Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 2
2
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. nóv. 1959
Tólf óku meira oa
minna drukknir
ÓHUGNANLEG er talan í bók-
um götulögreglunnar eftir þessa
síðustu helgi, þar sem skráðar
eru kærur á hendur bílstjórum
fyrir að aka undir áhrifum
áfengis.
Frá því klukkan 7 á föstudags-
kvöld og þar til árdegis á mánu-
dagsmorgun, hafa lögreglumenn
kært alls 12 bílstjóra. Voru sum
ir þeirra áberandi ölvaðir, en aðr
ir minna. Ekki hafði nema einn
þessara manna lent í árekstri og
valdið tjóni.
Undanfarið hefur varla sá dag-
Ur liðið, að lögreglan hafi ekki
Leitað að stórslös-
uðum hesti
AKRANESI, 2. okt. — Fólksbíll
var í gærkvöldi á suðurleið vest-
an af landi og var kominn á veg-
inn rétt niður úr hallanum hjá
Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd.
Gekk á snjóéljum og var
skyggni vont. 20 hross voru í hóp
á veginum. Ók bíllinn á eitt hross
ið, sem hljóp út í buskann, sært
og stórmeitt og gátu menn ekki
handsamað það þá um kvöldið.
Voru menn sendir árla í morgun
að leita þess. Hrossið fundu leit-
armenn í morgun, steindautt
utan við veginn.
Bíllinn stórskemmdist. Járn
stóð fram úr bílnum, sem haft
var til skrauts og rakst það í
skepnuna. Það má bílstjórinn
eiga að hann lét bændur strax
vita um slysið. Bíllinn var dreg-
inn hingað á Akranes og er hér
til viðgerðar. — Oddur.
tekið úr umferð fleiri eða færri
bílstjóra, ölvaða undir stýri bíla
sinna. Er hér um að ræða mikið
alvörumál. Verður mönnum yfir-
leitt svarafátt um leiðir til þess
að bægja þessari hættu frá. Ekki
eru bílstjórar þessir minna hættu
legir sjálfum sér en þeir eru öðr-
um.
Margir hafa látið í ljósi það
álit, að blöðunum bæri að birta
nafn ökumannanna, a.m.k. núm-
er bílanna sem teknir eru.
Um þetta atriði spurði Mbl. í
gær yfirmann rannsóknarlögregl
unnar, Svein Sæmundsson. Hann
svaraði eitthvað á þessa leið:
Ekgi dreg ég úr ykkur að gera
það, og átti við númerabirtingu.
Af þessum mönnum stendur
bemn voði.
„Pollinnw forðaði
sly
S1
AKRANESI, 2. nóv. — Milli kl. 5
og 6 síðdegis í gær var lögreglu-
bíllinn hér að aka fram hafnar-
garðinn. — Ekkert skip var við
garðinn, enda var allmikið sunn-
an-brim. — í bílnum voru tveir
lögreglumenn og tvö börn.
Er bíllinn var kominn nokkuð
fram á hafnargarðinn tók sig
upp ólag, fór yfir garðinn og kast
aði bílnum á „festipolla" — og
þar stöðvaðist hann. — Pollinn
gekk inn í hlið bilsins, sem
skemmdist talsvert við árekstur-
inn — en hefði pollans ekki not-
ið við, eru allar líkur til þess, að
billinn hefði steypzt fram af
garðinum og horfið í sjóinn.
— Oddur.
Þetta eru byggingar fiskverksmiðju Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna vestur í Nanticoké í Bandaríkjunum. — Aðalhús og
verksmiðjubygging, þá birgðaskemma og Ioks frystigeymsla.
Hlífðarhringjunum smokkað upp á felguna.
Nýir hjólbarðar vekja
ithygl
UM þessar mundir er ný gerð
hjólbarða að koma á heimsmark
aðinn. Hér er um að ræða barða,
sem hafa laust slitlag, ef svo
mætti segja. Ætlazt er til þess,
að bíleigendur skipi um slitlag
á börðunum eftir þörfum. Með-
fylgjandi myndir skýra bezt í
hverju þetta er fólgið. Á hjól-
barðanum eru þrjár raufar — og
í þessar raufar falla gúmmí-
hringarnir, eða slithringirnir.
