Morgunblaðið - 03.11.1959, Page 14

Morgunblaðið - 03.11.1959, Page 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. nóv. 1959 þörf á að auka fjölbreytni í kirkjulegu starfi, koma á meiri Kirkjan verður t.d. að kynna, verkaskiptingu milli presta. sér nýjungar í þjóðfélagsfræð- Óftast eigin mynd Nokkur fjölgun ÞAÐ hefur verið sýnt fram á nauðsyn þess að fjölga prestum 1 Reykjavík og Hafnarfirði. Prestar hafa skipað þýðingar- mikinn sess í sögu íslenzku þjóð arinnar, en óneitanlega virðast áhrif þeirra fara þverrandi. Presturinn er ekki eins ómiss- andi liður í þjóðfélagi nútímans eins og hann var áður fyrr. Embættisverk hans einkennast fremur af þjóðfélagslegri hefð, en af því, að þau séu í lifandi samhengi við trú manna. Sér- menntað fólk, ráðgjafar í þjóðfé- orð um presta lagsvandamálum, sálgæzlu, barna vernd o. fl. gera presta og meir óþarfa í augum þorra manna. Vissulega eru margir prestar mjög vinsælir, en þær vinsældir stafa oft fremur af persónuleg- um töfrum hvers einstaks, en beinlínis af því starfi, sem þeir vinna. Kirkjunni er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu. Islenzkir prestar hafa eðlilega mótazt af sveitaþjóðfélagi og hafa fyrst og fremst verið sveita- prestar, þeir hafa haft tækifæri til að kynnast flestum sóknar- börnum sínum og skilja aðstæð- ur þeirra. Aukin borgarmenning síðari tíma hefur skapað ýms vandamál ekki sizt fyrir hina ís- lenzku kirkju og verður hún að taka á þeim vandamálum með mikilli aivoru til þess að geta staðið í stöðu sinni. Hún verður að einhverju leyti leyti að breyta starfsaðferðum sínum. Það er ekki hægt að hafa sveitasöfnuði í borgum. Enginn einn prestur getur fylgzt með 5000 sóknar- börnum á sama hátt og sveita- presturinn með sínum sóknar- börnum. Vissulega hafa prestar og leik menn unnið árangursríkt starf hér í Reykjavík ekki sízt í æsku- lýðsmálum og mikil nauðsyn er á því, að slíkt starf haldi áfram og aukist. En svið kirkjunnar nær yfir fleira en æskulýðsstarf og þótt allir prestar séu sam- mála um gildi þess, hafa sumir þó meiri áhuga og hæfileika á einhverri annarri hlið kirkju- starfsins. Kirkjulegt æskulýðs- starf virðist einnig fremur háð áhuga og hæfileikum einstakra manna, en beinlínis sé um skipu- lagt starf kirkjunnar að ræða. Þar virðist einnig sú hætta vofa yfir, að yfir því dofni við komu nýs prests, sem hefði meiri hæfi leika á öðrum sviðum. Það eitt er ekki nóg að fjölga sóknarprestum, en að sjálfsögðu verður kirkjan að halda fram rétti sínum um hámarkstölu hvers safnaðar. Það er ekki síður um. sálgæzlu, barna og unglinga vernd o. þ. 1. til þess að hún geti betur látið heyra rödd sína á þeim sviðum. Einnig er það mjög æskilegt, að kirkjan fylgist betur með nýjungum í guðfræðirann- sóknum. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt. verður kirkjan að gefa starfsmönnum sínum kost á að sérhæfa sig að ein- hverju leyti. Með því að koma á einskonar aðstoðarprestsembættum, sem kirkjustjórnin gæti sett presta í án undangenginna kosninga, en í samráði við viðkomandi sókn- arpresta og stafnaðarstjórnir mætti í fyrsta lagi auka verka- skiptinguna, þar sem aðstoðar- presturinn væri ráðinn til ákveð- ins starfa, það mundi í öðru lagi tiyggja meira samhengi innan hinna ýmsu greina safnaðarlífs- ins, en meiri hætta er á sam- hengisleisi, þegar kosið er. Og í þriðja lagi mundi það gefa prest um kost á að njóta starfskrafta sinna á því sviði sem áhugi og hæfileikar þeirra helzt lægju. Kirkjunni í fjölbýlinu er nauð- synlegt að halda við hinum kirkjulega arfi, sem einkenndi og einkennir kirkjulíf til sveita, en verður jafnframt að aðlaga sig eftir aðstæðum borgarbúa. Jón Sveinbjörnsson. FYRIR nokkru var haldin sýning í bogasal þjóðminjasafnsins, sem vert var að gefa gaum. Þar segja gullhreistraðir drekar og mjúk- hentar líknargyðjur sögu fornr- ar hámenningar, sem nú líður að iökum. Þar má Sjá margt fágætra listmuna