Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAB1B ÞriSjudagur 27. okt. 1959 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. MEÐAN BEÐIÐ ER EGAR þetta er skrifað er enn með öllu óvíst um úrslit Alþingiskosning- anna. Talning atkvæða er hvergi hafin. Eftir þeim fregnum, sem bor- izt hafa, hefur kjörsókn verið góð. Ótti manna um, að „kosn- ingaleiði“ yrði til þess, að kjós- endur greiddu ekki atkvæði, hef- ur sem betur fer reynzt ástæðu- laus. Hver sem úrslitín verða, ber að fagna því, að þátttaka hef- ur verið almenn. Afskipta.eysi almennings verður þá ekki kennt um, ef öðru vísi fer en skyldi um stjórn landsins næstu ár. Þjóðin hefur sjálf með atkvæði sína val- ið yfir sig það, sem koma skal, hvað, sem það verður. Hin nýja kjördæmaskipun hef- ur skapað íslenzku lýðræði miklu fastari grundvöll en áður var. Auðvitað er hún ekki fullkomin, en veilur hinnar gömlu voru orðn ar svo miklar, að hún var með öllu ónothæf. Svikatilraunin með Hræðslubandalagið 1956 og sjálf- heldan eftir kosningarnar í sum- ar skera þar alveg úr. Vegna þess að grundvöllurinn var feysk- inn, fór virðing og vald Alþingis þverrandi. Óskandi er, að úr rætist. í efna hagsmálum þjóðarinnar bíða mikil verkefni. Þar hefur verið unað við bráðabirgðaúrræði eftir bráðabirgðaúrræði árum saman. Fullnaðarlausn efnahagsmálanna fæst að vísu aldrei, því að lífið sjálft skapar ætíð ný vandamál. Eitthvað má og milli vera fulln- aðarlausnar og þess, sem verið hefur. Vegna þess að Alþingi var ekki rétt mynd þjóðarviljans, hafði það enn veikari aðstöðu en ella til að ráða við vandann til nokk- urrar hlítar. Þar stoða að vísu ekki ákvarðanir ríkisstjórnar og Alþingis eins, heldur verður skiln ingur og stuðningur almennings einnig að vera fyrir hendi. En Alþingi og ríkisstjórn verða að veita forystu. Óþolandi er í lýð- frjálsu landi, að lítill hópur manna taki sér va'd til þess að brjóta niður löglegar ákvarðanir réttkjörinna fulltrúa meirihluta kjósenda. Ef slíku heldur fram, þá er þjóðfélagið sjálft í voða. Á meðan ekki fæst meirihluti eins flokks er ekki um annað að ræða, en saman vinni þeír flokk- ar, sem hverju sinni hafa líkastar skoðanir á lausn vandamálanna og nægan meiri hluta hafa á Al- þingi til stjórnarmyndunar. Jafn- skjótt og talningu atkvæða er lokið, hefja stjórnmálamenn vafa laust athuganir sínar á þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru. Um þá tjáir ekki frekar að ræða fyrr en staðreyndirnar liggja fyr- ir. En það eitt nægir ekki að berja saman einhverja stjórn. — Hún verður að hafa vilja og styrk til að bæta úr þeim ágöllum, sem nú þjaka helzt þjóðlífið. Á meðan á biðinni stendur er hollt að minnast þess, sem þrátt fyrir allt sameinar okkur öll. Deilur mega aldrei verða til þess að hollustan við ísland og vel- farnað þjóðarinnar gleymist. VIÐSKIPTALEG EINANGRUN SÚ tíð er liðin er fsland var einangrað og langt frá öðr um löndum, nútíma sam- göngutæki hafa breytt fyrri hug- myndum manna um fjarlægðir á jörðinni. Þessi breytta aðstaða ís- lenzku þjóðarinnar hefur eðlilega haft erfiðleika í för með sér, en þó hafa kostirnir orðið marg- falt meiri. Munurinn á lífskjör- unum það sem af er þessari öld og á fyrri öldum sýnir þetta ljós- lega. Allt fram til þess tíma er síð- ari heimsstyrjöldin skall á bar töluvert á svokölluðum einangr- unarsinnum í ýmsum löndum. Þessir menn vildu, að þjóðir þeirra lifðu á þann veg, að þær þyrftu sem minnst að taka tillit til utanaðkomandi