Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 15
Þriðjudagur 3. nóv. 1959 MORCTn\fíT,AÐIÐ 15 ÍSLENZKU hvalveiðibát- arnir liggja nú í Reykja- víkurhiifn, þar sem þeir bíða þess að komast í slipp til eftirlits og viðgerðar, eft ir eltingaleikinn við hval- ina. Þeir eru ekki beinlínis glaðlegir í yfirbragði, enda gekk hvalveiðivertíðin ekki sem bezt að þessu sinni, vegna óhagstæðs veðurs. — Veiddust aðeins 307 hvalir í sumar á móti 508 í fyrra. Eftir viðgerðina verður bát- unum lagt í Hvalfirði, þar sem þeir munu bíða 13. hvalveiðivertíðarinnar — reynist það vonandi happa- tala. — Grundfirðingar fá tvo nýja báta Byggt af kappi á Akranesi AKRANESI, 31. okt. — Hús- byggingar hafa verið með meira móti hér á Akranesi í vor og sumar. Tvö stórhýsi eru í smið- um, myndarleg ný símstöð ofar- lega í miðjum bæ, sem á að verða sjálfvirk með tíð og tíma, og gagnfræðaskóli. Eru nú kennslu- stofurnar fjórar svo langt komn- ar, að hægt verður að taka þær til afnota í desember. Tuttugu til þrjátíu hús eru i smíðum í nýja hverfinu við Brekkubraut og göturnar þar, og nokkur ný hús um miðbik bæj- arins. Svo er og verið að byggja ofan á 2—3 hús og langt komið. Byggingavinnan hefur verið »ótt af slíku kappi, að iðnaðar- mennirnir hafa ekki séð út úr því sem þeir hafa að gera. — Oddur. Ovenju miklar bygg- ingaframkvœmdir GRUNDARFIRÐI, 30. okt: — Síðastliðið sumar hefur verið unnið að stækkun hafskipa- bryggjunnar hér í Grundarfirði, og hefur hún bæði verið lengd og breikkuð. Nemur lengingin um 20 metrum og er til ómetan- legs gagns og hagræðis fyrir byggðarlagið, bæði hvað snertir flutninga til og frá Grundar- firði, svo og alla aðstöðu fyrir bátana hér heima. Þessu verki er nýlokið. og geta nú öll skip lagzt að bryggjunni. Verkstjóri við þessar framkvæmdir var Guð mundur Hjartarson úr Hafnar- firði. Á næstu vetrarvertíð eru vænt anlegir hingað 2 nýir bátar, ann- ar 70 lestir, byggður á Norðfirði, og eru eigendur hans Hraðfrysti hús Grundarfjarðar og fl. Hinn báturinn er 110 lesta stálskip, smíðað £ Noregi, fyrir Guðmund Runólfsson, skipstjóra og fl. Vélbáturinn Sigurfari er í gagn gerðri viðgerð í Stykkishólmi, en vélbáturinn Páll Þorleifsson verð ur sennilega seldur í burt réðan. Óvenju mikið er um bygging- arframkvæmdir hér og eru það einkum ungir menn, sem eru að reisa sér íbúðarhús. Ekki færri en 10 íbúðarhús eru nú í smíðum en auk þess er bygging hafin á barnaskóla, bifreiðaverkstæði, rafmagnsverkstæði, og spenni- stöð hefur verið byggð hér á veg- um Rafmagnsveitna ríkisins. Þá hefur Kaupfélag Stykkishólms í smíðum nýtt verzlunarhús. Slátrun er hér nýlega lokið og var alls slátrað allt að 300 fjár hjá 2 fyrirtækjum, Kaupfél. og Verzlunarfélagi Grundarfjarðar. Dilkar voru með rýrara móti, og kenna menn það slæmri sumar- veðráttu, en hér hefur rignt í hálfan þriðja mánuð. Ennþá er unnið að vegagerð, og næsta stórátakið í þeim efn- um er bygging brúar á svonefnd Mjóusund, og verða þær fram- kvæmdir væntanlega hafnar næsta vor. Búið er að ryðja veg í gegn- um Bergserkjahraun og að fyrir- huguðu brúarstæði. — — Fréttaritari TIL eru i ævafornum indversk- um ritum lýsing á hirðingu tanna og munns. Þar er skýrt frá not- kun tannbursta, sem menn gerðu sér úr viðartágum með því að tyggja enda þeirra þar til trefj- arnar losnuðu sundur og mynd- uðu þannig eins konar bursta. Við burstun var notað duft eða krem til að auðvelda hreinsun. Þessi rit eru frá 4000—3000 f. Kr. Ekki eru samt liðnir nema fáir áratugir frá því að vestrænar þjóðir hófu að leggja áherzlu á hirðingu munns og tanna. Og nú er svo komið að mörgum þykir hirðing munnsins ekki síður mik- ilvæg en almennt hreinlæti. Þó ber svo við að í einum af skólum höfuðstaðarins, sem valinn var af handahófi áttu aðeins 4 af hverj- um tíu börnum í 7 ára bekk tahn- bursta og aðeins einn af tíu burst aði tennur sínar reglulega. Því eru líkur til þess að enn vanti nokkuð á að þessa sjáfsagða hreinlætis sé gætt sem skyldi hér hjá okkur. Hafi Indverjar hinir fornu fund ið hjá sér þörf til þess að halda tönnum sínum hreinum þá er okkur, sem nú lifum nauðsyn á því, vegna hinnar miklu neyzlu á sykri og fínmöluðu korni, sem að langmestu