Morgunblaðið - 10.10.1959, Side 10

Morgunblaðið - 10.10.1959, Side 10
10 MORCVHTtT. 4TUÐ Laue'ardagur 10. okt. 1959 JHroðPUttlilaMfr tftg.: H.t. Arvakur ReykjavOL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vi("tr Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Ask;iftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EFTIR KRÖFU MORGUNBLAÐSINS? IMbl. í gær var gerð sú krafa til ríkisstjórnar- innar, að þeir Hannes Pálsson og Sigurður Sigmunds- son yrðu leystir frá störfum í húsnæðismálastjórn. Eins og vænta mátti var ríkisstjórn Al- þýðuflokksins ekki sein á sér nú fremur en endranær til að fram- kvæma fyrirmæli húsbændanna“. Þannig hóf Tíminn í gær frá- sögn sína af frávikningu gapux- anna tveggja úr húsnæðismála- stjórn. Það er rétt hjá Tímanum, að Morgunblaðið hafði borið fram kröfu um þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur nú fram- kvæmt. Strax á miðvikudaginn, 7. október, var þessi krafa sett fram hér í blaðinu: „Erfitt er að sjá, hvors hlutur er lakari. Hitt getur engum dul- izt, að óþolandi er að láta þessa menn deginum lengur fara með stjórn húsnæðismálanna. Ærið er erfitt fyrir þúsundir manna að standa nú uppi hjálp- arlausir eftir að hafa treyst gylli- loforðum V-stjórnarinnar, þó að þeir þurfi ekki að sækja mál sín undir gapuxa, sem kunna þau úrræði ein að saka hvorn annan um þjófnað og njósnir, svo að fátt eitt sé talið. Óneitanlega er eðlilegra að lögreglan hafi tal af þeim piltum, heldur en að þeir séu áfram látnir sitja yfir hlut þúsunda manna, sem neyðzt hafa til þess að leita til þeirra í góðri trú“. Krafan var enn ítrekuð daginn eftir, bæði í frásögn Morgun- blaðsins af gremju manna á Sel- fossi yfir framferði myrkfælna mannsins þar og í forystugrein blaðsins: „Óþolandi er að ríkisstjómin láti þessar aðgerðir lengur af- skiptalausar. Hún verður í senn að hefjast handa um fjáröflun til nýrra lána, svo að algerum vand- ræðum verði firrt, og setja stjóm þessara mála í hendur manna, sem ekki eru augljósir og yfirlýstir sakamenn“. ★ Sama dag og þetta var sagt í Morgunblaðinu setti félagsmála- ráðherra þá Hannes og Sigurð frá stórfum og kærði þá fyrir sakadómara. Morgunblaðið hafði eitt allra blaða borið fram þessa kröfu. Auðvitað fer því þó fjarri, að stjómin hafi verið að hlýða „fyrirtnælum" Morgunblaðsins, þegar hún tók ákvörðun sína. Morgunblaðið hefur ekkert hús- bóndavald yfir núverandi ríkis- stjórn. Hitt er sennilegt, að Morgun- blaðið hafi átt þátt í að mynda hið sterka almenningsálit, sem knúði ríkisstjórnina til ákvarð- ana sinna. Af einhverjum ástæðum minnt- ist Alþýðublaðið aldrei á þetta hneyksli fyrr en í gær. Þá viður- kennir það, að almenningsálitið hafi ráðið úrslitum: „Sigurður Sigmundsson og Hannes Pálsson hafa borið hvorn annan svo þungum sökum, að ríkisvaldið hlaut að láta mál þeirra til sín taka. Málið er ekki einkamál þeirra. Það hætti að vera einkamál þeirra um leið og þeir ljóstruðu upp sannleikanum — eða því sem þeir kalla sann- leikann. Og það er þjóðarvilji, það er vilji allra heiðarlegra manna, hvar í flokki sem þeir standa, að sannleikurinn verði leiddur í ljós“. ★ Morgunblaðið telur sér heiður af að hafa eitt blaða gerzt tals- maður almenningsálitsins í þessu máli. Hitt er meira en hæpið að halda, að framferði þeirra Hann- esar og Sigurðar hafi verið „einkamál þeirra“, þangað til að þeir „ljóstruðu upp sannleikan- um“. Heilbrigð réttargæzla