aðstæðna í stjórn- málum og efnahagsmálum. Sl. 20 ár hefur orðið slík bylting í heimsmálunum, að þeir fáu, sem enn halda sig við hugsunarhátt einangrunarsinna hafa dagað uppi sem eins konar nátttröll hver í sínu landi. Nú er svo komið, að jafnvel hinar stærstu þjóðir, hvað þá hinar minnstu, geta ekki einangrað sig frá um- heiminum. Það er sama hvort hugsað er um stjórnmál, efna- hagsmál eða menrtingamál, allar þjóðir, sem vilja framfarir verða að taka þátt 1 alþjóðlegu sam- starfi. Vegna fyrri einangrunar er ef iil vill ekki óeðlilegt, að íslenzka þjóðin sé eitthvað lengur að átta sig á hinum breyttu aðstæðum, en sumar aðrar — en óbætanlegt tjón getur af því hlotizt, ef við verðum mikið lengur að þvi en allar nágrannaþjóðir okkar. Einangrun í hinni gömlu merk- ingu mun reyndar ekki hugsan- leg framar, en það er hægt að ein- angrast á fleiri vegu, og af því mun viðskiptaleg einangrun vera eitt af því hættulegasta, sem iyrir getur komið. Á undanförnum árum hafa þjóðir V-Evrópu unnið að því að auka efnahagssamstarf og koma á frjálsari viðskiptum sín í milli. Árangurinn af þessari viðleitni hefur mest komið í ljós á því ári, sem nú er að líða, og nú er svo komið, að skiptifrelsi ríkir í al- þjóðaviðskiptum milli flestra gjaldeyristegunda V.-Evrópu og N-Ameríku. Er búizt við, að þess verði ekki langt að bíða, að skipti frelsið verði algert, þar sem segja má að dollaraskorturinn sé úr sögunni. Það er alvarlegt fyrir íslenzku þjóðina, að hafa ekki fylgzt með í þessari þróun. Og segja má, að það sé enn alvarlegra, ef menn hafa ekki almennt gert sér hætt- ima ljósa. Viðskiptaleg einangr- un mun ekki einungis koma í veg fyrir framfarir þessarar litlu þjóð ar heldur er jafnvel hætt við að hún valdi því, að erfitt verði að halda þeim lífskjörum, sem við nú búum við. Ekki nægja frómar óskir um, að við viljum taka upp frjálsari viðskiptahætti og semja okkur að siðum nágrannaþjóðanna, sem þær eru sannfærðar um að muni færa. þeim blessun. Við verðum að sýna það hugrekki og sjálfs- aga, sem þarf til að koma efna- hagsmálum okkar í lag, og verða þannig hlutgengir aði’ar í sam- félagi frjálsra þjóða. Væntanleg keisara- drottning, Farah Diba, sem undanfarið hefir numið húsagerðarlist í Róm, er frænka hins gamla erkióvinar keis- arans, Mohammeds Mossadeqs. Ýmsir sálfræðingar hafa viljað haida því fram, að karlmaður, sem kvænist öðru sinni, velji helzt konu, sem er að einhverju Ieyti lík þeirri, sem hann hefur misst — það er að segja, ef hann hefur elskað hana. — Þær Soraya (t. v.) og Farah Diba (t. h.) eru líka taldar dálítið svipaðar . . . íranskeisari í giftingar- hugleiöingum ÞÖGN er sama og samþykki, segir máltækið — og tals- menn hirðarinnar í Teheran hafa neitað að segja nokkuð um þær fréttir, sem nú fljúga heimshornanna á milli, að Reza Pahlevi, hinn dökk- hærði og myndarlegi þjóð- höfðingi Persa, sé í þann veg- inn að kvænast — í þriðja sinn. — En það er fréttaþjón- usta Reuters, sem upplýsir, að keisarinn sé í giftingar- hugleiðingum. Reuters-menn fullyrða sem sé, að Reza Pahlevi, keisari af íran (öðru nafni Persíu) muni innan skamms ganga að eiga 21 árs gamla persneska stúlku, Farah Diba að nafni, sem undart- farið hefir numið byggingarlist (arkitektúr) í Rómaborg — en fréttirnar eru hafðar eftir „áreið- anlegum heimildum í höfuðborg írans“. Persar hugsa að sjálfsögðu varla um annað þessa dagana en væntanlegt hjónaband keisara síns — en áhuginn nær langt út fyrir