Þrenns konar hringar verða á
boðstólum: Fyrir akstur í snjó
og aur, á ísi eða hálku — og
svo fyrir akstur að sumarlagi. —
Hringarnir eru þv£ mismunandi
grófir — og þeir_ sem eru fyrir
vetraraksturinn, eru svipaðir
hinum þekktu snjóhjólbörðum að
útliti.
Þessi nýjung er ítölsk. Pirelli-
verksmiðjurnar hafa um fjögurra
ára skeið gert tilraunir með þessa
uppfinningu — og hafa nú aflað
sér einkaleyfis á framleiðslunni.
Verksmiðjurnar hafa þó selt
framleiðslurétt öðrum verk-
Loftleiðir vilja fleiri íslenzka
flugmenn — fækka norskum
smiðjum víða um heim svo að
búast má við að innan skamms
verði þessir nýju barðar á boð-
stólum beggja vegna hafsins.
Framleiðandinn telur sig hafa
fengið góða reynzlu af notkun
barðanna, en þeir fyrstu eru
komnir hingað til lands og verða
reyndir á nokkrum Volkswagen-
bílum á næstunni svo að fljótlega
ætti að fást reynzla á þessum
börðum hérlendis.
Það á ekki að vera nema and-
artaksverk að skipta um hringa
á börðunum — og á hver bíleig-
andi að geta gert það sjálfur.
Ekki á heldur að vera nein hætta®.
á þvi að hringarnir togni og renni
lausir á barðanum, þegar heml-
að er_ því í þeim eru stálþráðs-
vafningar.
Fjöldaframleiðsla er enn á
byrjunarstigi — og sem stendur
munu ekki verða til slíkir barðar
á aðra en Evrópubíla, en fram-
leiðsla fyrir bandarískan mark-
að mun í þann veg að hefjast
Alvarleg upphlaup
í Belgísku Konwó
Stanleyville, Belg.-Kongó,
MIKLAR óeirðir hafa staðið hér
í borg síðan í gærkvöldi, og hafa
átzt við innfæddir menn og her-
menn úr belgíska nýlenduhern-
um. Hafa a.m.k. 24 menn látið
lífið í óeirðum þessum og yfir
100 særzt. Einnig hafa orðið átö'k
nokkur í Mangobo, sem er hér í
grenndinni.
Þegar lögregla og hermenn
komu á vettvang til að dreifa upp
hlaupsmönnum, sem höfðu hóp-
azt saman við fangelsi borgarinn-
ar, mætti þeim grjóthríð, spjót og
örvar. Særðust þá þegar nokkrir.
— Uppþotin hófust eftir fund í
félagsskap manna úr þjóðernis-
hreyfingu Kongó, sem belgísku
yfirvöldin hafa bannað. — Þegar
ekki tóhst að dreifa mannfjöld-
anum með öðru móti, skutu ný-
lenduhermennirnir á fólkið, og
féllu þá nokkrir og særðust, sem
fyrr segir.
Belgísku yfirvöldin gáfu út til-
kynnlngu síðdegis í dag, þar sem
segir, að þau hafi yfirbugað upp-
þotsmenn, og sé nú allt nokkum
veginn með kyrrum kjörum.
Margir óttast aftur á móti, að ó-
eirðir brjótist út aftur með nótt-
inni.
Góðar sölur togara
TVEIR togarar seldu í Þýzka-
landi í gærmorgun, Bjarni ridd-
ari frá Hafnarfirði 140 lestir á
90 þús. mörk og Þorsteinn þorska
bítur frá Stykkishólmi 69 lestir
fyrir 57.200 mörk. Hvort tveggja
eru þetta góðar sölur.
Felgan og
hlífðarhring-
irnir þrír
ÖNNUR Cloudmaster-vélin, sem Loftleiðir kaupa af Pan
American, kemur til landsins 18. eða 19. desember að því
er Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri Loftleiða, skýrði
blaðamönnum frá á sunnudaginn. Þessi vél verður afhent
Loftleiðum 9. desember, eins og Mbl. hefur áður greint frá
Hin vélin verður afhent félaginu 1. marz, en Cloudmaster
vélarnar koma ekki inn í áætlun félagsins fyrr en síðar í
vetur. —
Braathen hinn norski hefur
sem kunnugt er annazt allt við-
hald og viðgerðir á Skymaster-
flugvélum Loftleiða á undanförn-
um árum, jafnframt því sem
Braathen hefur leigt félaginu
eina eða tvær Skymastervélar
eftir þörfum. — En Braathen
hefur aldrei átt sjálfur né ann-
azt viðhald Cloudmastervéla.