leyti veldur tann- skemmdum. Sjúkdómar í tönnum og tann- holdi munu nú hrjá að rninnsta kosti 99 af hundraði manna á tvítugsaldri og fara vaxandi. Við gerðir og viðhald tanna er orðinn stór útgjaldaliður hjá flestum, sem vilja halda þeim; aðrir van- rækja tennur sínar, lýtast við það í andliti og stofna heilsu sinni í hættu. Með réttri hirðingu tanna má að verulegu leyti draga úr tann- skemmdum, tannsteinsmyndunog tannholdssjúkdómum. Það er þvi ekki úr vegi að lýsa í fáum orð- um þessari sjálfsögðu hreinlætis- ráðstöfun. Tennur skal bursta eins fljótt og unnt er að máltíð lokinni. Ein tegund af bakteríum í munm breytir sykri og mjölefnum í sýru á nokkrum mínútum, en sýran leysir upp gleraunginn, sem er yzta varnarlag tannarinnar. Þvi fyrr sem slíkar fæðuleifar eru hreinsaðar burt, því minni líkur eru til að tannskemmdir hljótist af. Við burstun ber að gæta þesa að hár' burstans nái inn milli tannanna í skorur og ójöfnur á öllum flötum þeirra og fjarlægi leifar, sem þar kunna að leynast. Ein aðferð er sú að leggja burst- ann þannig að tönnum þeim, sen* hreinsa skal, að hár hans beinist að rótum þeirra og leggist ská- hallt að tannholdinu, en dragist síðan niður eftir því og eftir yfir- borði tannanna í átt að bitfleti þeirra. Þannig eru tennur efri góms burstaðar niður, en neðri tennur upp á við; bitfleti skal bursta fram og aftur. Þess skal gætt við burstun jaxla að utan að munurinn sé hálflokaður, þá slaknar á kinn- um og auðvelt er að beita burst- anum rétt; hætt er við að ekki fáist svigrúm fyrir burstann ef munnurinn er galopinn og varir og kinnar þandar. Tannbursti á að vera nægilega lítíll til þess að auðvelt sé að koma honum að öllum flötum tanna að utan og innan. Burst- unarflötur hans skal vera beinn og hárin stinn. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa þá og láta þorna vel milli notkunar. í góðu tannkremi er sápa, er auðveldar hreinsun tanna. Enn- fremur eru í því bragðbætandi efni. Varast ber að legga of mik- inn trúnað á ýktar tannkrems- auglýsingar. Verði fundið upp tannkrem með sannanlegum eig- inleikum til varnar tannskemmd- um, mun tannlæknirinn segja sjúklingum sínum frá því. En eigi má gleyma því að burstunin sjálf er aðalatriði við hirðingu tanna, en val tannkrems síður mikil- vægt. Gagnlegt er að hafa þessar reglur í huga: að bursta strax að máltíð lok- inni, og umfram alit að sofa með hreinar tennur, að bursta hverja færu, sem burstinn tekur yfir minnst tíu sinnum, að draga hár burstans eftir yfir borði tannar í átt frá tannholdi til bitflatar. tanna tndverski herinn tekur við landamœravörzlu NÝJU DELHl, 31. okt. —• (Reuter) — INDVERSKA hernum hefur verið falin öll varzla kín- versk-indversku landamær- anna á Ladakh-svæðinu í Kashmir, en þar varð um daginn alvarlegasti árekstur- inn, sem orðið hefur á landa- mærunum til þessa. Hafa nú indverskar hersveit- ir, vel vopnum búnar, verið send ar til þess að taka við vörzl- unni á þessu svæði af landamæra lögreglunni, að því er opinberar heimildir hermdu hér í dag. Mun varðstöðvum verða fjölgað á hinu umdeilda svæði. — Ákvörð- un um þetta hefir veríð tekin með tilliti til hinna alvarlegu at- burða, er gerðust á Ladakh- svæðinu fyrir 10 dögum, en þá felldu Kínverjar níu indverska landamæraverði og tóku tíu til fanga. Atburðurinn átti sér stað 60—70 km innan indversku landa mæranna, að þvj er stjórnvöld þar í landi segja. Kínverjar halda því hins vegar fram, að 9—10 þús. ferkílómetra svæði í Ladakh sé kínverskt landsvæði — og hafa m. a. lagt þar veg. Indverska stjórnin mun hafa gengið frá svari til Pekingstjórn- arinnar við mótmælum hennar út af árekstrinum í Ladakh, og er búizt við að orðsendingin yerði send til Peking eftir helg- ina. Mun þess krafizt, að Kínverj ar dragi til baka lið sitt, sem nú er í Ladakh-svæðinu. Lóð undir Lista- safn ríkisins BÆJARYFIRVÖLDUNUM hefur borizt lóðarumsókn frá mennta- málaráðuneytinu. Barst þessi umsókn bæjarráði á fundi þess á föstudaginn. Sækir ráðuneytiS um lóð fyrir væntanlegt lista- safn ríkisins. Bæjarráð vísaði erindi ráðuneytisins til samvinnu I nefndarinnar um skipulagsmál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.