Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. okt. 1959
MortnrwnT 4aiÐ
11
Olafur Stefánsson, viðskipt afræðingur
Þrdun íslenzkra efnahagsmála
í tíð V-stjdrnarinnar
AUKIN framleiðsla er eina ðr-
úgga leiðin til bættra lífskjara
fyrir þjóðina í heild. Fyrsta
spur.ningin, sem svara ber, þeg-
ar gert er grein fyrir þróun efna-
hagsmála á undanförnum árum
er því þessi: hefir framleiðsian
aukizt og hve mikið? Á með-
fylgjandi töflu sést yfirlit yfir
þjóðarframleiðslu og skiptingu
hennar í neyzlu og fjárfestingu
undanfarin sex ár. Til þess að
útiloka áhrif verðrýrnunar pen-
inganna eru þessar stærðir reikn-
aðar á verðlagi ársins 1954. Töl-
ur þessar eru fengnar frá Fram-
kvæmdabankanum í júlí sl. og ný
heildaráætlun um framleiðslu og
fjárfestingu 1957 og 1958 hefur
ekki verið gerð.
framleiðsla þjóðarbúsins átt að
stóraukast.
Þjóðin hefír því fært þungar
fórnir fyrir ráðherradóm Her-
manns & Co. Slíka valdabraskara
varðar lítt um þjóðarhag. Þeim
finnst, að þjóðinni megi blæða,
ef þeir sjálfir græða og fá notið
þeirrar vaidaaðstöðu, er þá fýsir;
en brennt barn forðast eldinn, og
á sama hátt munu kjósendur forð
ast að efla þá menn til forystu á
þjóðarskútunni, sem þannig
hugsa og haga sér.
Peninga -og bankamál
V-stjórnin lofaði endurbótum á
bankakerfi landsmanna. Efndirn-
ar urðu þær, að 13 nýjum mönn-
um var troðið í stöður sem banka
Þróun peningamálanna að
öðru leyti og ríkisfjármalanna
var í svipuðum dúr, t.d. varð
greiðsluhalli hjá ríkissjóði árið
1957, en slíkt haíði ekki gerzt í
áratug.
U tanrik is viðsk ipti
Það sem einkenndi utanríkis-
viðskipti Íslendinga í valdatíð V-
stjórnarinnar var stöðugt vax-
andi viðskipti við járntjaldslönd-
in. Innflutningur frá Rússlandi
og leppríkjum þess jókst úr 22,2%
heilúarinnflutnings ^ árið 1955 í
32,0% árið 1958. Á sama tíma
minnkaði innflutningur frá
Bandaríkjunum úr 22,8% heild-
arinnflutningi í 13,8%. Útflutn-
ingur til járntjaldslanda jókst úr
Þjóðarframleiðsla, neyzla og fjárfesting reiknað á verðlagi ársins 1954. i)
1953 1954 1955 1956 1957 1958
Þjóðarframleiðsla, millj kr 2.938 3.296 3.689 3.874 3.930 4.028
Árleg aukning 18,7% 12,2% 11,9% 5,0% 1,4% 2,5%
Neyzla millj. kr 2.272 2.449 2.658 2.839 2.795 2.843
Árleg aukning 12,4% 7,8% 8.5% 6,8% —1,5% 1,7%
Fjárfesting, millj .kr 759 877 1.056 1.223 1.329 1.229
Árleg aukning 31,8% 15,5% 20,4% 15,8% 8,7% —7,5%
Neyzla í hlutfalli við þjóðarframl... Fjárfesting í hlutfalli við þjóðar 77,3% 74,3% 72,1% 73,3% 71,1% 70,6%
framleiðslu Neyzla og fjárfesting í hlutfalli 25,8% 26,6% 28,6% 31,6% 33,8% 30,5%
við þjóðarframleiðsiu 103,2% 100,9% 100,7% 104,9% 104,9% 101,1%
Ef borin eru saman þrjú árin stjórum og bankaráðsmönnum. 27,8% heildarútflutningsins
fyrir valdatöku V-stjórnarinnar
og þau þrjú ár, er hún var við
völd, en hún kom til valda í júli-
mánuði 1956, kemur í ljós að á
árunum fyrir valdatöku stjórnar-
innar, 1953—1955, fór framleiðsl-
an hraðvaxandi, en árið 1956
minnkar aukningin verulega og
verður sáralítil 1957 og 1958 eða
1,4% og 2,5%, en sú aukmng er
minni en árlegri fólksfjölgun
nemur hér á landi. Ef neyzlan
er athuguð sérstaklega kemur í
ljós, að hún hefir staðið í stað
þessi tvö ár séu þau tekin saman
í heild þannig, að neyzlan á mann
hefir minnkað vegna aukins fólks
fjölda.
