Morgunblaðið - 28.10.1959, Side 2
2
MORGVNJJLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. okt. 1959
Vildi láfa varpa sér út
úr handaríska sendi-
ráðinu
BANDARÍKJAMAÐUR nokkur,
Frank Cessata að nafni, setlaði í
gær að vekja athygli blaðaheims
ins á sér með þvf að láta starfs-
menn í Bandaríska sendiráðinu
hér varpa sér á dyr. Settist hann
að síðdegis í sendiráðinu með
vaðsekk, sem í voru sængurföt og
náttföt hans — og krafðist þess
að fá að dveljast í byggingunni
um óákveðinn tíma. Var honum
tjáð, að hann mætti vera í sendi-
ráðinu eins lengi og það væri
opið, eða til kl. sex. Þá taka ör-
yggisverðir við gæzlu hússins og
vissi Cessata, að honum yrði varp
að á dyr_ ef hann þrjóskaðist við
að fara. Og kl. 3 e.h. settist hann
að í biðstofu sendiráðsins með
vaðsekkinn — og þegar klukk-
una vantaði eina mínútu í sex
sat hann þar enn.
MálaVextir voru þeir, að Cess-
ata, sem er 47 ára að aldri, hafði
verið sagt upp starfi, sem hann
gegndi um alllangt skeið á Kefla
víkurflugvelli. Taldi hann sig
hafa sannað, að ekki hefði um
neinar misfellur ve'rið að ræða
hjá honum í starfinu — og síðan
hefur hann hvað eftir annað sótt
um starf þar suður frá, en jafn-
an fengið neitun. Það var árið
1956 að Cessata hætti störfum á
Keflavíkurflugvelli_ en allar til-
raunir hans til þess að fá þar
starf aftur hafa hingað til farið
út um þúfur. Ætlaði hann að
gera lokatilraun og reyna að £á
bandarísk blöð í lið með sér.
Hann ætlaði að láta varpa sér út
úr sendiráði síns eigin lands, eins
og hann sagði, og vita hvort það
hefði engin áhrif,
Cessata vill ekki fara frá ís-
landi. Hann er kvæntur íslenzkri
konu og eiga þau hjón tvö börn,
drengi 7 og 5 ára. Cessata var
hér fyrst árin 1941—44, en kom
hingað aftur 1952 — og hafði þá
með höndum stjórn á ýmsum
flutningum fyrir varnarliðið hér.
Hinni íslenzku konu kvæntist
Cessata ytra, en hann sagði, að
hún vildi ekki fara til Banda-
ríkjanna aftur — og þess vegna
færi hann hvergi. Og konan
hefði unnið fyrir heimilinu að
undanförnu. Hins vegar vildi
hann vinna á Keflavíkurflugvelli
og hvergi annars staðar. Yfir-
mennirnir suður frá hefðu ekki
getað sannað neitt misjafnt á
hann og hann ætti rétt á vinnu
þar eins og hver annar.
En Cessata var aldrei varpað
á dyr í sendiráðinu. Sendiráðs-
menn töldu hann á að bíða einn
dag, því einn starfsmanna sendi-
ráðsins væri suður á Keflavíkur-
flugvelli. Menn þar syðra vissu
því um áform hans — og e.t.v.
væri von til þess að eitthvað
breyttist á morgun. En Cessata
var vantrúaður á það enda þótt
hann léti til leiðast, því hann
væri búinn að bíða síðan í júlí
1956 eftir að eitthvað gerðist „á
morgun“, sagði hann. Og nú sagð-
ist hann aðeins ætla að bíða einu
sinni — í síðasta sinn.
TVENNT af hljómlistarfólk-
inu á meðfylgjandi mynd er
okkur íslendingum að góðu
kunnugt — og skylt. — Lengst
til hægri á myndinni er Elísa
bet Sigurðsson, dóttir prófes-
sors Haraldar Sigurðssonar,
píanóleikara, en hún hlaut
nýlega heiðursverðlauh
danskra tónlistargagnrýnenda
Danskt-íslenzkt tríó
eins og frá hefir verið skýrt
hér í Morgunblaðinu. Til
vinstri á myndinni er Erling
Blöndal Bengtsson, selloleik-
ari_ sem einnig er af íslenzk-
um ættum, eins og kunnugt
er. Hann hefir oft heimsótt
okkur hér og veitt okkur tæki
færi til að njóta listar sinnar
— síðast nú í sumar, sem leið.
— Þriðji maðurinn, í miðið á
myndinni, er Anker Blyme,
ungur og efnilegur danskur
píanóleikari.
Þetta unga fólk stofnaði ný
lega með sér kamrnermúsík-
tríó og hefir æft af kappi síð-
ustu vikurnar. — Fimmtu-
daginn 22. þ.m. héldu þau sína
fyrstu opinberu hljómleika, í
Kaupmannahöfn — við ágæt-
ar undirtektir. Á efnisskránni
voru tríó eftir svo ólíka höf-
unda sem Karl-Birger Blom-
dahl og Beethoven (op. 11 í
B-dúr), og einnig léku þau
Elísabet og Blyme sónötu fyr-
ir klarínettu og píanó op. 107
eftir Max Reger.
