Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLABIB Iriðjudagur 27. okt. 1959 Jens Guðjónsson, gullsmiður. hér heima? — Ég er enn sem fyrr leit- andi og bjartsýnn og vonast til að þessi skólaganga mín geti orðið til nokkurrar tilbreytni í íslenzkri gull- og silfursmíði í framtíðinni. — Ég sá í einhverju dönsku blaði, að þú hefðir hlotið verð laun fyrir frammistöðu þína. — Já, ég fékk verðlaun, sem gefin voru af Fisker og Nilsen, en í Danmörku tíðkast mjög, að fyrirtæki veiti verðlaun í hinum ýmsu fagskólum. — Þetta voru peningaverðlaun. Rætt við Jens Guðjónsson um gull og silfursmíði aðrar hlutu líf, einkum þegar fram í sótti. — f>ú hefur þá væntanlega eitthvað nýtt að bjóða okkur á skólabekk, 37 ára gamall. Nemendumir voru annars á aldrinum 18—27 ára. Ég hófst handa fullur áhuga og bjart- sýni og hugsaði mér að hag- nýta mér reynslu mína að heiman í skólanum, bjó til og teiknaði borðbúnað, skartgripi og ýmislegt þess háttar, eftir' gömlum hugmyndum að heim-l an — og bjóst auðvitað við| hrósi frá kennara mínum. En( það fór á annan veg en ég ætlaði. Kennarinn hristi bara höfuðuð, og sagði, að tilraunir1 mínar byggðust ekki á kröf-1 um tímans, þær voru of margi brotnar og ekki nógu hnitmið-( aðar. Ég tók þegar aðra stefnu, undir leiðsögn kennarans og reyndi að gera mér ljóst, að hverju bæri að stefna. Tilraun1 ir félaga minna hrundu einnigi eins og spilaborgir, því þeirl endurtóku aðeins það, seml fyrir var í danskri silfur- ogl gullsmíði. Skólinn byggði aðl vísu á hinni velþekktu dönskul Vatnskanna úr silfri 45 blása Íífi i JENS Guðjónsson, gullsmiður, er fyrir nokkru kominn heim frá Danmörku, þar sem hann lauk tveggja ára námi við Gullsmíðaháskólann í Kaúp- mannahöfn. Hann er fyrsti ís- lendingurinn, sem lýkur námi við skólann þar, og er gaman til þess að vita, að hann skyldi ná hæsta prófi við skólann og hljóta verðlaun. Danir eru taldir meðal fremstu þjóða heims í listiðnaði, og þar á meðal silfursmíði. Nægir hér að nefna nöfn eins og Georg Jensen og Hans Hansen, sem eru heimskunnir fyrir silfur- smíðar sínar. Blaðamanni Mbl. lék hugur á að hafa samband við Jens og biðja hann um að segja lesendum bíaðsins nokk- uð frá námi sínu í Danmörku, og hvað helzt væri að gerast þar á þessu sviði. A — Þú fékkst einhvern tíma við listnám, Jens? — Já, ég fékk snemma áhuga fyrir litum og línum. Ég var jafnvel um tíma að hugsa um að gerast listmálari, en hvarf frá því, þegar ég kynnt- ist gull- og silfursmíði. Ég taldi mig alveg eins geta feng- ið fróun á því sviði. — Hvenær tókst þú þessa ákvörðun? — Ég hóf nám hjá móður- bróður mínum, Guðlaugi Magnússyni, 1941 eða ’42 og var há honum um 10 ára skeið — en þá dó hann, og ég setti á fót verkstæði ásamt tveim öðrum piltum, þar sem við gátum unnið sjálfstætt að guil og silfursmíði. — Hvernig fannst þér að fara að vinna sjálfstætt? — Það er auðvitað miklu skemmtilegra. Þá hefur maður frjálsar hendur og getur sjálf- ur ráðið stefnunni.' Ég gerði mér talsverðar vonir þar sem sala á vörum okkar var góð, og meiri möguleikar til fjöl- breytni. Mig hefur alltaf lang að til að koma lífi í gullið og silfrið. — Tókst það? — Já, að