Þótt tölur þessar séu ekki ná-
kvæmar, og framleiðsla og neyzla
árið 1958 e. t. v. full lágt áætluð,
má þó telja víst, að vísbending
þeirra um minnkandi framleiðslu
og neyzlu á mann á þessu tíma-
bili sé rétt og þar með, að líís-
kjör þjóðarinnar, sem fóru hrað-
batnandi fyrir valdatöku vinstri
stjórnarinnar hafi staðið í stað
eða hreinlega versnað í valdatíð
hennar. Það þýðir ekki fyrir að-
standendur V-stjórnarinnar að
reyna að afsaka þessa þróun með
því, að undirstöðuatvinnuvegir
okkar landbúnaður og sjávarút-
vegur hafi gengið illa vegna
slæmrar veðráttu og lélegra afla-
bragða. Að vísu minnkaði fisk-
aflinn um 1,7% árið 1957, en
hann jókst um 15,7% 1958 og verð
mæti hans enn meira vegna hlut-
fallslega aukinnar framleiðslu
freðfisks og saltsíldar. Árferði
var með allra bezta móti þessi
tvö ár og kjötframleiðsla slátur-
húsa jókst um 8,3% fyrra árið, en
um 19,5% síðara árið. Innvegin
mjólk í mjólkurbú jókst um 12%
fyrra árið, en 4,2% síðara árið.
Því fer því fjarri, að náttúru-
öflin hafi verið þjóðinni óhag-
stæð á þessu tímabili, og hefði
stjórnarfarið í landinu verið í
sæmilegu horfi, hefði heildar-
Lofað hafði verið að gera Seðla-
bankann að sjálfstæðri og óháðri
stofnun, en honum var haldið
sem valdalítilli og ósjálfstæðri
stofnun innan ramma Lands-
bankans. Um þetta segir Jón
Árnason fyrrverandi bankastjóri
í ágætri grein um bankamál í
síðasta hefti Fjármálatíðinda:
„Með þessum nýju lögum er
Seðlabankinn gerður mjög háður
ríkisstjórninni", og ennfremur
segir Jón: „Mér er það með öllu
óskiljanlegt hvers vegna ekki var
stofnaður sérstakur seðlabanki,
Fyrrí hluti
1) Samkvæmt upplýslngum Fram-
kvæmdabankans eru tölurnar fyrir ár-
in 1953—1956 endanlegar, og talið að
tölurnar fyrir 1957 muni lítið breytast,
en að tölurnar fyrir árið 1958 eigi að
líkindum eftir að hækka eitthvað.
I*etta er þó það ,sem næst verður kom-
izt á þessu stigi.
úr því að Alþingi kollvarpaði
eldra skipulagi, en leggur þó
bankann að nokkru leyti undir
stjórn bankaráðs, sem er í raun
og veru aðeins bankaráð eins af
viðskiptabönkum ríkisins“. Sem
sagt, engar raunhæfar skipulags-
breytingar voru gerðar á banka-
kerfinu til samræmis við banka-
kerfi annarra þjóða. Slíkt var
aðeins notað sem yfirskyn í þeirri
viðleytni að ná sem mestum völd
um yfir bönkum landsins með því
að troða sem flestum flokksgæð-
ingum í trúnaðarstöður í þeim,
ýmist með fjölgun embætta eða
með því að hrekja pólitíska and-
stæðinga frá störfum sínum.
Þrátt fyrir það, þótt lán til
íbúðabygginga drægjust stórlega
saman og meðallán á lántakanda,
er lán fékk á vegum Húsnæðis-
málastjórnar, félli úr 55 þús. kr.
áður en V-stjórnin kom til valda
niður í 36 þús. kr. tókst að auka
útlán bankanna um tæpar 700
millj. kr. í tíð V-stjórnarinnar,
eða um 30%, en þessi mikla aukn-
ing útlánanna hefir áreiðanlega
átt sinn þátt í að magna verð-
bólguna. Spariinnlán í bönkum
jukust hins vegar sáralítið í valda
tíð V-stjórnarinnar, eða um 155
millj. kr. (15%), en þau jukust úr
717,6 millj. kr. í 1006,3 millj. kr.
eða um rúm 40% á 2% ári fyrir
valdatöku hennar, þ. e. frá árs-
byrjun 1954 til miðs árs 1956.
