Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 18
18 MORCTJNBLAÐ1Ð Laugardagur 10. okt'. 1959 Haustmötimi að ljúka: KR og Valur berjast um sigur í mótinu Rætt er rnn bikarkeppni í stað hins daufa Haustmóts Drengirnir gleymdu sér alveg — sumir göptu af áhuga og hrifningu yfir knattspyrnukvikmynd- inni, sem sýndi góðan árangur „gulldrengjanna“: (Ljósm.: Heimir Stígsson). Fundur Unglinganefndar KSÍ i Keflavik Drengirnir voru frá sér numd ir og fylltust knatt- spyrnuáhuga Fjórða flokki Keflvikinga afhentur bikar fyrirsigur i Islandsmóti Í>AÐ var reglulega ánægjulegt að líta inn í Ungó í Keflavík sl. fimmtudagskvöld. Þar var mætt ungnlinganefnd Knattspyrnusam bands íslands til að ræða við unga keflvíska knattspyrnumenn. Og hinir ungu Keflvíkingar létu ekki hávaðarok og rigningu aftra sér frá því að mæta, 80 drengir á aldrinum 9 til 16 ára röðuðu sér á bekkina og áhugi og eftir- vænting ljómaði af hverju and- liti. Frímann Helgason kynnti gest ina, sem komnir voru í heim- sóknina, en það voru Karl Guð- mundsson landsþjálfari, Sigur- geir Guðmannsson landsþjálfari ÍBR og svo síðast en ekki sízt 3 gulldrengir úr Reykjavík, eða þeir Örn Steinsen og Gunnar Felixson úr KR og Skúli Jóhann- esson úr Víking, en hann er að eins 17 ára að aldri. Frimann ræddi við hina ungu knattspyrnumenn um afreks- merkjaæfingar KSÍ og þá miklu þýðingu, sem þær hefðu. Knatti- leikni og knattmeðferð væru und irstöður góðrar knattspyrnu, en aefingarnar undir afreksmerkm væru einmitt miðaðar við að ná slíkum árangri. Það kostaði bæði þolinmæði og mikla þraut- seigju að ná þeim árangri sem þarf til að leysa knattspyrnu- þrautimar, en þá væri líka þeim áfanga náð, sem alla drengi dreymir um, að verða hlutgengur keppandi í liði félags síns, og komast jafnvel.í landslið, eins og gulldrengirnir Örn Steinsen og Þórólfur Beck, sem komust i landsliðið aðeins 19 ára gamlir. En fyrst og fremst þarf að æfa og aftur æfa. Drengjunum var síðan sýnd kvikmynd af sænskum piltum, sem voru að leysa knattþrautirn- ar og Karl Guðmundsson út- skýrði hverja æfingu um leið og hún var sýnd. Þessu næst ræddi Sigurgeir við gulldrengin- og var fylgzt með þeim viðræðum af áhuga. Öllum bar þeim saman um það, að góður árangur í knattspymu næðist aðeins með stöðugum æf- ingum og leggja bæri mesta áherzlu á þær æfingar, sem mað- ur ætti erfiðast með að leysa af hendi. Enginn yrði góður knatt- spyrnumaður nema hann æfði af alvöru og hlýddi leiðbeiningum þjálfara síns. Að lokum var sýnd dönsk knatt spymumynd, sem tekin var í sumarbúðum við Vejle árið 1957, en þá dvöldu þar 100 knattspyrnu dregnir frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og íslandi og stunduðu æfingar um viku tíma, undir handleiðslu danska landsliðsþjálf arans, Ame Sörensen. Fulltrúar íslands á þessu námskeiði voru II. flokkur KR og var einn Kefl- víkingur, Þórhallur Stígsson, ( þeirra hópi. Kvikmynd þessi sýndi þjálfun- aðferðir og æfingar, sem pilt- arnir voru látnir gera og það vakti mikla ánægju hjá hinum ungu áhorfendum, þegar þeir sáu að Öm Steinsen og Þórólfur Beck höfðu verið valdir úr þessum 100 stráka hópi til að sýna allar erf- iðustu æfingarnar. Roy