nokkru leyti, en ekki svo, að ég væri ánægður. — Hvað tókstu til bragðs? — Ég gifti mig, og fór í brúðkaupsferð til Danmerk- ur. Þar sá ég danska Gull- smiðablaðið á borði hjá kunn- ingja mínum og auglýsingu frá danska Gullsmíðaháskólanum um væntanlegt námskeið, og ég sagði þá á stundinni við konuna mína: Þetta er einmitt fyrir mig — ég fer í þennan skóla. Áhugi minn var það mikill, að ég fór þegar á fund skólastjórans daginn eftir og lét innrita mig. — Stóðst svo eftirvæntingin reynsluna? — Já, mér fannst ég vera kominn í nýan heim, seztur silfur- og gullsmíðafram- leiðslu, sem einkenndist af ó- brotnum og hreinum formum — samfara hagnýtu gildi, en leitaðist jafnframt við að finna ný tilbrigði og form, sem þó fengjust staðið kröfurnar um samræmi og heild. Sem dæmi mætti taka könnu. Maður verður að geta haldið á henni, fyllt hana og tæmt, og hún verður að geta staðið — og auðvitað líta vel út. Okkar hlutverk er að setja alla hluta könnunnar saman, þannig að hún myndi eina samræmda heild, en búi jafnframt yfir einhverju nýju og persónulegu í uppbyggingu sinni. — Hvernig tókust þessar tilraunir? — Misjafnlega. Sumar dæmdust til að mistakast, en 124 mWj. kr. á 27Q dögum ÁFENGISVARNARRÁÐ hefur sent Mbl. eftirfarandi varðandi sölu áfengis: Samkv. upplýsingum frá A- fengisverzlun ríkisins hefur sala áfengis frá verzluninni orðið þriðja ársfjórðung (1. júlí til 30. sept) 1959, eins og hér segir; Heildsala: kr. Selt í og frá Reykjavík 37,607,686 —. - —. — Akureyri 5.209.260 — ------ísafirði 1.459.274 — -------Seyðisfirði 1.411.039 — ------Siglufirði 2.397.305 kr. 48.084.564 Fyrirlestrar á dönsku um íslenzkar fornbókmenntir Fágætt tækifœri fyrir fólk frá hinum Norðurlöndunum, sem hér dvelst PRÓFESSOR, dr. phil. Einar Ól. Sveinsson byrjaði fyrir helgina fyrirlsetrarflokk um islenzkar fornbókmenntir á námskeiði því í íslenzku máli og bókmenntum, sem nú stendur yfir í Háskóla íslands á vegum Stúdentaráðs. Námskeið þetta, sem hófst h. 11. sept. og ljúka mun 5. nóv. nk., er, eins og þegar hefur verið frá skýrt, haldið fyrir norræna stúd- enta, og eru þátttakendurnir 16 talsins, frá frændþjóðum okkar öllum. Fer kennslan að talsverðu leyti fram á danska og sænska tungu, og eru t. d. 7 af 10 fyrir- lestrum próf. Einars Ólafs á fyrr nefndu málinu. Þar eð komið hefur í ljós, að allmargt fólk frá hinum Norðurlöndunum, sem hér dvelzt og skilur nokkuð í ís- lenzku, hefur mikinn hug á að kynna sér bókmenntir okkar, þykir rétt að gefa því kost á að sækja fyrirlestrana. Má vænta þess, að allir þeir, sem mögulega geta því við komið, færi sér í nyt þetta fágæta tækifæri. Efni þau, sem próf. Einar Ól. Sveinsson mun fjalla um i fyrir- lestrum sínum, eru m. a. Háva- mál, Völuspá, Snorri Sturluson, Eyrbygga og heimildir hennar svo og Njála, en auk þess verð- ur þátttakendum í námskeiðinu látinn í lé margvíslegur fróðleik- ur um dróttkvæðin, lestrarkunn- áttu íslendinga í fornöld o. fl. Fyrirlestrarnir eru fluttir á ýmsum tímum dags, og verður sá síðasti fluttur 2. nóv. nk. Vænt- anlegir áheyrendur geta fengið nánari upplýsingar um fyrirlestra tíma svo og fjölritað yfirlit um Sala í pósti til héraðsbann- svæðis frá aðalskrifstofu í Reykjavík: Vestmannaeyjar kr. 583,203. — Áfengi til veitinga- húsa, selt frá aðaiskrifstofu kr. 1.150.904. — Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- verzlun ríkisins alls kr. 124.490. 