Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 27. okt. 1959 MORCVTSBLÁÐÍÐ 13 í NÝÚTKOMNU hefti af Nýju Helgafelli er birt langt samtal, sem Matthías Johannessen, ritstjóri, átti við Gunnlaug Scheving, i listmálara. Fer hér á eftir 1 upphaf II. kafla: i n- j Ég hitti Gunnlaug Scheving 7 aftur í Listamannaskálanum I tveimur eða þremur dögum síðár. Það var kominn gam- all maður í heimsókn: — Faðir minn, sagði hann. Svo bauð hann mér kaffi á Hress- ingarskálanum og þangað örkuðum við. Á leiðinni sagði hann mér, að hann hefði vilj- að lýsa umhverfinu, þegar hann byrjaði að mála, fólk- inu í kringum sig: — Ég hafði lítinn áhuga á að líkja einvörðungu eftir náttúrunni. Mér fannst ég hlyti þá að týna sjálfum mér. Mér þykir maðurinn skemmti- leg fyrirmynd. Ekki sízt sjó- maðurinn. Það er gaman að koma út á sjó og sjá vélina, sjóinn og manninn vinna saman. Þessi andstæðukenndi samhljómur á vel við mig. Ég hef lítið gaman af mynd, þar sem manninn vantar. Og 3vo er það vélin. Hún er eins og hjarta, heldur áfram að áamra í reglubundnum takti, Tifið ■ klukkunni á hverju sem veltur. Það er gaman að hlusta á þetta bank. Það er eins og stef í sinfóní- unni miklu. Og svo kemur bytur vindsins og stundum óveðursýlfur og nístir merg og bein. Þetta er vafalaust slæm sinfónía, en mér þykir vænt um hana. Það er skemmtileg mótsögn í þessu, finnst þér ekki? Maðurinn er eins og eggjárn eða plógur, sem ristir í gegnum náttúr- una. Þetta er hressandi. Þetta er líf. Og gaman að vinna með það. Eftir stundarkorn spurði ég til að segja eitthvað: — Þykir þér gaman að mála? Gunnlaugur svaraði: ■— Nei, ekki fyrst þegar ég byrja á mynd, ekki fyrr en ég er farinn að sjá einhvern Íárangur. Ég sagði: — Þú átt við, þegar mynd- in er farin að tala? Gunnlaugur svaraði: — Ég á við þegar myndin fer að tifa. Jóhannes hét úr- smiður á Seyðisfirði, þegar ég var strákur. Hann átti einu sinni að gera við klukk- una hans pabba. Svo var far- ið með hana til Jóhannesar og ég látinn bursta hana þar á verkstæðinu til að spara neimilinu aura. Mér fannst þetta leiðinlegt starf, því það var gott veður úti. Jóhannes talaði um, að hann vildi gera úr mér úrsmið, því hann hélt ég væri handlaginn. Þá segi ég við hann: — Þykir þér úr- smíði skemmtilegt starf? Hann svaraði: — Nei, ekki alltaf. En það er svo gaman, þegar þær fara að tifa. Svona er það með mig og málverk- in. Mér finnst leiðinlegt að vinna þau fyrst framan af, en það er gaman, þegar þau fara að tifa. Ég minnti hann á, að sum- ar klukkur tifa aldrei. Þá pvaraði hann ákveðinn: ' — Ég held flestar klukkur póhannesar vinar míns hafi ■gert það. Ég sagði: — Þetta er þolgæði, segir þú. Gunnlaugur svaráði: Við þurfum að úfrýma kotungshœttinum í ferða- mwm Jm t m m m m m wm Segir Birgir Þórhallsson, nýkominn af MÍilÆB Ufflfffl lATA-ráðstefnu í Honolulu BIRGIR Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri utanlandsflugs Flugfélags fslands, er nýkominn heim af fundi alþjóðsamtaka fugfélaga (IATA), sem haldið var í Honolulu á Hawai-eyjum. Hann rak þar erindi flugfélags- ins á ýmsum sviðum og náði fréttamaður Mbl. tali af honum í gær. — Við höfum að undanförnu verið að reyna að leggja grund- völl að sérstökum ferðamanna- fargjöldum milli fslands og Ev- rópu og það var einkum vegna þess undirbúningsstarfa, sem ég sótti ráðstefnuna, sagði Birgir. ★ — Hér er mjög viðamikið mál um að ræða og við gerum okkur ekki vonir um að sjá árangurinn fyrr en eftir mörg ár. En fyrstu erfiðleikarnir erú yfirstignir — og þeir voru einmitt að fá IATA til að