Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 12
12
MORCVNRLAÐIh
Þriðjudagur 3. nðv. 1959
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HALLVEIG FROÐADOTTIR - OG
SÖLUR ÍSLENZKRA TOGARA
Allmikið hefur verið talað
um sölu Hallveigar
Fróðadóttur í Grimsby
nú fyrir skemmstu, en hún var
fyrsti íslenzki togarinn, sem
seldi fisk þar í borg, eftir að
rofið var löndunarbann það,
sem hafnarverkamenn settu á ís-
lenzka togara, þegar Harðbakur
kom með afla sinn til Grimsby.
Síðan hefur togskipið Stein-
grímur trölli einnig selt afla
sinn í Grimsby, 50 lestir, fyrir
3410 sterlingspund. Eins og kunn
ugt er, neituðu hafnarverka-
menn á síðustu stundu að landa
úr Harðbaki og varð hann að
halda til Þýzkalands. Var lönd-
unarbann þetta dæmt ólöglegt af
sambandi brezkra flutninga-
verkamanna.
Síðan hafa menn ekki verið á
eitt sáttir í Bretlandi um löndun
úr íslenzkum togurum, en þó
hafa sölur Hallveigar Fróðadótt-
ur og Steingríms trölla sýnt, að
þeir, sem líta ofstækislaust á
málin mega sín nú meira í
Grimsby en hinir, a. m. k. í bili.
Þjóðviljinn gerir landanir ís-
lenzkra togara að umtalsefni sl.
sunnudag. Að venju skortir ekki
stóryrði hjá blaðinu og er reynt
með öllu móti að gera þessar
íisksölur tortryggilegar. Því er
til að svara í fyrsta lagi,
að á meðan Lúðvík Jósefsson
var sjávarútvegsmálaráð-
herra, heimilaði hann sölur
erlendis og gerði Þjóðviljinn
þá engar athngasemdir við
það. Einnig seldu margir ís-
lenzkir togarar í Bretlandi
fyrra hluta þessa árs og gekk
það snurðulaust, eins og um
hafði verið samið.
Ópólitísk viðskipti
Auðvitað á að stefna að því,
feð togarafiskurinn verði sem
mest unnin hér á landi, bæði til
að skapa atvinnu og drýgja
gjaldeyristekjur okkar. Enn sem
komið er, getur samt verið hag-
kvæmt fyrir okkur að selja ó-
xmninn togarafisk erlendis. Ef
togari hefur t. d. verið lengi í
túrnum, er fyrirsjáanlegt að
ekki fæst heimild til að frysta
fiskinn hér heima og er þá sá
kostur vænstur að selja hann í
Bretlandi eða Þýzkalandi. Um
aflann í Hallveigu Fróðadóttur
er það að segja, að hann var
illa fallinn til vinnslu hér heima,
en markaðshorfur í Bretlandi
hinar beztu. Otgerðinni þótti því
rétt að senda skipið til Bretlands,
enda kom það á daginn, að túr-
inn borgaði sig vel. Skipið seldi
1500 kitt á rúm 7000 sterlings-
pund og þykir góð sala.
Ýmsar fleiri ástæður eru til
þess, að togaraeigendur hafa
þurft að senda aflann á erlend-
an markað. Við höfum keypt
nauðsynjar í Bretlandi, sem við
höfum ekki fengið annars staðar
eins og t. d. ýmsar vörur, sem
notaðar eru við útgerðina. Eru
þessar vörur keyptar fyrir and-
virði þess afla, sem togararnir
selja í Bretlandi og má m. a.
geta þess, að þessi viðskipti eru
mun hagstæðari heldur en við-
skiptin við löndin austan járn-
tjalds oft og tíðum, en eins og
kunnugt er hefur Þjóðviljinn
lagt höfuðáherzlu á að við seld-
um allar okkar afurðir til komm-
únistalandanna.
íslendingar telja rétt að
hafa markaði sem víðast, enda
er það öruggasta tryggingin
fyrir framleiðslu okkar, að
hún sé seljanleg við góðu
verði í sem flestum löndum.
Að því verður að stefna að
nota alla þá markaði sem eru
okkur hagstæðir. Viðskiptin
milli landa eiga ekki að vera
háð pólitískum duttlungum
manna.
A það var minnzt hér að
framan, að við ættum að verka
aflann eftir föngum og leggja á
það ríka áherzlu að gera út-
flutningsframleiðslu okkar fjöl-
breyttari en verið hefur, bæði til
þess að auka atvinnuna í landi
og drýgja gjaldeyristekjur okk-
ar. Auðvitað á að stefna að
því að við getum selt alla
framleiðslu okkar fullunna.