874, en varð á sama tíma 1958 101.792.515. Tekið skal fram, að nokkur hækkun varð á áfengi síðara hluta vetrar. Þess skal getið, að áfengiskaup veitingahúsa fara ekki sérstak- lega gegnum bækur áfengisverzl- unarinnar, heldur er þar einnig um að ræða kaup hjá vínbúð- unum. Sala áfengis til veitinga- húsa er því raunverulega miklu hærri en framanrituð skýrsla ber með sér. fyrirlestrana á skrifstofu Stúd endaráðs Háskóla íslends eða hj; háskólaritara. Þess er að lokurr rétt að geta, að í dag kl. 15,1 í verður fluttur á dönsku fyrirlest ur um Njálu. skrifcir úr Seqa hfinu Beðið úrslita ÞÁ er Alþingiskosningunum lok ið með öllu umstangi, sem slíkum kosningum fylgir. Þegar þetta er ritað bíða menn eftir úr- slitunum og eykur það að sjálf- sögðu spennuna, hve langur timi líður frá því kjörfundi lauk hér í Reykjavík þar til menn fá að heyra fyrstu tölur. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, segir í tals hættinum. Margir hafa sjálfsagt verið leiðir yfir að fá ekki að heyra kosningaúrslitin í nótt, en nú lengi að undanförnu hefur úr- slitum úr mörgum kjördæmum jafnan verið útvarpað nóttina eftir kosningadag. Aðfaranótt mánudagsins hefur því ekki orðið vökunótt að þessu sinni, enda eru Reykvíkingar hressir og útsofnir í dag: Umræður manna á milli ganga hins vegar stirt enn sem komið er því kosningaúrslitin eru mönnum efst í huga, en umræðu- grundvöllur fæst ekki fyrr en líður á kvöldið. Gleymdi að seinka klukkunni VELVAKANDA var veitt ólaun uð virðingarstaða á kjördegi, sem sé að starfa í kjördeild. Á skipunarbréfinu stóð að menn skyldu vera mættir kl. 8, og kl. rúmlega átta stóð Velvakandi fyr ir utan dyrnar á skólanum, en þær voru harðlæstar og hvergi sást maður á ferli. Biðum vér nokkra stund, en þegar klukkan var að verða hálfníu, sáum vér að svo búið mátti ekki lengur standa og knúðum dyra hjá hús- verði. Kom hann fram á nær- skyrtunni og er vér spurðum hví skólinn væri ekki opnaður svar- aði hann því til, að klukkan væri enn ekki orðin hálfátta! Velvak- andi hafði þá gleymt að seinka klukkunni sinni! Jöfn og góð kjörsókn TVEIR menn, sem sama hafði hent biðu fyrir utan kjör- deildina kl. 8, en þeir urðu líka fyrstir til að kjósa kl. 9, er opnað var. Nú hefur sú breyting aftur verið gerð á kosningalögum, að fulltrúar stjórnmálaflokka mega sitja inni og merkja við þá sem kjósa og er því ekki eins daufleg vistin fyrir kjörstjórnarmenn þeg ar kjörsókn er dræm og ella hefði verið. í gær var kjörsókn jöfn og góð allan daginn og þóttumst við góðir er tíu fleiri höfðu kosið hjá okkur en í vor. Gömlu mennirnir komu íyrst GÖMLU mennirnir mættu fyrst ir á kjörstað. Þeir byrjuðu að tínast inn uppábúnir klukkan að ganga tíu og var auðséð, að þeir tóku athöfnina alvarlega. Þeim fannst það ekki þýðingarlítið dagsverk, að neyta kosningarétt- ar síns eins og vera ber í lýð- frjálsu lauidi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.