land þeirra. Það stafar fyrst og fremst af því, að allur heim- urinn fylgdist með því af áhuga á sínum tíma, er íranskeisari sleit hjónabandi við hina fögru Sorayu — vegna þess, að hún fæddi hon- um ekki erfingja. — Sagt var frá skilnaðinum þeim sem sorgar- sögu í blöðum víða um heim — enda kunnugt, að þau Soraya og keisarinn unnust af heilum hug, þótt þau yrðu að skilja — að landslögum. ★ íranskeisari hefir verið kvænt- ur tvisvar áður, fyrst Fawziu, sem er systir Farúks, fyrrverandi Egyptalandskonungs, og síðan Sorayu, dóttur sendifulltrúa ír- ansstjórnar í Köln í Þýzkalandi og konu hans, sem var fátæk' verkakona í Berlín áður en hún giftist sendifulltrúanum. — Reza Pahlevi varð að skilja við báðar konur sínar af sömu ástæðu — vegna þess, að þær fæddu honum ekki son, þ. e. a. s. ríkiserfingja. Síðan keisarinn varð að skilja við sína heittelskuðu Sorayu, hef- ir heimspressan mjög rætt m, hver verða mundi næsta kona hans. — Einkum hefir hin ítalska prinsessa, María Gabriela, verið orðuð við keisarann — en nú herma sem sagt „hinar áreiðan- legu heimildir í höfuðborg írans“, að hann muni ganga að eiga persneska stúlku, Farah Diba, sem undanfarið hefir numið húsa gerðarlist í Róm, en hún kvað vera náfrænka hins gamla erki- fjanda keisarans, dr. Mosadeqs. — Þrátt fyrir það gera Persar sig ánægða með hana sem keisara drottningu — svo lengi sem þeir eru þess fullvissir, að Reza Pahlevi, shahinn, kjósi sér hana sem lífsförunaut — öðrum frem- ur. Annars hefir keisarinn verið bendlaður við ýmsar stúlkur — yfirleitt persneskar — svo sem: Safieh Achhami. 19 ára, ofursta- dóttur, Lilly Myrtha Fallah, 19 ára dóttur iðnaðarjöfurs, og Leila Etezadi, 18 ára dóttur persnesks aðalsmanns — En nú eru sem sé allar líkur til þess, að Farah Diba, verði sigursælust og hljóti titil keisaradrottningarinnar. ★ Það varð mjög til þess að styðja þann orðróm, að sl. föstudag birt- ist ungfrú Farah Diba í sjálfri París — og átti þar samstundis viðtal við einn af helztu tízkuhöfundum heimsborgarinr.- ar, Hubert de Givenchy — sem hafði fengið boð um komu henn- ar símleiðis. Parísarblöðin halda því fram, að unga stúlkan sé þangað komin til þess eins — að velja sér brúðarkjó.- inn. Aftur á móti fullyrðir frænka hennar ein sem er í för með henni, að hún sé fyrst og fremst komin til Parisar til þess að heimsækja vini sína. ★ Af opinberri hálfu hefir ekkert enn verið um þetta sagt, en bent er á það, að Givenchy hafi venð nokkurs konar hirðklæðskeri fr- anskeisara og fjölskyldu hans undanfarin ár. — Hann hefir snið ið og saumað flest af fötum kvenn anna í keisarafjölskyldunni, >o sem tvíburasystur sjálfs Reza Pahlevi. — Hann hefir og saumað bæði hversdagsföt og samkvæmis kjóla á kvikmyndadísir eins og Audrey Hepum og Lauren Bac- all. ★ Og þetta þykja nægar sannanir suður og austur þar — þriðja hjónaband íranskeisara er sem sagt ákveðið. — Heimurinn segir, að næsta kona hans skuli vera Farah Diba, náfrænka sjálfs erkifjanda hans, Mossadeqs. Ef orðrómurinn reynist réttur, verður trúlofunin væntanlega til- kynnt í dag — á afmælisdegi keisarans . . . Ár munu líða, áður þurrkuð hafa verið út öll verksummerki fellibylsins „Vera", sem fór yfir Japanseyjar fyrir skömmu. — Japanski krónprinsinn fór til flóðasvæðanna og reyndi að telja kjark í fólkið. Hann er um borð í þessari þyrlu, og myndin er tekin yfir bænum Nagoya, sem fór nær alveg á kaf í vatnsflóð'ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.