Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 27. okt. 1959 MORdJTSBLAÐlÐ 15 C. A. Broberg, 85 ára C. A. BROBERG skipherra er 85 ára í dag. Hann er mörgum hér á landi að góðu kunnur frá þeim tíma, er hann dvaldist hér fyrir all mörgum árum. Broberg mun hafa komið fyrst íkingað til lands skömmu eftir síðustu aldamót, sem skipstjóri á s.s. Ceres, eign Sameinaða gufuskipafélagsins, er þá var í förum milli Danmerk- ur og íslands. Árið 1913 tók Bro- berg við störfum í danska flotan- um og gerðist skipherra á varð- skipinu Islands Falk, sem þá var við landhelgisgæzlu hér. Þetta starf sitt stundaði Broberg af miklum dugnaði, og áhuga og er mé^tjáð að engin danskur skip- herra hafi tekið fleiri togara að veiðum í íslenzkri landhelgi en hann. í viðurkenningarskyni fyr- ir þessi störf í þjónustu íslenzkra landhelgismála var hann hinn 10 júlí 1922 sæmdur stórriddara- krossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Árið 1927 lét Broberg af þess- um störfum sínum en tók við for- stöðu vátryggingarfél. Danske Lloyd, sem þá starfaði hér á landi og því starfi hélt hann fram til ársins 1937, er hann fluttist, ásamt konu sinni, frú Dagný til heimalands sins. - Þurfum að útrýma Frh. af bls. 13 menn, sem láta ekki byrjunar- erfiðleikana hræða sig. Við þurf- um að útrýma kotungshugsun- arhættinum í ferðamannamálun- um. ★ — En þetta voru nú bara okk- ar málefni. Ráðstefnan i Hono- lulu varð sögulegri en mai;gar fyrri, því þar náðist ekki sam- komulag um fargjöld nema að nokkru leyti. Núgildandi sam- komulag IATA-félaganna rennur út 1. april nk. og þá er ógemingur að segja hvernig fer. Framhalds- samkomulag náðist m. a. um flug leiðir innan Evrópu, en ekki á Norður-Atlantshafsleiðum og til Austurlanda svo eitthvað sé nefnt. — Stóru flugfélögin lögðu meg inkapp á það að flugfargjöld yrðu lækkuð töluvert. Stóru þoturnar, sem þessi félög eru að fá, geta afkastað margfalt meiri flutning- um en eldri gerðir. Með fullri nýtingu þotanna verður hægt að lækka sætagaldið, en full nýt- ing fæst ekki nema farþega- straumurinn stóraukist. Það er því beggja hagur að fargjöld lækki. — Litlu flugfélögin, sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að fylgjast með tímanum og kaupa þotur, segja sem von er, að rekstr argrundvellinum verði kippt und an þeim, ef fargjöld lækka á með an þau hafa eldri gerðir enn í notkun. Stóru félögin komi þeim litlu þar með fyrir kattarnef. Þess vegna náðist ekki samkomulag. ★ — Engu er hægt að spá um það hvernig fer eftir 1. apríl. Ef ríkis- stjórnir viðkomandi landa, eink- um Bandaríkjanna og Bretlands, grípa ekki í taumana fyrir þann tíma er jafnvel hægt að gera ráð fyrir „stríði“ á einstökum flug- leiðum. Og það „stríð“ hlýtur að fara eins og öll önnur: Stórveldið sigrar. — Félögin færu þá sennilega út á þá braut að bjóða niður far- gjöldin og þau stærstu og fjár- sterkustu færu að sjálfsögðu lengst. En hér er svo mikið í húfi fyrir stórar þjóðir sem smáar, að ég á bágt með að trúa því að ekkert yerði aðh.afst, fikki er h ð. óhugsandi, aS stjórnir' Brétlands og Bandaríkjanna ákvæðu að far- gjaldið milli Lundúna og New York yrði óbreytt úr því að sam- komulag náðist ekki. Það nægði, því venjulega eru fargjöld á þess ari leið lögð til grundvallar við ákvörðun gjalda á öðrum flug- leiðum yfir Atlantshafið. Það var á þessum árum, er ég þá nýbyrjaður að starfa sem lög. maður hér í bænum, kynntist Broberg. Hafði ég töluvert sam- an við hann að sælda í sambandi við ýmsar skaðabótakröfur á fé- lag hans vegna slysabóta. Minn ist ég samningslipurðar hans, rétt sýni og sanngirni í þeim viðskipt- um öllum, enda þurfti sjaldnast til málaferla að koma út af þeim fébótamálum. Meðan C. A. Broberg dvaldist hér á landi eignaðist hann hér marga vini, enda er maðurinn vin fastur og höfðingi í lund og hjálp- samur var hann við landa sína og aðra, er í nauðum voru stadd- ir. Hinir mörgu vinir hans hér á landi munu minnast hins glæsi- lega heimilis þeirra hjóna, gest- risni og höfðingsskapar, er þar ríkti. Var þar jafnan gott að koma, enda er Broberg samkvæm is- og gleðimaður með afbrigðúm. Er C. A. Broberg fór héðan af landi brott settust þau hjón að á Christiansö, lítilli eyju skammt frá BorgUndarhólmi. í síðustu heimsstyrjöld tók Broberg enn við störfum i þágu danska flot- ans, en hin síðari ár hafa þau hjón ferðast víða um heim til að heimsækja börn sín, sem búsett eru erlendis. í tilefni af þessu merkisafmæli C. A. Brobergs halda ættingjar hans og vinir honum veglegt sam sæti i kvöld að Hotel D’Angle- terje í Kaupmannahöfn. Sendi ég vini mínum beztu árnaðaróskir á þessum merku tímamótum æfi hans. Sigurgeir Sigurjónsson. Sigurður Ölason Hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málflutningsskrifstofa 4usturstræti 14. Sími i-55-35 ATVINNA 2 stúlkur óskast strax. Önnur helzt vön leðursaum. Nýja Skóverksmiðjan hf. Bræðraborgarstíg 7. Borðstofuhúsgögn Eik, birki, teak og maghony. Lágt verð, góðir greiðsluskilmálar. Trésmiðjan Viðir Ford 1955 sjálfskiptur einkavagn til sölu. Bíllinn selst á hag- stæðu verði. BlLASALAN Klapparstíg 37 — Sími 19032. |||||f ÞURFIÐ ÞÉR AÐ LÁTA PRENTA ...? " JÍ X*X*X*I*X* •XÍ^l%XvI*l*X*X*X*X*l*X*l*X*l*l*Xvl*X*l Klapparstíg 40 — Sími 19443. Klapparstíg 40 — Sími 19443 INECTO er mest notaði og eini EKTA augna- brúna og háralitur sem til er. Inecto inniheldur Alexo sem mýkir hárs- vörðinn. Inecto fæst í öilum synyrti- vöruverzlunum og Apótekum á land- inu. Einkaumboð: Heildverzlun Pétur Pétursson Hafnarstræti 4. Sími 11219, 19062. INECTQ ^Uh c Q uurunh\>cl PER.MANENT HAIR COLOURING ♦ THf I O E N T i C A L LORMUIA TMAT MASBEENPROVfORY TM£ perfect COLOuRlNC ru BLACK MADí IN ENCLAND RAP.OOL LTO LONDON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.