Rogers hefði ekki hlotið meiri aðdáun en okkar ungu landsliðsmenn í Keflavík þetta kvöld. Áður en fnudi var slitið, kall- aði Karl Guðmundsson, Magnús Teitsson fyrirliða IV. flokks ÍBK upp á leiksviðið og afhenti hon- um fyrir hönd KSÍ, bikar þanr., sem Keflvíkingar hlutu fyrir að vinna íslandsmótið í IV. flokki. Karl óskaði hinum ungu knatt- spyrnumönnum til hamingju með sigurinn og hvatti þá til að halda áfram á sömu braut, en allir við- staddir risu úr sætum sínum og hrópuðu ferfalt húrra fyrir hin- um ungu íslandsmeisturum svo að undirtók í gamla Ungó. Fjórði flokkur Keflvíkinga sigraði í öllum sínum leikjum og má þakka þann árangur fyrst og fremst hinum unga þjálfara liðs- ins Hólmbert Friðjónssyni.Hólm- bert, sem er aðeins 17 ára að aldri lék í sumar með liði Keflavíkur í I. deild og auk þess var hann valinn í unglingaliðið, sem lék gegn landsliðinu frá 1949 á Laug ardalsvellinum í sumar. Keflvík- ingar binda vonir við að þessi ungi, prúði knattspyrnumaður eigi mikla framtíð fyrir sér. Unglinganefnd KSÍ á þakkir skilið fyrir það framtak og dugn að, sem hún hefur sýnt við að boða fagnaðarerindi sannrar knattsprynu meðal hinna yngstu áhugamanna þessarar göfugu íþróttar, en félögunum hættir svo oft við að gleyma að yngstu flokk arnir eru þeirra dýrmætasta eign og sá varasjóður sem á eftir að fleyta þeim yfir örðugasta hjalla framtíðarinnar. B. P. Körfuknottleikor MEISTARAMÓT Reykjavíkur í körfuknattleik hefst á þriðju- daginn 10. nóv. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borizt Körfu- knattleiksráði Reykjavíkur Hóla- torgi 2 fyrir 25. október. HAUSTMÓTI meistarafl. knatt- spyrnufélaganna í Reykjavik er nú senn að Ijúka og þar með keppnistímabili knattspyrnu- mannanna. Eftir eru aðeins tveir leikir — einn leikdagur og fara þeir leikir fram n.k. sunnudag. En báðir leikirnir sem efcir eru hafa mikla þýðingu í mótinu. KR og Valur mætast og er það um hreinan úrslitaleik í móiinu að ræða og sama dag mætast Þrótt- ur og Víkingur og verður þar um að ræða baráttuna um að verða ekki í neðsta sætinu. Haustmótið hefur um 'árabil hiotið litlar og lélegar undirtekt- ir knattspyrnuunnenda. Er það að vonum og stafar þá fyrst og fremst af því að knattspyrnu- mennirnir sjálfir hafa engan á- huga á mótinu. Þeir mæta flest- ir hverjir ekki lengur á æfingar — heldur koma aðeins til leikj- anna og er þá árangur eftir því. Mótið hefur því ekki náð þeim tilgangi sem upphaflega var hafð ur í huga, að lengja æfinga- og keppnistímabil knattspyrnumann anna. Því er það að margir vilja nú breyta skipulaginu, fella Haust- mótið niður, en taka upp þess i stað bikarkeppni. Hefur sú uppá- stunga komið fram og er nú til umræðu hjá æðstu stjórn knatt- spyrnumálanna. Vónandi finnur hún einhverja lausn á þessu — lausn sem skapar meiri spenn- ing en Haustmótið og verður fleir um til ánægju. En þessar umræður standa yfir og ennþá er ekkert ákveðið af þeim að frétta, en margar leiðir munu vera til umræðu um fyrir- komulag bikarkeppni. Um niður- stöður heyrist væntanlega innan skamms. Ef KR sigrar í leiknum við Val á sunnudaginn — og þar með mótið vinna þeir bikarinn sem um er keppt til eignar. Er þá gott tækifæri til að skipta um fyrir- komulag með haustmótin. Staðan í mótinu er nú þannig: L U J T M St KR........ 3 3 0 0 7:1 6 Valur....... 