Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 27. okt. 1959
„Nei. Verneuil trúir því í raun
Og veru, að Antóníó sé sekur, en
et Luvin tekur framburð sinn aft
ur, þá myndi ákæran gegn
Antóníó falla um sjálfa sig. En
það gerir hann ekki fyrr en á
þeirri stundu sem Sewe tekur
tilboði Martins".
Vera svaraði ekki. Hún athug-
aði með vaxandi undrun hina
grannvöxnu, svörtu stúlku, sem
sat á móti henni.
„Má ég spyrja yður að nokkru,
Lúlúa?“ sagði hún.
„Gerið þér svo vel!“
„Hafið þér elskað manninn
minn?“
„Nei, nei“, sagði Lúlúa áköf.
„Þér haldið því þá fram, að
þegar þér komið yður á laun
inn á heimili mitt og þegar þér
hittuð manninn minn í Brazza-
ville — þá hafið þér eingöngu
gert það til þess að bjarga Sewe
presti?“
Lúlúa kinkaði kolli áköf.
„Ætluðuð þér að bjarga Sewe
presti eða nýlendunni?"
„Hvorttveggja".
„Ég skil yður ekki lengur“,
sagði Vera lágt. „Þér hafið fært
fórnir, margar fórnir. Þér hafið
tekið á yður fangelsisvist sak-
laus. Þér hafið gert yður öreiga.
í»ér hafið....“
í fyrsta skipti kom nú lítið,
þreytulegt bros á andlit ungu,
innbornu stúlkunnar. Hún tók
fram í fyrir Veru og mælti:
,,Ég veit hvað þér eigið við,
frú. Ég hef „fórnað" mér fyrir
nýlenduna, eins og þér segið. Og
nú vil ég fóma nýlendu Sewes
prests fyrir frelsi Antóníós.... “
„Já, ég á við það“.
Lúlúa leit nú ekki lengur nið-
ur fyrir sig. Hún horfði framan
í Veru með hinum stóru, dökku
augum sínum.
„Ég hef ekki elskað manninn
yðar“, mælti hún, „en ég hef elsk
að Antóníó. Hann hefur tekið
mig upp af götunnd. Ég á honum
það að þakka, að ég get hugs-
að....“
„Hefðuð þér ekki átt að minn
ast þess fyrr?“
„Við Zenta áttum eitt sameig-
mlegt, afbrýðisemi. Ég hefði get-
að myrt vegna afbrýðisemi, og
það lá við, að ég gerði það. —
Drottinn forðaði mér frá því. Ég
hef hatað Antóníó, af því ég hef
elskað hann“.
„Þér talið um það, sem liðið
er“, sagði Vera. Málrómurinn var
hörkulegri en hún hafði ætlað
sér. ■
Lúlúa svaraði, án þess að
'hækka róminn.
„Þér viljið fá að vita, hvort ég
elska hann ennþá. Ég skal játa
fyrir yður, frú, en ég hef ekki
minnzt á það, af því það skiptir
efeki miklu. Ég ætla ekki að sjá
Antóníó aftur. Sewe prestur hef-
ur talað við mig stundum sam-
an. Hann þekkir mig betur en
nokkur annar, — nema ef til vill
Antónió. Þegar ég flýði frá ætt-
stofni mínum, fór ég til Sewe
prests. Síðan rak löngunin til að
Listmdlarar
* n ý k o m i ð
„RUBENS“ olíulitir, vatnslitir
fixativ, þurrkefni o. fl.
Listmálarastrigi,
vatnslitapappír og
mikið úrval af
penslum.
reyna eitthvað mig til Leopold-
ville. Nú er búið með Leó. Sewe
prestur ætlar að taka mig aftur.
Ég ætla að byrja þar sem ég
hætti áður. Ég hef vit á hjúkrun.
Ég ætla að hugsa um hina sjúku,
innbornu menn, sem eru skyldir
mér og ég hefði aldrei átt að yf-
irgefa-----“.
„En ef það skyldi nú ekki
verða nein nýlenda lengur?“
„Það verður alltaf nýlenda
handa Sewe. Ef til vill lengra
inni í frumskóginum".
