Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 6
6
M0RCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 3. nðv. 1959
Á forlagi Menningarsjóðs:
s x 1 x -
Asgrímur, Arni Ola,
Pálmi Hannesson og
Sigurður skólameistari
Á FUNDI með fréttamönnum í
gær, skýrði Gils Guðmundsson
frá bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Af 20 bókum, sem væntanlega
koma út fyrir jólin, eru 4 nú þeg-
ar komnar út. Það eru Mann-
raunir, eftir Pálma Hannesson
rektor, Norðlenzki skólinn eftir
Sigurð Guðmundson, Grafið úr
gleymsku, eftir Árna Óla og síð-
ast en ekki sízt Þjóðsagnabók Ás-
gríms.
Gils skýrði frá því, að aðrar
bækur Menningarsjóðs mundu
koma smátt og smátt út nú fyrir
jólin, en verðlaunasaga Björns
Th. Björnssonar, Virkisvetur,
kemur út í næstu viku.
Þjóðsagnabók Ásgríms
í þjóðsagnabók Ásgríms eru 50
heilsíðumyndir, 30 þjóðsögur og
inngangsorð eftir Einar Ólaf
Sveinsson, prófessor. Þá skrifar
Gils Guðmundsson formála og
segir þar m.a., að síðustu miss-
erin, sem Ásgrímur Jónson lifði
befst á minningarorðum um
Pálma Hannesson eftir Jóhann-
-es Áskelsson, jarðfræðing. Mun
gömlum nemendum Pálma heit.
þykja fengur að skólaræðum
hans, en í bókinni eru einnig
prentaðar ræður, sem hann flutti
í útvarp, auk fyrirlestrar hans
Vísindi, tækni og trú, sem hann
flutti 22. apríl 1951.
Bók Pálma Hannesscnar er
251 blaðsíða að stærð og frá-
gangur góður.
Grafið úr gleymsku.
í bók Árna Óla, Grafið úr
gleymsbu, eru 24 þjóðlífsmynd
ii frá ýmsum tímum. Hafa sum-
ar þeirra birzt I Lesbók Morg-
ur.blaðsins. Árni er sem kunn-
ugt er einn af elztu og þekkt-
ustu blaðamönnum landsins og
hefur hann skrifað margt fróð-
legt í Lesbók Morgunblaðsins.
Ekki þarf að geta þess, að grein
ar hans njóta mikilla vinsælda
cg er vafalaust að margir fagna
því, að þeim hefur nú verið safn
að saman í enn eina bók, en
Úr myndabók Ásgríms. — Myndin heitir „4 skónálar fyrir
Gullkamb".
Bretar varkárir í við-
ræðum viðNorðmenn
hafi hann unnið að nýjum flokki
mynda úr íslenzkum þjóðsögum.
Fáum vikum áður en hann and-
aðist gaf hann bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs kost á því að prenta
bók með úrvali hinna nýju þjóð-
sagnamynda sinna, ásamt sögun-
um. Myndavalið gerði hann sjálf-
ur. Að síðustu fól hann frænku
sinni, frú Bjarnveigu Bjarnadótt-
ur að hafa með höndum samstarf
við Bókaútgáfu menningarsjóðs
um framkvæmdir, er vörðuðu út-
gáfuna. Jón Jónsson, bróðir lista
mannsins, hefur einnig veitt ráð-
leggingar og aðstoð. Þá segir Gils
Guðmundsson ennfr. að auk þess
sem listamaðurinn valdi sjálfur
til útgáfu úr verkum sínum frá
síðustu árum, þá sé fremst í
bókinni prentaðar nokkrar eldri
þjóðsagnamyndir hans, flestar í
litum. — Loks má geta þess, að
öll myndamót eru gerð í Prent-
mótum hf. Bókin er sett í Odda
hf., en Sveinabókbandið hf. hef-
ur annazt bókband. Lauk Gils
miklu lofsorði á íslenzku iðnað-
armennina, sem að útgáfu þess-
ari störfuðu, ekki sízt prent-
myndasmiðina.
Þjóðsagnabók Ásgríms er rúm
ar 150 bls. að stærð í stóru
broti. Er hún hin fegursta í alla
staði og verður vafalaust mörg-
um kærkomin nú fyrir jólin.
Mannraunir
Áður hefur Bókaútgáfa menn-
ingarsjóðs gefið út tvær bækur
eftir Pálma Hannesson, rektor.
Landið okkar og Frá óbyggð-
um. Sú þriðja nefnist Mannraun
lr, eins og fyrr getur og skipt-
ist hún í tvo höfuðkafla, mann-
raunir og skólaræður. Bókin
áður hafa greinasöfn komið út
eftir hann, eins og kunnugt er.
Bók Árna er 310 bls. að stærð
og öll ágætlega úr garði gerð.