Elísabet Sigurðsson stundar
nú einkum klarínettuleik, og
á það hljóðfæri leikur hún í
hinu nýja tríói — eins og sést
á myndinni. En hún er einnig
mjög fær píanóleikari, eins og
við höfum fengið að kynnast
hér heima.
Skógarskóli settur
HÉRAÐSSKÓLINN að Skógum
var settur miðvikudaginn 21.
okt. Auk kennara og nemenda
var skólanefndin viðstödd og
nokkrir gestir. Setningarathöfn-
in hófst með því að séra Jónas
Gíslason í Vík í Mýrdal flutti
bæn. Síðan hélt skólastjórinn,
Jón R. Hjálmarsson, setningar-
ræðuna og drap á ýmsa þætti
í starfi skólans.
Kennarar við skólann verða
þeir sömu og sl. skólaár, nema
að Guðrún Hjörleifsdóttir hefur
látið af störfum og við kennslu
hennar tekið Sigríður Lára
Árnadóttir frá Siglufirði. Þá
hefur verið tekin upp í skól-
anum söngkennsla og annast
hana Þórður Tómasson frá
Vallnatúni. Ráðskona mötuneyt-
is, Lilja Sigurgeirsdóttir, hafði
látið af störfum og matselja í
hennar stað verið ráðin Jóna
Guðlaugsdóttir frá Selfossi.
Nemendur í skólanum eru eitt
hundrað og eins margir og frek-
ast mega verða vegna húsp-" >ís
Aðsókn að skólanum var afar
mikil og varð því að vísa fjöl-
mörgurn frá. Nemendur í 3. bekk
komu í skólann 1. okt. og nem-
endur í 1. og 2. bekk 15. okt.
Af nemendur eru stúlkur 49 og
piltar 51. Nemendur eru víðs
vegar að, en mikill meiri hluti
af Suðurlandsundirlendi og úr
Serkjir vilja tafariaust
umrœður um vopnahlé
skólahéraðinu, sem nær yfir
Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýslu eru samtals 68.
Nokkrar verklegar fram-
kvæmdir hafa staðið yfir við
skólann á sumrinu og má þar
helzt til nefna sundlaug skól-
ans, sem enn er í smíðum. Er
hún nú svo vel á veg komin að
hún mun að öllu forfallalausu
tekin í notkun seint á þessu ári.
Verður þar með náð stórmerk-
um og langþráðum áfanga í sögu
skólans.
í lok ræðu sinnar hvatti skóla-
stjóri nemendur til dáða og bað
þá að nota tímann vel, því að
við nám væri hver stund dýr-
mæt.
Að síðustu kvaddi formaður
skólanefndar, Björn Björnsson,
sýslumaður, sér hljóðs og árn-
aði nemendum og skólanum í
heild allra heilla.
Við skólasetninguna var mik-
ið sungið og athöfnin öll hin
hátiðlegasta.
— Bakhliðin
KAIRO, 27. okt. NTB: — Út-
lagastjórn Serkja lýsti því yf-
ir í dag, að hún væri reiðubú-
in að hefja tafarlaust samn-
ingaumræður við frönsku
stjórnina um vopnahlé í Aisír.
Talsmaður stjórnarinnar
sem birti yfirlýsinguna bætti
því við að umræðuraar ættu
að beinast að tveimur atrið-
um. í fyrsta iagi að gera samn
ing um vopnahlé strax og sam
komulag hefur náðst um póli-
tísk og hemaðarleg vopnahlés
skilyrði.
í öðru Iagi þarf að ná sam-
komulagi um aðferðir við að
framfylgja tillögum de Gauli-
es um sjálfsákvörðunarrétt og
þjóðaratkvæðagreiðslu í Alsír
og um nauðsyniegar trygging
ar fyrir því að þjóðaratkvæða
greiðslan verði frjáls og leyni-
leg.
Serkjastjórn telur, að at-
kvæðagreiðslan verði að fara
fram undir eftirliti Samein-
uðu þjóðanna eða einhverrar
hlutlausrar alþjóðanefndar.
Serkir krefjast þess einnig að
allt franskt herlið verði kvatt
brott frá landinu áður en þjóð
aratkvæðagreiðsla fer fram.
Verzlunin
Piuii 30 óra
í DAG er verzlunin Pfaff að
Skólavörðustíg 1 hér í bæ 30
ára. 28. október 1929 stofnaði
Magnús Þorgeirsson verzlunina
Pfaff og var verzlunin þá til
húsa að Bergstaðastræti 7. Segja
má að verzlunin Pfaff sé fyrsta
sérverzlun á íslandi með sauma-
og prjónavélar. Fyrstu árin, sem
verzlunin starfaði seldi hún ein-
göngu sauma- og prjónavélar, en
vegna takmörkunar innflutnings
á þessum vélum, varð verzlunin
brátt að taka upp sölu á öðrum
vörum jafnframt.