bygg- ist á allt öðru en, að afbrot séu einkamál afbrotamanna á meðan þeir ljóstra þeim ekki sjálfir upp. Þá yrði seint gerður reki að flestum málum. Því miður eru fæstir sakamenn jafn greiðasamir við lögregluna og Hannes og Sigurður, að fara í blöðin til að ljóstra upp afbrot- um sínum. Af skrifum þeirra Hannesar og Sigurðar nú sést, að þeir hafa ætíð verið ófærir til að gegna störfum sínum. Enginn skyldi t. d. ætla, að njósnirnar á Sel- fossi hafi verið einstakt fyrir- bæri. Myrkfælni maðurinn þar er einungis þeim mun skárri en flestir aðrir umboðsmenn Hann- esar, að hroll setti að honum yfir verkum þeim, sem fyrir hann voru lögð. En auðvitað hefur Hannes haft sams konar erindreka hvar- vetna þar sem Framsókn mátti við koma. Enda er Ijóst af Tím- anum, að hann telur þetta fram- ferði Hannesar síður en svo að- finningarvert. Þama hafa ein- ungis venjulegir starfshættir Framsóknar opinberazt. ÞEIR SIGRUÐU ÞRATT FYRIR SUEZ Kosningunum í Bretlandi lauk með miklum sigri íhaldsflokksins. Eins og á stóð verður að telja þann sigur óvenjulegt þrekvirki. Það hefur aldrei fyrr borið við, að flokkur, sem verið hefur við völd í Bret- landi, hafi sigrað við þrjár kosn- ingar í röð. Úrslitin nú eru því merkilegri sem Macmillan tók við þungum arfi, þegar hann myndaði stjórn sína. Hann tók við af Sir Anthony Eden, eftir að hann hafði bognað undan Súez. Sennilega hefur Bretland aldrei farið meiri sneypuför í allri sinni sögu en þá. Það var sannarlega með ólíkindum að mennirnir, sem báru ábyrgð á þeirri herför, gætu unnið næstu kosningar. Svo hefur þó nú farið. Brezkir kjósendur vilja ekki meiri þjóðnýtingu. Þess vegna var Verkamannaflokkurinn sjálf- ur nú mun linari í þjóðnýtingar- kröfum sínum en nokkru sinni fyrr. Sú linka hefur ekki enzt honum til sigurs. Og það er ekki þjóðnýtingin ein, sem fólkið hef- ur fengið nóg af. Hættan á ann- arri ríkislhlutun og auknum höftum hefur sett í menn þann beyg, að þeir hafa þrátt fyrir Súez kosið íhaldsflokkinn á ný. C hurchi 11 — í 234 þáttum SIR WINSTON CHURCHILL — ÓTT ekki hafi enn verið op- inberlega tilkynnt um það, hefur kvisazt, að á næst- unni verði byrjað að gera mikinn flokk kvikmynda um líf og starf Sir Winstons Churchills, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, sem síðan er ætlunin að sjónvarpa — fyrst í Bretlandi og Banda- ríkjunum, en síðar víðs vegar um heiminn, eða þar, sem sjónvarpsstöðvar óska eftir því. — ★ — ♦ Búizt er við, að Churchill til- kynni sjálfur áður en langt líð- ur, að samningar hafi tekizt milli sín og brezkra og bandarískra aðila, er að þessu standa, en hér er um að ræða stærsta sýninga- flokk, sem skipulagður hefir ver- ið f sögu sjónvarpsins. Ætlunin mun vera, að útsendingar geti hafizt samtímis beggja megin hafsins á næsta hausti. Sex ár ♦ Sýningar munu standa yfir hvorki meira né minna en sex ár. Efninu er skipt í 234 þætti, Truman Eden — Þeir og margir aðrir frægir menn koma við sögu. koma, og ýmsum valda- og áhrífa mönnum aldarinnar. Fer því ekki hjá því, að þar geta menn raun- verulega séð stóra drætti úr sögu fyrra helmings tuttugustu aldar- innar. — Meðal þeirra mörgu, frægu manna, er sjást munu í fyrstu þáttunum, eru t. d. fyrr- verandi konungur Englands, her- toginn af Windsor, Montgomery marskálkur, Harry S. Truman, fyrrum forseti Bandaríkjanna, Sir Anthony Eden, fyrrv. forsæt- isráðherra Bretlands og Trygve