Morgunblaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudasrur 3. nóv. 195í> MORCUNTtLAÐIÐ 13 ÞA er lokið enn einni kosninga- baráttunni. Þjóðin hefur nú valið sér fulltrúa á löggjafarsamkomu sína eftir nýju og réttlátara skipulagi en áður var. Allar spár um eyðingu dreifbýlisins og hrun íslenzkrar „bændamenningar", eins og Framsóknarblöðin hafa svo „gáfulega“ komizt að orði, hafa vitanlega ekki rætzt, held- ur hefur hitt greinilega komið í ljós, að hlutur strjálbýlisins hef- ur verulega verið aukinn. Fólkið, sem fjarst býr Reykjavík, hefur einnig sýnt það með atkvæði sínu, að það -er fylgjandi þeirri réttlætisbreytingu, sem gerð hef- ur verið á kjördæmaskipuninni. Nokkrar deilur urðu um það, í sambandi við undirbúning hinna nýju kosningalaga, hve margir þingmenn skyldu vera í hinum einstöku kjördæmum. Það kjör- dæmi, sem þá þótti verða af- skipt, var einmitt Norðurlands- kjördæmi eystra. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að vegna at- kvæðaskiptingarinnar milli flokk anna hér í kjördæminu, hlýtur það alls 8 þingmenn, 6 kjör- dæmakjörna og 2 uppbótarþing- menn. — Norðurlandskjördæmi vestra hlýtur einnig 2 uppbótar- sæti og því alls 7 þingmenn. Norðlendingar eiga því nú 15 fulltrúa á Alþingi í stað 13 áður, fá því tvo af átta þingmanna- aukningu á Alþingi með hinum nýju lögum. Það má því fullyrða, að við Norðlendingar höfum ekki yfir neinu að kvarta, enda væntum við mikils og góðs starfs af full- trúum okkar á löggjafarsam- komunni. Drengileg kosningabarátta Segja má, að kosningabaráttan hér nyrðra hafi farið drengilega fram, þegar undan er skilinn skætingur eins blaðsins, sem gefið er út hér í bænum. Um- ræðum um „skuggalega fortíð“ imgra og vammlausra manna ber ekki að s.vara, enda mun það ekki gert. Persónulegt nart og skítkast manna á milli höfum við algerlega sloppið við, og er ekki að efa, að mönnum fellur sú baráttuaðferð mun betur. Kosningadagurinn sjálfur rann upp bjartur og fagur, og hélzt veður gott allan daginn. Var það að sjálfsögðu til mikift hægðar- auka við framkvæmd kosningar- innar. Margir biðu eftirvænting- arfullir eftir að talning atkvæða gæti hafizt. Hér lauk kosningu í öllum kjördeildum á sunnudag, nema að Skógum í Fnjóskadal og þangað voru send síðustu ut- ankjörstaðaatkvæðin, sem bár- ust. Kjörgögn voru* öll komin hingað til Akureyrar á mánu- dagskvöld, og flutti varðskipið Ægir suma kjörkassana, en lög- regluþjónar fóru á bíl og sóttu aðra. Þegar litið er á kosningarnar í heild, munu Norðlendingar una vel sínum hlut. Hitt má vera, að sumum kunni að þykja flokkar þeirra hafa borið minna úr být- um en æskilegt hefði verið, og er ekki ólíklegt, að Framsóknar- menn uni þar verst hag sínum, þar sem þeir hafa til þessa státað af því, að á Norðurlandi, og þá einkum á Norðausturlandi, hafi fylgi þeirra verið hvað tryggast. Góð hausttíð Hausttíð hefur verið góð hér á Norðurlandi, og ætlar skaparinn ekki að gera það endasleppt við þetta byggðarlag, þar sem sum- arið hefur verið með eindæmum gott. Heyfengur er því yfir meðal lag bæði að gæðum og magni. Heyrzt hefur, að bændur muni yfirleitt setja fleira fé á nú í haust vegna hinna miklu heyja, og er það vel. Vetur konungur