í 34,9% 1958.
Slík þróun er auðvitað mjög
óæskileg og blátt áfram hættuleg.
Rússar hafa sýnt það í samskipt-
um sínum við aðrar þjóðir, t.d.
Finna, að þeir skirrast ekki við
að beita efnahagslegum þvingun-
um til að hafa áhrif á stjórnar-
far í ríkjum þeim, er þeir hafa
viðskipti við, auk þess eru mörg
Austur-Evrópulönd stöðugt að
auka fiskveiðar sínar, þannig að
vel getur svo farið að þau verði
sjálfum sér nóg um fisk. Þar eru
Ólafur Stcfánsson
því mjög óvissir framtíðarmark-
aðir fyrir íslenzkan fisk. í þriðja
lagi eru iðnaðarvörur þær, sem
fluttar eru inn frá Austur-Evrópu
löndunum yfirleitt ekki sambæri
legar að gæðum við fullkomnasta
iðnvarning Vesturlanda. Ef kom-
ið væri á frjálsum innflutningi
myndum við selja útflutningsvör-
ur okkar og gera innkaup, þar
sem viðskipti reyndust hagkvæm
ust. Með því væri vissulega ekki
verið að útiloka viðskipti við nein
einstök lönd, heldur myndi þessi
skipun mála einmitt leiða til
mjög fjölbreyttra viðskiptahátta.
Halli á verzlunarjöfnuði hefir
mestur orðið 1956, á fyrsta valda
ári V-stjórnarinnar, þá varð
hann 436,6 millj. kr. Síðan hefur
hann heldur minnkað vegna auk
ins sjávarafla og þar með út-
flutnings annars vegar og strang
ari gjaldeyrisskömmtunar og
hærri álaga á innfluttar vörur
hins vegar, og varð hann 336,8
millj. kr. árið 1958.
Gjaldeyrismál
Gengi íslenzku krónunnar
hrakaði stórlega í valdatíð V-
stjórnainnar. Framkvæmdar
voru tvennar opinberar gengis-
lækkanir á valdatímanum, sú
fyrri skömmu fyrir jól 1956 sú
síðari í maí 1958. Ekki hétu þess
ar aðgerðir þó gengislækkanir
heldur millifærslur, en þær
verka þó alveg eins og gengis-
lækkun að því leyti, að innflytj-
endur borga meira en áður fyrir
þann gjaldeyri, sem þeir selja.
Með þessari krókaleið var hins
vegar hægt að koma upp stofn-
un, er Útflutningssjóður nefnist,
og koma þar á ríkisjötuna ýms-
um embættislausum kommúnist-
um við að reikna út bætur handa
útgerðarmönnum fyrir seidan
fisk. Auðvitað var svo styrkur-
inn hafður hæstur til þeirra, er
afkastaminnstar veiðar stunduðu.
Fyrirkomulag þetta var að
nokkru bætt með aðgerðunum I
maí 1958, en eftir sem áður hlýt-
ur það að verða þjóðinni dýrt,
ef það á að haldast til lengdar,
vegna minni áhuga sjómanna og
útgerðarmanna á að stunda sem
hagkvæmastar veiðar, þar sem
þeir fá þá bara minna verð fyrir
gjaldeyrinn sem þeir afla og í
öðru lagi vegna hinnar miklu
skriffinnsku, sem fyrirkomulagið
krefst með fjölda fullfrískra
karlmanna á launum við störf
sem auðvelt væri að láta óunnin.
Þjóðinni og jafnvel þeim sjálfum
væri meiri hagur í því, að þeir
fengju sér annað þarfara að gera.
Til að vega upp á móti því hvað
framleiðsluaukning þjóðarbúsins
var lítil í tið V-stjórnarinnar,
greip hún til þess óyndisúrræðis
að taka erlend lán í miklu stór-
felldara mæli en áður hafði
þekkzt. Þannig jukust erlendar
skuldir úr 329 millj. kr. í árslok
1955 upp í 928 millj. kr. í árslok
1958. Hafa þær þannig nær þre-
faldazt á þessu tímabili.