„Það hefði líka getað orðið án
málaferlanna og án alls þess, sem
síðan hefur gerzt“.
„Ég veit það, frú, en þá var
frelsi Antóníós ekki undir því
komið“. Skyndilega rétti hún
höndina yfir stólbríkina og greip
hönd Veru. „Fyrirgefið mér, að
ég elska Antóníó. Þér getið fyr-
irgefið, því þér hafið sigrað“.
Vera lagði nú hönd sina á hina
litlu hönd Lúlúu.
„Það er ekkert að fyrirgefa af
minni hálfu. Segið mér, hvað get
ég gert?“
Lúlúa stóð upp.
„Talið þér við Sewe prest.
Teljið þér á að láta undan. Við
höfum ekki önnur ráð“.
Vera stóð líka upp.
Tilfínningar hennar voru í upp
námi. Hin unga, svarta stúlka
hafði gert henni minnkun. Ný-
lenda Adams Sewe var engin
þokukennd hugsun í augum Lú-
lúi, hún var athvarf hennar og
framtíðarheill. Og samt sem áð-
ur var hún þess albúin, að fórna
nýlendunni, til þess að bjarga
Anton, sem hvorki var athvarf
hennar né framtíðarheill. En hún
sjálf, hvers vegna var hún hik-
andi? Fýrir einu ári var Adam
Sewe ekki annað í hennar aug-
um en undursamlegur helgur
maður, sem hún hafði lesið um
í bókum og tímaritum. Elskaði
hún nú hugsjón meira en mann?
Hún vissi ekki, bvort hún hafði
þau áhrif, að hún gæti komið
Sewe til að láta undan, og þótt
svo væri, var það þá rétt hjá
henni að telja mannvininum hug
hvarf vegna eins manns? Hún
var nú skyndilega ekki viss um,
hvort það væri ekki svo, að hún
hefði brugðizt konuhlutverki
sínu um ævina. Ef til vill var það
allt ekki Hermanns sök, að hjóna
band hennar hafði farið í mola,
heldur kunni ástæðan að vera
sú, að hún gat aldrei vikið af
þeirri leið, sem hún taldi hina
réttu. Ef ást konu var nógu sterk,
hlaut hún að vera fær um að
víkja oft af hinni réttu braut. —
Sönn kona sá ekki manneðlið,
hún sá manneskjuna. Hún mælti:
„Þér sjáið enga aðra leið,
Lúlúa?“
„Nei, frú Wehr, ég sé enga
aðra leið. Við erum sigruð. Við
verðum að bjarga Antómíó að
minnsta kosti“.
Lúlúa gekk til útidyranna. —
Vera fylgdi henni. í dyrunum
rétti hún Lúlúu aöndina.
„Ég þakka yður fyrir, að þér
komuð“, sagði hún. „Þér hafið
á réttu að standa. Ég hef ekki vit
að, hvað er mikilvægt í lífi konu,
þé hafið kenn-t mér það“. Hún
opnaði dyrnar. „Ég ætla að tala
við Sewe prest“.
Lúlúa sneri sér snöggt við og
fór. Vera horfði á eftir henni.
Sólin gekk til viðar í vestri.
Stór, rauðglóandi kúla sýndist
detta ofan í Kongó-fljótið. Hin-
um megin við fljótið sýndust hús
in brenna á fljótsbakkanum. —
Himinninn var rauður eims og
andlit á barni með hitasótt.
Lítil, svört mannvera gefek
hnarrreist úti í skini sólarlags-
ins.
Inni í húsinu heyrðist síma-
hringing.
Það var Adam Sewe, sem var
að hringja á Veru. Hann var orð
fár, nærri því önugur í málrómn-
um. Hann bað bana, að vera
stadda fyrir framan „Palace Ho-
te11 á Avenue G. Moulrert klukk
an átta morguninn eftir, þaðan
myndu nokkrar aka út til ný-
lendunnar. Meira vildi hann
ekki segja.
Þeg-ar leigubíllinn hennar kom
til „Palace-Hotel“ skömmu fyrir
Gróðrastöðin við Miklatorg
— Sími 19775.