Norðienzki skólinn.
Loks má geta bókarinnar Norð
lenzki skólinn, eftir Sigurð Guð
mundsson, fyrrum skólameist-
ara á Akureyri, en Þórarinn
Björnsson skólameistari hefur
búið bókina til prentunar. Er
þetta mikið rit, talsvert á 6.
hundrað bls. að stærð með skýr
ingum og nafnaskrá. Af kafla-
fyrirsögnum má ráða í innihald
bókar þessarar. Þeir heita. Af-
nám biskupsstóls og skóla á
Norðurlandi, Endurreisnarbar-
átta, Matarmálið á Möðruvöll-
um, Lífsstríð skólans. Þórarinn
Björnsson skólameistari kemst
svo að orði í lok formála síns
fyrir þessari bók:
„í henni er ekki aðeins fróð-
leifcur, heldur og andlegur auð-
ur. Mannlýsingar höfundar og
söguskilningur og margvíslegar
athugasemdir hans og hugleið-
ingar um uppeldismál og fleira
hljóta að vekja til umhugsunar
og skilnings á mannlegum rök-
um. En í slíkum skilningi er
sönn menntun fólgin“.
Pólitískt hæli
Kaupmannah. 2. nóv. Reuter.
í DAG var pólskum 35 ára göml
um flugforingja veitt pólitískt
hæli i Dnmörku ásamt konu hans
og 3 ára dóttur. Fjölskyldan flúði
til Borgundarhólms í gamalli æf-
ingaflugvél fyrir þrem vikum.
LONDON, 2. nóv. NTB Reuter.
— Brezki landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsmálaráðherrann, John
Hare, sagði í neðri málstofu
brezka þingsins í dag, að viðræð-
urnar við norsku stjórnina um
frosna fiskinn færu einungis
fram í því skyni, að fá upplýs-
ingar um vandamálið, enda
mundi hann ætíð hafa vakandi
auga með þörfum og kröfum
brezka fiskiðnaðarins, þegar gert
yrði út um málið.
Á Engar skuldbindingar
„Við áttum almennar umræð-
ur um þau vandamál, sem snerta
fiskveiðarnar, en hvorugur aðil-
inn skuldbatt sig á nokkurn
hátt“ sagði hann um samtöl sín
við Arne Skaug viðskiptamála-
ráðherra og Lysö sjávarútvegs-
málaráðherra Norðmanna í Lon-
don fyrir tveimur vikum.
Hare var spurður af Hector
Hughes, þingmanni Verkamanna
flokksins, hvort hann gæti sagt
nokkuð um viðræðurnar við
Norðmenn um fiskveiðivanda-
málið, og einn af þingmönnum
íhaldsflokksins, Lady Tweedo-
muir, vildi fá að vita meira um
samtölin við norsku ráðherranna.
Hare sagði að öll þessi vandamál
yrðu rædd á fundi ríkjanna sjö
í Saltsjöbaden, og þess vegna
vildi hann helzt ekki segja neitt
frekara um málið, fyrr en þeim
viðræðum væri lokið.
Festa og ósveigjanleiki
Hector Hughes spurði, hvort
hagsmunir skozkra sjómanna og
skozka fiskiðnaðarins yrðu hafð-
ir í huga í því skyni að vernda
þá gegn þeirri eyðileggingu, sem
hinn nýi samningur fæli í sér.
Hare svaraði því til, að hann
væri í eins nánu sambandi við
Skotlandsmálaráðherrann um
þetta mál og sér væri unnt, og að
hann hefði einnig náið samband
við fulltrúa fiskiðnaðarins.
Lady Tweedomuir tók aftur til
máls og spurði, hvort stjórnin
hefði það hugfast í öllum samn-
ingsviðræðum, að það væri fyrir
öllu að sýna festu og ósveigjan-
leik í umræðum um frosna fisk-
inn. Hún sagði, að frosinn fiskur
væri framleiddur í stórum stíl í
Bretlandi núna, og ekki væri
æskilegt að fá yfir sig flóð af
slíkum innflutningsvörum. Hare
lofaði að hafa þetta allt saman
í huga.