Á þrem árunum þar á undan
hækkuðu erlendar skuldir aðeins
um 130 millj. kr. og voru þó fram
kvæmdir á flestum sviðum
meiri á því tímabili. Af þessari
geysilegu skuldasöfnun leiðir
svo það, að afborganir og vextir
af erlendum lánum, sem á árinu
1955 námu aðeins 2,6% gjaldeyr-
isteknanna, urðu á síðara ári
7,8% þeirra, þannig að greiðslu-
byrgðin hefir nákvæmlega þre-
faldazt á þessu þriggja ára tíma-
bili.
(Síðar hluti greinarinnar birt-
ist á morgun).
Vel sóttir og prýdilegir fundir
Sjálfstæöismanna í Reykja-
neskjördæmi
FR AMB J ÓÐENDUR D-list-
ans í Reykajneskjördæmi
hafa nú lokið fjórum fyrstu
stjórnmálafundum sínum í
kjördæminu.
Að sjálfsögðu hefur formaður
Sjálfstæðisflokksins, Ólafur
Thors, flutt aðalræðuna á þess-
um fundum og gefið glöggt yfir-
lit yfir stjórnmálaviðhorfið jafnt
varðandi fortíðina sem framtíð-
ina. Hefur hann m. a. í fáum en
skýrum höfuðdráttum gert grein
fyrir hinni ítarlegu stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins, er birtist
hér í blaðinu 2. þ. m.
Þá hefur hinn ungi þingmaður
Hafnfirðinga, Matthías Á. Mathie
sen, skýrt ýmsar hliðar stjórn-
málanna og hafa ræður hans bor-
ið vott um að hann hefur þegar
aflað sér mjög haldgóðrar þekk-
ingar á þeim málum.
Auk þess hafa sex aðrir fram-
bjóðendur listans flutt skeleggar
og greinargóðar ræður á þessum
fundum og fyrirhugað er að þeir
tveir frambjóðanda, sem þá eru
ótaldir, flytji ræður á næstu
fundum, en D-listinn gengst fyr-
ir sex stjórnmálafundum í
Reykjaneskjördæmi á næstunni.
Það vekur almenna athygli, að
allir tíu frambjóðendur listans,
jafnt varamenn sem aðalmenn,
taka svo virkan þátt í kosninga-
baráttunni og er það áreiðanlega
einsdæmi. Kjósendur eru mjög
ánægðir yfir þessu, bæði vegna
þess, að allir tíu frambjóðendurn-
ir eru prýðilegir ræðumenn og
eins hefur fólkið ánægju af að
sjá og kynnast frambjóðendun-
um og fagnar því auk þess, að
fá jafn alhliða og fjölþætta lýs-
ingu á stjórnmálaviðhorfinu og
með þessum hætti fæst.
Hér er ekki ætlunin að rekja
þessar ræður, enda ekki tök á
því, en til fróðleiks og gamans
skal aðeins frá því sagt, að með-
al eldri kjósenda vekur hin nýja
stefna Alþýðuflokksins í skatta-
málum bæði furðu og gleði. Þeir
minnast nefnilega þess, að þegar
Ólafur Thors og Haraldur Guð-
mundsson kepptu um þingsæti í
þessu kjördæmi fyrir 34 árum,
þá voru einmitt skattamálin
meginþátturinn í deilum þeirra.
Ólafur hélt því fram, og studdi
sterkum rökum, að þjóðarnauð-
syn væri, eins og efnahag ís-
lendinga væri háttað, að skatta
eyðsluna, en létta af tekjuskatti
og útsvari. Haraldur hins vegar
hélt fast á, og studdi sínum rök-
um, að hinu opinbera bæri að
taka meginhluta tekna sinna með
tekjuskatti og útsvari, en ekki
með neyzlusköttum.
Þykir mönnum nú augljóst að
Ólafi hafi tekizt að snúa Alþýðu-
flokknum í fjáröflunarmálum þó
seint sé og þykir mörgum vel
fara á því, að Alþýðuflokkurinn
taki yfirleitt upp stefnu Sjálf-
stæðisflokksins á sem flestum
sviðum.
Allir hafa þessir fundir Sjálf-
stæiðsmanna I Reykjaneskjör-
dæmi verið vel sóttir. Umræður
hafa staðið þrjár til fjórar
klukkustundir og munu flestir
áheyrendur hafa talið sig fróðari
eftir en áður.