa að flestir lands- menn taka undir þau viðurkenn- ingarorð, sem hér að framan er getið og mælt voru fram við þing setninguna. Það er og að flestir munu óska þess að íþóttahreyfingin leggi sitt af mörkum til aukins þroska og almennari velferðar þjóðar- innar. Þess vegna hlýtur bæði al- menningur og ráðamenn á AI- þingi og í stjórn að vilja stuðla að því að ÍSÍ sé fært um að hafa forystu um þátt íþrótta- hreyfingarinnar í þessu þjóð- nytjamáli. Og þegar það er skoðun íþróttaleiðtoga víðs vegar að af landinu — manna sem um árabil, sumir um ára- tuga skeið hafa haft með slík mál að gera — að ríkið verði að leggja meira fé af mörkum en nú er gert, þá hlýtur beiðni þeirra þar um að verða talin réttlát, og fá góðar undirtektir þings og stjórnar. Annað væri í ósamræmi við yfirlýstan vilja allra stjórnmálaflokka og forustúmanna þeirra. — A. St. Lokað vegna farðarfarar fimmtudaginn 1. október. Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes. Laugaveg 30. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum mínum er glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sigríður Sveinsdóttir, frá Sunnuhvoli Hjartanlega þakka ég öllum er sýndu mór vináttu á níræðisafmæli mínu 12. þ.m. með heimsóknum, skeytum og gjöfum. Guð launi ykkur það allt. Magnús Magnússon, Hveragerði. Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og gj£ifir í tilefni af sjötugs afmæli mínu 3. september s.l. Ingibjörg Briem. ANNA G. EYJÖLFSDÓTTR ættuð frá Laugarvatni, andaðist í Elli og hjúkrunarheimilinu Grund mánud. 28. þessa mánaðar. Vandamenn. Faðir minn EGLL PÁLSSON frá Norður-Flannastöðum, andaðist í Landakotsspítala 28. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Einar Egilsson. Útför mannsins míns SÆMUNDAR INGIMUNDAR GUÐMUNDSSONAR sem andaðist 22. þ.m. fer fram frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 1. okt. kl. 2 e.h. Athöfninni verður út- varpað. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Fyrir hönda barna, tengdabarna og barnabama. Ríkey Eiríksdóttir. Útför systur okkar, GUÐRÚNAR HAFLIÐADÓTTUR er lézt 25. sept., fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 1. okt. kl. 3 e.h. Ólína Hafliðadóttir, Guðmundur Hafliðason. Útför fóður okkar MAGNÚSAR BJARNASONAR Hagamel 6, fer fram frá Fossvogskirkju'fimmtudaginn 1. okt. kl. 1,30. Fyrir hönd vandamanna. Sólveig Magnúsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir. Jarðarför bróður míns DANlELS JÓNSSONAR frá Akbraut, fer fram frá Hagakirkju laugard. 3 okt. kl. 2. Hefst með húskveðju að Múla í Landssveit kl. 12. Jón Jónsson. Maðurinn minn SKÚLI JÚLÍUSSON Vesturgötu 66 sem andaðist þann 20. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 1. október kl. 3 e.h. Blóm og kransar afbeðnir, þeir, sem vildu minnast hins látna eru vinsamlega beðnir að láta krabbameins- félagið njóta þess. Fyrir mína hönd bama okkar og annara vandamanna. Björg Sigurðardóttir. Innilegustu þakkir fyrir samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför móður okkar ÞÓREYJAR INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Jafnframt viljum við færa okkar innilegustu þakkir til forstöðumanna og hjúkrunarliðs að Elli og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi, Hjúkrunarheimilinu Arnarholti og Elliheimilinu Grund, fyrir framúrskarandi góða hjúkrun og umönnun í hennar löngu veikindum. Kristín Benediktsdóttir, Gunnar Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.