sýndi ofurlítið framan í sig, er yfirráðatímabil hans hófst sam- kvæmt almanakinu. Það var eins og hann vildi minna á sig með dálítilli hríðargusu. Börnin létu ekki á sér standa að taka fram sleðana sína og mátti sjá þau í hópum að leik á götunum. En ekki stóð skemmtun þeirra NORSKI stórútgerðarmaður- inn Braathen hefur enn einu sinni gefið íslenzku skógrækt- inni stórfé. Að þessu sinni 10 þús. kr. norskar, en hann hefur þá stutt íslenzka skóg- rækt með samtals 50,000 krónum norskum, eða meira en nokkur annar einstakling- ur, sagði Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, er hann boðaði blaðamenn á fund lengi. 1. tvo daga gátu þau rennt sér, en þá gerði sunnanátt og hlýju á nýjan leik, og má nú heita, að hvert snjókorn sé horf- ið aftur, að minnsta kosti í byggð. Ekki lokuðust fjallvegir í innhéruðum, og er ágætlega bíl- fært bæði austur og vestur yfir heiðar. Hin góða hausttíð hefur einnig orsakað það, að mjög mikið hefur verið hægt að vinna þeirra Braathens hér um helgina. Skýrði Hákon ennfremur svo frá, að fyrir þetta fé hefðu 115,000 trjáplöntur verið gróður- settar í Skorradal, þar væri að rísa allra fegursti skógur, en landrými væri þar ekki fyrir mun meiri gróðursetningu. Nú yrði sem sagt að finna nýtt landsvæði til þess að halda áfram gróðursetningu fyrir gjafafé Braathens, sennilega yrði það í Haukadal. Braathen er mikill áhugamað- að jarðyrkju og keyrslu húsdýra- áburðar á tún. Segja má, að góða tiðin færi mönnum mikla björg í bú, enda komst einn bóndi svo að orði við mig nýlega, að tíðar- farið væri meira en helmingur af tilveru bóndans, því ekki þyrfti nema eina skarpa óveðurs- nótt til þess að gera marga þeirra nærfellt að öreigum. Hér við Eyjafjörð hafa afla- brögð verið misjöfn. Innfjarðar er lítill fiskur og því tregur afli hjá trillubátum, sem aðeins geta róið stutt. Hins vegar mun hafa verið skárra hjá stærri bátum, sem geta róið lengra út. Stórt átak Nýlega var vígður hér í bæn- um nýr leikskóli fyrir börn, og þess verið getið í fréttum. Barna- verndarfélagið hér í bæ hefur staðið fyrir byggingu þessari, en notið til þess stuðnings bæjar og ríkis auk ýmissa félagasamtaka. Framkvæmd þessi var bæði mik- ið og merkt átak og kemur að góðum notum. Þörfin fyrir slíkt dagheimili fyrir ung börn var orðin brýn. Stöðugt mun verða erfiðara fyrir húsmæður að fá húshjálp, og þar sem margt er um ung börn á heimilum er það nánast eina leiðin fyrir mæð-1 urnar að koma þeim á barna- heimili hluta úr deginum, til þess þar með að létta sér heim- ilisstörfin. Barnaverndarfélagið á vissulega miklar þakkir skilið fyrir framtak sitt, svo og þeir mörgu, sem stutt hafa það með ráðum og dáð til þess að koma þessari merkun stofnun á fót. vig. ur um skógrækt, hann á sjálfur mjög stóran skóg í Noregi — og hefur haft mikla ánægju af skógræktarstörfum. En sem kunnugt er hefur hann áhuga á fleiru. Hann er stórútgerðarmaður og á skipastól, sem er 150,000 tonn að stærð. Auk þess á hann flugflota og starfrækir fullkomin viðgerðar- verkstæði í Stavangri. En í flugstarfseminni hefur Braathen ekki haft óbundnar hendur, því Norðmenn eru aðil- ar að skandinavisku flugsam- steypunni SAS — og hagsmunir þess og Braathens