samþykkja lítilsháttar lækkun á fargjöldum fré íslandi til 40—50 borga á Bretandi og meginlandinu. Við eigum að vísu eftir að fá samþykki íslenzkra stjórnarvalda á þessari breytingu — og munum leggja málið fyrir þau innan nokkurra daga. — Þessi lækkun er óviðkom- andi beinni farmiðasölu félags- insl Hér er um að ræða farmiða- sölu þar sem allt er innifalið, ferðin skipulögð frá upphafi til enda hér heima og allt greitt fyrirfram, hótelkostnaður og ferðir milli staða erlendis — svo og fargjöld frá íslandi og aftur heim, en til þess að komast í þenn an flokk má ferðin ekki taka meira en 23 daga. ■¥■ — Við ætluð íslenzkum ferða- skrifstofum að sjá um allan undir búning fyrir ferðamenn, en með þessari nýbreytni viljum við gera okkar til þess að þeir, sem óvanir eru að ferðast erlendis, eða hafa ekki lagt í slíka för af ein- hverjum líkum ástæðum, geti átt kost á því að fá fullkomlega skipulagðar kynningarferðir þar sem fyrir öllu er séð áður en lagt er upp. — Það er jafnvel enn mikil- vægara fyrir okkur, hélt Birgir áfram, að með þessu fyrirkomu- lagi getum við boðið útlending- um það sama og flugfélögin bjóða ferðamönnum um allan heim. I Evrópu og víðast annars staðar eru sumarferðalög fólks nær undantekningarlaust byggð á þessum grundvelli. Ferðaskrif- stofur sjá um alla fyrirgreiðslu og skipuleggja ferðirnar lið fyrir lið frá degi til dags — og allt er greitt er fyrirfram. ísland hefur ekki hingað til verið á „ferðamannamarkaðinum", ef svo mætti segja. Erlendar ferða- skrifstofur hafa ekki getað boðið þessa svonefndu „inclusive tours“ til íslands eins og til nær allra annarra landa heims. ★ — Hér hefur svo oft verið hamr að á ferðamannaáætlunum, en ekkert raunhæft aðhafzt, sagði Birgir. Einhvern veginn verður að byrja, en ef við ætluðum að reyna að yfirvinna alla erfiðleika hér heima fyrst — þá væri þetta Gunnlaugur Scheving í vinnustofu sinni. — Já, þolgæðið ræður úrslit um. Margir hafa gáfur, en skortir úthald og bregðast þegar á reynir. Gefast hrein- lega upp. Ég sagði: — Þolgæði er gott. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt, þegar maður þarf að hitta Ragnar í Smára. Bezt við reynum að ná í hann eitthvert kvöldið. En segðu mér, hef- urðu gaman af ljóðum? — Sumum ljóðum, já. En ég hef mest gaman af stök- um og kvæðabrotum eftir Jón Arason. Það er skáldskapur eftir mínu höfði. Svo greiddi hann þjónust- unni og við fengum okkur bíl heim til hans vestur á Nes- veg 78. Við töluðum um bíla á leiðinni: — Þeir eru þægilegir, sagði ég, en ætli þeir drepi mann ekki á endanum? — Jú, svaraði Gunnlaugur, ég hugsa þeir geti verið bráð- hættulegir. Þú skalt gæta þín að hafa alltaf opna einhverja rúðuna, þegar þú ert í bíl. Mér er sagt, að flestar drauga- sögur nú á dögum gerist í bílum eða í sambandi við þá. Það er loftleysið og gasloftið, sem streymir frá vélinni. Fólk fær martröð og fer að sjá ým- islegt óhreint. Grímur Thomsen sagði um Stokkseyr- ardrauginn, hef ég heyrt, að hann væri ekki annað en loft- leysið í sjóbúðunum. Ég skrúfaði rúðuna niður, en Gunnlaugur hélt áfram: — Ég byggði mér hús í Hafnarfirði og kynti það ekki nóg, meðan það var í bygg- ingu. Það var því lengi að þorna og slæmt loft í því. Mér gekk ákaflega illa að sofna á næturnar og þá sjaldan ég sofnaði fékk ég martröð og gat mig eliþi hreyft. Þá fór ég auðvitað að heyra utan að mér, að ég gæti ekki sofið fyrir draugagangi í húsinu. Þarna sérðu, loftleysið aft- ur(!) Nú spurði ég, hvort hann tryði ekki á neitt óhreint? — Nei, svaraði hann ákveð- inn. En það mál læt ég liggja