1 janúar 1939 flutti verzlunin
í ný húsakynni að Skólavörðu-
stíg 1 og hefur verið starfrækt
þar síðan. Forráðamenn fyrir-
tækisins hafa ávallt lagt mikla
áherzlu á það, að þeir sem
keyptu sauma- og prjónavélar
hjá fyrirtækinu gætu haft sem
mest not af vélunum. Verzlunin
hefur því haldið uppi reglubund-
inni kennslu fyrir Iiúsmæður á
sauma- og prjónavélar og er fyr-
irtækið brautryðjandi á þessu
sviðL
Framh. af bls. 1.
sóknir sínar á Ijósmyndunum.
Þeir segja það sérlega athyglis- lnn
vert, að yfirborð tunglsins á
bakhliðinni sé mjög frábrugðið
þeirri hlið sem að jörðinni snýr.
Aðalmunurinn er í því fólginn
að það er minna um svonefnd
„höf“ á bakhliðinni, en svo eru
víðar lægðjr á tunglinu kallað-
ar frá því miðaldastjarnfræðing-
ar ímynduðu sér að þar væru
hafsvæði.
Stjörnufræðingurinn Judine
skýrir einnig frá því, að næsta
skrefið í tunglrannsóknum
Rússa verði að senda sjálfvirk
mælitæki og ljósmyndavélar til
tunglsins til þess að afla upplýs-
inga um þennan hnött úr nær-
sýn.
Rússar hafa nú í fyrsta skipti
sagt frá útbúnaði Lúniks 3. —
Geimstöðin er sívalningur í lag-
inu, nærri tveggja metra langur
og rúmlega meter í þvermáli. —
Lúnik 3. sveimar enn á braut
umhverfis jörð og tungl, en
rússneskur stjörnufræðingur
spáir því, að hann lendi í apríl
n. k. inni í gufuhvolfi jarðar og
eyðist þar upp til agna.
Síðasta
umferð
BELGRAD, 27. okt. — Nú er
hreint borð hjá skákmönnunum í
Belgrad. Biðskákir voru tefldar
í dag — og eftir er nú aðeins
ein umferð sem litlu getur breytt
um röð.
Friðrik gaf biðskákir sínar við
Fischer (úr 26. umferð) og við
Smyslov úr 27. umferð án þess að
tefla frekar. Keres vann Gligoric
Petrosjan og Benkö skildu
jafnir en Tal vann Fischer.
Staðan í mótinu fyrir siðustu
umferð er þannig: Tal 1914 vinn.
Keres 1814 v., Smyslov 15, Petro-
sjan 1414, Gligoric 1214, Fischer
1114, Friðrik Ólafsson 9 og Benkö
7.
Síðasta umferð verður tefld á
fimmtudaginn.
Væntanleg Persa-
drottning pantar
brúðarkjól
PARÍS, 26. okt. Reuter. — Það
þykir nú engum vafa undirorpið,
að hin 21 árs gamla stúlka Farah
Diba, sem nýlega kom til Par-
ísar sé væntanleg drottning Reza
Pahlevi keisara af Persíu.
Hún fékk sem sé viðtalstíma
við St. Laurent forstöðumann
Dior-tízkuhússins og pantaði hjá
honum rándýran brúðarkjól.
St. Laurent var í sumarfríi
uppi í sveit, þegár Farah Diba
óskaði eftir viðtali. Hann kom
hið bráðasta til borgarinnar, tók
á móti stúlkunni og sýndi henni
í klæðaskápa tízkuhússins.
Eftir að stúlkan pantaði brúðar-
kjólinn fór St. Laurent þegar að
teikna skissur af kjólum, sem á
að taka öllu því fram sem saumað
hefur verið af brúðarkjólum fram
að þessu.
Litskuggamyndir
frá Noregi
IVAR Orgland, norski sendikenn
arinn við Háskóla íslands, sýnir
litskuggamyndir frá Noregi í J.
kennslustofu háskólans í kvöld
28. okt. kl. 20,30. Myndirnar, sem
hann hefur tekið sjálfur, eru að-
allega frá Setesdalnum og Þela-
mörk, tveimur aðalheimahögum
hinna þjóðlegu lista í Noregi.
Kynnumst við m. a. hinni fögru
byggingarlist Þela og Harðang-
ursfiðlunni, sem er gamalt norskt
þjóðarhljóðfæri og enn í mikilli
notkun. Ivar Orgland útskýrir
myndirnar og kynnir tónlistina á
segulbandi.
Sýningin er ókeypis og er öll-
um heimill aðgangur.
Delerium búbónis í 45. siun
Forstjófamir Einar í Einiberjarunni og Ægir Ó. Ægir ræða
Við Jafnvægismálaráðherrann. — Eftir kosningahriðina er
kvöldstund vel varið að sjá þennan bráðskemmtilega gaman-
leik. Frá v. Brynjólfur Jóhannesson, Gísli Halldórsson ug
Karl Sigurðsson.