hafa víða rek- izt á. En Braathen er samt sem áður mjög skeleggur baráttu- maður á sviði flugmálanna. — Norðmenn hafa um langt skeið verið mikil siglingaþjóð og Vuipuð í lallhlíi úr Sólfaxa | ÁÆTLAÐ var, að Sólfaxi legði upp í eitt Grænlandsflugið í morgun. Þetta flug er þó sér- stætt að því leyti, að flugmenn- irnir eiga að varpa öllum flutn- ingum út í fallhlífum yfir tveim- ur veðurathugunarstöðvum Dana á austurströndinni, Daneborg og Danmarks Haven, sem er um 780 km. norður af Reykjavík. Fyrst er ferðinni heitið til Meistaravíkur. Þar verður lent til þess að taka hurðina úr flug- vélinni, en þá er enn eftir nokk- urra stunda flug norður til Dan marks Havn. Síðan kemur vélin aftur við í Meistaravik á heim- leið — og þar verður hurðin sett í. Ógerningur er að varpa stórum stykkjum úi úr flugvélinni nema að taka hurðina úr áður en lagt er af stað. Flugstjóri í þessari ferð verður Björn Guðmundsson. Græn tún og fé á afrétti GRÍMSSTÖÐUM, 31. okt. — Tíð- in hefur verið með eindæmum góð hér allt þetta haust. Aðeins hefur komið svolítið hríðarkast, en nú er aftur orðið hlýtt, 8 stiga hiti í dag. Jörð er alauð og túnin græn enn, enda hafa aðeins kom- ið þrjár frostnætur. Varla er hægt að segja að sjái snjó í fjöll- um. Er þetta alveg óvenjuleg tið á þessum tíma árs. Heyskapur gekk vel í sumar og grasspretta var óvenju góð. Tals- vert var um að tún væru þrísleg- in og er það sjaldgæft. Afurðir voru í betra lagi á þessu hausti. Féð er enn á afrétt- inni og munum við hafa það þar meðan veðrið helzt svona gott Það er fljótlegt að ná því þaðan, nema af öræfunum austan Jökuls ár, og sjaldgæft er að þar verði nokkrir fjárskaðar þó eitthvað verði að veðri. Nú er orðin venja að fara í sjálfsmölun á bílum fram á miðjan vetur. Farið er 1 Grafarlönd á einum degi, í stað 5 daga áður, en það eru lengstu leitir hjá okkur. í sumar hefur verið unnið við Laxárósanna, til að tryggja að áin renni jafnt all.m veturinn. Þegar því verki verður lokið á að vera tryggt að áin stýflist ekki á vetrum. Mikið er um byggingarfram- kvæmdir hér 1 Mývatnssveitinni, t. d. eru tvö íbúðarhús og stór kirkja í byggingu í Reykjahlíð og tvö íbúðarhús í Vogum. Er ómet- anlegt að hafa svona góða tíð og verður haldið áfram byggingar- vinnu svo lengi sem hún helzt. — Jóhannes. átt stóran skipastól, segir hann. En nú eru tímamót í vændum. Flugvélarnar eru að taka far- þegaflutningana af skipunum — og í vaxandi mæli munu þær líka taka vöruflutningana. SAS hefur ekkert gert fyrir Norð- menn og forysta okkar á alþjóða flutningaleiðum er í hættu, ef við byggjum ekki upp öflugan flugflota, sagði Braathen. Og nú er það eitt helzta áhuagefni okk- ar að fá stóran flugvöll í Nor- egi, nægilega stóran fyrir far- þegaþoturnar. Slíkan völl eigum við engan, en ég er að vona að eitthvað verði aðhafzt núna, þeg- ar þoturnar eru farnar að lenda reglulega í Kaupmannahöfn, sagði Braathen að lokum. Að loknum kosningum. — Hlutur Norðlendinga góður. — Hausttíð góð. — Reytingsafli. — IVIerk framkvæmd Barnavernd- arfélagsins Leikskólinn nýi SAS hefur ekkert gert fyrir Norðmenn — segir Braathen, sem enn styrkir islenzka skógrækt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.