með þem sér- stæða svip_ sem aðeins getur runnið upp af rótum aldinnar hefðar. Víða er handbragð svo fágætt, að fremur væri ætlandi dvergum en mönnum. Og þó eru litirnir enn meira undrunarefni, minna á litskrúð huliðsheima, sem jarðneskri sjón er að jafnaði meinað að sjá. Muni þá. sem þarna eru, kom frú Oddný Sen með frá Kína, þegar hún flutti búferlum hingað til lands árið 1937. Safnaði hún þeim á árunum 1922—’37 ásamt manni sínum K. T. Sen, sem var prófessor við háskólann í Amoy. Er þetta í þriðja sinn að list- munirnir glöddu augu almenn- ings hér á landi. Þeir, sem sáu og nutu í hin skiptin hugðu gott til endurnýjaðra kynna, þvj að seint verður góð sýning ofskoðuð. Þarna var saman komið svo margt merkisgripa af ýmsu tagi, að of langt yrði að telja. Sjón er sögu ríkari. Jón Sen, sonur Oddnýjar, kom sýningarmunun- um fyrir af listrænum næmleik svo sem við var að búast, og naut hún sín nú betur en nokkru sinni fyrr. Þegar inn var komið blasti við augum veggábreiða, sem hvarvetna þætti hin mesta gersemi. Hún er skreytt gull- saumuðum drekum, sem gjóta grænum glyrnum á sýningar- gesti, þegar þeir ganga í salinn. Ábreiðan er með silkikögri al- settu örsmáum speglum kringl- óttum. Það er trú manna austur 1 Kína, að speglar þessir varni iilum öndum inngöngu, þv£ að meinvættir óttast eigin mynd meira en flest annað. Urðu marg- ir til að bregða sér um stund frá skarkala vestrænna véla til un- aðsheima austræn'nar listmenn- ingar. Á frú Oddný miklar þakk- ir skildar fyrir þessa einstæðu sýningu. Úlfur Ragnarsson Hjón með eitt barn óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð á leigu nú þegar eða hið bráðasta. Vinna bæði úti. Uppl. í síma 22747 alla daga og 19460 frá kl. 9—17. Opel Caravan '55 Fæst eingöngu með jöfnum mánaðarlegum greiðsl- um ef samið er strax. Bifreiðin er á nýjum dekkjum með útvarpi og mið- stöð. Bifreiðasalan N jálsgötu 40 — Sími 11420 handhox tint-n*set Gí ciðið, það litar og leggur hárið Fyrir dökkhærðar eða Ijóshærðar — allan háralit, bæði skollitað og grátt. Unglinga vantar fil blaðburllar i eftirialin hverfi: Fálkagötu Camp-ðínox Skjólbraut (Kópavogi) t>ér getið lagt háriö og lífgað það með lit líka. Með Bandbox Tint-n-set, gjörið þér hvor- tveggja i einu. Ekki skol, ekki fastur litur, þessl nýi krem- vökvi gerir lagninguna endingargóða og hárið gljáandi með fallegum lit. Hvemig sem hinn eðlilegi háralitur er, þá gjörir Bandbox Tint-n-set hárið aðlaðandl og gljáandi. Greiðið aðeins Tint-n-set I gegnum hárið. Engin blanda, ekkert skol. (Þvæst úr strax, ef þér óskið að skipta um blæ). Dásamlegt, Tink-n-set! Fáið yður túbu 1 dag áður en þér þvoið yður næst. Fallegri bylgjur, og jaínframt litur Sex fallegir litir: Russet Brown, Chestnnt Glow, Auburn Gold, Golden Blonde, Silver Blue, Smokey Grey. Og munið alltaf eftir að nota BANDBOX SHAMPOO! fslenkur leiðarvisir fylgir hverjum pakka. Sími 22480. Lítið einbýlishús Til sölu er lítið einbýlishús (jámklætt) við Njáls- götu á eignarlóð. — Húsið er 3 herbergi, eldhús, bað, geymsluloft. — Mjög snyrtilegt hús Sanngjarnt verð og útborgun. Málflutningsstofa INGI INGIMUNDARSON, hdl. Vonarstræti 4 n. hæð Sími 24753 Verksmiðjuhús Nýtt verksmiðjuhús í fyrsta flokks ástandi ásamt stórri lóð er il sölu. Upplýsingar gefur: SIGURGEIR SIGURJÖNSSON, hæstaréttarlögmaður Aðalstræti 8 — Sími 1-10-43. lijúkrunarfélag * Islands heldur 40 ára afmælisfagnað í Sjálfstæðishúsinu þann 21. nóv. n.k. Hófið hefst með borðhaldi kl. 19,30 Aðgöngumiða þarf að panta í símum 34903, 35034 fyrir 15. nóv. Skemmtinefndin Veturliði seldi 24 málverk SL. föstudagskvöld var fjölmenni við opnun málverkasýningar Veturliða Gunnarssonar í Lista- mannaskálanum. Þegar um kvöld ið hafði hann selt 23 myndir og sl. laugardag seldi hann fljótt þá 24. Málverkasýningin verður op- in um vikutíma og er opin kL 1—11 síðdegis. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.