3 3 0 0 7:2 6 Fram....... 4 2 0 2 11:5 4 Þróttur .... 3 0 0 3 2:6 0 Víkingur .. 3 0 0 3 2:15 0 Húsið var komið út úr tryggingu eins og á stóð í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í máli, sem maður nokk- ur höfðaði gegn Húsatryggingu Reykjavíkurbæjar. Hafði hann keypt hús, flutt það inn í Blesu- gróf, en áður en húsið var kom- ið þar á grunn, kviknaði í því. Húseigandinn, Hreiðar Jónsson, klæðskerameistari, gerði kröfur á hendur Húsatryggingum. Hafði hann tryggt húsið fyrir 48,100 kr. og krafðist hann að trygg- ingafyrirtækið greiddi fullt and- virði hússins. Forsaga þessa máls er í stuttu máli á þá leið, að Hreiðar Jóns- son hóf byggingaframkvæmdir við hlið þessa húss árið 1955. í ágústmánuði næsta ár fluttist hann í þetta nýbyggða hús. Lét hann þá taka gamla húsið af grunninum og flytja það um 100 m. frá nýja húsinu og þar stóð húsið fram til 9. des. sama ár, að eldur kviknaði í því og brann það til kaldra kola. Þetta var 35 frem. hús, járnklætt úr timbri. Dyr hússins voru ólæstar og grunur lék á að um íkveikju væri að ræða. 1 undirrétti urðu úrslit máls- ins þau að Hústryggingar bæjar- ins voru sýknaðar af kröfum Hreiðars Jónssonar. Þetta dóms- orð staðfesti Hæstiréttur, svo og forsendur, en þar segir á þessa leið: „Ljóst er, að við flutning húss- ins og frágang þess að. honum loknum, varð mikil breyting á verðmæti þess og varðveizlu og þeirri hættu, sem tryggingar. samningurinn náði til. Allar að- stæður voru svo mjög breyttar að stefnandi mátti ekki gera ráð fyrir að stefndi myndi sætta sig við að tryggingarsamningurinn héldi gildi óbreyttur, án þess að til kæmi bein yfirlýsing um það, en eins og fyrr greinir tilkynnti stefnandi honum ekkert um ráð- stafanir þessar. Verður því áð fallast á það með stefnda, að húsið hafi ekki lengur verið í tryggingu eftir þessar aðgerðir og ber því að taka sýknukröfu hans til greina, en eftir atvik- um er rétt að málskostnaður falli niður.“ Karl Guðmundsson, þjálfarl unum bikarinn fyrir sigur á KSf, afhenti Keflavíkurdrengj- fslandsmótinu á sl. sumri. Frumvarp um dauðarefsingu á Ceylon COLOMBO, Ceylon, 7. okt. (Reut er). — Ríkisstjórnin tilkynnti í dag, að hún mundi á næsta fundi þingsins bera fram frumvarp um, að dauðarefsing verði lögleidd á Ceylon á ný, en hún var numin úr lögum árið 1956. Stjórnin tók ákvörðun sína um þetta skömmu eftir að Bandaranaike, fyrrver- andi forsætisráðherra, var ráðinn af dögum 25. sept. sl. Tíu dögum áður en það gerðist hafði því verið lýst yfir af sér- stakri stjórnarnefnd, að ekkert, sem gerzt hafi í landinu frá því að dauðarefsingin var afnumin, réttlæti að hún væri tekin upp að nýju. — Þess má geta, að- morð eru tiltölulega mjög tíð á Ceylon, Eftir morð fyrrverandi forsæt- isráðherra var lýst yfir hættuá- standi í landinu og skömmu síðar tekin upp takmörkuð ritskoðun. Hefir það nokkuð komið niður á blöðum landsins — og erlendir fréttamenn kvarta undan því, að öll fréttastarfsemi í landinu aé erfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.