Þangað til svo er komið,
verðum við að selja fiskinn
upp úr skipunum, þar sem hag-
kvæmast er hverju sinni. Morg-
unblaðið minntist sl. sunnudag á
starfsemi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Bandaríkjunum
og er það eitt dæmi um, hvernig
leita á nýrra markaða og bezt er
að nýta afurðir okkar.
Hefur engin áhrif á
stefnu íslendinga
Engum lifandi manni dettur í
hug, að sölur íslenzkra togara í
Bretlandi séu merki þess, að við
munum láta undan síga í land-
helgismálinu. Brezkir ráðamenn
vita fullvel, að íslendingar
standa fast á rétti sínum og
munu gera áfram. Og almenning-
ur í Bretlandi fær enn betri vit-
neskju um það, þegar íslenzku
sjómennirnir koma til brezkra
útgerðarborga og segja þeim
sannleikann í málinu. Daily Ex-
press segir m. a. í sambandi við
löndun úr Hallveigu Fróðadótt-
ur:
„Löndunarmennirnir, sem vita
að vinum þeirra og ættingjum,
sem eru á veiðum á Islandsmið-
um, er neitað um læknishjálp í
íslenzkum höfnum, ef slys ber
að höndum, höfðu í gærkvöldi í
hótunum að neita enn að af-
greiða íslenzka togarann".
íslendingar vita, að hér fer
blaðið með fleipur eitt, því
brezkir sjómenn hafa verið flutt-
ir í sjúkrahús hér á landi í neyð-
artilfellum. En blaðið virðist
ekki hafa haft áhuga á að segja
mönnum sannleikann, frekar en
sum önnur brezk blöð og þess
vegna getur verið heppilegt, að
íslenzkir sjómenn í Grimsby,
Hull eða öðrum útgerðarborgum
Bretlands skýri almenningi þar
í landi frá sannleikanum í land-
helgismálinu. Um það verður
ekki efast, að íslenzku sjómenn-
irnir eru beztu túlkendur okkar
málstaðar. Sigurður skipstjóri á
Hallveigu Fróðadóttur sagði
blaðalesendum í Bretlandi m. a.
að aflinn hefði allur veiðzt langt
fyrir utan 12 mílna mörkin eða
30—40 sjómílur undan ströndum
Islands. Ef brezkur almenningur
fær að vita sannleikann verður
hann vafalaust sammála „Econo-
mist“, sem sagði fyrir skemmstu
að Bretar yrðu fyrr eða seinna
að fallast á kröfu Islendinga um
12 sjómílna fiskveiðilandhelgi.
Vonandi líður ekki á löngu, þar |
til þessi skoðun verður ríkjandi
í Bretlandi.
Hér sést einn af hinum 20 ungu Rússum, sem nú eru þjálfaðir
undir geimflug. Hann er búinn öllum „herklæðum“ og fær
hér síðustu fyrirskipanir frá vísindamanni, áður en hann
leggur af stað í „flugferð út í geiminn“
Sfefnt
út í
geiminn
j Bandaríkjunum er verið að
þjálfa sjö sérstaklega valda
menn til geimflugs, eins og
við höfum áður sagt nokkuð
frá í þáttum þessum. Þessir
menn hafa verið „auglýstir"
út um víða veröld — á amer-
íska vísu — og talað um þá
sem „fyrstu mennina út í
geiminn". — Það er þó allt
annað en víst, að nokkur
þeirra verði raunverulega
fyrsti maður í heiminum til
þess að komast út fyrir að-
dráttarsvið jarðar, því að
Rússar gera einnig sínar til-
raunir á þessu sviði — þótt
hljóðara hafi verið um þær
en tilraunir Bandaríkja-
manna.
☆
• Þótt fátt eitt hafi vitnazt um
hinar rússnesku tilraunir, er það
þó vitað, að tuttugu ungir Rússar
hafa nú þegar um tveggja ára
skeið verið þjálfaðir á margvis-
legan hátt með það fyrir augum,
að þeir verði hæfir til að takast
á hendur ferð með geimfari út
fyrir aðdráttarsvið jarðar, á sín-
um tíma. Tilraunirnar fara fram
með mikilli leynd í vísindastöð
einni í eyðimörk Uzbekistan —
nær 4000 kílómetra frá Moskvu.
— Rússarnir hafa lítið látið uppi
um það, hvenær þeir hyggist
senda fyrsta manninn út í geim-
inn — aðeins hafa vísindamenn-
irnir látið svo ummælt, að slík
tilraun verði ekki gerð, fyrr en
nokkurn veginn öruggt sé, að
maðurinn geti náð lifandi til jarð-
ar aftur.