Myndin var tekin á Reykja- (
Ö
) víkurflugvelli á laugardaginn,
) þegar hinn heimskunni banda
) ríski ballettflokkur kom
) hingað með Constellation-
)flugvél frá KLM. Flokkurinn
)kom hingað frá Lissabon, og
)er Island 17. landið, sem hann
)heimsækir. Voru dansararnir'
v því sennilega orðnir ferð-')
' lúnir. n
Á sunnudagskvöldið var, i
)frumsýning ballettflokksins i>,
) Þjóðleikhúsinu fyrir fullu;
> húsi. Meðal gesta voru forseti,
, tslands, ráðherrar, sendimenn')
' erlendra ríkja og starfsmenn l
' bandarísku upplýsingaþjón- /
)usíunnav. Á efnisskrá voruí
)fjögur viðfangsefni: „Hreyf-V
\ingar“ (ballett án tónlástar)//
„Síðdegi skógarpúkans“ við()
1 tónlist Debussys, „New York
) Export op. jazz“ við tónlist
)eftir Robert Prince og „Tón-
\ Ieikarnir" (eða „Hættuspil
íhvers manns“) við tónlist
Chopins. Vakti sýningin gíf-
' urlega hrifningu og ætlaði
) fagnaðarlátum áhorfenda
) aldrei að linna Hinir 19 dans-
, arar voru kallaðir fram hvað'),1
eftir annað ásamt snillingn-{
1 um Jerome Robbins, sem
) samdi dansana og stjórnaði
)þeim, og hljómsveitarstjóran-
\ um Werner Torkanowsky. —V
Barst Robbins blómakarfa aðy
' lokinni hinni glæsilegu sýn- ■)
) ingu. — ,,
skrifar úr
dagleqq isfínu
Áheit á Pál biskup Jónsson
Ý LISTA yfir gjafir og áheit til
Skálholtskhkju, er birtis-t hér
í blaðinu sl. fimmtudag, eru nokk
ur áheit á Pál biskup Jónsson.
Páll biskup var aldrei tekinn í
dýrlingatölu enda þótt hann væri
mög elskaður og lofaður af sam-
tíð sinni og fráfall hans harmað
eins og gerr segir í hans sögu.
Munu áheit á hann því ekki hafa
tíðkazt fyrr en nú á allra síðustu
árum eða eftir að steinkista hans
hin mikla var upp grafin í Skál-
holtskirkjugarði og flutt hingað
til Reykjavíkur. Hefur það minnt
í menn á þennan forna kirkjuhöfð-
ingja og allt frá því hafa áheit
öðru hverju verið að berast til
biskupsskrifstofunnar í Arnar-
hvoli. Jarteinasögur munu þó eng
ar skráðar um Pál biskup, en þær
eiga ef til vill eftir að komast
á prent.
Fyrirburðir við dauða Páls
biskups
1>ÁLL biskup átti til andlegra
I. og veraldlegra höfðingja að
telja, en. hann var sonur Jóns
Loftssonar og systursonur Þor-
láks helga. Þótti hann þegar á
unga aldri mjög fyrir öðrurn
mönnum í landinu og varð ást-
sæll í biskupsdómi sínum og
harmdauði öllum. Fyrirburðir
urðu margir við dauða Páls bisk-
ups og segir svo frá því í sögu
hans: „En viku fyrir andlát Páls
byskups sýndist tungl svá sem
roðað væri ok gaf eigi ljós af sér
um miðnætti í heiðviðri, ok bauð
þat þá þegar mikla ógn mörgum
manni“.
Síðan segir á þessa leið:
„En hér má sjá, hversu margr
kviðbjóðr hefir farit fyrir frá-
falli þessa ins dýrliga höfðingja,
Páls byskúps: Jörðin skalf öll ok
pipraði af ótta, himinn ok skýin
grétu, svá at mikill hlutur spillt-
ist jarðarávaxtarins, en himin-
tunglin sýndu dauðatákn ber á
sér, þá er náliga var komit at
inum efstum lífsstundum Páls
byskups, en sjórinn brann og fyr-
ir landinu þá. Þar sem hans bysk-
upsdómur stóð yfir, sýndist ná-
liga allar höfuðskepnur nökkurt
hryggðarmark á sér sýna frá hans
fráfalli.“
Beið í sjö aldii
l^EGAR þessi frásögn er lesln
* mundi engan furða á því þó
Páll biskup hefði verið tekinn í
dýrlingatölu skömmu eftir dauða
sinn eins og gert var við móður-
bróður hans, helgan Þorlák. Það
var þó ekki gert og sagnir um
áheit á hann munu ekki vera til.
Kann það að hafa ráðið einhverju
þar um, að helgi heilags Þorláks
var fersk og jarteinasögur hans
á hvers manns vörum. Nú sjö öld-
um síðar er hlutur Páls biskups
að nokkru réttur, enda þó hanti
standi langt að baki móðurbróð-
ur sínum með fjölda áheita á
listanum, sem ég gat um í upp-
hafi máls míns.
Hvernig reynist Páli
biskup til áheita?
VELVAKANDI hefði gaman af
að fá fregnir af því, hvernig
Páll biskup reynist til áheita, ef
einhver þeirra, sem á hann hefur
heitið hefur jarteinasögu dð
segja. Þá væri einnig fróðlegt að
vita hvers vegna menn hafa valið
að gera áheit sitt á Pál biskup.