Lie, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Blaðafulltrúi Eisenhowers ♦ Helzti hvatamaður þessa mikla „fyrirtækis“ og aðalfram- leiðandi kvikmyndanna er Banda ríkjamaðurinn Jack Le Vien, en hann var blaðafulltrúi Eisen- howers í styrjöldinni. Síðan hef- ir hann einkum fengizt við fram leiðslu frétta- og fræðslukvik- mynda og einnig starfað við sjón varp. — Le Vien hefir undan- saga hans lifir á sjónvarpstjaldinu. Skoðun hans mun lifa ♦ Eins og nærri má geta, mun Churchill fá of fjár fyrir rétt- inn til þess að nota verk hans, sem uppistöðu £ sjónvarpsþætt- ína — en honum kvað þó þykja meira um vert, að þannig kom- ast skoðanir hans á framfæri á enn áhrifaríkari hátt en áður — í bókunum. Hann vill gjarna fá leikarana Sir Laurence Olivier, Sir Alec Guinnes og Orson Welles til þess að fara með text- ann úr bókum sínum í sjónvarp- ið — og standa nú yfir samning. ar við þá um að taka það að sér. — ★ — ♦ Jack Le Vien segir, að þegar útsendingum verði lokið í Bret- landi og Bandaríkjunum, verði sjónvarpsstöðvum um heim allan gefinn kostur á að fá kvikmynd- irnar til afnota og verði þá text- inn þýddur á svo mörg mál, sem óskað er. — Við viljum gefa sögunni lít á sjónvarpstjaldinu, segir hann, sögunni eins og Churchill hefir skrifað hana — og skapað. og verða sendir út 39 þættir ár- lega. — Eins og fyrr segir skal hér fjallað um ævi Churchill fyrst og fremst, og er byggt á hinum frægu endurminningum hans og öðrum bókum, en inn í verður fléttað fréttamyndum af helztu atburðum, sem við sögu farna mánuði tíðum átt viðræður við Churchill — og sagt er, að gamli maðurinn hafi fyrir nokkru gefið samþykki sitt til þess, að framkvæmdir væru hafnar. Að- eins eigi eftir að ganga form- lega frá samningum. Þora ekki að horfast í auqu við sjálfa siq PICASSO gamli þykir hafa munn inn fyrir neðan nefið, sem kallað er — og eru mörg hnyttileg til- svör eftir honum höfð. — Þegar hann fyrir nokkru var staddur í Nice, hitti hann nokkra unga menn í kaffihúsi og ræddi við þá um alla heima og geima. — Tal- ið barst meðal annars að lista- stefnum nútímans og sér í lagi málaralistinni. Og einn hinna ungu manna spurði Picasso: — Heyrið mig — hafið þér ekki tekið eftir því, að það verður æ sjaldgæfara meðal nútímamál- ara, að þeir geri sjálfsmyndir? — Jú, það er ekki hægt ann- að en taka eftir því, anzaði Pi- casso. — En hvernig haldið þér, að standi á þessu? spurði þá ungi maðurinn. — Tja, ngði málarinn og lyft.i brúnum. Ætli það komi ekki bara af því, að þeir treysti sér ekki til að horfast í augu við sjálfa sig, blessaðir. Picasso Sekfaðir fyrir að valda hávaða LÖGREGLUNNI í Álaborg íL Danmörku bárust í sumar/ margar kvartanir vegna þess,/ að unglingar fóru um götur; borgarinnar á skellinöðrum ■ oft hópum saman — og ol'.ui miklum hávaða. Lögreglan tók sig því til í/ seþtember og hóf herferð gegn/ hávaðaseggjunum — þ. e. a. s. unglingar voru skyldaðir dlj y að koma með „nöðrurnar" sín- /'ar til eftirlits. — Lögreglan/ ' rannsakaði 848 skellinöðrur í/ mánuðinum. 87 af þeim reynd/ ist meira og minna áfátt — og/ langalgengasti gallinn var sá,i að hljóðdunkurinn var ýmis' x skemmdur eða jafnvel ger-( ónýtur. Fyrir þetta voru unglingain/ ir sektaðir — og var lágmarks- sektin ákveðin 80 krónur. Aðeins tæplega 200 komu1) sjálfviljugir með skellinöðrurC sínar til lögreglunnar — 650 ( varð hún að stöðva á götum^ úti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.