☆
• í vísindastöðinni er nú verið
að reyna sérstakar gerðir eld-
flauga í þessu samb., sem eiga að
geta komizt rúma 300 km. út frá
jörðu — og aftur til baka, heilu
og höldnu. Sagt er ,að rússnesku
vísindamennirnir séu komnir vel
á veg með að leysa það vandamál,
hvernig ná megi eldflauginni eða
geimfarinu aftur til jarðar með
öruggum hætti. Er talið, að þeir
hafi fundið upp sérstakan „hemla
útbúnað" í þessu skyni, sem nú
sé verið að reyna og fullkomna.
— Vegna núningsmótstöðunnar í
andrúmsloftinu verður geimfar-
ið glóandi heitt á ytra borði, en
hugvitssamlegur einangrunarút-
búnaður innan í því, mun verja
manninn, þannig að hitinn geti
ekki grandað honum. — Eins og
kunnugt er, hafa Rússar gert til-
raunir með að senda hunda upp í
háloftin — og segjast þeir hafa
náð tveim slíkum aftur til jarð-
ar, lifandi og ósködduðum.
☆
• Eftir því sem næst verður
komizt, eru hinir væntanlegu,
rússnesku geimflugmenn látnir
ganga í gegnum svipaðar eldraun
ir og hinir bandarísku „kollegar“
þeirra. — Aðdráttaraflið er upp-
COLOMBO, Ceylon, 30. okt.
FORINGI stjórnarandstöðunnar
á Ceylon, N. M. Perera, hefur
sakað Dahanayake forsætisráð-
herra og tvo aðra ráðherra
stjórnarinnar um uS þeir hafi
haft samband við menn, sem
grunaðir eru um að hafa átt þátt
í morði Bandaranaike, fyrrver-
andi forsætisráðherra. Hefur
Perera krafizt þess, að ráðherr-
arnir segi af sér — telur það
óhjákvæmilegt til þess, að rann-
sókn málsins geti farið hlutlaust
fram.
Perera sagði, að Dahanayaka
væri „átrúnaðargoð“ Buddhar-
akhita Thero, búddaprestsins,
sem handtekinn var í sambandi
við morðið — og hefðu þeir átt
fundi með sér. — Hann sagði
einnig, að tveim dögum áður en
Bandaranaike var skotinn til
bana hefði maður úr stjórnar-
andstöðunni verið að því spurð-
hafið með tæknilegum hætti,
þannig að mennirnir „missa“
þyngd sína; þeir eru látnir verða
fyrir miklum og snöggum hraða-
breytingum, breytingum á þrýst-
ingi, ofsahita og nístingskulda.
Klukkutímum saman sitja ungú
mennirnir innilokaðir í svonefnd
um „þrýstiklefum“ og „hitaklef-
um“ — og þeim er sveiflað á
feiknahraða hring eftir hring í
þar til gerðum tækjum. Þeir eru
klæddir „geimbúningum", og við
líkama þeirra eru tengd hvers
kyns mælitæki, sem vísindamenn
irnir lesa af viðbrögð . þeirra
við hinar margvíslegu aðstæður.
☆
• Þótt Bandarikjamenn hafi
auglýst tilraunir sínar allræki-
lega, hafa þeir ekki treyst sér til
þess að segja fyrir um, hvenær
þeir muni senda sinn fyrsta mann
út í geiminn. Rússar hafa ekki
heldur tiltekið neinn tíma — en
kunnugir telja, að þeir stefni að
því að skjóta Bandaríkjamönnum
enn einu sinni ref fyrir rass í
kapphlaupinu um geiminn — og
muni senda fulltrúa sinn upp í
háloftin þegar næsta vor.
ur, hvort hann vildi gerast ráð-
herra í stjórn, sem Dahanayake
myndaði.
Dahanayake neitaði harðlega
ásökunum Perera — kvað sig
aldrei hafa dreymt um að verða
forsætisráðherra, og hann hefði
ekki tekið þátt í neinum leyni-
legum fundum. Hann benti
einnig á, að stjórnin hefði fengið
sérfræðinga frá Seotland Yard til
þess að rannsaka morðmálið og
gert sitt bezta til þess að koma á
friði og ró í landinu. — Hann
neitaði að segja af sér að svo
stöddu, en kvaðst mundu gera
það umsvifalaust, ef andstæðing-
ar hans gætu sannað á sig eitt
einasta atriði þeirra salca, er þeir
bæru nú á sig.
Við atkvæðagreiðslu um van-
traust á forsætisráðherrann, sem
fram fór í þinginu í kvöld, hlaut
Dahanayake traust — með að-
eins 5 atkvæða meirihluta.
Rússar hafa þjálfað
menn til geimferða í
tvö ár — og hyggjast enn
skjóta bandarískum ref
fyrir rass...
Dahanayke ásakaður