Þegar sýnt var, að Loftleiðir
mundu kaupa þessar tvær vél-
ar, hóf Braathen að búa sig und-
ir að geta líka annazt viðhaldið
fyrir félagið. Hefur hann nú m. a.
sent nokkra flugvélavirkja til
Bandaríkjanna til þess að kynna
sér þessar flugvélar.
Jafnframt kaupsamningnum,
sem Pan American gerði við
Loftleiðir, bauð bandaríska fé-
lagið að gerðir yrðu samningar
um að viðhald Loftleiðavélanna
færi framvegis fram á verkstæð-
um Pan American í New York.
En tilboð Braathens var hag-
kvæmast og þess vegna var það
tekið, sagði Alfreð.
Sagði hann að sem stæði væri
óhugsandi fyrir Loftleiðir að
hugsa til þess að koma upp eig-
m verkstæðum. Stofnkostnaður-
inn og nægt starfslið væri alls
ekki fyrir hendi á íslandi. Á
meðan félagið hefði tvær gerðir
flugvéla í förum, yrði aldrei
komizt af með minna en á ann-
að hundrað starfsmenn á sliku
verkstæði.
Einhvem næstu daga verður
fyrsta Loftleiðaáhöfnin send til
Bandaríkjanna til þess að fá
þjálfun í meðferð Cloudmaster-
vélanna. Á flugvélum sínum hef-
ur félagið 11 áhafnir íslenzkar
og munu flestar þeirra eða allar
verða þjálfaðar á nýju vélarnar,
enda þótt Skymastervélarnar
tvær verði áfram í notkun hja
félaginu.
Samkvæmt leigusamningum á
vélum Braathens hafa Loftleiðir
verið skuldbundnar til þess að
hafa 6 áhafnir norskar í þjón-
ustu félagsins. „En við stækkun
flugflota Loftleiða kemur félag-
ið ekki til með að þurfa að
leigja flugvélar Braathens jafn
mikið — og sennilega fækkar
norsku áhöfnunum niður í tvær“,
sagði Alfreð. „Við þurfum því á
fleiri flugmönnum að halda,
reyndum flugmönnum, en þeir
eru hins vegar ekki á hverju
strái“, sagði Alfreð að lokum.
Fyrsta sýning
Filmíu
FILMÍA byrjaði vetrarstarfið á
laugard. og sýndi þá frönsku
myndina „Ballkortið“. Forseti ís-
lands og fórsetafrúin heiðruðu
þessa fyrstu sýningu á vetrinum
með nærveru sinni.
Á undan sýningu talaði Jón
Júlíusson, formaður félagsins,
um verksvið Filmíu, sem hann
sagði m. a. annars vera að sýna
ungu fólki góðar eldri myndir,
sem það á annars ekki kost á að
sjá. Kvikmyndir bíða ekki eins
og bækurnar í bókahillunum. 1
því sambandi ræddi hann nauð-
syn þess að hér verði komið á
stofn kvikmyndasafni,, eins og
tíðkast víða annars staðar.
Aðsókn er nú svo mikil að
Filmíu að fullt er orðið á bæði
laugardags- og sunnudagssýning-
ar, og var húsið þéttskipað
— Sjúkraflugvélin
Framh. af bls. 1.
héldu síðan beina leið til Syðra-
Straumfjarðar. Var flugið frá
Kanada til Grænlands 5 klst. og
30 mín. Frá Syðra Straumfirði
héldu þeir beina leið til Akureyr
ar og lentu hér í gærkvöldi kl. 10
eftir 6 klst. 25 mín. flug. Alls
hafði flugið tekið þá 23 klst. 55
mín. frá Bradleyfield.
Hin nýja björgunarflugvél er
búin öllum fullkomnustu blind-
flugtækjum og sagði Tryggvi
Helgason að hún hefði reynzt
mjög vel á þessari flugleið, enda
hefði mátt vænta þess, þar sem
hér væri um að ræða einhverja
traustustu flugvél af þessari
stærð, sem völ væri á.
Flugvélarinnar hefur verið
getið hér í blaðinu áður, svo og
flughæfni hennar, og vænta Norð
lendingar þess að hún megi verða
hin ágætasta til sjúkraflugs, enda
brýn þörf slíkrar vélar á Norð-
urlandi. — vig.