ANDV/...GO AWAV/ .
UET’S GET INSIPE THE
CABIN, PERP/
klukkan átta morguninn eftir,
voru þrjár bifreiðar komnar að
hótelinu. Fjörutíu eða iimmtíu
menn, voru í hnapp fyrir framan
an-ddyri hins glæsilega húss, og
var auðséð, að flestir þeirra voru
fréttamenn. Margir þeirra höfðu
Ijósmynd-avélar og blikljós með-
ferðis. Það var töl-u? franska,
enska, flæmska og þýzka. Nokkr-
ir nýlendu-embættismenn og
æðri herforingjar voru í hóp
saman. Nokkrir leynilögreglu-
menn gengu um í hópnum og
bar svo sérlega lítið á þeim sem
venja er um þá tegund sakamála
lögreglu. Um leið og Vera
greiddi leigubílstjóranum, gekk
Verneuil lögreglustjóri til henn-
ar. Hann v-ar í léreftsfötum, sem
voru of víð og sýndist hann enn
minni en venjulega.
„Ég hefði orðið hissa á því, ef
yður hefði vantað í þessa ferð,
frú Wehr“, sagði hann og hneigði
sig. Rödd hans var ekki óvin-
gjarnleg.
„Vitið þér, hvers vegna okkur
er boðið til Pomosa?“ spurði
Vera.
„Hef ekki minnstu hugmynd
um það. Við förurn út í bláinn“.
ökumennirnir báðu fólkið að
fara inn í vagnana.
Verneuil settist hjá Veru.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræt: 8. — Sími 1J043.
LOFTUR h.t.
LJÖSMYNDASl'OFAN
Ingólfsstræti 6.
Pantið tíma I sín.a 1-47-72.
Andi fær heldur en kki fyr-
ir ferðina.
Nokkru seinna. Hvað er að?
Aandi, farðu í burtu.
Við skul-um koma inn í kof-
ann, Dpill. Fljótt.
......$parið yðuj hiaup
ft mlUi naargra verzlana1-
ÓÖMJÓOL
() «IUM
HÍWM'
- Ansturstraeti
SHtltvarpiö
Þriðjudagur 27. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónléikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Hvernig náðu danskir
konungar yfirráðum á Islandi?
(Jón R. Hjálmarsson skólastjóri).
20.50 Tónleikar: Negrasálmar. Memp*
his-kvartettinn syngur.
21.05 Upplestur: Sigurður Jónsson frá
Brún les frumort kvæði.
21.15 Einleikur á píanó: Ketill Ingólfs*
son leikur sónötu í E-dúr op. 109
eftir Beethoven.
21.35 Ferðasögubrot frá Perú (Bolli
Gústavsson stud. theol).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Kristrún Ey*
mundsdóttir og Guðrún Svafarsdóttir).
23.05 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 28. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
19.00 Tónleikar. — 18.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Að tjaldabaki (Ævar R. Kvaran
leikari).
20.50 Islenzk tónlist: Formannsvísur,
lagaflokkur fyrir einsöngvara og
kór eftir Sigurð Þórðarson vi5
ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Guö
mundur Jónsson, Guðmundur
Guðjónsson, Sigurveig Hjaltested
og Karlakór Reykjavíkur syngur
undir stjórn höfundarins. Undir-
leik annast Fritz Weisshappel.
21.05 Erindi: Endurfundir (Grétar O.
Fells rithöfundur).
21.25 Tónleikar: Fjögur fiðlulög eftir
Josef Suk. Ginette Neveu leikur,
21.45 Samtalsþáttur: Frá eyjabændum
í Isafjarðardjúpi (Ragnar Jó-
hannesson ræðir við Bjarna
bónda Sigurðsson í Vigur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég væri"
eftir Heinrich Spoerl. IX. lestur
(Ingi Jóhannesson).
22.35 I léttum tón: Sænskir polkar og
hambólög. Harmoníkuhljómsveit
Karls Grönstedts og fleiri leika.
23.05 Dagskrárlok.