milli hluta. Sérfræðingar í draugum geta leyst það. Ekk- ert verður manninum stað- reynd nema rökrétt hugsun liggi að baki ályktunum hans. Það er ekki hægt að trúa ein- hverju bara af því að það er Ijúft. Ég heyri, að mönnum finnst það skemmtileg tilhugs- un að lifa áfram á æðri og betri stað en jörðin er. Mér er sama, þó menn huggi sig við það. Kannski er það nauð- synlegt. Fólki finnst óþægi- leg tilhugsun að þurrkast út við dauðann. Það þráir eitt- hvað annað og betra. En þrá er ekki staðreynd. Ég veit að vísu, að þrá getur orðið stað- reynd: ef maður þráir að verða ríkur, þá er margt, sem mælir með því, að það takist. Það er engin sérstök kúnst að verða ríkur. En fyrir þann, sem þráir að komast til sól- arinnar og lifa þar áfram við góða heilsu, er þrautin þyngri. Ég hef aldrei hugsað um þetta, svo það var gott að þú skyldir ymta á því. Ég hef gaman af að velta fyrir Birgir Þórhallsson með öllu óvinnandi, Hótelmál* in, umgengnisvenjurnar, snyrti- mennskan inn á við og út á við há okkur — svo að ég minnist nú ekki á gengismálin. Það væri vonlaust fyrir Flugfélagið að ætla sér að reyna að brjóta einhver skörð í þessa múra. — En ég er þeirrar skoðunar, að hér sé nóg af ungum og rösk- um mönnum til þess að leysa vandamálin. Þegar öllum verður ljóst, að grundvöllur hefur verið lagður, raunveruleg viðskipti eru á boðstólum og vaxandi eftir spum og fjármagn berst erlendis frá — þá er ég sannfærður um að margir mundu vilja gera ferða málin að atvinnuvegi eins og hvað annað. Þau eru arðbærari en margt annað, bæði fyrir ein- staklingana og þjóðarheildina. ★ — Ég er viss um að hótelin rísa og menn fara að átta sig á því hvers konar þjónustu á að veita ferðamönnum. Það er einstakl- ingsframtakið, sem hér verður að byggja á — og við viljum gera það, sem í okkar valdi stendur til þess að efla menn, sem sýna mál- inu áhuga. Fyrst og fremst þurf- um við öflugar ferðaskrifstofur, sem kunna til starfa og geta veitt sómasamlega þjónustu, — athafna Framh. á bls. 15. mér margvíslegum efnum. Ég hef til dæmis gaman af að lesa um geimferðir. Við lif- um á merkilegum tímum. Frægur vísindamaður hefur líkt geimferðaáætlunum mannsins við það, þegar fyrstu lífverurnar gengu á land úr sjónum. Þá varð ger- bylting í sögu lífsins á jörð- inni. Um dauðann hef ég aftur á móti lítið hugsað. I lok síð- ari heimsstyrjaldar fékk ég blóðeitrun og var talinn af. 7 Þá komst ég í svo náin kynni , J við dauðann, að ég fann \ bókstaflega fyrir honum. í Hann er svo hræðilegur, að t það er ómögulegt að lýsa því. ]) Þessi óhugnanlega tilfinning, « að maður sé að leysast upp og ( agnimar hverfi eins og atóm l í allar áttir. Ég held dauð- inn sé gereyðing. Þess vegna vil ég ekki tala um hann og mislíkar, þegar fólk reynir að forvitnast um hann. Ég skil vel hermenn, sem hafa verið í eldinum, en þola svo ekki að heyra hleypt af byssu. í óráð- inu sá ég sýn: mér fannst ég sitja við leirhver í óskapleg- um hita og stinga spýtu ofan í leirinn. Það kraumaði í hvernum og ég vissi, að ég mundi deyja, ef spýtan hyrfi ofan í leirinn. Alltaf skvettist leirinn hærra og hærra upp á spýtuna, en hún fór aldrei í kaf og þá fann ég, að ég mundi lifa. Ekki jókst trú mín á líf eftir dauðann við þetta helstríð. Enn er eitt, hélt Gunnlaugur Scheving áfram, sem ég hef lítið hugs- að um, en þú ert alltaf að spyrja mig um: ástin. Mér finnst hún of sjálfsögð til að hægt sé að hugsa um hana. Það er ekkert hægt að gera úr henni. Hún er eins og þessi 37 stig í líkamanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.